Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.2005, Blaðsíða 36
36 | 5.6.2005 B rimbretti á Íslandi? Alls ekki svo fráleitt þegar nánar er að gáð. Upp í hug-ann koma vissulega sól og hiti, gítar og varðeldur á ströndinni, sólbrún ung-menni og fleiri notalegar klisjur. En brimbrettareið á Íslandsströndum er staðreynd. Íþróttin hefur verið að dafna síðustu tíu árin eða svo og nú eru fáeinir tugir manna sem stunda hana meira eða minna. Einn sá kraftmesti, Georg Hilmars- son, á að baki 20 ára reynslu í „surfinu“ og kynntist brettunum á barnsaldri þegar hann bjó með foreldrum sínum í Ástralíu á níunda áratugnum. „Brimbrettaíþróttin krefst þess að maður fylgist vel með öldum og læri á veðurkerfin,“ segir hann. „Við þurfum að vita hvaða staðir virka í ákveðnum aðstæðum og nú höfum við sigtað út allt að tíu staði á Reykjanesi og nokkra góða staði fyrir norðan.“ Íþróttin er ekki lengra komin en svo að ekki er hægt að fara á námskeið eftir pönt- un. Það hefur samt ekki hamlað nýliðun í greininni því þeir sem einsetja sér að kom- ast á bretti hafa haft einhver ráð með að kaupa sér búnað erlendis og nú er hægt að taka fyrsta skrefið og afla sér upplýsinga á vefsíðu Georgs á www.surf.greind.is. Líka stundað á veturna Á þeim tíu árum sem brimbrettaíþróttin hefur verið stunduð hér hefur tímabilið lengst fram á vetur en þá útheimtir það betri búnað. Ekki má heldur gleyma því að það tekur langan tíma að verða góður á brimbretti. „Þetta er mjög háð aðstæðum og menn þurfa að hafa vit á því að fara ekki út í hvað sem er. Einnig þurfa menn að vera góðir sundmenn,“ bætir Georg við. Lítill vindur og miklar öldur í kjölfar lægða eru kjöraðstæður brettamanna og ekki má heldur vera mikið útsog. 1-2 metra ölduhæð þykir vel viðunandi en Georg hefur þó farið upp í allt að 5 metra ölduhæð. Íþróttin telst ekki vera sérstaklega hættuleg ef rétt er farið að en Georg hefur einu sinni lent í slysi þegar ugginn á brettinu hans stakkst í lærið á honum. Það var þó ekkert sem 17 spor gátu ekki lagað. Þó munaði litlu að hann „rifi af sér punginn“ að eigin sögn. En hvaða græjur þarf í þetta og hver er kostnaðurinn? Nauðsynlegur búnaður er blautgalli, sérstök sjóhetta, sjóhanskar, skór, brettið sjálft og tengitaug sem tengir það við manninn. Allt þetta má fá fyrir um 70 þúsund krónur. „Það er tekið vel á móti öllum nýliðum sem hafa samband,“ segir Georg en tals- vert er hringt í hann til að spyrjast fyrir um brimbrettin. Og vel kann að vera að þeim eigi eftir að fjölga því hér er um spennandi íþrótt að ræða. „Á meðan maður er á brettinu finnur maður hvernig adrenalínið brýst fram og maður gleymir öllu öðru,“ segir Georg. 20 ára brimrettareynsla hjá þrítugum Íslendingi. Georg Hilmarsson lærði listina í Ástralíu fyrr á árum. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Georg lætur vaða í eina góða öldu. Sól og gott sumarveður við Íslandsstrendur bjóða upp á góðar brimbrettaaðstæður. Góðir staðir fyrir brimbretti hér Ísland er á jaðri hins byggilega heims og því kannski ekki að undra að aðstæður hér freisti þeirra sem iðka alls kyns jaðarsport. Hér er farið yfir fimm greinar jaðaríþrótta en af nógu er að taka og um að gera að finna upp sitt eigið sport. jaðarsportUmsjón Rúnar Pálmason og Örlygur Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.