Morgunblaðið - 24.04.2005, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
mbl.is Þriðjudagur 11. janúar 2005
Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið Fasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingarAtvinnaForsíða
Á Atvinnuvef mbl.is er nú hægt að bóka
atvinnuauglýsingar, til birtingar í Morgun-
blaðinu og á mbl.is, hvort sem þú ert að
leita að vinnu eða vantar starfskraft.
mbl.is
Birtingar einn dagur í Morgunblaðinu og 10 dagar á mbl.is
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétta starfið finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
...atvinna í boði
Yfirlit auglýsinga til að skoða og fjarlægja ef óskað er. Einnig
prenta út reikning.
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi og lykilorði Ný störf í dag
Það mátti helst ekki tala mik-ið við hann um Guns N’Roses, að minnsta kostiekki tala bara um þessa
fornfrægu sveit sem kom banda-
rísku rokki til bjargar á ögurstundu
þegar allir voru gjörsamlega að
kafna í hárlakki og andlitsfarða; yf-
irborðsmennskan algjör.
Sem er kannski skiljanlegt ef út í
það er hugsað. Ekki myndi ég nenna
að tala út í eitt um gamla kærustu,
harðgiftur maðurinn.
Harðgiftur
Slash er reyndar líka harðgiftur,
og það í tvöfaldri merkingu. Hann er
orðinn fjölskyldumaður; á eiginkonu
og tvö börn, Perlu Ferrar, sem hann
giftist fyrir fimm árum og synina
London og Anthony, sem eru
þriggja og eins árs gamlir. En hann
er líka harðgiftur inn í nýja hljóm-
sveit, Velvet Revolver, sem vænt-
anleg er til landsins og mun halda
tónleika í Egilshöll 7. júlí.
„Hei, já, ég er að koma til Íslands.
Ég hlakka til,“ segir hann eins og
hann hafi bara áttað sig þá fyrst á
því að hann ætlaði að koma við á eyj-
unni litlu í miðju Atlantshafi og spila
þar í fyrsta sinn. Það var einmitt eig-
inkonan sem kom fyrst í símann,
kallaði á manninni sinn: „Slash!
Slash! Blaðamaður frá Íslandi í sím-
anum!“
Hann er staddur á ónefndu hóteli
á vesturströndinni þar sem hann er
skráður inn undir bráðfyndnu –
ónefndu – dulnefni, á miðri tónleika-
ferð um Bandaríkin. Hljóðin í kring-
um hann koma ekki úr hávaðasömu
partíi, hrópandi og ælandi rokk-
hundum að fleygja sjónvörpum út
um gluggann. Nei, það er fjöl-
skyldustund hjá rokkaranum hrokk-
inhærða, þeim hinum sama og gaf
sig út hér í eina tíð fyrir að vera dug-
legasti drykkjubolti rokksins og
skartaði stuttermabol með íslensk-
ættaða Svartadauðanum til að sanna
það, þeim hinum sama og oftar en
einu sinni hefur verið talinn af vegna
ofneyslu eiturlyfja en alltaf rankað
við sér úr rotinu á síðustu stundu.
„Ég er alveg orðinn laus úr viðjum
þessara harðari efna, en ég slæ samt
ekki hendinni á móti einu og einu
rauðvínsglasi og skoti öðru hverju.
Það fer mér ekki að vera alveg heil-
agur,“ segir hann og hlær eins og tíu
ára prakkari.
Svartidauði
„Ég á ennþá stuttermabolinn, hélt
mikið uppá hann á Svartadauða-
tímabilinu. Það var þegar ég lifði á
vodka, drakk flösku – að ég hélt til
að koma skapinu í lag. Nú veit ég
betur. Er eldri, vitrari – og úthalds-
minni. Ætli sé bara ekki hægt að
segja að ég sé skynsamari náungi
núorðið, þekki mín takmörk. Svo hef
ég miklu meira að tapa núna en hér
áður fyrr, þarf að axla stærri ábyrgð
eftir að ég eignaðist fjölskyldu – og
er fullkomlega meðvitaður um það.
Svo er það spilamennskan, sem mað-
ur lifir náttúrlega enn fyrir.“
Slash segir líf sitt hafa gjörbreyst
eftir fæðingu fyrsta barnsins fyrir
þremur árum. „Án þess að vilja
hljóma eins og ég sé hjá Opruh þá
verð ég samt að segja að þá fyrst sá
ég lífið í réttu ljósi og áttaði mig á
hvað skiptir mestu máli. Ég fór að
setja mér markmið og velta fyrir
mér hvað ég virkilega vildi fá út úr
því að vera tónlistarmaður. Þetta
var ekki lengur spurning um að vera
bara endalaust í tómu rugli – þótt
það sé nú stundum ansi gaman.“
Saul Hudson er fertugur og hefur
ekki verið í hljómsveitinni sem má
helst ekki tala um í heil níu ár, eða
síðan hann gafst endanlega upp á
söngvara sveitarinnar, hinum snar-
geggjaða og sjálfumleiða Axl Rose.
„Ég hef ekki talað við hann síðan
þá,“ svarar hann þegar blaðamaður
vogar sér að spyrja út í samband
þeirra. „Leiðir okkar hafa ekki legið
saman og ég sé það heldur ekki ger-
ast. Hvers vegna?“
Hópmeðferð
Fyrir þremur árum fóru þeir svo
að djamma saman þrír félagarnir úr
Guns N’ Roses, Slash, Duff McKag-
an og Matt Sorum. Strax á fyrstu
æfingunni fundu þeir að krafturinn
og hungrið til að búa til alvöru rokk
og ról væri sannarlega enn til staðar,
svo ekki sé minnst á frelsið sem í því
fólst að vera laus við nagið í bless-
uðum Axl Rose. Þeir fengu því Dave
Kushner, gamlan félaga úr Los Ang-
eles-rokksenunni, til að leika á gítar
og ákváðu að gera hæfilega alvöru
úr, stofna hljómsveit. Eftir að hafa
prófað nokkra óþekkta söngvara án
þess að finna neistann stakk
McKagan upp á Scott Weiland,
söngvara Stone Temple Pilots, sá
væri á svipuðu róli og þeir, og meira
að segja búinn að ganga í gegnum
meira helvíti en þeir allir til samans.
„Ég þekkti hann ekkert persónulega
áður. En ég þekkti auðvitað Stone
Temple Pilots og var með Weiland á
topp fimm yfir þá söngvara sem ég
vildi helst hafa í bandinu. Hann hafði
rétta fasið, sömu sýn og við. Var
tilbúinn að hætta allri steypunni og
þráði af hafa á ný gaman af því að
búa til tónlist, þráði tilfinninguna
sem maður fær þegar maður er að
stofna sína fyrstu hljómsveit.“
Og þrátt fyrir að virka sem hálf-
gerð hópmeðferð – með fimm fyrr-
verandi dópistum innanborðs – þá er
töggur í Velvet Revolver, þeir gera
það sem þeir geta best; rokka og það
hrátt og hátt, nákvæmlega þá tónlist
sem þeir fíla best og vinir þeirra
líka. Og þessir vinir eru greinilega
ansi margir því þegar fyrsta plata
sveitarinnar Contraband kom út í
fyrra þá seldist hún hraðar en nokk-
ur önnur fyrsta plata hljómsveitar
hefur áður gert í Bandaríkjunum og
stærstu leikvangar eru jafnan troð-
fullir þegar þeir eru á sviðinu.
Slash segir tónlistina ekki litaða af
fjölskyldulífinu, hann sé ekkert á
leiðinni að fara að semja um það
hversu gott það er að elska konu
eins og Perlu, rokkhjartað tifi ennþá
af sama ógnarþunga, jafnstíft og áð-
ur. „En ég er ekki eins upptekinn af
sjálfum mér og áður.“
Fantagóðir
Slash áréttar líka að þeir félagar í
bandinu hafi aldrei sest niður og
rætt málin á einlægan og opinskáan
hátt, engin tími hefði gefist fyrir
slíka naflaskoðun því rokkið væri
þeirra tjáningarmáti fyrst og síðast.
Aðspurður hvers konar tónleika
íslensku áhofendurnir eiga í vænd-
um segir Slash erfitt að lýsa því með
orðum. „Við erum einfaldlega fanta-
góðir á tónleikum, njótum okkar
best á sviði. Ólíkir öllu öðru sem
komið hefur fram í rokkinu síðasta
áratuginn; frakkir, sexí … nei,
strákurinn er í Velvet-bol og með
Velvet-hatt,“ segir Slash og er far-
inn að fylgjast með syni sínum
London. „Segðu Velvet Revolver,“
heyrist í Perlu og síðan í þeim stutta
með upprennandi rymjandi þunga-
rokksröddu: „Vevet revove! Vevet
revove!“
„Hann er ansi upptekinn af
vinnunni hans pabba,“ segir Slash,
og stoltið leynir sér ekki í annars af-
slappaðri og vissulega örlítið lifaðri
röddinni.
Aðspurður hvort búast mætti við
einhverjum Guns N’ Roses og Stone
Temple Pilots-lögum inn á milli
Velvet-laganna á tónleikunum í Eg-
ilshöllinni sagði Slash það líklegra
en ekki. „Við erum vanir að taka
nokkur með hvorri sveit, lög sem
okkur standa næst. Engin ástæða til
að grafa þau þótt við séum ekki leng-
ur í sveitunum sem fluttu þau fyrst.“
Og að endingu er Slash minntur á
að gleyma ekki stuttermabolinn
fræga; hann ætti að framkalla sælar
minningar og sannan fögnuð meðal
íslensku tónleikugestanna.
„Ég ætla að reyna að muna það,
takk.“
Tónlist | Gítarhetjan Slash er væntanleg til landsins með hljómsveit sinni Velvet Revolver
Harðgiftur í
hópmeðferð
Gamla gítarhetjan úr Guns N’ Roses er aftur
komin á beinu brautina og nýtur lífsins í nýju
hljómsveitinni sinni Velvet Revolver. Hann
segir Skarphéðni Guðmundssyni að þótt hann
sé nú orðinn reglufastur fjölskyldumaður sé
rótleysið og villimennskan enn við lýði þegar að
rokkhjartanu kemur.
Reuters
Slash og Scott Weiland, söngvari Velvet Revolver, í góðum málum á tónleikum í Las Vegas í desember 2004. „Scott
er frábær rokksöngvari, einn sá besti, og það sannast best þegar hann er á sviðinu,“ segir Slash um félaga sinn.
Miðasala á tónleika Velvet Revolv-
er hefst í dag sunnudag í útibúum
Íslandsbanka í Kringlunni og
Smáralind kl 12.00 á hádegi. Einn-
ig verða seldir miðar í Pennanum
Akranesi og Vestmannaeyjum,
Dagsljósi Akureyri, Hljomsýn
Keflavík og Hljóðhúsinu Selfossi.
Netsala verður á www.farfugl-
inn.is. Miðaverð í A svæði 6.500
kr. og 5.500 í B svæði. Mínus hitar
upp, seinni upphitunarhljómsveit
tilkynnt síðar.
skarpi@mbl.is