Morgunblaðið - 24.04.2005, Side 59
Þriðja platan kemur út í haust og
Týr spilar bæði á Prix-inu og í G!-há-
tíðinni í Götu í sumar, þar sem við-
staddir verða útsendarar frá Road-
runner, þekktustu þungarokks-
útgáfu heims.
Knút Háberg Eysturstein
Knút er hljómborðsleikari Gesta,
sigurvegara Prix Föroyar frá því í
hitteðfyrra. Bræðurnir Torfinnur og
Ólavur Jákupssynir sömdu að mestu
efni þeirrar sveitar og steig Knút því
fram með eigið efni á plötunni Havs-
glóð sem út kom fyrir jól. Hann fær
aðstoð frá hinum og þessum, m.a.
Högna Lisberg, en í litlu samfélagi
virðist sem allir sem vettlingi geta
valdið leggi ætíð hönd á plóg. Tón-
listin er lágstemmd og einlæg, og fer
frá kassagítarpoppi yfir í dramatískt
síðrokk að hætti Sigur Rósar.
200
Önnur plata pönksveitarinnar 200,
Viva La Republica, er nýkomin út og
það í einkar glæsilegri pakkningu.
Sveitin lék á Íslandi fyrir u.þ.b.
þremur árum og á bassa er Mikael
Blak, sonur Kristian Blak, eiganda
Tutl, helsta tónlistargúrus eyjanna
(Kristian er einskonar blanda af Ás-
mundi Jónssyni og Árna Matthías-
syni). Hiklaust eitt besta færeyska
bandið starfandi í dag og hefur náð
að þróa með sér mjög sérstæðan og
persónulegan stíl. Líkt og finnskur
Elvis Presley hefði ákveðið að stofna
pönksveit. Meðlimir eru róttækir
sambandsslitssinnar. Með plötunni
fylgir bæklingur, sem inniheldur op-
inber dönsk skjöl sem gefa til kynna
ýmsar vafasamar aðferðir til að
treysta stöðu herraþjóðarinnar.
Makrel
Makrel er nú um stundir vinsæl-
asta sveit Færeyja og lá við upp-
þotum þegar það kom í ljós að það
átti ekki að hleypa þeim í úrslit Prix-
ins. Dómnefndin er víst leynileg og
hefur þetta valdið miklum úlfaþyt á
meðal tónlistaráhugamanna í eyj-
unum.
Plata Makrel, Wonderland, er
önnur plata sveitarinnar og mikil
framþróun frá þeirri síðustu, Makrel
stinkar. Sú plata var tekin upp í
Geimsteini fyrir verðlaunafé sem
sveitinni áskotnaðist úr Músíktil-
raunum árið 2002, en þá lenti hún í
þriðja sæti. Var það Kiddi úr Hjálm-
um sem tók upp á þremur dögum.
Nýja platan er hins vegar einkar
metnaðarfull – framsækið rokk sem
minnir á köflum á Tool/A Perfect
Circle, þó blessunarlega sé ekki ver-
ið að reyna að afrita þær sveitir.
Enekk
Enekk er þjóðlagasveit sem er
dýrkuð og dáð af Færeyingum þó að
hún sé lítt þekkt utan eyjanna. Höf-
undur getur vottað um að þetta er
glæpsamlegt, enda hreint frábær
sveit á ferðinni, en hún er leidd af
Kára nokkrum Sverrissyni. Ein af
fyrri plötum þeirra, Ver sterk mín
sál, er algjört meistaraverk, ein
besta plata sem ég hef á ævi minni
heyrt.
Meðan vit nærkast jörðini er
fjórða plata Enekk og kom út síðasta
haust. Hún var tekin upp á um viku
og þar er einstakri sýn Kára og fé-
laga um hvernig þjóðlagatónlist eigi
að vera enn og aftur hrint í fram-
kvæmd.
Annað …
Við skulum að lokum stikla á stóru
yfir fleiri markverðar plötur sem eru
nýkomnar út. Platan Litleysir blettir
er eftir efnilegt söngvaskáld, Krist-
leif Zachariasen sem vann söngva-
skáldakeppnina Singer/Songwriter
sem nýbyrjað er að halda í eyjunum.
Gogo Blues er eins og nafnið gefur
til kynna blúshljómsveit og gaf hún
út sína fyrstu plötu fyrir stuttu, Live
in Studio. Sveitin nýtur nú feiki-
vinsælda í eyjunum og keppir til úr-
slita í Prix Föroyar á laugardaginn.
Nýútkomin er einnig plata ungsveit-
arinnar Zink, Totally Love Songs, en
hún leikur einskonar brettapönk að
hætti Green Day, galgopalegt og
blátt áfram.
Safnplatan Ampaljóð kom út í
fyrra en er ekki á vegum Tutl, held-
ur einskonar tónlistarmiðstöðvar í
Þórshöfn sem kallast Margarin
Fabriken. Hér eiga Zink lög en einn-
ig Lama Sea og sveitirnar 48 Pages
og Speaker en þær tvær heimsóttu
Ísland síðasta sumar.
Tutl er virt útgáfufyrirtæki í þjóð-
lagatónlistinni og stundum teygir
það sig út fyrir landsteinana og gef-
ur út tónlist frá öðrum Norður-
löndum og jafnvel víðar. Þannig
blandar hljómsveitin Sula saman
skandinavískum og skoskum
straumum á nýrri plötu sinni, Over
Seas. Þess má geta að nokkur tón-
listarlegur samgangur er á milli
Færeyja og hinna nærliggjandi
Orkneyja og Shetlandseyja,
Deja Vu, sem náði öðru sæti í Prix
Föroyar í hitteðfyrra er þá að fara að
gefa út plötu og einnig Braquet,
rokksveit sem hefur verið starfandi
giska lengi og eru miklar vonir
bundnar við breiðskífu þeirra.
Þá er komin út tónleikaplata með
sveitinni Yggdrasil sem ætti að kæta
aðdáendur Eivarar en hún sér þar
um söng. Sveitin hefur og á að skipa
þeim feðgum, Mikael og Kristian
Blak og tónlistin er einskonar heims-
tónlistardjass.
Greint hefur verið ítarlega frá
annarri starfssemi Eivarar á þess-
um síðum, en nýjasta plata hennar,
Tröllabundin, var tekin upp með
hljómsveit danska ríkisútvarpsins.
Söngvaskáldið Teitur Lassen, eða
einfaldlega Teitur, hefur þá náð
mjög langt alþjóðlega en plata hans,
Poetry & Aeroplanes, kom út á veg-
um Universal árið 2003 og hefur
hann verið að flengjast um á tón-
leikaferðalagi síðan. Ekkert liggur
fyrir enn um nýja plötu frá honum.
Plötubúðin og útgáfan 12 Tónar
hefur séð um innflutning á plötum
frá Tutl en færeyskar plötur ætti þó
að vera hægt að nálgast í öllum betri
plötubúðum hér á landi.
Knút Háberg Eysturstein, hljóm-
borðsleikari Gesta, gaf út hina
prýðilegu Havsglóð í haust.
200 – róttækt pönk af bestu gerð.
Deja Vu leikur þekkilegt popprokk
í anda Coldplay og Leaves.
– ww.tutl.com
– www.pop.fo
– www.prix.fo
arnart@mbl.is
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
Sýnd kl. 5.50
Sýningartímar
Sýnd kl. 6 o g 9
Kinsey Sýnd kl. 3.40
Door in the Floor Sýnd kl. 4
Darkness Sýnd kl. 10.40
Túlkun
Bruno Ganz
á Hitler
er stórkostleg.
Ein besta
stríðsmynd
allra tíma.
Magnþrungið meistaraverk um síðustu
dagana í lífi Hitlers séð með augum
Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers
i i í
í lí i i l
l i i i i l
Every family could use a little translation
F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS
S.K. DV
Sýnd kl. 8
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 5.50 og 8
Sýnd kl. 3.40 og 10.15 Sýnd kl. 3.40, 8 0g 10.15
Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims
Pedro Almódavar sem hefur fengið lof
gagnrýnenda og verðlaun um allan heim.
„Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village
Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan
Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. HOUSE OF
FLYING
DAGGERS
Sýnd kl. 6
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
f r i til r !
a a r r llv kj tryllir frá s rav !
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SCREAM MYNDIRNAR!I
Hún fær þig til að öskra!
Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven!
Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. taliSýnd kl. 2 og 4. m. ísl. tali
Magnaður spennutryllir
T H E INTERPRETER
Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG
LA FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
Heimsfrumsýnd á Íslandi
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi 16 ára
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10 B.I 16 ÁRA
Heimsfrumsýnd 29. apríl
- BARA LÚXUS553 2075☎
T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R .
A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Er hægt að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega?
Kevin Bacon sýnir stórleik sem dæmdur
barnaníðingur er reynir að koma lífi sínu
í eðlilegan farveg eftir 12 ára fangelsisvist.
Tilnefnd til fjölda verðlauna.
Frá framleiðendum Monsters ball
Kevin Bacon
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2005 59