Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EISTAR eru hvað lengst komnir í því að þróa rafrænt
kosningakerfi af þjóðum heims og í sveitarstjórnar-
kosningum í haust mun almenningi gefast kostur á því
í fyrsta sinn að greiða atkvæði í gegnum tölvu.
Ene Ergma, forseti eistneska þingsins, sem stödd
er í heimsókn hér á landi í boði forseta Alþingis, segir
að þetta kerfi sé meðal þess sem Eistar geti sýnt Ís-
lendingum og öðrum sem vilji starfa með þeim.
Ergma segir að með því að starfa saman geti þjóðir
á borð við Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin haft efni
á því að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum, í stað þess
að löndin séu öll að finna upp hjólið, hvert í sínu
horni, á öllum sviðum. Hún segir að meðal þess sem
Íslendingar séu þegar sérhæfðir í sé sjávarútvegur og
erfðafræðilegar rannsóknir, og Eistar hafi áhuga á að
kynna sér hvort tveggja.
Eistar standa framarlega á ýmsum sviðum upplýs-
ingatækni, sér í lagi notkun á farsímum. Ergma segir
t.d. að í dag sé hægt að nota farsíma til þess að borga
í bílastæði og til þess að greiða fyrir ferðir með al-
menningssamgöngum. Ef Íslendingar eða aðrir hafi
áhuga á því að njóta góðs af þeirri tækni sem þróuð
hefur verið í tengslum við þetta, eða rafræna kosn-
ingakerfið, þá sé það velkomið.
Ergma er hér á landi ásamt hópi eistneskra þing-
manna, og átti hópurinn fundi með formönnum þing-
flokkana eftir að hafa skoðað Alþingi í gærmorgun, og
snæddi því næst hádegisverð með fulltrúum utanrík-
ismálanefndar, og fór í heimsókn til Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, að Bessastöðum.
Neita að staðfesta landamærasamning
Hefðbundið spjall fór þó að mestu fyrir bí, enda
stór tíðindi frá samskiptum Rússlands og Eistlands
sem voru mikið rædd. Rússar neita að staðfesta
landamærasamning við Eistland sem skrifað var undir
í maí þar sem eistneska þingið hafi bætt þar við nýj-
um ákvæðum þar sem vísað er til hernáms Sovétríkj-
anna sálugu á Eistlandi og friðarsamkomulags frá
1920.
Aðspurð segir Ergma að hún vonist til þess að þetta
séu bara einhverjar pólitískar æfingar hjá Rússum,
þeir hafi verið þungir í taumi í þessu máli hingað til,
og vonandi geti þeir sest niður og rætt málin, og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að staðfesta landa-
mærasamninginn.
Heimsókn eistneska hópsins heldur áfram næstu
daga, í dag verða virkjanir á Suðurlandi skoðaðar, en
á morgun verður haldið norður í land þar sem hóp-
urinn mun dvelja þar til heimsókninni lýkur á fimmtu-
dag.
Forseti eistneska þingsins sér möguleika í auknu samstarfi
Fyrstu rafrænu kosning-
arnar í Eistlandi í haust
Ene Ergma, forseti eistneska þingsins, sem hér er í heimsókn ásamt fleiri þingmönnum, skoðaði Alþingi í gær í
boði Halldórs Blöndal þingforseta og hitti m.a. Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
RÁÐHERRAR EFTA-ríkjanna eru
sammála um að stefna að fríversl-
unarviðræðum við Rússland og
Úkraínu svo fljótt sem verða má eftir
að aðildarviðræðum þeirra að Al-
þjóðaviðskiptastofnuninni (WTO)
lýkur. Ráðherrarnir funduðu í Vaduz
í Liechtenstein í gær. Davíð Oddsson
utanríkisráðherra sat fundinn fyrir
Íslands hönd. Ráðherrarnir ræddu
samskipti EFTA-ríkjanna, fríversl-
unarsamninga EFTA við þriðju ríki
og samskipti EFTA-ríkjanna við
Evrópusambandið (ESB).
Í umræðum ráðherranna kom
m.a. fram að EFTA-ríkin hafa sett
sér það markmið að búa viðskiptalífi
í löndum sínum bestu samkeppnis-
skilyrði í alþjóðaviðskiptum sem völ
er á, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu. Það feli í sér að EFTA-ríkin leiti
nú í auknum mæli eftir fríverslunar-
samningum við stór og mikilvæg við-
skiptaríki án tillits til þess hvort
ESB hafi þegar gert fríverslunar-
samning við viðkomandi ríki. „Þann-
ig eru EFTA-ríkin, fyrst vestrænna
ríkja, langt komin með fríverslunar-
viðræður við Suður-Kóreu og eru að
hefja viðræður við Taíland á þessu
ári,“ segir í tilkynningunni. „Þegar
við bætist frí-
verslunarsamn-
ingur EFTA-
ríkjanna við
Singapúr, sem
gerður var árið
2002, er ljóst að
EFTA-ríkin eru
að skapa sér
sterka sam-
keppnisstöðu á
Asíumarkaði.“
Ráðherrarnir ræddu einnig EES-
samstarfið og voru sammála um að
það gengi vel, að því er segir í til-
kynningu ráðuneytisins. „Ráðherr-
arnir ræddu drög að nýrri þjónustu-
tilskipun ESB og lögðu áherslu á
mikilvægi innri markaðarins á sviði
þjónustuviðskipta. Ráðherrarnir
lögðu þó áherslu á að menn gæfu sér
nægan tíma til að vinna úr þeim við-
kvæmu álitamálum sem hafa komið
upp varðandi gildissvið og innleið-
ingu væntanlegrar þjónustutilskip-
unar áður en hún verður samþykkt.“
Stefna að samningi
um fríverslun við
Úkraínu og Rússland
Davíð Oddsson
Ráðherrar EFTA-ríkjanna
FERÐ Kjartans Jakobs Haukssonar
á árabát hringinn í kringum Ísland
er nú tæplega hálfnuð. Í gærmorg-
un náði Kjartan landi á Kópaskeri
eftir að hafa róið yfir Axarfjörð frá
Mánaseli um nóttina. Á Kópaskeri
lagði hann sig í þrjá tíma en hélt
svo ferð sinni áfram austur fyrir
Melrakkasléttu.
Að sögn Kjartans er ferðin á
áætlun og hefur gengið vel hingað
til. „Ýmislegt hefur þó komið upp á
en ekkert alvarlegt. Einu sinni var
báturinn nærri oltinn og hann
skaddaðist lítillega í brimlendingu
um daginn. Árafesting brotnaði og
maður hefur lent í misjöfnu veðri,
en allt hefur þetta sloppið og á
greinilega að sleppa,“ sagði Kjart-
an.
Kjartan rær 14–18 tíma á dag
þegar gefur og meðalhraðinn hefur
verið í kringum 2,5 sjómílur á
klukkustund. Spáð er stífri aust-
anátt næstu daga og segir Kjartan
að að öllum líkindum muni róður-
inn fyrir Austfirðina seinka af þeim
sökum.
Ferðin er farin til að afla styrkja
fyrir Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar.
Hægt er að hringja í samtökin í
síma 550-0300 eða fara inn á vef
þeirra, www.sjalfsbjorg.is, vilji
menn veita sjóðnum fjárstyrk.
Frelsisræðarinn hálfnaður
á leið sinni kringum Ísland
Hér er Kjartan Jakob Hauksson
tilbúinn að róa til Húsavíkur.
STJÓRN Blaðamannafélags Íslands
hefur áhyggjur af ákvörðun nor-
rænu menntamálaráðherranna um
að leggja norræna blaðamannaskól-
ann NJC í Árósum niður. Í ályktun
frá BÍ segir að ákvörðunin sé van-
hugsuð og fullyrðingar um að starf-
seminni verði haldið áfram annars
staðar séu óljósar. Áform um að
tengja endurmenntun blaða- og
fréttamanna einhverri menntastofn-
un á sviði fjölmiðla á Norðurlöndum
séu óskýr. Þá hafi ekki verið sýnt
fram á hvaða sparnaður hljótist af
ráðstöfuninni. Steingrímur Sigur-
geirsson, aðstoðarmaður mennta-
málaráðherra, segir að ákvörðunin
sé í samræmi við stefnubreytingu í
norrænu samstarfi og áform um að
leggja niður stofnanir.
Arna Schram, varaformaður BÍ,
segir fjölda íslenskra blaðamanna
hafa sótt námskeið hjá NJC í gegn-
um tíðina og miklu máli skipti að
hafa möguleika til endurmenntunar
jafnt sem grunnmenntunar í blaða-
mennsku. „Það bera allir hag af
vandaðri blaðamennsku. Endur-
menntun er af skornum skammti hér
á landi og verði þetta að veruleika
eru hugmyndir um hvernig skuli
haga þessu í framtíðinni óljósar.“
Örnu skilst að til standi að sameina
starfsemina endurmenntunarstofn-
unum á hinum Norðurlöndunum, en
þá sé hætta á að námskeið í boði
verði minna áhugaverð fyrir Íslend-
inga og ekki verði eins sterkt reynt
að höfða til þeirra og hingað til. Að-
spurð um hvort vangaveltur hafi
vaknað um að bjóða upp á endur-
menntun fyrir blaðamenn hér á landi
segir hún að vel geti verið að slíkt
þurfi að skoða í framhaldinu.
Heimavinna í skötulíki
Í yfirlýsingu BÍ segir að NJC hafi
sérstaklega lagt sig fram um að laða
að íslenska blaða- og fréttamenn og
staðið vörð um þeirra hagsmuni, en á
annað hundrað þeirra hafa sótt nám-
skeið við skólann frá árinu 1963. BÍ
óttast að ákvörðunin bitni helst á Ís-
lendingum og öðrum sem ekki hafi
skandinavísk tungumál að móður-
máli og þurfi að ferðast um langan
veg til að sækja þá endurmenntun
sem í boði verði. Félagið skorar á
menntamálaráðherra og samstarfs-
ráðherra Norðurlandanna að endur-
skoða ákvörðunina og efla fremur
starfsemi NJC, sem hafi verið rek-
inn með tiltölulega litlum tilkostnaði
en góðum árangri um áratugaskeið.
Þór Jónsson fréttamaður situr í
stjórn skólans og segir hann áform-
að að leggja skólann niður um næstu
áramót. Hann hafi varað mennta-
málaráðherra við þessari ákvörðun
sem sé vanhugsuð. Stjórn skólans
hafi heldur ekki verið höfð með í ráð-
um. Þór segir ætlast til að starfsem-
inni verði haldið áfram annars staðar
en ekki hafi farið fram vinna til að
skoða hvar eða hvernig og verði
hann að álykta að heimavinna
stjórnmálamannanna hafi verið í
skötulíki.
Norræni blaðamannaskólinn NJC í Árósum lagður niður
Bitnar á íslenskum
blaða- og fréttamönnum
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Landssíma Íslands til
að greiða fyrirtækinu Gullveri
rúma 1 milljón króna í leigu fyrir
afnot af lóð í Stykkishólmi, sem er
í eigu Gullvers, en á lóðinni stend-
ur fjarskiptamastur frá Símanum.
Gullver keypti fasteign í Stykk-
ishólmi af ríkissjóði árið 2001 en
fjarskiptamastrið stendur á lóð-
inni. Gullver sendi Símanum
reikninga fyrir leigu vegna afnota
af lóðinni, fyrst í apríl 2002. Reikn-
ingarnir eru fyrir tímabilið maí
2001 til febrúar 2004 þar sem
mánaðarleiga er ákveðin 55 þús-
und krónur að teknu tilliti til vísi-
töluhækkunar. Síminn greiddi
ekki reikningana og hélt því fram
að sér væri óskylt að greiða þá.
Sagðist Síminn hafa, með leigu-
samningi við ríkissjóð, fengið end-
urgjaldslaus afnot af lóðinni.
Í niðurstöðu Héraðsdóms segir
að Síminn vísi til þess að samn-
ingur við ríkið um afnot af lóðinni
hafi verið munnlegur og sé hann
jafn gildur og skriflegur samning-
ur. Hins vegar hefðu réttindi til
endurgjaldslausra afnota af lóð-
inni hvergi verið skráð og ekki
verði ráðið að Síminn hefði á nokk-
urn hátt gert reka að því að fá þau
staðfest með dómi eða á annan
hátt. Síminn hefði heldur ekki lagt
fram gögn um efni eða tilvist
samningsins um afnotin af lóðinni.
Því yrði að telja ósannað að leigu-
samningur um endurgjaldslaus
afnot Símans af lóðinni hefði verið
gerður eða að Gullver hefði haft
vitneskju um efni slíks samnings.
Héraðsdómur sagði þá að Gull-
ver hefði engin rök fært fyrir því
að sanngjarnt sé að miða leigu-
verð við 55.000 eða 45.000 krónur
eins og krafist var. Í þrautavara-
kröfu Gullvers var miðað við 30
þúsund króna leigu á mánuði sem
dómurinn taldi sanngjarna.
Sigríður Ingvarsdóttir héraðs-
dómari dæmd, Jón Höskuldsson
hdl. flutti málið fyrir Gullver og
Jón Sigurðsson hdl. fyrir Símann.
Síminn dæmdur til
að greiða leigu
fyrir afnot af jörð