Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 22
22 | 5.6.2005
Kartöflupokar, lok af jógúrtdósum, skurðlækna-grímur og ýmislegt sem til fellur frá sjúkra-húsum auk alls konar ruslatunnufóðurs virð-
ast ekki vænleg uppistaða í tískuflíkur. Hefur
einhverjum til dæmis dottið í hug að hægt sé
að prjóna gagnsæjan, kynæsandi samkvæm-
iskjól úr gömlum vídeófilmum? Svarið er já,
því hugmyndaflugi finnska fatahönnuðarins
Tytti Thusberg virðast lítil takmörk sett þegar
tískan er annars vegar. Nýja línan hennar
endurspeglar í senn samtímann á vægast sagt
sérstakan máta og gerir hálfpartinn grín að
kvenímyndinni, sem tískuiðnaðurinn er svo
ötull við að selja. Sjálf segir hönnuðurinn að
„tískudrasl-fötin“ veki upp spurningar um
hvers virði fjöldaframleiddar merkjaflíkur séu
í raun og veru.
Tytti Thusberg útskrifaðist úr lista- og
hönnunarskólanum Kuopio í Mikkelin í
Austur-Finnlandi. Skömmu síðar fann hún
upp nýja aðferð við hönnun ullarflíka, sem
fólst í að bleyta ullina í sápu og berja hana síð-
an í það form sem hönnuðurinn vildi. Þetta er
tímafrek framleiðsluaðferð, en hefur þann
kost að hvergi eru saumar á flíkunum. Fyrir þessa
vinnsluaðferð var Tytti valin listamaður ársins í Mikk-
eli, var gerð að heiðursfélaga í félagi handiðnaðar-
meistara í Finnlandi og komst í úrslit í hinni alþjóð-
legu SIFA-tískukeppni. Í stað þess að sökkva sér í
hinn duttlungafulla heim tískunnar, horfir hún á hann
úr fjarlægð með gagnrýnum augum. „Hvar eru allar
nýju flíkurnar, sem fylltu tískubúðirnar í fyrra og hitti-
fyrra,“ spyr hún.
Þær skipta eflaust
þúsundum, milljón-
um … og hafa horf-
ið hljóðlaust í skúff-
ur og skápa, eða
bara lent á haugun-
um. „Eru þessar
flíkur, kannski eins
og við, fórnarlömb
tískunnar?“ heldur
finnski fatahönnuð-
urinn óvæginn
áfram.
Tytti fer óhefð-
bundnar leiðir í
mörgu tilliti, t.d.
heldur hún sýningar
í listgalleríum í stað
þess að sýna á tísku-
sýningum eins og kollegar hennar. Henni leiðist slíkar
sýningar þar sem kaupendur og elíta samfélagsins eru
þeir einu sem mæta. „Mér finnst bæði lýðræðislegra
og skemmtilegra að sýna flíkurnar í galleríum, þar
sem venjulegt fólk getur labbað inn og virt þær fyrir
sér í ró og næði. Í rauninni er erfitt að ímynda sér að
margar konur gangi í fötum eftir mig,“ segir hún og
útskýrir að hún hugsi þau frekar sem listaverk en
hönnun.
Tytti býr og starfar í San Sebastian á Norður-Spáni
og er á styrk frá baskneskum stjórnvöldum við rann-
sóknir á endurnýtingu rusls í fatagerð. Hvað út úr
þeim rannsóknum kemur verður fróðlegt að vita.
Flestum finnst nóg um ruslið sem hvarvetna fellur til
og ef til vill verður gamla viðkvæðið um að eiga ekkert
til að fara í úrelt innan tíðar. Kíktu bara í ruslapokann!
Hugsaðu um peningana, sem þú sparar, og hvað það
er umhverfisvænt. Vinkonurnar eiga eftir að verða
myglugrænar af öfund. | gislihafsteinsson@hotmail.com
Fyrirsætur: Laura, Jone og Maitane.
Hárgreiðsla, förðun og ljósmyndun: Gísli Ari Hafsteinsson.
LISTHÖNNUN | GÍSLI ARI HAFSTEINSSON
SANNKALLAÐ TÍSKUDRASL
Án lita: Kjóll
úr lokum af
jógúrtdósum.
Finnski fatahönnuðurinn Tytti Thusberg endurnýtir rusl í flíkur
Fatahönnuður-
inn Tytti Thus-
berg vafin í
klósettpappír.
Á veiðum:
Kjóll úr
mandarínunetum.
Smithætta:
Kjóll ur skurð-
læknagrímum.
Sjálfsvörn:
Toppur úr stálull
og pils úr rusla-
poka.
Eru flíkurnar frá í fyrra fórnarlömb tískunnar eins og við?
Pokakelling:
Kjóll ur kart-
öflupokum.
Sex, lies and videotape (kynlíf, lygar og myndbönd):
Toppur úr sokkabuxum og prjónað pils úr vídeófilmum.
Á ég að dusta af þér
rykið elskan?: Kjóll úr
afþurrkunarklútum.