Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 05.06.2005, Síða 41
S portklifur á Íslandi er e.t.v. virðuleg íþrótt miðað við grimmustu jaðar-íþróttir en engu að síður nær saga nútíma sportklifurs ekki nema um tvoáratugi aftur í tímann. Þó skal þess getið að frjálst klifur og fjallaklifur á sér miklu lengri sögu. Í Skútuvogi 1G er Klifurhúsið með margvíslegum þrautum fyrir klifrara sem geta æft sig allt árið um kring – nokkuð sem ekki var hægt fyrir nokkrum árum þegar einungis þurfti að reiða sig á sumrin fyrir útiklifur. Hjalti Rafn Guðmundsson er rekstrarstjóri Klifurhússins og segir nokkuð á ann- að hundrað manns hafa stunda sportið í vetur. Þetta eru klifrarar af báðum kynjum sem hafa heillast af klifuríþróttinni. Í raun þarf ekki ýkja mikinn búnað til að klifra innanhúss, en ef haldið er á klifursvæði utanhúss þarf aðeins að bæta við hann. Sérhannað klifurbelti kostar 9 þúsund krónur og einnig þarf að eiga um 15–16 ör- yggislása sem geta kostað í kringum 15 þúsund krónur. Þá er ótalin klifurlína sem kostar 16 þúsund og léttir klifurskór sem kosta nokkur þúsund. Það eru því um 50 þúsund krónur sem græjurnar kosta en hins vegar geta tveir eða fleiri félagar keypt dótið saman og sparað þannig verulegar fjárhæðir. Ekki ofmeta eigin klifurgetu En hvað með hætturnar? „Helstu hætturnar felast í því þegar menn læra grund- vallaratriðin ekki nógu vel í byrjun,“ segir Hjalti. „Hættan á mistökum eykst þegar menn ofmeta eigin getu og fara í of erfitt klifur.“ Nokkur klifursvæði eru í nágrenni Reykjavíkur s.s. í Stardal í Mosfellssveit og Valshamri í Eilífsdal. Hjalti segir þó besta svæðið á Hnappavöllum í Öræfum en þar hafa margar leiðir verið „boltaðar“ þ.e. að menn þurfa ekki að festa tryggingar í hvert skipti sem klifrað er. Þá er hægt að klifra í ofanvaði sem félagi heldur við á jörðu niðri. Detti maður í slíkri tryggingu verður fallið ekki hátt. „En ef sá sem Gott að læra klifrið vel frá byrjun tryggir línuna að neðan er of kærulaus eykst hættan á slysi,“ bendir Hjalti á. Hann segir svokallaða grjótglímu vera einföldustu gerð klifurs en þar er átt við klifur í mjög lágu bergi eða jafnvel stöku stórgrýti og þá höfð dýna fyrir neðan. Síðan er það sportklifur í boltuðum veggjum, annaðhvort með ofanvað eða línu að neðan sem klifrarinn tryggir í boltana jafnóðum. Þá er ógetið hins svonefnda dótaklifurs sem felst í því að klifrarinn hefur hvorki ofanvað né fasta bolta, held- ur þarf að klifra upp með línuna, setja festingar í bergið og tryggja síðan línuna. Allar þessar gerðir klifurs er hægt að stunda hér á landi. Þeir sem ætla að byrja í klifri ættu að hafa samband við Klifurhúsið sem er með námskeið og kíkja á heimasíðuna www.klifurhusid.is. Hjalti Rafn tekur létt á því í Klifurhúsinu. Nýjar leiðir eru lagðar reglulega um veggina. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.