Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 6
6 | 5.6.2005 S íðustu helgi maímánaðar skinu ekki einungis ,,stjörn- urnar“ skært heldur og einnig sólin. Hamingjusamir borgarbúar gengu léttklæddir um miðbæinn með sól í sinni og beruðu hvítar bringur á útikaffihúsum. Flugan fékk nokkrar freknur á nefbroddinn þar sem hún lá í makindum sínum í sólbaði í portinu við húsið sitt og fleiri borgardömur fengu gylltan lit er þær sóluðu sig í bílaportum og skjólgóð- um húsasundum. Laugavegurinn fylltist af glöðu fólki og meðal þeirra sem spókuðu sig þar um voru rithöfundar í kippum, eins og Guðrún Eva Mínervudóttir sem skartaði stórum, stílhreinum sólgleraugum og starfsbræðurnir Einar Kárason og Sigurður Pálsson voru á kumpánlegu spjalli. Sáðmaður söngvanna; Hörður Torfason, arkaði glaðbeittur og raulandi upp Bankastrætið og Gerður Kristný, rithöf- undur, og Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri Máls og menn- ingar, spókuðu sig með litla prinsinn sinn fyrir utan höfuð- stöðvar M&M en þar munu ritrætur þeirra liggja. Frú Auður Haralds, litríkur rithöfundur og skræpóttur karakter, brunaði um á hjólinu sínu, óprúð og frjálsleg í fasi, eins og hennar er von og vísa. Rauður og appelsínugulur eru einkennandi fyrir klæðnað Auðar enda lífgar hún alltaf hressilega upp á um- hverfi sitt … Í Gallerí Humar eða frægð? í húsnæði Smekkleysu héldu listamennirnir Ólöf Nordal og Kelly Parr samsýninguna Coming soon og hljómsveitin Rass tróð upp en hún vakti stormandi lukku hjá gestum eins og Helga Þorgils, myndlist- armanni og Einari Erni Benediktssyni, ,,smekklausum“ tón- listarmanni. Það var frískandi að hvíla sig á sólinni og stutt- ermabolunum og leita í kaldan skugga nýbylgjunnar. Þegar leið að kvöldi tóku hvítu stúdentshúfukollarnir völd- in með stæl í Reykjavíkurborg. Nýstúdentarnir flögruðu um í glænýjum sparifötum með rjóðar kinnar en látum liggja á milli hluta hvort roðinn sá hafi stafað af æskublóma, brjóst- birtu eða sólböðum … Á Næsta bar svermuðu stúlkurnar eins og frjósamar flugur í kringum menningarvita eins og Sverri Stormsker en á Vega- mótum voru þær eins og mý á mykjuskán ofan á mun- úðarfullum og misskildum Mínusmönnum. Flugan gekk flautandi eftir Lækjargötunni á fimmtudags- kvöldið, (hefur reyndar heimildir fyrir því að húsflugur suði í F-dúr), þegar hún rak augun í Bobby Fischer. Og hvar skyldi heimsmeistarann hafa verið að finna? Jú, á Litla, ljóta andar- unganum – nema hvað. Þarna sat hann Bobby okkar aleinn við gluggann að lesa þykkan doðrant en hann var eini gesturinn á staðnum. Greinilega enginn nógu hugaður til að setjast nálægt stóra meistar- anum nema hugrakka Flugan. Þau gætu kannski orðið flott par, Fischer og Flugan? Snilldarleg sameining gáfumannsins villimannslega og hinnar töfrandi, tískuþenkjandi Fluguskvísu. Kannski hún máti bara skáksnilling- inn … | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t L jó sm yn di r: E gg er t Ingibjörg Guðmundsdóttir og Elísabet Árnadóttir. Má bjóða ykkur humar, Rass eða smekklausa frægð? … frískandi að hvíla sig á sólinni og stuttermabolunum og leita í kaldan skugga nýbylgjunnar … FLUGAN Í Íslensku óperunni voru tónleikar dúettsins Lady & Bird; Barða Jó- hannssonar og Keren Ann, ásamt ís- lenskum kór og hörpuleikara. Margrét Barðadóttir, Níels Hjaltason og Þuríður Þorsteinsdóttir. Þorkell Harðarson og Ámundi Sigurðsson. Páll Óskar Hjálmtýsson og Berglind Ágústsdóttir. Agnieszka Baranowska, Bubbi Morthens og Kristín Stefánsdóttir. Daníel Scheving og Inga Janusardóttir. Auður Kamma, Þuríður Þorsteins- dóttir og Barði Þorsteinsson. Hrefna Haraldsdóttir og Jurriën Wouterse Guðrún Jó- hannesdóttir og Skúli Þór Magnússon. Sjón og Ásgerður Júníusdóttir. Bryndís Petra Bragadóttir og Þor- valdur Þorvaldsson. Sigríður Þóra Árdal og Bergsteinn Björgúlfsson. Maya Blue og Einar Snorri. Tónleikar portúgölsku fado-söngkonunnar Marizu voru haldnir á Broadway.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.