Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 29 UMRÆÐAN ÞEGAR Davíð Oddsson flutti árlega skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi í vor fjallaði hann um nýj- ar tillögur Kofi Ann- ans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna um nýskip- an mála innan sam- takanna. Athygli vakti hins vegar að hann sigldi fimlega framhjá því að nefna titil til- lagnanna, „In larger freedom“. Þetta þætti ekki teljast til tíðinda að öllu jöfnu en ástæðan er að mörgu áhuga- verð. Titillinn, „In larger freedom“, er tilvitnun í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna en hafi ráðherrann og hans menn ætlað að sækja hann í hina form- legu íslensku þýðingu á stofnsátt- málanum, hafa þeir farið í geit- arhús að leita ullar. Þessi sáttmáli sem verið hefur hornsteinn ís- lenskrar utanríkisstefnu í 60 ár byrjar raunar ekki vel á íslensku því stafabrengl er í fyrsta orðinu: Þar stendur „Inngagnsorð“ í stað „Inngangsorð“! Ekki tekur betra við í formálanum en þar má finna þessa þýðingu á setningunni þar sem „In larger freedom“ kemur fyrir: „Vér hinar Sameinuðu Þjóðir staðráðnar í... að stuðla að fé- lagslegum framförum og bættum lífskjörum án frelsisskerðingar.“ Vandi óþekkta þýðandans fyrir sextíu árum er engu að síður skilj- anlegur því tekist hefur verið á um skilgreiningu á frelsi innan Sameinuðu þjóðanna allan þennan tíma. Hins vegar hlýt- ur það að segja ein- hverja sögu að á sex áratugum hafi menn ekki lagt til atlögu við þennan texta, sem þrátt fyrir allt liggur til grundvallar býsna mörgu jafnt í íslensku þjóðlífi sem heiminum öllum. Þótt aðild að Sam- einuðu þjóðunum hafi verið eitt af fáum óumdeildum at- riðum í utanríkisstefnu Íslands frá því Ísland gekk í samtökin árs- gömul, hefur aðildin verið sett skör lægra en aðildin að NATO. Hafa ber í huga að starf Sam- einuðu þjóðanna var í raun í mörgum veigamiklum atriðum lamað á dögum Kalda stríðsins þótt vissulega væru þær mik- ilvægur vettvangur og stundum sá eini þar sem kjarnorkuveldin töl- uðust við. Sameinuðu þjóðirnar fengu síðan nýtt tækifæri eftir lok kalda stríðsins og mikil bjartsýni ríkti um framhaldið eftir að Írakar voru hraktir frá Kúveit undir merkjum samtakanna 1991. Hryðjverkaárásin á Bandaríkin markaði svo ný þáttaskil í sögu samtakanna og ekki síst deilurnar um Írak í kjölfarið. Í kjölfarið hafa öll spjót staðið á Sameinuðu þjóðunum. En þrátt fyrir stóryrði Bandaríkjamanna í garð samtakanna, sneru þeir sér til Sameinuðu þjóðanna um fram- kvæmd kosninganna í Írak og Bush hefur lagst gegn tillögum stuðningsmanna sinna á Banda- ríkjaþingi um að skera niður fram- lög til þeirra. Íraksmálið hefur gert heildar- endurskoðun á Sameinuðu þjóð- unum brýnni en ella og Kofi Ann- an hefur brugðist við með tillögum sínum sem kenndar eru við „Aukið frelsi“ en endanleg afstaða til þeirra verður tekin á heims- leiðtogafundinum í New York í september. Þótt stækkun öryggisráðsins skipti miklu máli er hún hvorki eina né mikilvægasta verkefni heimsleiðtogafundarins. Lykilatriði í tillögum Kofi Annans er að þró- un, öryggi og mannréttindi séu ná- tengd. Framkvæmdastjórinn bend- ir á að ef hryðjuverkaárás yrði gerð á miðstöð fjármálalífs heims- ins í New York, myndu milljónir manna til viðbótar verða fátækt að bráð í Afríku. Og útbreiðsla far- sótta sem þrífast í gróðrarstíu fá- tæktar myndi fyrr eða síðar ógna Vesturlöndum. Meira gæti ekki verið í veði: Meira en milljarður manna býr við örbirgð og 20 þúsund manns deyja sökum fátæktar á hverjum degi. Hryðjuverkamenn herja á íbúa hvers einasta heimshluta. Gereyð- ingarvopn eru sífellt alvarlegri ógn við mannkynið. Meira en fjörutíu ríki hafa búið við skelfingu styrj- aldarátaka á undanförnum fimm árum. Íslendingar hafa lýst yfir stuðn- ingi við tillögur Kofi Annans í megindráttum. Davíð Oddsson, ut- anríkisráðherra orðaði það þannig í skýrslu sinni um utanríkismál fyrir skemmstu að „niðurstöður og tillögur Kofi Annans um öryggis- málin staðfesta áherslur margra vestrænna ríkja á undanförnum árum, þar á meðal Íslands.“ Þá sagði Davíð að það væri „fáránleg tilhögun“ að ríki á borð við Súdan og Kúbu veldust til setu í mann- réttindanefndinni og bætti við: „Tillaga framkvæmdastjóra gerir ráð fyrir að stofnað verði nýtt mannréttindaráð, einungis opið þeim sem væru reiðubúnir til að uppfylla ströngustu kröfur í þess- um efnum... Þessi tillaga Kofi Ann- ans nýtur eindregins stuðnings ís- lenskra stjórnvalda og verður vonandi að veruleika.“ Ísland hefur á undanförnum ár- um látið sífellt meira til sín taka innan Sameinuðu þjóðanna, svo tekið er eftir. Framboð Íslands til öryggisráðsins er að mörgu leyti hápunktur þeirrar þróunar, en einnig má nefna stóraukin framlög til þróunarmála. Betur má þó ef duga skal enda eru framlögin að- eins 0,21% af vergri landsfram- leiðslu samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 2005. Áætlanir eru uppi um að auka þetta hlutfall í 0,35% 2009 en enn er langur vegur frá því að gerðar hafi verið sannfær- andi áætlanir um að standa við fyrirheitin frá leiðtogafundinum árið 2000 um að auka framlögin í 0,7% fyrir árið 2015. Íslendingar hafa verið seinir að átta sig á að vandi fylgir vegsemd hverri og ein ríkasta þjóð heims – sem þar að auki heldur ekki úti her- verður ekki tekin alvarlega á alþjóðavettvangi ef hún sker sig úr í hópi frændþjóða sinna sökum ná- nasarskapar í þróunarmálum. Snöfurmannlegt átak sem gert hefur verið í að auka þróun- araðstoð á undanförnum árum gef- ur hins vegar góðar vonir um að Ísland nái lestinni á ferð – rétt eins og þegar við hoppuðum um borð í Sameinuðu þjóða vagninn ári eftir brottför fyrir 60 árum. Frá stafabrengli til öryggisráðs Árni Snævarr fjallar um Sameinuðu þjóðirnar ’Lykilatriði í tillögumKofi Annans er að þró- un, öryggi og mannrétt- indi séu nátengd.‘ Árni Snævarr Höfundur er upplýsingafulltrúi á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu í Brussel. UM ALLA Evrópu hafa menn áhyggjur af því að alþjóðamálið enska ýti þjóðtungum sífellt meira til hliðar í æðri menntun og vís- indum. Enskan verður stöðugt fyr- irferðarmeiri í flestum eða öllum greinum vísinda sé litið á greina- skrif, ráðstefnur, há- skólakennslu o.s.frv. og er komin langt með að verða einráð í sum- um greinum. Á aðeins fáum árum hefur þeim námsgreinum og námsleiðum fjölgað stórlega í evrópskum háskólum þar sem að- eins er kennt á ensku. Þessi þróun hefur eflaust ýmsa kosti. En ókostirnir eru margir og afleiðingarnar eru mun víðtækari en virð- ist í fljótu bragði. Þjóðtungurnar verða ekki lengur fullgildar sem al- hliða verkfæri og innlend hugsun, reynsla og þekking gengisfellur. Nemendur fara á mis við þá forgjöf til skilningsauka að fá námsefnið út- skýrt á því máli sem þeir skilja að jafnaði best. Innlendur orðaforði sérgreinanna, íðorðaforðinn, visnar þar sem hvata skortir til nýsköp- unar. Færni háskólakennara og annarra sérfræðinga minnkar smám saman til að fjalla um sérgreinar á þjóðtungu viðkomandi lands. Sífellt breiðara bil verður milli sérfræðinga og almennings vegna þess að alþýð- leg umfjöllun á þjóðtungum um sér- greinar verður torveldari og strjálli. Þýðendum er gert sífellt erfiðara um vik að koma sérfræðilegu efni til skila til almennings þar sem fyr- irmyndum fækkar að fræðitextum með innlendum íðorðum í texta- samhengi. Almenningur þarf í sí- auknum mæli að reiða sig á ensku við fróðleiksöflun en færni í því máli er geysilega misjöfn og eflaust víðar en á Íslandi sem fólk ofmetur enskukunnáttu sína. Sérfræðingar úr ýmsum greinum hafa margsinnis greint frá því hve frjótt og gagnlegt þeim hefur reynst til skilnings á viðfangsefninu að þýða erlenda hugsun og orðafar á eigin tungu. Sjálft þýðingar- og íð- orðastarfið knýr sérfræðinginn til að brjóta hugtök til mergjar og það virkjar skapandi hugsun hans á al- veg nýjan hátt. Í júnímánuði var 100 manna nor- rænt íðorðaþing í Reykjavík. Ís- lensk málstöð skipulagði viðburðinn en Íslensk málnefnd hefur haft for- mennsku í norrænu íðorðasamtök- unum Nordterm undanfarin tvö ár. Á þinginu voru haldin 27 erindi um fræði- legar og hagnýtar hlið- ar íðorðastarfs. Meðal annars var fjallað um það hvernig íðorða- starfsemi nýtist við að henda reiður á þekk- ingu og samræma hug- takanotkun innan há- skóla, stórfyrirtækja og stofnana ESB. Í Brusselyfirlýsingu evr- ópsku íðorðasamtak- anna EAFT frá 2002, sem 54 stofnanir og samtök hafa undirritað, segir m.a. að íðorðastarfsemi gegni lykilhlut- verki við að festa í sessi og efla menningarlega og mállega fjöl- breytni. Meðal verkefna Íslenskrar mál- stöðvar er að styðja orðanefndir og aðra sérfræðinga sem sinna orða- forða sérgreina sinna. Undanfarin ár hefur það einkum verið gert með orðabanka Íslenskrar málstöðvar á Netinu, sjá www.islenskan.is. Meg- inhlutverk orðabankans er að safna saman íðorðum á íslensku og fleiri tungumálum og birta þau þannig að nýtist sem flestum. Grunnhug- myndin er sú að til þess að fólk geti fjallað um sérfræðileg efni á ís- lensku þá sé lykilatriði að innlendi íðorðaforðinn sé sem aðgengileg- astur sem flestum á einum stað þannig að hægt sé að rata á íslenskt heiti þegar á því þarf að halda – hafi það á annað borð verið búið til. Jafn- framt verði sérfræðingum ljósara hvar gloppur eru í innlenda orða- forðanum sem bæta verði úr. Farsælast er þegar frumkvæði að gerð íðorðasafna kemur frá sérfræð- ingunum sjálfum eða samtökum þeirra því að þeir þekkja sviðið best, vita gleggst hvar úrbóta er þörf og til hvaða einstakra fræðimanna er heppilegast að leita um mismunandi hugtök og heiti á viðkomandi fræða- sviði. Á hverju ári bætast ný orða- söfn við orðabanka Íslenskrar mál- stöðvar og eru um 50 orðasöfn þegar opin til uppflettingar og enn fleiri eru í vinnslu. Íslensk málstöð gerir samninga við höfunda orða- safna um endurgjaldslausan aðgang að skráningarkerfi orðabankans en mótframlag höfunda er að málstöðin má birta orðasöfnin í orðabankanum á Netinu þegar þau teljast tilbúin. Aðgangur að orðabankanum er ókeypis og aðsókn að honum vex hröðum skrefum. Nú er að ljúka endurforritun á orðabankanum sem var m.a. brýn vegna hinnar miklu aðsóknar. Átakið naut stuðnings frá tungutækniverkefni mennta- málaráðuneytis. Jafnframt voru gef- in út tvö rit til leiðbeiningar við orðastarf, Orðmyndun og Leiðbein- ingar um íðorðastarf. Með rekstri orðabankans og öðr- um stuðningi við íðorðastarf ís- lenskra sérfræðinga reynir Íslensk málstöð að skapa tæknilegar for- sendur og ytri ramma til að íslensk- ir sérfræðingar geti haldið utan um orðaforða sérgreina sinna og gert hann aðgengilegan öðrum fræði- mönnum, nemendum og almenningi. Viðtökur við orðabankanum og sí- aukin notkun hans bendir til þess að margir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að skapa, nota og halda við ís- lenskum íðorðaforða. Ekki veitir af því að þörfin á þessu hefur sjaldan verið meiri en nú í hinu svokallaða þekkingarþjóðfélagi. Vonandi verð- ur ávallt metnaður til innlends íð- orðastarfs innan allra þeirra sér- sviða sem Íslendingar fást við. Af því er ótvíræður menningarlegur og hagnýtur ávinningur. Íðorðastarf og þjóðtungur Ari Páll Kristinsson fjallar um orðabanka Íslenskrar málstöðvar ’Meginhlutverk orða-bankans er að safna saman íðorðum á ís- lensku og fleiri tungu- málum og birta þau þannig að nýtist sem flestum.‘ Ari Páll Kristinsson Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. TÍU karlar. Tvær konur. Tveir dagar í 19. júní þegar þess skyldi minnst að 90 ár eru liðin frá því ís- lenskar konur fengu kosningarétt og kjör- gengi. Á þjóðhátíðardag- inn 17. júní voru tíu karlar og tvær konur sæmdar riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Í orðunefnd sitja fimm karlmenn sem aðalmenn, ein kona er í varanefnd. Nefndarmenn eru allir komnir yfir miðjan aldur og þekkja vel þjóðarsöguna. Það verður því að líta svo á að mat orðunefndar á framlagi kvenna til félags-, mannréttinda- og menningarmála sl. níutíu ár hafi birst með skýrum hætti 17. júní. Íslenskar konur fá fast að því falleinkunn orðunefndar á níræð- isafmæli kosningarétt- arins. Orðunefnd úr takt við almenning Það er ljóst að mörgum konum er misboðið núna. Forystukonur hafa kvartað undan 16,6 % viðurkenning- unni og finnst hún vera ótrúlegt van- mat á framlagi kvenna til samfé- lagsins. Í raun er hún beinlínis niðurlægjandi þegar hugsað er til þeirra tímamóta sem við stöndum á. Konur eiga ekki að láta sér þetta lynda. Íslenskt þjóðfélag er helminga- félag karla og kvenna. Íslenskt þjóðfélag á jafn mikið undir því komið að konur og karlar leggi því til líf sitt og krafta. Íslensku þjóðfélagi ber því að virða og þakka framlag kvenna til jafns við framlag karla. Ég trúi því að þannig líti meiri- hluti þjóðarinnar í raun á málið og orðunefnd sé úr takt við íslenskan almenning sem hún er fulltrúi fyrir. 19. júní-orða Sú verkaviðurkenning sem felst í því að sæma einstakling orðu er flestum þeim sem fá all- nokkurs virði. Í henni felst hvatning til frekari dáða og í útvarpsviðtali 17. júní lýsti glaður orðuþegi henni sem notalegu klappi á bakið. Það að fá enga orðu og ekkert klapp á bakið getur líka orðið hvatn- ing til dáða ef sá ein- staklingur eða hópur sem er vanmetinn er sjálfur nægilega sann- færður um gildi sitt og verka sinna. Reiðin sem leiðir af vanmatinu er afl sem unnt er að virkja. Íslenskar konur ættu að virkja þetta afl nú á níutíu ára afmæli kosn- ingaréttar síns og stofna eigin orðu, 19. júní-orðuna. Þannig má auka tákngildi dagsins um leið og konur veita kyn- systrum sínum holla hvatningu og verð- skuldaða viðurkenningu fyrir marg- vísleg störf og afrek. Karlar sem lagt hafa mikið af mörkum í þágu kvenna og jafnréttis kæmu einnig til greina sem orðuþegar. Ég skora á þau fjölmörgu kvenna- samtök sem virk eru í landinu að taka höndum saman og stofna orðu sem minnir á þennan mikilvæga dag í baráttusögu kvenna. Árið 2005 er margfalt merkisár í sögu lands og þjóðar. 30 ár verða í haust liðin frá Kvennafríinu mikla 24. okóber 1975. 25 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti fyrst kvenna í heim- inum í lýðræðislegum kosningum 1980. Afmælisárið 2005 er kjörið ár til að stofna kvennaorðu. Sæmum konur 19. júní-orðu. Konur stofni 19. júní-orðu Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um nýlega orðuveitingu Steinunn Jóhannesdóttir ’Íslenskar kon-ur fá fast að því falleinkunn orðunefndar á níræðisafmæli kosningarétt- arins.‘ Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.