Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 15
ERLENT
Frábær ferðaleikur fyrir al la f jölskylduna
omdu við á næstu Olís-stöð,
fáðu stimpil í Ævintýrakortið
og ævintýraglaðning!
Yf
ir
10
00
gl
æ
sil
eg
ir
vi
nn
in
ga
r!
IBRAHIM Jaffari, forsætisráðherra
Íraks, kvaðst í gær þeirrar hyggju að
taka myndi tvö ár að tryggja öryggi í
Írak. Á sunnudag lét Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, í ljós það mat að slíkt gæti tekið
allt að tólf ár.
„Tvö ár munu nægja og meira en
það til að tryggja öryggi í landi okk-
ar,“ sagði íraski forsætisráðherrann á
blaðamannafundi í Lundúnum.
Hvatti hann nágrannaþjóðir Íraka til
að herða eftirlit á landmærum sínum
til að greiða fyrir því að takast mætti
að sigrast á uppreisnarmönnum í
landinu.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í sjón-
varpsviðtali á sunnudagskvöld að
mörg ár kunni að líða þar til tekist
hafi að sigrast á skæruliðum í Írak.
Í máli ráðherrans kom fram það
mat að her- og lögreglusveitir Íraka
myndu á endanum brjóta uppreisnina
á bak aftur frekar en að erlendu her-
liði í landinu tækist það. Í viðtalinu,
sem Fox-sjónvarpsstöðin sýndi, sagði
Rumsfeld: „ Slíkar uppreisnir hafa til-
hneigingu til að vara í fimm, sex, átta,
tíu, tólf ár. Erlendu hersveitirnar í
landinu munu ekki berja niður upp-
reisnina. Við ætlum að skapa aðstæð-
ur sem gera írösku þjóðinni og írösk-
um öryggissveitum kleift að sigrast á
uppreisnarmönnunum.“
Rumsfeld kvaðst ennfremur óttast
að ný bylgja ofbeldis- og óhæfuverka
myndi ríða yfir fyrir kosningar sem
fram eiga að fara í Írak í desem-
bermánuði.
Nýjar skoðanakannanir sýna að
stuðningur við innrásina í Írak hefur
minnkað verulega í Bandaríkjunum
að undanförnu. Rumsfeld sagði mik-
ilvægt að bandaríska þjóðin stæði að
baki valdhöfum vestra í þessu efni en
bætti við að óráðlegt gæti verið að
taka skoðanakannanir of bókstaflega.
„Taki menn að eltast við skoðana-
kannanir verða þeir fljótt sjóveikir.“
Rúmlega 1.000 manns, langflestir
Írakar, hafa týnt lífi í landinu frá því
að ríkisstjórn heimamanna tók við
völdum í aprílmánuði.
„Tvö ár nægja
til að tryggja
öryggi í Írak“
Donald Rumsfeld segir að erlent her-
lið muni ekki sigrast á skæruliðum
SPÆNSKI nautabaninn Andy Garcia ríður hesti í bar-
daga við tryllt naut. Nautaat hefur verið stundað á
Spáni frá seinni hluta 17. aldar. Nautabaninn er
yfirleitt fótgangandi og er þá kallaður torreador.
Þegar nautabaninn situr hest er hann hins vegar
kallaður rejoneador.
Reuters
Maður og naut í trylltum dansi
Manila AFP. | Gloria Arroyo, forseti
Filippseyja, baðst í gær afsökunar er
hún viðurkenndi að hún hefði hringt í
fulltrúa kjörstjórnar þegar kosningar
fóru fram í maímánuði í fyrra. Hún
kvaðst hins vegar ekki hafa gerst sek
um tilraun til að hagræða úrslitunum.
Arroyo lét þessi orð falla í sjón-
varpsávarpi í gær en mjög hefur verið
þrýst á hana um að hún segi af sér
vegna ásakana um að hún hafi leitast
við að tryggja kjör sitt með ólögmæt-
um hætti. Fyrir um þremur vikum
kom fram hljóðupptaka þar sem
kvenrödd heyrist ræða við mann sem
talinn er fulltrúi í kjörstjórn Filipps-
eyja sem er sjálfstæð stofnun og
starfar án afskipta stjórnvalda. Virð-
ist konan leitast við að fá manninn til
að breyta tölum úr forsetakosningun-
um.
Arroyo viðurkenndi að hún hefði
hringt í manninn en staðfesti raunar
ekki með afdráttarlausum hætti að
röddin á upptökunni væri hennar.
Sagði hún tilganginn með símtalinu á
hinn bóginn ekki hafa verið þann að
hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Hún hefði hringt í fjölmarga á kjör-
dag. Hún játaði hins vegar að hún
hefði gerst sek um „dómgreindar-
brest“ með því að hringja í fulltrúann.
„Mér þykir þetta leitt. Ég iðrast þess
einnig að hafa ekki gert ykkur grein
fyrir þessu fyrr,“ sagði Arroyo.
Kvaðst hún bera fulla ábyrgð á gjörð-
um sínum.
Arroyo hafnaði hins vegar kröfum
um afsögn og lagði áherslu á að þegar
hún hefði hringt í fulltrúa kjörstjórn-
ar hefði legið fyrir af hálfu erlendra
eftirlitsmanna að kosningarnar hefðu
farið fram samkvæmt settum reglum.
Þá hefðu úrslitin og verið í samræmi
við kosningaspár.
Skoðanakannanir sýna að fylgi við
Arroyo fer ört minnkandi á Filipps-
eyjum. Auk ásakana um kosninga-
svindl halda andstæðingar hennar því
fram að ættmenni hennar hafi þegið
mútur af mönnum sem reka jueteng,
ólöglegt en vinsælt form fjárhættu-
spils sem um margt minnir á lottó.
Þá glíma Filippseyingar við erfiðan
efnahagsvanda nú um stundir sem
ekki hefur orðið til þess að auka vin-
sældir forsetans.
Arroyo viðurkennir
„dómgreindarbrest“
Fylgi við ESB-aðild
minnkar í Noregi
ANDSTAÐA við mögulega aðild að
Evrópusambandinu (ESB) fer enn
vaxandi í Noregi. Er nú svo komið að
meirihluti stuðningsmanna Verka-
mannaflokksins, sem einna ákafast
hefur mælt fyrir aðild, er andvígur
henni. Ofanritað kemur fram í nýrri
skoðanakönnun sem norska dag-
blaðið Nationen greindi frá í gær.
Samkvæmt henni hefur munurinn á
fylkingunum aldrei verið svo mikill
sem nú. Rúmlega 51% kjósenda er
andvígt aðild Noregs að sambandinu
en 36% hlynnt. Stuðningur við aðild
fer einnig ört minnkandi innan
Verkamannaflokksins og hefur fylg-
ið raunar ekki mælst minna frá árinu
2002. Frá því í maímánuði hefur
stuðningur við aðild dregist saman
um 17 prósentustig. 47% stuðnings-
manna flokksins myndu nú hafna að-
ild í þjóðaratkvæðagreiðslu en 36%
samþykkja hana. Fylgismönnum
hefur fækkað hvarvetna í landinu
nema í norðurhlutanum og í Ósló og
Akershus.
Ashkeleon í Ísrael. AFP. | Ísraelskur
hermaður var í gær fundinn sekur
um manndráp er breski aðgerða-
sinninn Tom Hurndall fékk byssu-
kúlu í höfuðið þegar hann sinnti
hjálparstarfi á Gaza-svæðinu fyrir
tveimur árum.
Taysir Wahid, fyrrum liðþjálfi, var
fundinn sekur um manndráp af her-
dómstóli nærri borginni Ashkelon í
suðurhluta landsins.
Hurndall, sem var 22 ára gamall,
var við sjálfboðaliðsstörf í Palestínu
á vegum International Solidarity
Movement (ISM), hreyfingar sem
haldið hefur uppi hjálparstarfi og
stuðningi við málstað Palestínu-
manna.
Hurndall fékk byssukúlu í höfuðið
er hann var við störf í Rafah-flótta-
mannabúðunum á Gaza-svæðinu í
apríl 2003. Hann hlaut miklar heila-
skemmdir af völdum skotsins og lést
í London í janúarmánuði 2004.
Palestínskir læknar og vitni sögðu
að Hurndall hefði verið klæddur
jakka sem merktur var ISM. Mun
hann hafa verið að koma tveimur
palestínskum börnum til hjálpar
þegar byssukúlan hæfði hann.
Wahid var fundinn sekur um sex
ákæruatriði, m.a. að hafa leitast við
að hindra framgang réttvísinnar,
lygar fyrir rétti og framgöngu sem
ekki sæmi hermanni auk mann-
dráps.
Ísraelski liðþjálfinn hélt því í
fyrstu fram að Hurndall hefði hafið
skothríð og því hefði verið um sjálfs-
vörn að ræða. Þennan framburð dró
hann til baka og viðurkenndi að hafa
skotið í áttina að óvopnuðum borg-
ara.
Dómur verður kveðinn upp 5.
næsta mánaðar.
Sekur um mann-
dráp á Gaza
Reuters
Taysir Hayb eftir að hann var fund-
inn sekur um morð.