Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 32
32 | 5.6.2005 Þegar lítil kríli í Finnlandi líta dagsins ljósþurfa þau ekki að óttast klæðaleysi eðaað hafa ekki ból að halla sér í. Allar verð- andi mæður búsettar í landinu fá nefnilega gjöf frá finnska ríkinu: stóran pakka fullan af helstu nauðsynjavörum fyrir erfingjann. Í honum eru ungbarnagallar, bolir, samfellur, bleiur, útigallar, húfur, vettlingar, sokkar, sængurfatnaður, kerru- poki, smekkir, brjóstainnlegg, handklæði, hita- mælir, peli, rassakrem, skiptidýna, naglaskæri, hárbursti, leikföng … já, og jafnvel smokkar fyrir foreldrana til að hamla ótímabærri samkeppni um athyglina á heimilinu. Öllu er þessu hagan- lega komið fyrir í öskju, sem er sérstaklega hönn- uð þannig að hún nýtist sem vagga fyrir nýja fjöl- skyldumeðliminn fyrstu mánuðina. Mæðrapökkum fyrst dreift 1938 | Því fer fjarri að þessi rausnarskapur finnska ríkisins sé nýmæli því árið 1937 voru samþykkt á finnska þinginu lög um mæðrapakkann svonefnda og fyrstu gjöf- unum var dreift árið á eftir. Til að byrja með voru það aðeins fátækar mæður sem voru aðnjót- andi pakkans en undir lok fimmta áratugar síð- ustu aldar var lögunum breytt á þann veg að all- ar verðandi mæður fengu gjöfina senda heim. Allar götur síðan hafa finnsk ungbörn spókað sig í gæðaklæðum í boði finnska ríkisins. Að sögn Pentti Takala, verkefnisstjóra hjá finnsku Tryggingastofnuninni (KELA), hefur innihald pakkans breyst gífurlega í tímans rás. „Á kreppuárunum voru jafnvel pappírslök og pappírsklæddar dýnur með í pakkanum og sömuleiðis fengu mæðurnar fata- efni og aðrar saumavörur þannig að þær gætu sjálfar útbúið fötin á barnið sitt.“ Þá segir hann hlutunum í pakkanum einnig hafa fjölgað. „Í upphafi voru um átta vefnaðarvörur í pakkanum en á tíunda áratug síðustu aldar voru þær komnar yfir 20. Nú eru þær um 30.“ Sumir hlutanna hafa hins vegar nánast ekkert breyst í áranna rás. Dæmi um slíkt er askjan eða vaggan sem er í grund- vallaratriðum eins og í upphafi. Kannanir hafa enda sýnt að um helmingur finnskra fjölskyldna nýtir vögguna sem fyrsta rúm barnsins. Vilja fremur pakka en peninga | Þeir sem kjósa heldur að fá pening í stað gjafarinnar fá greiddar um 140 evrur eða rúmlega 11 þúsund íslenskar krónur. Hins vegar er áætlað verðmæti varnings- ins um 350 evrur eða tæplega 28 þúsund krónur. Því ætti það ekki að koma á óvart að um 95% allra, sem eiga von á sínu fyrsta barni, óska fremur eftir því að fá pakkann sjálfan en pen- ingana. Reyndar eru vinsældir gjafaöskjunnar svo miklar að nokkuð er um að fólk búsett utan Finnlands kaupi pakkann og fái hann sendan til sín. Alls er um 43 þúsund mæðrapökkum dreift árlega. Hönnun og litir fatnaðarins og varningsins í pakkanum breytist ár frá ári og þannig má segja að flíkurnar verði að eins konar einkennisfatnaði yngstu Finnanna ár hvert. Nýlega var innihald mæðrapakkans fyrir árið 2005 kynnt en í honum eru túrkislitaðar flíkur áberandi og á litlum sokkum og vettlingum eru ísaumuð augu. Þá er lögð aukin áhersla á vellíðan foreldranna og hjónalíf þeirra sem endurspeglast í því nýmæli að í pakkanum er nú að finna skeiðarkrem og fræðsluefni um ástarsamband foreldra. Allt ber þetta að sama brunni – að tryggja vellíðan litlu manneskjunnar og auka líkurnar á farsælum fyrstu skref- um hennar út í lífið. | ben@mbl.is BÖRN | BERGÞÓRA NJÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR FINNSKI STORKURINN KEMUR FÆRANDI HENDI Í ár er túrkis tískulitur finnskra ungbarna sem spóka sig í spánnýjum spjörum frá ríkisvaldinu Askjan er sérstaklega hönnuð þannig að hún nýtist sem vagga fyrir nýja fjölskyldumeðliminn fyrstu mánuðina. L jó sm yn di r: A nn ik a S öd er bl om

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.