Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 24
24 | 5.6.2005 Fyrir einhverra hluta sakir hafa Motorola-símar ekki notið teljandivinsælda hér á landi þó verðið sé prýðilegt, hönnun góð ogtæknileg útfærsla yfirleitt fyrsta flokks. Hugsanlega verður Razr V3 síminn til að breyta því en því skal haldið fram hér að ekki fáist flott- ari sími. Motorola Razr V3 er með fyrstu símum sem notar Transflash minnis- kort frá Sandisk, mun minni en hefðbundin minniskort en þau eru fáanleg stærst 512 MB sem stendur. 32 MB kort fylgir símanum og líka heyrnartól og USB snúra. Hljómur í símanum er mjög góður að vanda Motorola, hljóðstyrkur góður, myndavélin 1,2 M díla, hægt að taka upp hreyfimynd með hljóði, nota MP3-skrár sem hringitóna, litaskjár í lokinu, blátannar- tengi, USB tengi, raddstýring, handfrjáls búnaður innbyggður. Hann spilar MP3-skrár. Innra minni símans er 5 MB. Ending rafhlöðu var prýðileg, en fer vitanlega eftir því hvernig menn nota símann. Síminn er Quad-band, styður semsé 800/1900 tíðnisviðin sem eru notuð vestan hafs, og 900/1800, sem er notað víðast annars staðar í heiminum. Full- kominn sími fyrir ferðalanginn. Aðalskjárinn er einkar stór og góður 240x320 díla, 262.000 lita. Í lokinu er líka skjár, mun minni, 98x64 dílar, 4.096 lita. Hann sýnir hver er að hringja og minnispunkta og gerir kleift að skipta um sérsnið án þess að opna símann. Síminn er óvenju breiður en fer þó vel í hendi. Hann er ævintýralega þunnur, ekki nema 1,3 sentimetrar að þykkt lokaður. Hann er 9,8 senti- metrar á hæð, svipaður og Nokia 6230 til að mynda, en 5,3 sm á breidd, óvenju breiður eins og getið er. Málmblandan gerið líka að verkum að hann er fisléttur, ekki nema 95 grömm. Síminn er kynntur undir nafninu Razr, razor eða rakvél, enda er hann eins og hann sé beittur, stílhreinn og straumlínulagaður. Hann er gerð- ur úr málmblöndum og því einkar traustur viðkomu og væntanlega að sama skapi traustur ef óhapp hendir, minni líkur á að verulega sjái á honum ef hann dettur. Hnappaborðið er líka úr málmi, eiginlega snerti- flötur með nikkel-kopar áfellu en ekki hnappaborð og tölur og bók- stafir eru grafnir í áfelluna. Það er óvenjulegt en tekur enga stund að venjast því. Í hnappaborðinu er ljósblá baklýsing. Kostar 28.980 kr. hjá Símanum. Plús: Geggjuð hönnun, léttur, þunnur, meðfærilegur. Góð- ur skjár, góður styrkur. Mínus: Engir enn. TÆKNI | ÁRNI MATTHÍASSON EKKI FÆST FLOTTARI SÍMI Rapsody RSH-100 Á Netinu má finna hvaðeina sér til skemmtunar, bíómyndir þar á meðal, margar sem dreift er ólöglega en einnig mikið magn af allskyns löglegum myndum. Alla jafna láta menn sé nægja að horfa á þær í tölvunni en óneitanlega þægi- legra ef hægt er að horfa í sjón- varpinu. Til þess arna eru ýmsar lausnir, þar á meðal sú sem hér er gerð að umtalsefni, Rapsody RSH-100. Rapsody er ekki ósvipað svonefndum flökkurum, þ.e. boxum sem menn setja utan um utanáliggjandi harða diska, og virkar líka eins og slíkt þegar búið er að setja harðan disk í það, en ísetning er sáraeinföld. Þegar maður tengir það svo við sjónvarp eykst notagildið til muna því þá er hægt að nota það til að horfa á kvik- myndir sem settar hafa verið á diskinn, nú eða skoða stafrænar ljósmyndir, en hægt er að tengja slíkar myndavélar beint við tækið og lesa af þeim inn á harða diskinn. Einnig er hægt að spila tónlist beint af disknum, MP3, Ogg Vorbis eða WMA skrár, hvort sem það er í gegnum sjónvarp eða beint í magnara, en lítill skjár er á tækinu sem hægt er að nota við að velja músík. Rapsody RSH-100 kostar 22.900 kr. í Task.is. L jó sm yn di r: J im S m ar t Chang Lightspeed CLS Euro 100 Þegar menn fara að spá í hljómburð átta þeir sig á að ekki er nóg að eiga milljónagræjur, magn- ara, spilara, hátalara og snúrur – það þarf líka að huga að rafmagninu. Margir þekkja eflaust raf- magnssíur fyrir tölvur, en þær eru þá ætlaðar sem einskonar öryggi sem kemur í veg fyrir að sveiflur trufli starfsemi tölvunnar eða skemmi eitthvað, en þar sem slíkar síur er ekki nógu ná- kvæmar fyrir hágæða hljómtæki þarf önnur og vandaðri tól. Sveifurnar eru til að mynda ekki aðal vandamálið, í það minnsta ekki hér á landi, heldur það sem menn kalla óhreinindi í rafmagninu, mis-vægar truflanir vegna heimilistækja og truflanir vegna þráðlauss búnaðar svo dæmi séu tek- in, en vegna þess hvernig magnarar eru saman settir hefur það talsverð áhrif á hljómgæði, sér- staklega ef menn eru með það góðar græjur að þeir greina truflunina. Í CLS Euro 100 er einn stafrænn útgangur og þrír hliðrænir. Sían ræður við 420 joule/18.000 ampera sveiflu og 2300 Watta/10 Ampera spennu. Chang Lightspeed CLS Euro 100 kostar 39.900 kr. í Pfaff. Griffin PowerPod Þegar haldið er af stað í útileguna er iPodinn þarfaþing og ekki ónýtt að geta verið með allt plötu- safnið og kannski rúmlega það í vasanum þegar haldið er í tjaldferðalag. Eini ljóður þar á er raf- hlöðuending því þó hún hafi mikið batnað frá því fyrstu iPodarnir komu á markað er þó ekki hægt að spila nema brot af safninu áður en kemur að því að hlaða batteríið. Þá kemur sér vel að eiga bíl- tengi eins og Griffin PowerPod en því stingur maður í samband við kveikjara – eða hvert annað 12 volta rafmagnstengi í bílnum og síðan í iPodinn með meðfylgjandi kapal. Þá er hægt að hlaða spil- arann og hlusta á hann samtímis ef vill. Griffin PowerPod kostar 4.900 kr. í Apple búðinni. Razr V3 síminn frá Motorola, beitt- ur og stílhreinn eins og rakvél.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.