Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 1
Í háum
gæðaflokki
Yfir 300 hundar af rúmlega
40 tegundum á sýningu | 39
STOFNAÐ 1913 172. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÚTSALA
OPIÐ ALLA DAGA
20-80%AFSLÁTTUR
Tilveran
breyttist
Tók stúdentspróf sextug og lauk
háskólanámi 69 ára | Daglegt líf
Íþróttir í dag
Heimamenn sterkir gegn KR-ingum á
Hlíðarenda Með flest stig í golfinu
Hannes bestur norsku Víkinganna
VEGAGERÐIN telur nú raun-
hæft að verja veginn og brúna
við Jökulsárlón á Breiðamerkur-
sandi með strandvörnum en áður
var miðað við að vegurinn yrði
færður inn í land vegna landrofs.
Eitt af því sem gerir strandvarn-
ir að fýsilegum kosti er að vís-
indamenn hafa spáð því að land
muni rísa á þessum slóðum um
fjóra metra til ársins 2100 vegna
bráðnunar jökla.
Helgi Gunnlaugsson, verkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni, vann að
rannsókninni ásamt starfs-
mönnum hjá Siglingastofnun.
Hann segir að með því að bæta
smátt og smátt við strandvarnir
megi verja veginn og að reiknað
hafi verið út að slíkar varnir
muni kosta um 750 milljónir á 50
árum. Bætt verði við varnirnar
eftir því sem þurfa þykir. Þá
verði vegurinn að brúnni færður
norðar til að minnka það svæði
sem þurfi að verja.
Jökulsárlón er ægifagurt og
því vinsæll viðkomustaður ferða-
manna. Með þessu móti verður
mun minni breyting á umhverf-
inu en ef þurft hefði að færa veg-
inn.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vegagerð var ekki efst í huga ferðalanga við lónið, það eitt að setja á sig slæðu reyndist nógu flókið í rokinu.
Vegurinn varinn frá ströndinni
Land mun rísa
við Jökulsárlón
Washington. AFP, AP. | Hæstiréttur Banda-
ríkjanna felldi í gær úrskurð þess efnis að
hægt verði að sækja framleiðendur hugbún-
aðar, sem gerir fólki kleift að dreifa efni svo
sem tónlist og kvikmyndum á netinu, til saka
fyrir brot á höfundaréttarlögum. Þar með
falla úr gildi nið-
urstöður lægri
dómsstiga sem
fela í sér að
framleiðendur
tækja og hug-
búnaðar beri
ekki ábyrgð þótt
notendur brjóti
lög með dreif-
ingu efnis. Forsenda þess að hægt verði að
dæma hugbúnaðarframleiðendur fyrir laga-
brot er sú að talið sé víst að þeir hafi fram-
leitt hugbúnaðinn í þeim tilgangi að dreifa
efni sem varið er af lögum.
Úrskurðurinn er talinn marka ákveðin
þáttaskil hvað varðar dreifingu efnis á net-
inu. Í dómsmálum af þessu tagi hefur hingað
til verið vísað í úrskurð Hæstaréttar frá
árinu 1984, þess efnis að framleiðsla á Sony-
Betamax-myndbandsupptökutæki brjóti
ekki gegn höfundaréttarlögum. Nú þegar
nýr úrskurður liggur fyrir er búist við að
málaferli verði hafin af hálfu þeirra sem eiga
efni varið af höfundaréttarlögum og látið
reyna á hann fyrir dómstólum. Enn er óljóst
hvað úrskurðurinn hefur efnislega í för með
sér en á fréttavef BBC er nefnt að eigendur
efnis geti ef til vill sótt sér umtalsverðar
bætur og/eða að reynt verði að loka fyrir
hugbúnaðarveitur þar sem hægt er að dreifa
efni.
Bannað að hafa
boðorðin tíu uppi á vegg
Í gær var síðasti starfsdagur Hæstaréttar
Bandaríkjanna fyrir sumarfrí og felldi dóm-
urinn annan úrskurð sem vakti mikla at-
hygli. Felur hann í sér að ekki megi hengja
upp boðorðin tíu innan veggja dómshúsa í
landinu. Kæra hafði verið lögð fram vegna
þess að boðorðin héngu innrömmuð uppi á
vegg í tveimur dómshúsum í Kentucky-ríki
og taldi Hæstiréttur það ekki samrýmast
stjórnarskrárbundnum aðskilnaði ríkis og
kirkju. Í öðrum en tengdum úrskurði, sem
einnig var felldur í gær, er hins vegar leyft
að hafa boðorðin tíu til sýnis á lóð dómshúsa.
Framleið-
endur hug-
búnaðar
ábyrgir
Úrskurður vegna dreif-
ingar efnis á netinu
Hæstiréttur Bandaríkjanna.
FULLBÚIÐ óperuhús verður reist við Borgar-
holt í Kópavogi ef hugmyndir Gunnars Birgis-
sonar bæjarstjóra ná fram að ganga. Gunnar
hefur látið gera frumteikningu af húsinu en hann
gerir ráð fyrir að það yrði 2.500 fermetrar og
tæki 600–700 manns í sæti.
Gunnar segir að hugmyndin hafi kviknað fyrir
örfáum vikum. „Ég fæ stundum stórar hug-
myndir og ég er meira fyrir að láta verkin tala.
Ég fékk hugmyndina að menningarmiðstöðinni í
Kópavogi árið 1992 og nú er hún til,“ segir Gunn-
ar og bætir við að þetta sé kjörinn staður.
Hugmynd Gunnars er að Kópavogsbær leggi
til lóð og komi að byggingu hússins að einhverju
leyti en hann gerir ráð fyrir að kostnaður verði á
bilinu 1,5–2 milljarðar. „Ríkið kæmi auðvitað að
þessu og síðan er hægt að selja hús óperunnar
við Ingólfsstræti til að ná upp í kostnaðinn.“
Gunnar sér fyrir sér að með tímanum verði
hægt að tengja Óperuhúsið, Gerðarsafn, Salinn,
Bókasafnið og Náttúrugripasafnið saman með
glerhýsi. „Þetta væri nokkurs konar samþjöpp-
un á menningu þar sem hvert myndi styrkja ann-
að.“
Gunnar segir að mikið sé rætt um nýtt óperu-
hús en lítið framkvæmt. Hugmyndir hafi verið
um að það yrði inni í tónlistarhöllinni sem á að
rísa í Reykjavík en nú sé kvartað yfir að það sé of
dýrt. „Mér finnst allt ganga frekar hægt þarna
hinum megin við lækinn svo ég ákvað bara að
koma þessari hugmynd af stað. Nú þarf að ræða
hvort hún er góð eða slæm,“ segir Gunnar.
Óperuhús rísi í Kópavogi
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
Berlín. AFP. | Gerhard Schröder, kansl-
ari Þýskalands, hefur lagt til að 3% há-
tekjuskattur verði lagður á einstak-
linga með meira en 250 þúsund evrur
(20 millj. kr.) í árstekjur og hjón með
meira en 500 þús. evrur. Tekjur þýska
ríkissjóðsins af skattinum yrðu um 1,7
milljarðar evra á ári.
Fyrir mánuði boðaði Schröder að
þingkosningar yrðu haldnar í Þýska-
landi í haust, ári áður en kjörtímabilið
rennur út. Á föstudag verður lögð
fram tillaga fyrir þingið, sem felur í sér
að kosningum verði flýtt, sem búist er
við að verði samþykkt. Með tillögu um
hátekjuskatt þykir Schröder vera að
biðla til kjósenda á vinstri vængnum,
en undanfarið hefur hann sætt gagn-
rýni m.a. fyrir að hafa skorið niður fé
til atvinnuleysisbóta og hækkað komu-
gjöld innan heilbrigðiskerfisins. Þegar
hann kynnti tillöguna í gær sagði hann
réttlætismál að þeir sem betur stæðu
legðu meira af mörkum við að bæta
efnahag landsins.
Andstæðingar Schröders væna
hann um lýðskrum og segir Dirk
Niebel, formaður Frjálslyndra demó-
krata, sem taldir eru líklegir til að
mynda stjórn með Kristilegum demó-
krötum eftir kosningarnar, tillöguna
bera vott um örvæntingu þar sem
jafnaðarmannaflokkur (SDP) kanslar-
ans hefði tapað miklu fylgi.
SDP má búast við baráttu á vinstri
vængnum enda búist við að þar bjóði
fram nýtt kosningabandalag sósíalista
og flokks sem á rætur í Kommúnista-
flokki Austur-Þýskalands.
Schröder vill hátekjuskatt