Morgunblaðið - 25.04.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 25.04.2005, Síða 28
MINNINGAR 28 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Bílamálarar Bílaspítalinn, þjónustuaðili fyrir Heklu hf. í Hafnarfirði, vantar bílamálara, bifreiðasmið og mann vanan undirvinnu til starfa sem fyrst. Aðeins vandvirkir, stundvísir og reglusamir aðilar koma til greina. Upplýsingar gefur Ingvi í síma 565 4332 frá kl. 8-18 virka daga og 897 3150 eftir kl. 19.00. Bifvélavirki Viljum ráða vanan lærðan bifvélavirkja til starfa sem fyrst. Tölvukunnátta æskileg. Aðeins stundvís og reglusamur kemur til greina. Upplýsingar gefur Ingvi í síma 565 4332 virka daga og 897 3150 eftir kl. 19.00 og um helgar. Bílaspítalinn, þjónustuaðili Heklu. Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn kl. 20:00 þriðjudaginn 26. apríl 2005 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörstjórn. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fjarðargata 35a, fnr. 212-5522, Þingeyri, þingl. eig. Gunnar Jakob Línason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær, föstu- daginn 29. apríl 2005 kl. 10:30. Hafnarstræti 2, versl.hús fnr. 212-5562, Þingeyri, þingl. eig. Kristján Fannar Ragnarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ísafjarðar- bær, föstudaginn 29. apríl 2005 kl. 10:45. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 22. apríl 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sjóvörn við Hvaleyrarhöfða, Hafnarfirði. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 23. maí 2005. Skipulagsstofnun. Fundarboð Opinn fundur um skipulag á Bílanaustreit Þriðjudaginn 26. apríl nk. verður íbúafundur á vegum skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur og Hverfisráðs Laugardals, þar sem kynnt verður fyrirhugað skipulag á Bíla- naustreit. Deiliskipulagstillagan er nú í aug- lýsingu og rennur frestur til athugasemda út þann 4. maí nk. Fundurinn verður haldinn á skipulags- og byggingarsviði, Borgartúni 3, 4. hæð, og hefst hann kl. 20:00. Skipulagshöfundar, Kanon arkitektar og Teikni- stofan Tröð, kynna skipulagið. Að auki verða eftirtaldir aðilar frá Reykjavíkur- borg á fundinum: Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs og Björk Vilhelmsdóttir, borg- arfulltrúi, formaður hverfisráðs. Fundarstjóri Björk Vilhelmsdóttir. Allir eru velkomnir Skipulags- og byggingarsvið, Hverfisráð Laugardals. Félagslíf  HEKLA 6005042519 IV/V Lf. I.O.O.F. 19  1854258  M.R. I.O.O.F. 10  1854258  Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Þorbjörns, Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, Björgunarbátasjóðs Grindavíkur og unglingadeildarinnar Hafbjargar verður haldinn í björgunarstöðinni í Grindavík sunnu- daginn 1. maí nk. kl 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnir. Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti. Í mötuneytinu er framreiddur aðkeyptur matur, en starfsmenn sjá jafnframt um að útbúa kaffimeðlæti. Starfið felst auk þess í frágangi og þrifum í eldhúsi, þjónustu vegna funda o.þ.h. Um er að ræða vinnu á vöktum frá kl. 9.00-20.30 virka daga. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Bjarnadóttir í síma 893 8633. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. STARFSMAÐUR Í MÖTUNEYTI Sölustjóri á nýju sölu- og markaðssviði Árvakurs hf., útgáfufélags orgunblaðsins, óskast til starfa. Við leitum að einstaklingi sem hef r reynslu, hæfni og enntun til að sinna daglegri stjórn n söludeildar, hefur talsverða reynslu af sölumálum og getur veitt viðskiptavinum okkar ráðgjöf varðandi sölumál, auk þess að sjá um gerð tilboða og sölusamninga. Viðkomandi þarf að ve a m naðarfullur, sýna frumkvæði, vera sveigjanlegur, skipulagður og hafa hæfileika í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Kr Sigurðardóttir ÖLU TJÓRI AUGLÝSINGA Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is: http://www.mbl.is/morgunblaðið/ : Sækja um starf hjá Morgunblaðinu. Mötuneyti. Einnig liggja umsóknareyðublöð frammi í afgreiðslu Morgunblaðsins. Og þangað skal skila umsóknum merktum mötuneyti Morgunblaðsins Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, http://mbl.is/, neðst á forsíðu, sækja um starf, velja markaðsstörf. Einnig má skila umsóknum í afgreiðslu Morgun- blaðsins, Kringlunni 1. Þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð. Vegna aukinna umsvifa í sölu óskar Morgunblaðið eftir starfsmönnum til starfa á sölu- og markaðssviði. Starfið felur í sér sölu auglýsinga í Morgunblaðið. Við l itum að dugmiklum og líflegum starfsmönnum sem haf brennandi áhug á sölumennsku. Reynsla á sviði sölustarfa er æskileg. Nánari upplýsingar u starfið fást hjá Gylfa Þór Þorsteinssyni sölustjóri auglýsinga í síma 569 1133 eða gylfi@mbl.is, eða hjá starfsmannah ldi í sím 5691342 FÓLK ÓSKAST Umsóknir e hægt að fylla út á mbl.is, http://mbl.is/, neðst á forsíðu, sækja um starf, velja auglýsingasala. Einnig má skila inn umsóknum í afgreiðsl Morgunblaðsins, Kri glunni 1. Þar liggja ein ig frammi umsókn reyðublöð. Nágranni okkar í tæpa fimm ára- tugi Hjörtur Guðmundsson hefur nú kvatt þessa jarðvist. Minningar okk- ar af Hirti eru allar á einn veg, hann var öðlingur, traustur, trúr, hjarta- hlýr og mikill húmoristi. Fyrstu kynni okkar urðu á sjötta áratug síð- ustu aldar þegar fjölskyldan hóf hús- byggingu í Löngubrekku 47 í Kópa- vogi. Á þeim árum höfðu Hjörtur og eiginkona hans Guðrún eignast sex börn en tvö bættust síðan við í Löngubrekkunni. Framgangsmáti við að grafa grunn á þessum árum var yfirleitt sá að vinnuvélar fengust til verksins en hjónin grófu grunn að húsinu sínu sjálf með haka og skóflur að vopni og byggðu húsið með eigin höndum. Húsið reis og fjölskyldan stóra hreiðraði þar um sig. Heimili Hjartar og Guðrúnar einkenndist af gleði og góðum samskiptum. Menn- ing skipaði þar stóran sess, píanó í stofunni og mikið sungið og spilað. Hjörtur var um margt á undan sinni samtíð, matargerð og þá sérstaklega bakstur lék í höndum hans. Nágrann- arnir á 43 og 47 stofnuðu sælgætis- gerð í kjallaranum á 43 og framleiddu þar karamellur eftir uppskrift Fjólu- pabba sem var faðir Hjartar. Börnin á bæjunum tveimur sáu um innpökk- un áður en þeim var komið á markað. Hann átti lengi Willysjeppa sem tók ótrúlega marga farþega og ekki mun- aði um að bæta nágrannastelpunum í bílinn þegar farið var í sunnudags- bíltúr. Á langri samleið sem spannar nú næstum hálfa öld viljum við þakka samfylgdina sem aldrei hefur borið skugga á. Vottum við eftirlifandi eig- inkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúð okkar. Hvíl í friði Jórunn og Jón, Helga og Torfhildur. HJÖRTUR MAGNÚS GUÐMUNDSSON Mig langar til að minnast góðrar vin- konu minnar, hennar Guggu, í örfáum orð- um. Þó að ég hafi ekki þekkt Guggu nema í örfáa mánuði þá fannst mér ég samt þekkja hana eins vel og ömmu mína er ég kvaddi staðinn sem ég hitti hana á er ég útskrifaðist. Guggu kynntist ég í lok septembermánaðar á síð- GUÐRÍÐUR HANSDÓTTIR ✝ Guðríður Hans-dóttir fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1929. Hún lést í St. Franciskusspít- alanum í Stykkis- hólmi 11. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 19. apríl. astliðnu ári. Ég var nýlagstur inn á spítala er ég tók eftir þessari brosmildu konu sem sat inni í stofunni og benti mér að koma til sín. Hún spurði mig hverra manna ég væri og hvers vegna ég hefði verið lagður inn. Þegar í ljós kom að við áttum við sama vandamál að stríða þá urðum við góðir vinir. Mér er einkum minn- isstætt hversu góða umönnun Gugga fékk á spítalanum og má segja að hún hafi verið besta vinkona hverrar einustu konu sem vann þar. Oft þegar við sátum inni í stofunni á kvöldin þá leyfðum við Guggu að ráða hvaða sjónvarpsstöð horft var á og einkum á miðvikudögum því þá var Þórhallur miðill á dagskrá og hún hafði gaman af því að horfa á hann. Gugga var alltaf elskuleg við mig og ég bar alltaf mikla virðingu fyrir henni. Að lokum langar mig til þess að segja það hversu þakk- látur ég er fyrir að hafa kynnst henni Guggu. Hún var yndisleg kona. Ég votta aðstandendum hennar mína innilegustu samúð. Tryggvi Rafn Tómasson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.