Morgunblaðið - 05.06.2005, Side 30
STRAUMAR | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR
LÚRINN ER KYNLÍF 21. ALDAR
Nútímamað-
urinn hvílist
ekki nóg.
Rafstýrður
verndarhjúpur
fyrir svefnvana.
ferlið er sérsniðið út frá þægindum og flýti, vansvefta við-
skiptavinir labba við, setja tösku sína í læsta hirslu og leggjast
svo þegar í stað til hvíldar. Ljósin í hvolfþakinu eru myrkvuð
til þess að greiða aðgang svefnhöfginnar og þegar 20 mínútur
eru liðnar, tekur stólbakið að hristast varlega og lýsingin er
aukin smátt og smátt. Að því búnu er haldið í snyrtiklefa þar
sem myntutöflur, úðar og blautklútar ýta undir enn meiri
ferskleika. Samtals tekur þetta um 25 mínútur.
Hugmyndin að MetroNaps kviknaði hjá öðrum stofnend-
anna þegar hann áttaði sig á því hversu svefnleysi tók stóran
toll af samstarfsfólki hans. Afréð hann þá að snúa baki við
bankastarfsemi og leita sér að viðskiptafélaga og ekki leið á
löngu eftir opnun fyrirtækisins þar til aðrir sóttust eftir
einkaumboði á hvíldarbelgjunum, svo sem fyrir flugvelli,
spítala, skrifstofubyggingar, umferðarmiðstöðvar eða aðra
sambærilega staði þar sem örþreyttir búkar eru á ferð.
Vitnað er í prófessor við ríkisháskólann í Montana, sem
sérhæfir sig í hvíldarvenjum nútímamannsins. „Samfélagið
hvílist ekki nægilega vel, þegar á heildina er litið, en ekki er
hægt að fullyrða hvenær best sé að taka sér blund. Grund-
vallaratriðið er hversu mikið maður sefur á hverjum sólar-
hring.“
Ofurdúrar svokallaðir munu vera þekkt fyrirbæri í nokkr-
um löndum Evrópu, sem og Japan, en rannsóknir hafa leitt í
ljós að starfsfólk sem leggur sig í kortér eftir hádegismatinn
kveðst betur vakandi en ella. Liggur kannski í augum uppi.
En þegar Metro-blundurinn er annars vegar er útfærslan
lykilatriði. Haft er eftir einum „blundara“ að hann hafi notið
þess að leggjast til hvíldar og þótt umgjörðin spennandi. „Ef
þjónustan væri ódýrari, væri ég ábyggilega fastagestur.“
| helga@mbl.is
www.metronaps.com
Einn heitasti „fylgihluturinn“ í stílfærðu lífi hins önn-um kafna nútímamanns er nærandi svefn. Skemmster að minnast þess er stórstjörnurnar byrjuðu að
krefjast sérstakrar klausu um fullan nætursvefn í samningum
sínum við kvikmyndaverin. Nú er hermt að lúrinn sé kynlíf
21. aldarinnar og að svefnherbergið sé nýr miðpunktur í lífs-
stíl og hönnun. Gæði hvíldarinnar eru í brennidepli.
Ýmis þjónusta þessu tengd hefur látið á sér kræla og getur
svefnvana skrifstofufólk nú til að mynda leitað ásjár hjá
MetroNaps á 24. hæð í Empire State-byggingunni í New
York, þar sem hægt er að verða sér úti um 20 mínútna blund
á brá, gegn gjaldi, í rafstýrðum verndarhjúp sem einna helst
líkist lirfu eða baunafræbelg.
Á heimasíðu MetroNaps er vísað meðal annars í banda-
ríska dagblaðið The Christian Science Monitor sem gerir
hvíldarbelgina að umfjöllunarefni og bætir við að Metro-
Naps sé orðið að nokkurs konar athvarfi fyrir örþreytta smá-
klefabúa (les: skrifstofufólk í básum). Blundurinn kostar
rúmar 850 krónur og er haft eftir forsvarsmönnum þessa
blómstrandi stórborgarframtaks að tuttugu mínútur séu
nógu langur tími til þess að endurnæra líkamann, en of stutt-
ur tími til þess að ýta undir syfju og þyngsli í kollinum.
Blundurinn vísindagrein | Stofnendurnir hafa sérsmíðað ný-
tískulegan hægindastól með hvolfþaki í þessu skyni og þar
með gert lúrinn að nokkurs konar vísindagrein. Efri hluti
stólsins tryggir næði og gerir örþreyttum kleift að sofa í hvarfi
frá næsta manni, neðri hlutinn er stillanlegur fyrir þá sem
vilja hafa hátt eða lágt undir fótleggjunum. Gengið er úr
skugga um að lofthiti sé innan þægilegra marka og borgar-
hávaði útilokaður með svokölluðu snjósuði, eða „white
noise“; hljóðdeyfandi rafmagnshljóði í sama styrkleika og öll
tíðnisvið í tiltekinni bandvídd, ef það er skiljanlegra. Svefn-
Nýtískulegur
hvíldarstóll með
hvolfþaki.
SPORTKÖFUN Á HEIMSVÍSU
GRÓFIN 2, 230 KEFLAVÍK
WWW.DIVE.IS
SÍMI 897 6696
SPORTKÖFUNARSKÓLI ÍSLANDS iðunn
tískuverslun
Kringlunni,
sími 588 1680
Glæsilegt
úrval af
kjólum