Morgunblaðið - 05.06.2005, Side 12

Morgunblaðið - 05.06.2005, Side 12
12 | 5.6.2005 Þ að er miðvikudagur og við erum á The Laundromat Café við Elme- gade í Kaupmannahöfn, hvar annars staðar? Kaffihúsið er nýjasta hugmyndasmíð þúsundþjalasmiðsins Friðriks Weisshappel og hefur slegið margfalt í gegn í Kaupmannahöfn og víðar. Íslenska er töluð í hverju horni staðarins en í fjarska syngja eldrauðar þvottavélarnar sem kaffihúsið kennir nafn sitt við. Hér er hægt að drekka kaffi og skoða gamlar bækur úr bókasafninu á meðan óhreina tauið snýst í vélunum. Matarilmurinn liggur í loftinu og gefur öllu hinn eina sanna mömmukeim. Í húsinu var áður eins konar útgáfa af amerískum „diner“, steikarbrælan lá eins og mara yfir plastmublunum og fáir höfðu áhuga á að koma inn til að hafa það „dejligt“. Þar til dag einn að Friðrik gekk inn á staðinn spurði eig- andann einfaldlega: „Are you going to own this place till you die?“ (Ætlar þú að eiga þennan stað til dauðadags?) „Honum var sagt að staðurinn væri til sölu, hjólin fóru að snúast og við fé- lagarnir duttum inn hver á eftir öðrum,“ segir Ingvi Steinar Ólafsson, rekstrarstjóri staðarins. „Við erum í raun fjórir, gamlir vinir sem hittumst fyr- ir tilviljun í Kaupmannahöfn og stofnuðum The Laundromat Café. Eiginlega var ég að elta ástina og villtist á eftir henni hingað,“ bætir Ingvi við og sver sig um leið í hóp hinna ástföngnu meðeigenda sinna, Friðriks Weisshappel, Brynjólfs Garðarssonar og Þóris Bergssonar en þeir tveir síðarnefndu ráða lögum og lofum í eldhúsi staðarins. Forsætisráðherra í kaffi? | Það tók strákana þrjá mánuði að umbreyta staðnum og gefa honum þann karakter sem hann hefur í dag. Plastið fékk að fjúka fyrir viðarinnrétt- ingum og svo hlýtur rauður að vera í uppáhaldi; sóf- arnir eru rauðir, gluggapóstarnir, ljósin og meira að segja þvottavélarnar! Þetta er vel hannað afdrep í stór- borg og svipar mjög til veitingahúsanna Kaupfélagsins og Gráa kattarins sem Friðrik Weisshappel hannaði á sínum tíma. Á þessum þremur vinnumánuðum ráku margir inn nefið til að kíkja á framkvæmdirnar og þannig spurðist fréttin af þvottakaffihúsinu fljótt út. Á opnunardaginn, 19. ágúst í fyrra, varð uppi fótur og fit – húsfyllir varð á innan við fjörutíu mínútum og að lok- um var ekki deigur dropi eftir á barnum! Einn mætti með tvo svarta ruslapoka af óhreinum þvotti og var kominn að langan veg, alla leiðina frá Hróarskeldu, til að prófa vélarnar á Elmegade. Síðan hefur The Laundromat Café verið í stöðugri sókn og annar hver náungi í borginni þekkir nafnið. „Hvar er Laundromat Café?“ spyr áttavilltur blaðamaður og strax vísar ein- hver veginn. Fyrstu vikuna fjölluðu nær allir ljósvakamiðlar Dan- merkur um kaffihúsið; prentmiðlar, útvarp og sjónvarp. Enn fleiri hafa bæst við síðan, enda vilja allir fjalla um smellinn, kaffihúsið þar sem gestir geta þvegið af sér fötin á meðan slappað er af yfir kaffibolla. Strákarnir láta þetta ekki stíga sér til höfuðs. „Bestu meðmælin eru gestirnir sem koma aftur og aftur,“ segir Ingvi snöggt. Eru þá íslensku strákarnir þeir allra vinsælustu í Köben? „Já, örugglega og sérstaklega hjá kvenfólkinu,“ hvíslar Ingvi Steinar og vísar í hreinlegar dömurnar sem sötra kaffið sitt og lesa blöðin á meðan þvottavélarnar kurra í kór. Danski forsætisráðherrann fjallaði líka um staðinn í ræðu við opnun Norðurlandaráðs og hann kíkir án efa fljótlega í kaffi! Íslenska mafían | Nú vildu allir The Laundromat Café kveðið hafa. Heyrst hefur að margir Danir hafi gengið með hugmyndina að þvottakaffi í maganum áður en Íslend- ingarnir framkvæmdu hana. Það skyldi engan undra að vinsælt sport í Danmörku sé að líta við og kíkja á herlegheitin. „Fólki finnst við vera svolítið spes og hér í hverfinu erum við kallaðir íslenska mafían,“ segir Ingvi glottandi. Á dögunum fréttist að Ís- lendingar hefðu keypt Magasin du Nord og spurðu grannarnir sig þá auðvitað hvort mafían hefði verið þar að verki ... „Fólk hefur tekið þessu fyrsta skrefi okkar mjög vel og vonandi getum við fé- lagarnir unnið nánar með hugmyndina,“ segir hann. Mottóið er að vera í nánum tengslum við umhverfið og leita ekki út fyrir það eftir aðföngum. Til dæmis er kaffið keypt af kaffikarlinum á horninu og bækurnar í bókasafninu við barinn koma frá bóksalanum á móti. Gestir geta tekið sér bók í hönd og lesið yfir kaffisopa og líka keypt bækurnar. Það eru ekki bara ódýrir læknarómanar heldur margt fleira, Nýja testamentið til dæmis. Dömurnar sem dilla sér í takt við tónlistina eru íslenska sveita- stúlkan Salka Valka og franska gyðjan Simone de Beauvoir. Þær horfa á okkur í anda ásamt púðruðu dramadrottningunum Danielle Steel og Barbara Cartland. Allt er þetta hluti af hugmyndinni í kringum staðinn og kannski bara upphafið að enn stærra ævintýri? Strákurinn andspænis mér segir eins og til að setja punktinn yfir i-ið: „Gamla klisjan blífur hér sem annars staðar; hver uppsker eins og hann sáir.“ Elmegade svipar í raun til 101 Reykjavíkur, hér þekkjast allir og veifa inn um gluggana er þeir svífa framhjá á hjólunum. Þetta hverfi er ein stór klíka og nokkuð nýjungagjarnt. Hér ægir saman ólíkum straumum; indverskum, spænskum, jap- önskum og ítölskum veitingastöðum, kaffihúsum, börum, tehúsum, fatabúðum og síðast en ekki síst allra þjóða kvikindum. Alþjóðlegur menningarkokkteill á ekki nema 2–300 metra radíus og hér hefur íslenska mafían hreiðrað um sig í langbest staðsetta húsnæðinu, að mati blaðamanns … Barstólarnir eru klæddir íslenskum kýrhúðum en samt er þetta ekki íslenskt kaffi- hús og hér er ekki hákarl og kæst skata á matseðlinum, síður en svo. Engu að síður er staðurinn miðstöð Íslendinga sem eiga leið um bæinn og stemmningin er eftir því. Rauðu þvottavélarnar mala áfram, taktfast, og klinkið syngur í rassvasanum. Kona stingur 45 krónum dönskum inn í eina vélina, hendir óhreinum H&M-nærbuxum inn og lætur sig síga niður í rauðan leðursófa. | osiris0904@hotmail.com The Laundromat Café, Elmegade 15, 2200 Köbenhavn N, sími +3535 2672. ALLIR VILDU LAUNDROMAT CAFÉ KVEÐIÐ HAFA L jó sm yn di r: G uð rú n G un na rs dó tt ir Mottóið er að vera í nánum tengslum við umhverfið og leita ekki út fyrir það eftir aðföngum Ingvi Steinar Ólafsson, rekstrarstjóri Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Rautt ræður ríkjum innanstokks í The Laundromat Cafe. Bókasafn fyrir þá sem hafa tímann fyrir sér. Eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur í París Húsfyllir varð á innan við fjörutíu mínútum og að lokum var ekki deigur dropi eftir á barnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.