Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 42
42 | 5.6.2005 jaðarsport Miðað við þann mikla fjölda sem nú leggur stund á kajaksiglingar er í raunálitamál hvort íþróttin teljist lengur vera jaðarsport, segja má að kajaksigl-ingar séu að færast af jaðrinum og nálgist miðjuna og „meginstrauminn“. Siglingar á straumbátum niður háa fossa eða illúðlegar flúðir eru æsispennandi og um það efast enginn sem skoðar myndir frá slíkum leiðöngrum. En hvað um sjóbát- ana? Nánast allar þær myndir sem sjást frá sjókajakferðum virðast annaðhvort teknar í landi eða í logni og því mætti álykta að sjóbátamenn fari ekki á sjó ef vind hreyfir eða sjórinn gárast. Það er þó alls ekki svo að sjóbátamenn rói ekki nema í logni; skortur á spennandi myndum úr sjókajakferðum er vegna þess að þegar sjórinn verður úfinn og gamanið kárnar virðast fáir hafa ráðrúm eða rænu á að smella af myndum. Þeir sem ferðast á sjókajak komast á staði sem öðrum eru nánast ófærir. Þeir geta rennt sér upp að sjávarbjörgum, róið inn í hella og komist upp á eyjar og sker sem flestum eru ófær. Enginn kemst heldur nær sjófuglum en maður á kajak. En þó að siglingar á sjókajak geti verið afslappandi og áhyggjulaus íþrótt í sumarstillum eru þær langt frá því að vera hættulausar og fyrir byrjendur er mikilvægt að fara á nám- skeið eða hefja ferilinn með tryggri leiðsögn vans ræðara. Auk sjókajaksins er nauðsynlegt að eignast svuntu, sem lokar mannopinu á bátn- um, björgunarvesti og sjóstakk. Hér skal fullyrt að með sæmilegri útsjónarsemi geti menn komið sér upp slíkum græjum fyrir um 100.000 krónur en þá verður líka að kaupa notaðan plastbát en ekki trefjabát sem eru talsvert dýrari. Hættulegir straumar undir árbakka Siglingar á straumkajak eru af allt öðrum toga og þar blasa hætturnar oftar við en á sjókajak. Straumkajakróður er þó ekki hættulegur ef menn þekkja sín takmörk, eru vel búnir og hafa félaga á bakkanum sem er tilbúinn til að veita aðstoð. Mesta hættan steðjar að byrjendum og illa búnum. Jón Skírnir Ágústsson hefur róið straumkajak í fimm ár og sífellt fært sig upp á skaftið. „Til að byrja með var þetta bara spennandi og gaman, ég var að prófa eitthvað sem frekar fáir höfðu reynt. Núna snýst þetta meira um að finna nýjar ár sem hægt er að sigla og líka að ferðast um landið. Svo er þetta bara svo skemmtilegt,“ segir hann, spurður um hvað sé svona gaman við að þeytast niður flúðir og fram af fossum. Á þeim hátt í 30 árum sem straumkajakróður hefur verið stundaður hér á landi hefur orðið eitt banaslys, í Ölfusá. Ekki hafa orðið önnur alvarleg slys innanlands. Í ölduróti, flúðum og fossum Jón Skírnir Ágústsson á fullri ferð í Þverá við austanverðan Eyjafjörð. Fimm stjörnu ræðarinn og kajakleið- sögumaðurinn Þorsteinn Sigurlaugsson frá Stykkishólmi á góðri stundu. Athugið að hann er á sjókajak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.