Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 mjög gáfaður
maður, 8 skinn í skó,
9 auðan, 10 verkfæri,
11 ernina, 13 peningar,
15 skart, 18 prýðilega,
21 guð, 22 bik, 23 gælu-
nafn, 24 hávaða.
Lóðrétt | 2 þora, 3 synja,
4 smáa, 5 stór, 6 fjall,
7 vendir, 12 tangi, 14 ótta,
15 veiki, 16 hagnað,
17 stólpi, 18 á hverju ári,
19 áform, 20 siðar til.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 hníga, 4 hélan, 7 lauga, 8 rykug, 9 lið, 11 afla,
13 hrós, 14 gedda, 15 botn, 17 gull, 20 ull, 22 geðug,
23 jagar, 24 rammi, 25 forni.
Lóðrétt | 1 helja, 2 ígull, 3 aðal, 4 hörð, 5 lýkur, 6 naggs,
10 indæl, 12 agn, 13 hag, 15 bógur, 16 tíðum, 18 urgur,
19 lerki, 20 uggi, 21 ljúf.
EM á Tenerife.
Norður
♠KD975
♥ÁKD942 N/Allir
♦--
♣52
Vestur Austur
♠3 ♠G
♥G7 ♥1086
♦D42 ♦K109873
♣ÁK109863 ♣DG4
Suður
♠Á108642
♥53
♦ÁG65
♣7
Eyða í lit er stundum lykillinn að fal-
legri slemmu, en það er nauðsynlegt að
vita fyrir víst hvar eyðan er – annars
getur farið illa.
Spilið að ofan er frá fjórðungs-
úrslitum í parasveitakeppninni á Ten-
erife. Frakkarnir Catherine d’Ovidio
og Philippe Cronier voru með sterku
spilin í NS gegn norsku hjónunum
Tonje og Boye Brogeland:
Vestur Norður Austur Suður
Boye B. d́Ovidio Tonje B. Cronier
-- 1 hjarta Pass 1 spaði
2 lauf 3 lauf Dobl Pass
4 lauf 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 grönd Pass 6 tíglar
Pass 7 spaðar Allir pass
Misskilningur læðist inn í sagnir og
það er eyða norðurs í tígli sem er ör-
lagavaldurinn.
D́Ovidio opnar á hjarta og fær óvænt
spaðasvar frá makker. Hún sýnir góð-
an spaðastuðning með því að melda
þrjú lauf ofan í innákomulit vesturs og
svo þróast sagnir þannig að suður spyr
um lykilspil.
Svarið á fimm gröndum sýnir tvö
lykilspil og eyðu til hliðar. En hvort er
eyðan í tígli eða laufi? Cronier er ekki
viss og ákveður að varpa ábyrgðinni á
makker með vafasömum biðleik (sex
lauf hefði verið spurning um tromp-
drottningu, svo sex tígla sögnin sýnir
ekki endilega veikleika í laufi).
D́Ovidio skildi sex tígla sem leit að
viðbótarstyrk og sagði því alslemmuna.
Hún taldi tíguleyðuna sannaða, því
með eyðu í laufi hefði verið rökrétt að
stökkva í fjögur lauf (splinter) við inn-
ákomu vesturs.
Boye tók á laufásinn sinn í byrjun og
norska sveitin vann 17 IMPa, því
Erichsen-hjónin spiluðu réttilega sex
spaða á hinu borðinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn verður upptekinn í félagslífinu
næstu vikurnar. Allt sem viðkemur listum,
gistihúsum, orlofi, afþreyingu og börnum
gengur honum í haginn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið langar virkilega til þess að fegra
heimili sitt þessa dagana og mun njóta
þess á næstu vikum að kaupa eitthvað sem
prýðir umhverfið. Bjóddu fólki í heimsókn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Næstu vikur gengur allt sem viðkemur
verslun og viðskiptum og samningagerð
vel hjá tvíburanum. Hann á einstaklega
gott með að gera sig skiljanlegan núna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn finnur til máttar síns um þessar
mundir. Fjármál og verslunarferðir verða
veigameiri þáttur en ella í lífi hans á næst-
unni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið er enn meira aðlaðandi í augum
fólks en venjulega um þessar mundir. Not-
aðu tímann á næstunni og kauptu þér eitt-
hvað fallegt til þess að hengja inn í skáp.
Blandaðu geði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einvera í fögru umhverfi höfðar mjög til
meyjunnar þessa dagana. Hún þarfnast
þess að vera í ró og næði svo hún geti ein-
beitt sér að félagslífinu síðar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Félagslíf vogarinnar verður í miklum
blóma á næstunni og hún er enn vinsælli
meðal félaganna nú en áður. Þiggðu öll
heimboð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn á að grípa tækifæri til
menntunar og ferðalaga sem gefast.
Stjórnendur, yfirmenn og foreldrar vilja
allt fyrir þig gera um þessar mundir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn þarf að fást við skriffinnsku
á næstunni í tengslum við tryggingamál,
skuldir og sameiginlegar eignir. Fegurð-
arskyn hans er mikið þessa dagana. Njóttu
þín í fögru umhverfi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin má eiga von á gjöfum og hlunn-
indum á næstu vikum sem koma henni á
óvart. Maki hennar gæti jafnvel fengið
launahækkun eða annan bónus.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samskiptaplánetan Venus er beint á móti
vatnsberanum núna og gerir honum kleift
að tala um hjartans mál við maka og nána
vini.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn virðist í stanslausu partístuði en
nær árangri í vinnunni því samstarfsfólkið
er hjálpsemin uppmáluð. Nú gengur allt
sem sagt að óskum.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert ung í anda og varðveitir æsku þína
alla tíð. Lífsgleði þín kemur af sjálfu sér og
þú óttast ekki að láta draumana rætast. Það
er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur,
duttlungar og gáski munu ávallt fylgja þér.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Rangárþing ytra | Kirkjukór Odda og
Þykkvabæjar standa fyrir tónleikaröð sem
ætluð er öllum. Tónleikarnir fara fram í
Oddakirkju á Rangárvöllum 30. júní kl.
20.30 og er aðgangseyrir kr. 500. Guðjón
Halldór Óskarsson organisti sér um tón-
leikana.
Myndlist
101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí.
Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós-
myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1.
sept.
Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í
Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og
járn.
Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson
(Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí.
Energia | Sigurður Pétur Högnason.
Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og
akrýlverk. Opið kl. 10–18 virka daga, kl. 12–
18 um helgar.
Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst.
Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til
9. júlí.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað
um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar,
gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista-
verk úr brotajárni og herðatrjám og margt
fleira skrýtið og skemmtilegt! Sjá
www.gerduberg.is.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til
1. ágúst.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson, „Fiskisagan flýgur“, ljós-
myndasýning til 31. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns-
dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór
Hallgrímskirkju. Sýningin stendur til 14.
ágúst.
Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall-
grímskirkjuturni.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auður
Vésteinsdóttir.
Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð-
jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á
fyrstu hæð.
Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í
Bergen. Til 4. sept.
Kaffi Sel | „Ástin og lífið“. Gréta Gísladóttir
sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum.
Sýningin stendur til 3. júlí.
Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur, „Hreindýr og Dvergar“, í
göngum Laxárstöðvar.
Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá
nánar á www.maeja.is.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla
daga nema mánudaga frá kl. 14–17.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson til 21.
ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumar-
sýningu má nú sjá sænskt listgler. Um er að
ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler-
listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi
nytjaglers og skúlptúrglers. Sýningin kemur
frá Hönnunarsafni Íslands.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischer t il 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sumarsýning Listasafns Íslands.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum-
arsýning – „Aðföng, gjafir og lykilverk“ eftir
Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli
klukkan 14 og 17.
Listmunahús Ófeigs | Hafsteinn Austmann
til 1. júlí.
Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst.
Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til
10. júlí.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson, sjá nánar www.or.is.
Við fjöruborðið | Inga Hlöðvers.
Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga-
sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru
Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja-
safnsins frá 16., 17. og 18. öld.
Þjóðminjasafn Íslands | „Skuggaföll“.
Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar.
Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en
með því að safna úrvali af þeim saman birt-
ist ný og óvænt mynd.
Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life –
ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Sýningin
varpar ljósi á margbrotið eðli ljósmynd-
arinnar, náin og um leið flókin tengsl hennar
við einstaklinginn, raunveruleikann, um-
hverfið, tímann, frásögnina og minnið.
Listasýning
Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi,
Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum-
ar frá kl. 10–17.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík,
svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl-
um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á
Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur
kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til
dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis.
Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Sýning á
batikverkum að Hlaðbæ 9, 110 Reykjavík.
Sýningin verður opin daglega til og með 3.
júlí frá kl. 14–20.
Mannfagnaður
Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt-
arfélag Vestmannaeyja verður með skóg-
ardag kl. 20–21.30, í tilefni 75 ára afmælis
Skógræktarfélags Íslands. Safnast verður
saman við Lautina hjá Skansinum og geng-
ið verður um Hraunsskóg. Boðið upp á veit-
ingar. Nánar á skog.is.
Fréttir
Vestur-Húnavatnssýsla | Kirkjudagar.
Leiðsögn í sumum kirkjum, tónlistaratriði í
Víðidalstungukirkju kl. 16. Allar kirkjur opn-
ar þennan dag.
Al-Anon | Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon
er opin: Mánudaga 10–13. þriðjudaga 13–16
og fimmtudaga frá 10–13. http://www.al–
anon.is.
Söfn
Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl-
breyttum sýningum, leiðsögumönnum í
búningum og dýrum í haga.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg-
arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn-
ingin Through the Visitor’s Eyes, þar sem
fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja-
vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina.
Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1.
hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er opin
alla daga. Aðgangur er ókeypis.
Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljósmyndum
úr fórum Kópavogsbúa af börnum í bænum
í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í
samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns
Kópavogs.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð-
leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar
frá kl. 9–17.
Lindasafn | Lindasafn er opið í alla daga
sumar. Mikið úrval af ferðahandbókum og
garðyrkjubókum. Safnið er opið mánudaga
frá kl. 11–19,. þriðjudaga til fimmtudaga frá
kl. 13–19, föstudaga 13–17.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg-
undir og furðufiska.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl.
11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyr-
irheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona
var það. Á veitingastofunni Mat og menn-
ingu er gott að slaka á og njóta veitinganna
og útsýnisins yfir Arnahólinn og höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband
2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk
eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlönd-
unum. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og
verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst.
Opið frá kl. 11–17.
Fundir
Al-Anon | Nýliðafundir í Reykjavík. Mánu-
dagur, Kirkju Óháða safn. kl. 20. Þriðjudag-
ur, Karlafundur, Seljavegi 2 kl. 18.30. Árbæj-
arkirkju kl. 20. Miðvikudagur, Seljavegi 2 kl.
20. Tjarnargötu 20 kl. 20. Neskirkju kl. 20.
Fimmtudagur, Áskirkju kl. 20. (Mælt er með
ca. 6 fundum í röð).
OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju-
daga kl. 21–22 í Tjarnargötu 20, Gula hús-
inu, 101 Reykjavík.
Námskeið
Árbæjarsafn | Örnámskeið í flugdrekagerð,
tálgun, þæfingu, glímu og kveðskap. Nám-
skeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full-
orðnum og eru kl. 13–16. Flugdrekagerð: 1.7.
Tálgun: 29.6, 5.7, 13.7. Glíma: 30.6., 9.7.,
14.7. Þæfing: 28.6., 6.7. Kveðskapur: 23.7.
Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og
skráning í síma 411 6320.
Útivist
Garðyrkjufélag Íslands | Garðyrkjufélag Ís-
lands býður upp á garðagöngur í sumar.
Fyrstu göngurnar eru 29. júní kl. 20. Á Ak-
ureyri er mæting við Minjasafnsgarðinn,
leiðsögn: Helgi Þórsson og Björgvin Stein-
dórsson. Í Kópavogi er mæting við Kópa-
vogskirkju, leiðsögn: Ingibjörg Steingríms-
dóttir. Á ísafirði er mæting við bílastæðið
við sjúkrahúsið, leiðsögn: Samson Bjarni
Harðarson.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Í STAÐ hefðbundinnar gönguferðar verður í kvöld boðið upp á siglingu um sundin blá og
Viðey skoðuð frá nýju sjónarhorni. Siglt verður frá Sundahöfn kl. 19 og kostar 750 kr.
fyrir fullorðna, 350 kr. fyrir börn.
Morgunblaðið/Ómar
Siglt um sundin