Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
aston kutcher amanda peet
S.K. DV.
H.J. MBL
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
Capone XFM
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU
frumsýnd 29.júní
SAMBÍÓIN
Álfabakka
Keflavík og
HÁSKÓLABÍÓ
fr sý .j í
Í I
lf
fl ví
Í
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
Debra Messing Dermot Mulroney
Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12
Inside Deep Throat kl. 10.15 Stranglega b.i. 16 ára
Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16
The Hitchhiker´s.. kl. 5,45 og 8
Kvikmyndir.is
Gleymið öllum hinum
Batman myndunum.
Þessi er málið
Andri Capone / X-FM 91,9
“Einn af stærstu
smellum ársins.”
B.B. Blaðið
Loksins, Loksins
M.M.M / Xfm 91,9
Þórarinn Þ / FBL
Gleymdu hinum.
Þetta er alvöru Batman
Ó.Ö.H / DV
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Nýr og miklu betri
leðurblökumaður.
H.L. / Mbl.
H.B. / SIRKUS
Hverjir skipa sveitina?
Ólafur Freyr Frímannsson á trommur, Birgir Örn Árnason á bassa,
Steingrímur Karl Teague á raddbönd og hljómborð og Ingi Einar Jó-
hannesson á gítar.
Hver er heimspekin á bak við hljómsveitina?
Í innihaldslýsingu Ókindar er að finna fjögur jafnvirk efni, fjórar
kvartkindur. Ókind er ógnvænleg heild, samansaumuð úr líkams-
pörtum okkar allra. Hver í sínu lagi erum við einungis einstaka hand-
leggur, milta eða mjaðmarbein á víð og dreif sem eiga ekkert skylt við
þá skelfilegu ófreskju sem við myndum í sameiningu. Hver og einn
meðlimur er allur í Ókind, Ókind er ekki öll í honum.
Hvenær var hún stofnuð og hvernig atvikaðist það?
Árið 1998 fannst nokkrum guttum í víðum fötum fyndið að setja upp
asnalegar hárkollur og syngja texta upp úr þýskubókunum sínum á
grunnskólaballi. Ári seinna var fenginn alvöru bassaleikari og brand-
arinn var orðin fúlasta alvara, en samt hefur hann einhvern veginn um
leið alltaf verið jafnfyndinn. Sérstaklega hárkollan hans Inga.
Hvaða tónlistarmenn eru hetjur ykkar?
Allir tónlistarmenn sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig til þess
að búa til lag sem þeim sjálfum finnst flott eru hetjur. Þetta á reyndar
ekki við um Rod Stewart.
Eru einhverjir innlendir áhrifavaldar?
Á vissum tímabilum hafa hljómsveitir á borð við Sykurmolana, Botn-
leðju, Maus og Ensíma verið nokkurs konar Matteus, Markús, Lúkas
og Jóhannes fyrir okkur. En við vorum voða litlir þá. Núna erum við
aftur á móti gríðarlega stórir. Eða allavega með stóra hausa.
Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag?
Íslenska grasrótin iðar öll af lífi og inniheldur ótrúlega mörg góð
bönd. Sumt skilar sér út í meginstrauminn, en einmitt núna eru fjöl-
mörg frábær bönd sem rétt mara undir yfirborðinu. Það er tiltölulega
auðvelt að komast í fjölmiðla á Íslandi, sem er ágætt, en það þýðir
reyndar líka að fleiri hljómsveitir hafa aðgang að sömu miðlunum sem
aftur veldur því að sum athyglisverð bönd einfaldlega kaffærast í hama-
ganginum. Fjölmiðlanálægðin á Íslandi er samt miklu frekar jákvæð en
neikvæð og á örugglega stóran þátt í hversu blómlegt rokklífið er hérna.
Er auðvelt að fá að spila á tónleikum?
Maður verður eiginlega bara að ganga sjálfur í svoleiðis mál. Það þýðir
ekkert að bíða bara eftir einhverjum símtölum. Ekki trúa því sem þið
heyrið: Fjallið kemur ekki til Múhameðs.
Er auðvelt að gefa út?
Auðveldara en sumt, erfiðara en margt annað. Það er vissulega miklu
auðveldara núna en fyrir fimmtán árum. Nú getur maður bara gert hlut-
ina sjálfur, sem hentar sjálfsþurftarstefnu Ókindar ágætlega.
Segið eitthvað um lögin sem þið eruð með á Rokk.is?
„PeTra“ er af gömlu plötunni okkar, Heimsenda 18, en hún kom út rétt
fyrir siðaskipti. „Þoturass“ er svona prufuútgáfa af lagi sem kemur til
með að enda á næstu plötunni okkar, en „Jólakötturinn“ er hálfgert
svindl, af því að lagið er ekki eftir okkur, heldur Ingibjörgu Þorbergs,
þannig að við vorum með frábært lag í höndunum til að byrja með.
Hver er mesti gleðigosinn í sveitinni?
Það er klárlega Óli trommari. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn
einu.
Hvað er á döfinni hjá ykkur?
Við ætlum að koma út plötu seinna í sumar sem við erum að bogra yfir í
stúdíóinu núna. Án þess að við viljum vera subbulegir er óhætt að full-
yrða að við erum að gera okkar besta til að kreista síðustu blóðdropana
úr blæðandi hjörtum okkar og þrykkja þeim á þessa plötu. Amen.
Eitthvað að lokum?
Í kvikmyndinni Jaws, eða Ókindinni, segir aðalgaurinn eftirminnilega
línu þegar hann finnur loksins risahákarlinn, Ókindina. „Við þurfum
stærri bát,“ segir hann. Kaupið plötuna okkar, við þurfum stærri bát.
Morgunblaðið/Þorkell
Hljómsveitin Ókind: Ingi Einar Jóhannesson leikur á gítar, Birgir
Örn Árnason bassi, Ólafur Freyr Frímannsson trommur og Stein-
grímur Karl Teague syngur og leikur á hljómborð.
Hljómsveit Fólksins þessa vikuna er Ókind, en Morgun-
blaðið og mbl.is velja Hljómsveit Fólksins á tveggja
vikna fresti. Tilgangurinn er að kynna og styðja við gras-
rótina í íslenskri tónlist, beina athyglinni að nokkrum af
þeim fjölmörgu íslensku hljómsveitum sem gera almenn-
ingi kleift að hlaða niður tónlist þeirra á netinu, án end-
urgjalds. Hljómsveit Fólksins er í samstarfi við Rás 2 og
Rokk.is, en hægt er að lesa viðtalið á Fólkinu á mbl.is.
Þar eru einnig tenglar á lög sveitarinnar sem geymd eru
á Rokk.is. Lag með Ókind verður spilað í dag í Popplandi
á Rás 2, sem er á dagskrá kl. 12.45–16 virka daga.
Hljómsveit Fólksins | Ókind
Ókind leikur á Grand rokki næsta föstudag ásamt Shadow Parade og
Karli Henry úr Tenderfoot.
ÚTITÓNLEIKARNIR Átta líf hafa verið
færðir frá fimmtudegi til næsta föstudags-
kvölds, 1. júlí. Tónleikarnir fara fram í
Hljómskálagarðinum, sem verður skemmti-
leg tilbreyting frá hefðbundnari tónleika-
stöðum eins og Ingólfstorgi. Búið er að
staðfesta nokkur þekkt nöfn úr popp- og
rokkheiminum og má nefna Bubba Morth-
ens, Ragnheiði Gröndal, Leaves og Kimono.
Búast má við því að fleiri tónlistarmenn
bætist í hópinn, að sögn Árna Snævarr
skipuleggjanda.
Tónleikarnir eru haldnir með það að
markmiði að lýsa yfir stuðningi við málstað
Live 8, sem er að skuldir fátækustu ríkja
heims verði felldar niður og viðskiptahindr-
unum rutt úr vegi. Tónleikar undir nafninu
Live 8 verða haldnir víðs vegar um heim á
laugardaginn. Sýnt verður frá tónleikunum
í beinni útsendingu, sem nær til 5,5 millj-
arða manna.
Tónlist | Útitónleikarnir Átta
líf á föstudaginn
Haldnir í
Hljómskála-
garðinum
Morgunblaðið/Kristinn
Ragnheiður Gröndal er á meðal þeirra tón-
listarmanna sem fram koma í Hljóm-
skálagarðinum á föstudaginn.
www.live8live.com