Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 38
38 | 5.6.2005 E itt nýjasta sportið á Íslandi er kraftdrekaflug. Kraftdreki er ágætt orð yfirPower Kite og þar er um að ræða einskonar flugdreka frá 3 fm upp í 12 fmsem dregur mann upp í loft og togar mann áfram eins og fis. Einar Garðarsson er einn helsti hvatamaður að kraftdrekaflugi og segir íþróttina hafa komið til landsins árið 2001 þegar tökumenn frá fyrirtækinu Ozon komu hingað til að mynda drekaflugið á íslenskum jöklum. „Þeir skildu eftir einn stóran kraftdreka og þannig byrjaði boltinn að rúlla,“ segir Einar. „Nú, fjórum árum seinna eru um 50 manns sem stunda þetta. Kraftdrekinn er eins og stór flugdreki sem virkar eins og svifvængur. Hann er tvöfaldur svo loftið blæs inn í hann. Við hann er tengd um 30 m löng lína í stjórnandann. Síðan er drekanum flogið fram og til baka til að fá tog, jafnt með vindi sem á móti. Það er þó ekki ráðlagt að fara í meiri vind en 10 m/ sek.“ Hægt er að fara á kraftdreka sem ýmist eru gerðir fyrir sjó, snjó og land, helst opið land. Stór tún henta t.d. mjög vel fyrir landdrekana. Mest er þó farið á snjó hér á landi og ekki er óalgengt að menn fljúgi um 40 km dagleiðir. „Það tekur ekki langan tíma að læra á kraftdreka og það er hægt að græja sig upp fyrir 20 þúsund kr. og þar yfir. Það þarf ekkert annað en sjálfan drekann, nema e.t.v. klifurbelti á stóru drekana.“ Hægt er að fara á allt að 70 km hraða á drekunum og haldnar eru hraðakeppnir og listkeppnir erlendis. „Þar stökkva menn jafnvel fram af fjöllum þó það drekinn sé e.t.v. ekki eins öruggur og fallhlíf. Hér á landi er mest farið á Langjökul og á veturna er hægt að fara á Rauðavatn, Sandskeiðið og Bláfjöll.“ Enn er ekki hægt að kaupa dreka úti í búð hér en Einar segir líklegt að verslanir fari að bjóða dreka áður en langt um líður. En hvað er svona merkilegt við að láta stóran flugdreka toga sig 2–3 metra upp í loftið og taka risahopp á túnum eða nota drekana á snjóbrettum? „Það er engu líkt að geta komist í ósnerta lausamjöll og brunað niður heilu jökl- ana í einu,“ segir Einar. „Þetta er félagasport þar sem menn geta verið saman að fljúga og haft gaman af. Þetta er bæði leikfang og ferðatæki en hvað sem menn gera, þá borgar sig ekki að fljúga milli húsa.“ Þeir sem vilja lesa sér til um drekana geta farið á www.vindsport.is sem Einar heldur úti, en hann hefur verið að flytja drekana inn. Kraftdrekaflug á snjó er algeng- ast hérlendis enn sem komið er. Hér er brunað á Langjökli. Drekarnir geta tekið mann 2–3 metra upp í loft og þá er að taka stjórnina og fljúga með allt að 70 km hraða. Á kraftdreka um snævi þaktar sléttur jaðarsport

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.