Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 26
26 | 5.6.2005 Við Signubakka hefur hver árstíð sinn sjarma og að þræða flóamarkaði er eitt afþví sem borgarbúar gera sér til dægradvalar um helgar allan ársins hring.Fátt er eins hressandi og að stinga sér á bólakaf í draslið á sölubásunum og gramsa frá sér vit og rænu í þeirri von að finna eitthvað sérstakt. Alltaf er hægt að finna sniðuga hluti í ruslinu og jafnvel detta niður á eitthvað fágætt fyrir lítið. Við- koma á ekta frönskum flóamarkaði er eitt af því sem ferðalangar í París ættu að láta eftir sér og af nógu er að taka. Markaðirnir eru af öllu mögulegu tagi, hér eru til dæm- is mjög vinsælir túristalegir markaðir þar sem menn eru féflettir án þess að vita það, í fátækari útjöðrum borg- arinnar eru skranmark- aðir en á þeim selur mannfólkið jafnvel af sér skóna og situr berfætt hjá sölubásum sínum. Í betri hverfunum eru aft- ur fínni antíkmarkaðir, þar er alveg hægt að finna mublur frá tímum franska sólkonungsins og verðið er líka eftir því – svo svimandi hátt að venjulegu fólki hættir við yfirliði! Prúttað með frönskum kossi | Vanves-flóamark- aðurinn er í algeru uppá- haldi margra Parísarbúa en þeir vita að hér er allt- af hægt að finna eitthvað safaríkt. Til dæmis not- aðan fatnað frá þekktum tískuhönnuðum á borð við Gucci, Dior, Chanel og Hermês. Hér er líka hægt að detta niður á „kitsch“-hluti (hallæris- legir en flottir), gamla fatalagera, dánarbú og skemmtilega antíkmuni. Auðvitað fæst ekkert gefins, verðið á betri mununum er í hærra lagi og að því er virðist vand- lega úthugsað af sölu- mönnunum sem gefa helst engum afslátt. Van- ves-markaðurinn er rétt hjá Porte de Vanves- metróstöðinni og hann breiðir letilega úr sér yfir risastórt svæði í útjaðri borgarinnar. Markaður- inn er ólöglegur en sölu- mennirnir þurfa engu að síður leyfisbréf fyrir sölubásana sína. Laganna verðir eru alltaf á næsta leiti því nóg er um ólöglega brask- ara sem bjóða líka jafnan upp á langbesta verðið. Hingað kemur fullt af hressum morgunhönum eldsnemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum en fjörið hefst upp úr klukkan sjö og stendur um það bil til hádegis. Margir eru enn með stírurnar í aug- unum þegar þeir drekka kaffi á einhverju kaffihúsanna í grenndinni, svona rétt til að koma blóðinu af stað áður en haldið er inn á vígvöllinn. Sölufólkið er löngu mætt, það keyrir hingað á stórum pallbílum, skottin eru opnuð upp á gátt og út úr þeim flæðir allur fjársjóður Ali Baba og þúsund og einnar nætur – svo augun standa á stilk- um. Gylltar maríumyndir, íkonar með geislabauga, talnabönd í öllum regnbogans lit- um og krossar fanga augað. Frakkar eru rammkaþólskir, það sést ekki bara á kirkju- sókninni og afturhaldsseminni heldur á flóamörkuðunum þar sem heilagur andi er óumdeilanlega í aðalhlutverkinu. Það skondna er að hér er líka hægt að fjárfesta í leg- steinum fyrir þá forsjálu og eilítið léttgeggjuðu. Ætli það sé list eða meðfæddur hæfileiki að geta greint mun á skraninu og verð- mætunum? Sumir hafa einfaldlega nef fyrir því sem er vandað á meðan aðrir sogast að draslinu. Dótið flæðir út um allt eins og mjólk sem hellist yfir eldhúsborð og grúskarar ættu að vera í essinu sínu. Hvað er dásamlegra en að geta gramsað í drasli annarra? Hér eru hlutir úr dánarbúum þeirra sem komnir eru yfir móðuna miklu og líka hlutir sem fólk vill einfaldlega losa sig við. Allt frá fína mávastellinu til skítugra reiðbuxna með hlandbletti í klofinu! Hér grillir líka í fullt af skemmtilegum málverkum, kín- verska skápa og furðufugla sem reyna að pranga þessu inn á okkur. Ekki halda að hér fáist allt frítt. Verðið fyrir gæðahlutina er í hærri kantinum, það er því góður mannasiður að prútta eins og sprúttsali um hverja einustu evru. Jú, jú, það er erfitt að ná verðinu niður en sölumennirnir gefa oftast fimm til fimmtán prósent afslátt ef vel er farið að þeim – lang- best er hreinlega að kyssa þá og brosa sætt! Eldri dama situr og selur málverkin sín og brosir ljúft og gæti verið um sjötugt, æðislega smart og fín. Fransk- ar konur eru fallegar fram eftir öllum aldri og frönsk tunga er líka rík af orðum sem fegra konuna. Hún er „chic, élegante et charmante“ óháð aldri – bara alger gyðja. Hugmyndauppspretta frægu tískuhúsanna | Flóa- markaðirnir eru hugmyndauppspretta stílista og tískuhönnuða margra stærstu tískuhúsanna í París. Hér finna þeir gamlar fatadruslur sem við litum sjálf- sagt ekki við. Hins vegar sjá þeir í þessum dulum eitthvað annað og meira og svona fá þeir oft hug- myndir að „nýjustu“ tísku sem við hin kaupum síðan dýrum dómum í búðunum! Á herða- tré hangir gamall og þvældur Chanel- jakki sem fer á 90 evrur og á borði ligg- ur hrúga af gatslitn- um YSL-skóm. Á næsta borði er hrúga af hnöppum og eyrnalokkum og efn- isstrangar í röðum en líklega er þetta gam- all verslunarlager. Tvær japanskar gramsa í þessu og sölumaður býður þeim smjaðurslega góðan daginn með glampa í augunum. Það orð loðir alltaf við Japana að þeir gangi með vasana fulla af seðlum og að þeir segi ekki orð af viti við sölumennina. Það sem flýgur út úr þeim er helst „très beaux“ eða „magnifique“ (mjög fallegt eða æðislegt) og síðan lufsast sígarettan í munnvikinu. Allt þetta er samt ofureðlilegt og sjarmerandi á markaðstorginu þar sem sú gamla stendur vaktina með örþreyttum sölumönnunum helgi eftir helgi, allan ársins hring. Sjón er sögu ríkari! | osiris0904@hotmail.com Vanves-flóamarkaðurinn. Metro: Porte de Vanves. Opið lau–sun kl. 7–12. Montreuil-flóamarkaðurinn – skranmarkaður. Metro: Porte de Montreuil. Opið lau–mán kl. 7–18. Clingancourt-flóamarkaðurinn – túristalegur og antíkmarkaður. Metro: Clingancourt. Opið alla daga vikunnar. FERÐALÖG | GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Í PARÍS FJÁRSJÓÐUR ALI BABA Chanel, Dior, Yves Saint Laurent og fleiri góðir á spottprís á flóamörkuðum Það teljast góðir mannasiðir að prútta á flóamörkuðum.Ljó sm yn di r: G uð rú n G un na rs dó tt ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.