Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 43
Jón Skírnir segir að hættulegustu aðstæðurnar séu þegar á rennur í þungum straumi undir árbakka. Maður sem hefur þurft að losa sig úr bátnum og er á sundi í ánni er í bráðri lífshættu beri straumurinn hann undir bakkann. Sömu- leiðis stafar hætta af hringiðum sem draga menn niður og af því rekast í grjót. Hvað einkennir góðan ræðara? „Menn þurfa að vera í góðu líkamlegu formi. En það sem er jafnmikilvægt og kannski mikilvægara er að vera í góðu andlegu formi. Því ef þú starir niður einhverja geðveika flúð eða foss og trúir því ekki að þú farir í gegn, þá ferðu ekki í gegn. Og ef þú lendir í einhverju og verður að redda þér, þá þýðir ekkert að missa stjórn á sér heldur verða menn að læra að slaka á og læra að njóta þess,“ segir Jón Skírnir. Með erfiðari ám hér á landi eru Austari-Jökulsá og Fjarðará í Seyðifirði. Af fossum nefnir hann Ald- eyjarfoss en hann hefur aðeins einu sinni verið „róinn“ og með því setti ræð- arinn, Shaun Baker, heimsmet í fossastökki. Síðan hefur enginn treyst sér í foss- inn, enda er fallið hátt í 20 metrar og fossinn „hinn mesti ógeðsfoss“ að sögn Jóns Skírnis. Hann vill þó alls ekki gera of mikið úr þeim hættum sem fylgja straumkajak- róðri, með réttri ástundun sé sportið ekki hættulegt. „Þegar fólk sér myndir af mönnum fara niður háa fossa eða hrikalegar flúðir gerir það sér sjaldan grein fyrir þeim mikla undirbúningi sem liggur að baki,“ segir hann. Í góðum hópi ræðara sé öll áhersla lögð á öryggismál og andinn í hópnum verði að vera þann- ig að menn geti hætt við að fara niður flúðir án þess að vera kallaðir aumingjar. Það kostar um 100.000 krónur fyrir byrjanda að koma sér upp búnaði til straumkajaksiglinga. Notaður bátur kostar um 30–50.000, blautbuxur, þurr- toppur, svunta, björgunarvesti og ár má fá fyrir um 50.000 krónur til viðbótar. Svo er auðvitað hægt að kaupa dýrara og flottara ef menn vilja. Byrjendur, hvort sem er á sjókajak eða straumkajak, geta fengið upplýsingar um námskeið, ferðir og almenna ráðgjöf hjá Kayakklúbbnum. Vefur klúbbsins er www.kayakklubburinn.is. Þar má finna öryggisbækling sem er þörf lesning. „Það er ekkert erfitt að róa Goðafoss, aðkoman er góð, lendingin er góð og ekkert ógeð sem bíður manns,“ segir Jón Skírnir Ágústsson sem hér er um það bil að steypast niður. Hvannadalshnúkur, maí - september Núpsstaðarskógar - Skaftafell Strönd til strandar Ísklifur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.