Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 40
jaðarsport É g byrjaði þannig að árið 2001 var ég að keyra frá Suður-Frakklandi tilMónakó með Bruce Goldsmith, sem er fjórði besti maðurinn í þessu sportií heiminum, og á leiðinni útskýrði hann fyrir mér hvernig ég ætti að fljúga svifvæng. Síðan þegar við komum til Mónakó var mér eiginlega hent fram af 1.000 metra háum kletti og í þessari fyrstu ferð fór ég upp í 2.000–3.000 metra hæð og lenti síðan á ströndinni.“ Svona lærði Árni Gunnarsson fyrst á svifvæng eða „pa- raglider“. Árni mælir þó alls ekki með að þessi aðferð sé notuð til að læra á svifvæng, hann hafi nefnilega ekki verið algjör byrjandi, með yfir 20 ára reynslu af svifdreka- flugi og enn lengri reynslu af svifflugi. Um fimm ár eru liðin síðan svifvængir fóru að sjást á flugi yfir landinu og nú leggja um 50-60 manns stund á sportið. Venjulegur svifvængur og allur tilheyrandi búnaður vegur um 12–13 kíló og kemst fyrir í stórum bakpoka sem er sérhannaður fyrir svifvænginn. Það er því ein- falt mál að skella vængnum í skottið á bílnum og keyra upp á hæð eða heiði, nú eða þá labba upp á fjall og fljúga niður. Til eru enn léttari svifvængir, um 6–7 kíló að þyngd, en þeir kosta líka meira. Árni segir að þetta sé einmitt einn helsti kosturinn við svifvænginn, hægt sé að taka hann með hvert á land sem er og fljúga nánast hvað- an sem er. „Þetta er minnsta flugvél í heimi,“ segir hann. Árni segir að aðalvandamálið við svifvængjaflug sé að komast í loftið, eftir það sjái vængurinn nánast sjálfur um að fljúga. Það sem geri flugtakið flókið er að ótal marg- ar línur liggja úr vængnum í handföng sem notuð eru til að stjórna honum og hætta sé á að þessi bönd flækist í flugtakinu. Þetta þarf að æfa á jörðu niðri þangað til menn ná tökum á vængnum. Svifvængjaflug er engin kraftaíþrótt og hentar jafnt ungum sem öldnum, körlum og konum. Árni segir að algengasti aldurshópurinn í fluginu sé fólk sem er eldra en fertugt sem er að mestu laust við annir barnauppeldis og langar í áhugamál. En varla er þetta íþrótt fyrir lofthrædda? „Þetta er víst íþrótt fyrir lofthrædda en ekki fyrir flughrædda, heilinn skilur nefnilega á milli lofthræðslu og flughræðslu. Þeir sem eru hræddir í flugvélum eiga ekki að fara í þetta en það er allt í lagi að vera lofthræddur, ég er til dæmis svo lofthræddur að ég get varla farið upp í stiga án þess að skjálfa á beinunum,“ segir hann. Þegar tekið er á loft hlaupa menn með vænginn á eftir sér í átt að fjallsbrún og fljúga síðan fram af. Það er ekki alltaf auðvelt að taka slíkt skref og margir hafa hætt á byrjendanámskeiðum þar sem þeir treystu sér alls ekki til að hlaupa fram af fjalli. Árni segir að byrjendur fái eins konar áfallahjálp fyrirfram meðan þeir séu talaðir upp í að taka á loft. „Þegar menn horfa á fjalls- brúnina hverfa fyrir aftan sig og hyldýpið tekur við fyrir neðan þá er það pínulítið sjokk. En þetta venst og um leið og fólk hefur gert þetta einu sinni vill það komast aftur í loftið,“ segir hann. Búnaður til svifvængjaflugs kostar um 200.000 krónur. Auk vængsins er innifalin varafallhlíf, hjálmur og sæti. Fisfélag Reykjavíkur stendur auk þess fyrir námskeið- um sem standa í 14 daga og er námskeiðsgjald 50.000 krónur. Allur búnaður er lán- aður. Vefur félagsins er www.fisflug.is. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Íþrótt fyrir lofthrædda en ekki flughrædda Pétur Ásgeirsson, sem á Íslandsmetið í svif- vængjaflugi, 50 km, mundar vænginn. Elísabet Eggertsdóttir og búnaðurinn sem til þarf, setan, hjálmurinn og svifvængurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.