Morgunblaðið - 05.06.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.06.2005, Qupperneq 46
46 | 5.6.2005 SMÁMUNIR… Hvað er nú þetta fyrir fólk? Greiðslukort í sumarbúningi? Aðgangs- kort að hótelherbergi? Lyftu? Litaspjald frá málningarverslun? Nei, þetta er hvítlauksspjald, ómissandi í hvert eldhús, útilegu og tjald. Hugmyndin er einföld en ótrúlega frumleg, á þessu upp- hleypta spjaldi má rífa hvítlauk með því einfaldlega að nudda af- hýddu laufinu við yfirborðið. Spjaldið er framleitt í ýmsum skærum litum, fæst t.a.m. í Yndisauka í Iðu-húsinu og kostar 350 krónur. Á brotajárnshaugana með gömlu rifjárnin og hvítlauksklemmurnar, þetta er tískan í dag – en má reyndar alls ekki fara í uppþvottavélina skv. upplýsingum á bakhlið. Muna að lesa alltaf smáa letrið! Ólíkt konum þykir körlum ekki við hæfi að vera með púðurdós uppá vasann og púðra sig eftir þörfum ef húðin verður feit og glansandi í dagsins önn og amstri. Samt er þörfin jafnvel meiri, því feit húð er sérstaklega „karlmannleg“ og á þar karlhormónið testosteron ein- hvern hlut að máli. Fyrirspurnir karla snerust enda flestar um hvaða krem þeir ættu að nota gegn feitri húð þegar Clarins setti snyrtivörulínu fyrir karla á markað fyrir tveimur ár- um. Þar hefur verið brugðist við og nú fæst í Clar- insMEN- línunni kremið Gel Anti- Brillance Shine-Free Gel, sem tek- ur karlmann- lega á þessum vanda. Karlmannlegur vandi Það er ekkert grín að vera í spreng. Sérstaklegaekki ef maður er staddur í lest djúpt ofan í jörð-inni og engin von um að finna salerni næstu tuttugu mínúturnar. Tveir litlir strákar sitja hlið við hlið í lestinni, annar er rólegur en hinn ekki. Sá órólegi held- ur á litlum bangsa og ruggar sér fram og til baka. Mamma þeirra fylgist með þeim báðum og sér að eitt- hvað er ekki eins og það á að vera hjá þeim órólega sem horfir örvæntingafullur á hana. „Oh no,“ segir mamman og stynur. „What have you done?“ segir hún við dreng- inn og bróðir hans snýr sér að honum. Mér sýnist þeir vera tvíburar. Mamman segir hinum órólega að standa upp, hann hlýðir henni tilneyddur. Í ljós kemur að sætið er gjörsamlega á floti og drengurinn þrýstir bangsanum upp að brjóstkassanum og stingur þumalputta upp í sig þó hann sé líklega orðinn fimm ára gamall. Ég skil drenginn vel að hafa bara látið vaða í sætið því oft hef ég verið í sömu aðstöðu í stórborginni Lond- on. Það er hreinasta martröð að vera í spreng í neðanjarðarlest, sérstaklega þar sem lestarkerfið er seinvirkt og allar líkur á töfum. Sem betur fer get ég enn haldið í mér og mun vonandi geta það í hálfa öld í viðbót. Það er dálítið merkilegt að kaffihús og smærri veitingastaðir virðast ekki skyldug- ir til þess að bjóða fólki þann möguleika að gera þarfir sínar. Þá á ég við að engin eru salerni fyrir viðskiptavini. Fyrir nokkrum vikum hélt ég að ég myndi lenda í því sama og drengurinn með bangsann. Þó ekki í lest held- ur á gangstétt í hinu fína Mayfair-hverfi. Það sem verra var, ég þurfti að gera „númer tvö“. Eftir fjölda tilrauna til þess að komast á salerni á kaffihúsum og litlum mat- sölustöðum fór mér ekki að lítast á blikuna. Við tóku bílaumboð og skrifstofur fyrirtækja, hvergi hið vinalega WC-merki að sjá. Í örvæntingu leit ég inn um glugga Bentley, Porsche, Jaguar og Ferrari og gat mér þess til að ekki yrði vinsælt að biðja þá háu herra sem þar stóðu vörð að hleypa mér á salerni. Loksins gekk ég fram á knæpu og staulaðist þar inn í átt að klósetti. „Out of order“ stóð á blaði sem límt hafði verið á hurðina. Ég sá fyrirsögnina fyrir mér: „Þrítugur maður gerir í bræk- urnar á gangstétt í einu fínasta hverfi London.“ En sjálfsbjargarviðleitnin er sterk og áfram arkaði ég illa haldinn. Loksins fann ég vinalega krá með klósetti og óþarfi að fara nánar í þá sálma. Á Íslandi virðist það sjálfsagt mál að leyfa fólki að fara á klósettið en svo er ekki í London. Reglan er greinilega sú að þú mátt kaupa þér mat og drykk en þú verður helst að losa af þér heima hjá þér. Eða í neð- anjarðarlest. Litli strákurinn hefur sjálfsagt verið lengi í spreng en ekki viljað segja mömmu sinni frá því. Bróðir hans horfir vandræðalegur á farþegana sem brosa til hans og finnst þetta allt saman voða sætt. Væri þó ekki jafnsætt ef fullorðinn maður hefði átt í hlut. Mamman brosir líka afsakandi og brosleikurinn heldur áfram um stund. Sá pissublauti sýgur enn þumalinn og horfir á gólfið. Fjölskyldan fer út á næstu stöð og inn koma feðgar. Drengurinn, sem líklega er orðinn tíu ára gam- all, sest í pissusætið án nokkurra viðvarana farþega og virðist ekki finna fyrir bleytunni. Tveimur stöðvum síð- ar fer hann út, áberandi rassblautur og allir glotta kvik- indislega. Þátttakendur í pissusamsærinu hafa núna skemmtilega sögu að segja. Verst að nú er ég í spreng. Kannski ég láti bara vaða í sætið. | helgisnaer@mbl.is Drengur í spreng Pistill Helgi Snær Tveimur stöðvum síðar fer hann út, áberandi rassblautur og allir glotta kvikindislega. Hvítlaukurinn kortlagður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.