Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 20
20 | 5.6.2005
okkar starfsmenn áður en það kom í fjölmiðlum. Sama gerðist þegar listflugvélin
hrapaði niður í Straumsvík fyrir nokkrum árum. Það var mikið köfunarverkefni sem
við tókum þátt í og einhverjir fengu köfunarveiki eftir að hafa farið of fljótt upp. Þótt
það hafi ekki verið menn á okkar vegum hringdum við í maka okkar manna áður en
þetta kom í fréttum til að fyrirbyggja ótta hjá þeim. Sömuleiðis höfum við verið með-
vitaðir um að láta maka vita, t.d. ef mönnum seinkar af vakt vegna yfirstandandi út-
kalls. Það er númer eitt, tvö og þrjú að upplýsa því þá líður fólki betur.“
Ekki bara vinna heldur lífsstíll
Það eru ekki bara ungir, hraustir menn sem standa í eldlínunni þegar brunar og
stórslys eru annars vegar. „Kjarasamningar gera í rauninni ráð fyrir að þú getir verið
til sjötugs í baráttunni en 50–55 ára geturðu óskað eftir að losna undan álaginu í
sjúkraflutningum. 55 ára geturðu svo beðist undan kvöld- og næturvöktum. Menn
geta líka óskað eftir að fara í forvarnadeildina. Reyndar höfum við notið þess hvað
menn eru í góðu formi og á einni vaktinni er elsti maðurinn með hvað bestar tölurnar
á þrekprófum. Menn eru ótrúlega lengi að en við höfum reynt að fá menn í dagvinnu
um sextugt. Þeir skipa svokallaða lávarðadeild sem leysir af, t.d. þegar menn eru í
brunaæfingum og klára útköllin með stæl enda eru þessir menn í fullu fjöri.“
Jón Viðar segir kjarnann í liðinu sterkan og það styrki hann hvað menn endast vel í
starfinu. „Menn eru hérna lungann úr starfsævinni og starfsmannaveltan er lítil. Að
starfa hjá slökkviliðinu er meira en „venjuleg vinna“ – þetta er lífsstíll. Það er líka
mikilvægt fyrir okkur að halda mönnum ánægðum því við fjárfestum mikið í starfs-
fólkinu, t.d. hvað varðar menntun. Þeir byrja á nokkurra vikna grunnþjálfun í
slökkvifræðum og að því loknu er þriggja vikna námskeið í sjúkraflutningum. Eftir
einhvern tíma í starfi hefur ákveðinn fjöldi farið til Svíþjóðar í slökkviliðsþjálfun fyrir
atvinnumenn sem tekur 11–17 vikur og eftir u.þ.b. þriggja ára starf fara þeir á neyð-
arbílsnámskeið. Að auki eru alls kyns sérhæfð námskeið varðandi endurlífgun, sjó-
köfun og fleira og margir hverjir stefna svo á nám í bráðatækni (paramedics).“
Hið síðastnefnda er viðamikið átta mánaða nám í Pittsburg í Bandaríkjunum en að
jafnaði sendir slökkviliðið tvo menn utan til námsins annað hvert ár. „Þeir eru á laun-
um frá okkur og Rauði krossinn styrkti þetta líka í upphafi með því að stofna svokall-
aðan menntunarsjóð sem við úthlutuðum úr áður en við tókum sjálfir fjármögn-
unarþáttinn yfir. Við höfum bæði verið að senda menn til þessa náms og í þriggja
vikna starfsþjálfun á sama stað. Það er gífurlega lærdómsríkt fyrir strákana því í Pitts-
burg er mikið um að vera og þar er að finna eymd sem við þekkjum ekki héðan, t.d. í
fátækrahverfunum. Vonandi sjá mennirnir aldrei eitthvað sambærilegt hér en þessi
reynsla hjálpar þeim engu að síður þegar þeir eru að glíma við verkefnin hér heima.
Því miður er ýmislegt misjafnt einnig komið hingað til lands, eins og skotárásir, hníf-
stungur og ýmiss konar áverkar vegna líkamsárása.“
líka að það er mikið af hæfu fólki og vel menntuðum einstaklingum sem glíma við
þetta með manni. Yfirleitt kem ég heim til mín milli klukkan sex og átta á kvöldin og
þá fer ég að fást við það sem bíður heima. Svo kíki ég kannski aðeins á þetta á netinu
á kvöldin. Auðvitað koma dagar inn á milli sem eru þægilegri en maður er með allan
hugann við þetta.“ Aðspurður segist hann þó hafa tíma fyrir fjölskylduna. „Konan
mín er sammála mér í að nýta tímann vel fyrir fjölskylduna en hún vinnur einnig mik-
ið. Maður reynir að vera til staðar fyrir sína nánustu enda líður mér afskaplega vel í
faðmi fjölskyldunnar. Ég á fjóra krakka sem eru fæddir á ansi löngu tímabili. Sá elsti
er fæddur 1981 og sá minnsti varð nýlega sex ára. Akkúrat í dag eigum við börn á öll-
um skólastigum; sá elsti er í háskólanum, næstelsti er að klára menntaskólann, stelp-
an okkar er í grunnskólanum og strákurinn okkar er í leikskólanum. Svo eru eldri
strákarnir komnir með kærustur sem gerir þetta ansi líflegt. Mér finnst mjög mikil-
vægt að hafa fólkið mitt í kring um mig þótt eflaust sé maður ekkert góður fé-
lagsskapur þegar maður er að sofna fyrir framan sjónvarpið á kvöldin.“
Jón Viðar segir afkvæmin lítinn áhuga hafa á að feta í fótspor föður síns, a.m.k.
hvað starfið varðar. Hins vegar er mikill íþróttaáhugi í fjölskyldunni og þá er fátt ann-
að en körfuboltinn sem blífur. „Það sem er erfiðast í því núna er að það er svo mikil
barátta á heimilinu milli íþróttafélaga. Konan mín er systir Fals Harðarsonar sem er
aðstoðarþjálfari í Keflavík og spilaði með Keflavík í körfuboltanum og þá verður
maður náttúrlega að halda með honum. Svo er hann búinn að heilaþvo krakkana
mína þannig að þeir halda með Keflavík og maður er alltaf að reyna að koma því að
að Njarðvík sé líka ágætt lið, en það gengur misjafnlega vel.“
Reyndar virðist körfuboltinn liggja í genunum því tveir hálfbræður Jóns Viðars eru
einnig körfuboltamenn og hávaxnir eftir því. „Ég er elstur en jafnframt minnstur og
þótt ég sé 1,93 á hæð er ég eins og dvergur miðað við þá. Pabbi er líka mjög hávaxinn
þannig að maður kafnar hálfvegis í fanginu á þessum köllum. Þeir fóru líka í fram-
haldsnám til Bandaríkjanna út á körfuboltann en hér heima voru þeir í Val …
greyin!“ Það er greinilegt að Reykjavíkurliðin eiga ekki upp á pallborðið nema þegar
kemur að öðrum íþróttagreinum. „Tveir elstu voru að keppa í körfubolta en dóttirin
stundar hins vegar fimleika hjá Fylki. Sá yngsti er byrjaður í fótbolta og æfir einnig
með Fylki, það kemst lítið annað að í Árbænum. Hann er rosalegur íþróttamaður –
fer í þetta á fleygiferð og þolir ekki að tapa.“
Líklega á sá stutti ekki langt að sækja þessa eiginleika því Jón Viðar viðurkennir
fúslega að vera mikill keppnismaður í sér. Þó segist hann ekki vera hinn dæmigerði
eldhugi sem sækist í ævintýri og hættur á borð við þær sem felast í því að kveða niður
bál. „En ég er ekki áhættufælinn. Ég hef gaman að allri áskorun og þegar hægt er að
búa til keppni í kringum hlutina. Það má segja að ég sé markmiðsdrifinn því mér
finnst hvetjandi að hafa eitthvað að stefna að. En um leið vil ég hafa stjórn á að-
stæðum.“ | ben@mbl.is
„Ég er elstur en jafnframt minnstur og þótt
ég sé 1,93 á hæð er ég eins og dvergur miðað við þá.“
TIL HJÁLPAR Á NEYÐARSTUND
Í framhaldi af náminu í Pittsburg hafa sjúkraflutningamenn einnig fengið mennt-
un í að nota hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki. „Þeir þurfa ekki að vera bráðatæknar held-
ur gefur tækið þeim til kynna hvenær þeir mega gefa stuð og hvenær ekki. Í dag eru
neyðarbílsmennirnir og reyndar grunnmennirnir að gera þetta og þarna sjáum við
mikinn árangur. Það hafa verið gerðar kannanir á árangri í endurlífgun í mismunandi
höfuðborgum Evrópu og þar höfum við yfirleitt lent meðal efstu fimm landanna. Þar
hjálpar kannski að útkallstíminn hér er alla jafna aðeins styttri en annars staðar en
góð menntun starfsmannanna skiptir höfuðmáli, sem og sú staðreynd að búnaðurinn
í sjúkrabílunum er afskaplega góður hér á landi, enda öfunda menn, sem koma hing-
að í heimsókn, okkur mikið af honum.“ Jón Viðar bætir því við að rekstur bílanna sé
á höndum Rauða krossins og þar á bæ hafi menn verið tilbúnir til að hlusta á óskir og
þarfir sjúkraflutningamannanna. „Það versta sem starfsmaður getur lent í er að koma
að einhverjum aðstæðum og vita að hann hefði getað gert betur ef hann hefði haft
betri búnað. Ekki má gleyma forvarnadeild slökkviliðsins sem sinnir gífurlega mik-
ilvægu starfi og skilar mjög góðum árangri. Á komandi árum munum við leggja meiri
áherslu á forvarnastarf og upplýsingagjöf til fyrirtækja og samfélagsins í heild sinni.
Þjónusta okkar verður ávallt að vera fyrsta flokks.“
Börn á öllum skólastigum
Meðan tali okkar vindur fram hringja símar á borði Jóns Viðars af og til og hann
svarar samviskusamlega. Ekki tjóir heldur að slökkva á símum yfirmanns slökkviliðs-
ins ef upp kæmi eldur eða slys bæri að höndum. „Vissulega er starfið tímafrekt en ef-
laust á það við um mörg önnur störf,“ segir Jón Viðar. „Þetta er rosalega gaman og
þegar það er svona gaman í vinnunni gefur maður sig allan í hana. Maður er alltaf
með símann og alltaf að velta fyrir sér einstökum starfsmönnum eða hinum og þess-
um útköllum. Þar fyrir utan er peningahliðin mjög stór þáttur í starfinu en ég nýt þessL
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on