Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 5
5.6.2005 | 5 6 Flugan fékk freknur á trýnið og er jafnvel orðin skot- in í Bobby Fischer ... 8 Skíðadalur er draumastaðurinn Kyrrðin á Klængshóli er engu lík og þar bjóðast grasaferðir, eyðibýla- göngur o.fl. 10 Ekkert mikið óþekk ... Enn eru barnapíur eftirsóttar til sumarstarfa. 12 Allir vildu Laundromat kveðið hafa Fjórir vaskir Íslendingar opn- uðu þvottahús og kaffihús í Kaupmanna- höfn, þvottakaffihús. 14 Til hjálpar á neyðarstund Jón Viðar Matthíasson kveðst ekki vera eld- hugi – en tók nýlega við starfi slökkviliðs- stjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 22 Sannkallað tískudrasl Kjólar úr jógúrtdósalokum og mandarínu- netum – tískubransanum gefið langt nef. 24 Ekki fæst flottari sími Kynntur snjall sími frá Motorola, sem dregur nafn sitt af rakvél. 26 Fjársjóður Ali Baba Á flóamörkuðum Parísar má gramsa frá sér vit og rænu. 30 Lúrinn er kynlíf 21. aldarinnar Svefnleysi hrjáir nútímamanninn á skrif- stofubásnum, en nú má kaupa sér lúr. 32 Finnski storkurinn kemur færandi hendi Verðandi mæður fá veglega gjöf frá finnska ríkinu. 34 Matur og vín Steingrímur Sigurgeirsson snæddi á Rauðará og kynnir ennfremur yndisvín frá Ítalíu. 36 Jaðarsport Kraftdrekar, straumkajakar, klifur og sitthvað fleira með fallegu útsýni og adrenalíni! 44 Krossgáta Dýr í skrúfu...? Skilafrestur er til föstudags. 46 Pistill Helgi Snær er meðal þeirra sem oft eru alveg í spreng, jafnvel neðanjarðar. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Jóni Viðari Matthíassyni í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 31. maí 2005. 10 Valgerður passar Silju í sumar og Ragnheiður passar bróður sinn Jakob og vin hans Jökul. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Viðbúin, tilbúin ... byrja: Hver er slökkviliðsstjóri í Reykja- vík? Á hvaða skaga er Skíðadalur? Hvað er eitt júl mörg amper? Hvað heitir þrúgan Ansonica öðru nafni? Er Ald- eyjarfoss 20, 30 eða 50 metrar ...? Spurningakeppnir eru sí- vinsæl skemmtun, ekki síst í bifreiðum þegar þeyst er af stað í sumarfríið. Þannig vill til að svörin við þessum, og reyndar ýmsum fleiri spurningum, er að finna í Tímaritinu í dag, eintakið getur því að vanda nýst í margháttaða samkvæmisleiki ... En hvað gefur það í raun að vita svör við einföldum stað- reyndaspurningum? Ágæta ímynd út á við, vissulega, en oft reynist viskan mest í smáatriðum, reynslu, sögunni að baki staðreyndunum. Jón Viðar Matthíasson er t.a.m. ekki aðeins slökkviliðsstjóri Reykja- víkur, heldur alls höfuðborgarsvæðisins, því liðin sameinuðust fyrir fimm árum. Og liðsmenn gera fleira en slökkva elda. Á svæðinu í fyrra voru til dæmis 20 þúsund sjúkraflutningar og slökkviliðsmenn eru þjálfaðir til aðkomu á slysstöðum af öllum toga. „Þeir gætu verið að fara að aðstoða sína nánustu þó slíkt gerist sjaldan. Þú veist aldrei hvað er hinum megin og þá óvissu þurfa menn að læra að glíma við. Þó það sé skrýtið að segja það þá venst þetta, en við verðum aldrei ónæmir – við tökum alltaf eitthvað inn á okkur. Þess vegna þurfum við að vera meðvitaðir um að ræða við félagana og vera vakandi hver yf- ir öðrum,“ segir Jón Viðar í forsíðuviðtali, en liðsmenn hafa aðgang að fagfólki í áfallahjálp og sinna hver öðrum með félagastuðningi. Hvað verða margir stórbrunar á ári á Íslandi? Hver er meðalþrýst- ingur vatns úr brunahana? Hverjir sungu í hljómsveitinni Brunaliðinu ...? Sniðugar spurningar, en mun mikilvægara að leggja á minnið að starf slökkviliðsmanna er flókið og krefst nærgætni, ekki síður en tækni og snerpu. Níunda bjölluspurning: Eru konur í slökkviliðinu? Svar á síðu 16. | sith@mbl.is 05.06.05 Ís le ns k hö nn un Hulstrið um Emotional, nýjan geisladisk hljómsveitarinnar Trabant, vekur verðskuldaða athygli. Ungur grafískur hönnuður, Rósa Hrund Kristjánsdóttir, á heiðurinn en sveitar- meðlimir völdu hana til verksins. Hún útskrifaðist frá LHÍ sl. vor og starfar hjá Hvíta hús- inu. „Aðalmálið var að gera eitthvað skemmtilegt, eitthvað sem passaði við þessa líflegu hljómsveit. Við vildum hafa útlitið fágað – eins og sveitin virkar þegar hún stígur á svið – en þegar „sjóið“ byrjar verður allt brjálað,“ segir Rósa og vísar til þess að diskurinn nánast stekkur í and- lit þess sem opnar hulstrið. Forsíðumyndin er hins vegar talsvert kyrralíf. Hulstrið er ennfremur eins og altari, Trabant-altari, þegar það er reist upp eins og myndin sýnir. Það er úr pappa, og því er spurt: Eru hin hefðbundnu, brothættu harðplasthulstur að ganga sér til húðar? „Mér sýnist þau alveg ætla að vera áfram,“ svarar Rósa, með stillingu. „Sérstaklega hér á landi, menn eru dálítið fastir í þessu og halda að þetta sé eina leiðin. Allt annað sé of dýrt. En það er alveg hægt að gera eitthvað skemmtilegt, án þess að það kosti trilljónir.“ Útgefandi disksins er 12 tónar. Plötuumslagið| Rósa Hrund Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.