Morgunblaðið - 28.06.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 43
MENNING
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Hárgreiðslustofan
opin frá kl. 10, bað og fótsnyrting kl.
9, vinnustofan opin alla daga. Allir
velkomnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 13–
16.30. Félagsvist kl. 13.30. Púttvöllur
kl. 10–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta-
aðgerð, almenn handavinna. Út að
pútta með Jónu Þórunni kl. 13.30.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–
16,45 hárgreiðslustofan opin, kl.
11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar án leiðsagnar. Kl.
10.30 létt ganga um nágrennið. Frá
hádegi spilasalur opinn. Allar upplýs-
ingar á staðnum og í síma 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns-
málun og glerskurður, kl. 10 boccia
og pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15
ferð í Bónus, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl.
14–16.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka
daga fyrir hádegi. Hádegisverður.
Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting
517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Lista-
smiðja kl. 9–16. Handverk og tré-
skurður. Gönguhópurinn Sniglarnir kl.
10. Bónus kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15.
Skráning í hópa og námskeið fyrir
haustönn stendur yfir. Skráning hafin
í sumargrillið kl. í Lönguhlíð 30. júní.
Hárgreiðslust. 568 3139. Fótaað-
gerðarstofa 897 9801. Nánari uppl. í
síma 568 3132.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa, kl. 10 ganga,
kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa-
vinna. Kl. 13–16 postulínsmálun (júní).
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–
16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi-
veitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45. Handmennt almenn kl. 9.30,
hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun,
leikfimi kl. 10.00, félagsvist kl. 14.00.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í
dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12.
Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir
velkomnir.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón-
usta kl. 18.30.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta þriðjudag kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund
er hvern þriðjudag kl. 18 í Hjalla-
kirkju.
Krossinn | Almenn samkoma verður
í Krossinum Hlíðasmára 5–7 í kvöld
kl. 20. Gunnar Þorsteinsson talar.
Allir eru velkomnir. Kaffi og meðlæti
verður í boði eftir samkomu til
styrktar hjálparstarfi í Honduras.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
SYSTKININ Ellen Kristjánsdóttir
og KK ætla leggja land undir fót
og leika saman á röð tónleika
næstu vikuna.
Alls munu þau koma fram á sex
tónleikum á sex stöðum og hefst
þessi litla landsreisa í Borgarnes-
kirkju annað kvöld.
Bæði hafa þau notið mikillar lýð-
hylli, sem sólólistamenn eða með
öðrum. Ellen átti m.a. söluhæstu
plötuna fyrir síðustu jól, Sálma, og
KK gefur út síðar í vikunni Fleiri
ferðalög í félagi við Magnús Ei-
ríksson en hún er sjálfstætt fram-
hald metsöluplötunnar 22 ferðalög
sem kom út fyrir tveimur árum.
Þótt leiðir þeirra systkina hafi oft
legið saman áður í tónlistinni hafa
þau aldrei áður skipulagt tónleika-
röð þar sem þau koma fram saman
sem dúett, systkini. Að und-
anförnu hafa þau haldið einstaka
tónleika saman við fádæma góðar
undirtektir og því má ætla að tón-
leikaferðin um landið sé kærkom-
in.
„Við munum taka blöndu af lög-
um frá okkur báðum, nokkur af
Sálma-plötunni, lög eftir Kristján
og svo nýtt efni sem við erum að
æfa saman,“ segir Ellen.
„Svo höfum við verið að æfa
saman og útsetja gömul lög sem
hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá
okkur. Dæmi um eitt þessari laga
er „Moon River“ úr myndinni
Breakfast at Tiffany’s. Mér hefur
alltaf fundist það svo æðislegt.“
Ellen segir ánægjulegt hversu
vel þau systkini séu farin að ná
saman hvað varðar tónlistina.
„Þetta verður svo gaman, við er-
um svo mikil systkini,“ segir Ellen
og hlær svolítið feimnislega.
Ferðalagið hefst sem fyrr segir í
Borgarnesi á morgun en þar leika
þau í Borgarneskirkju á tónleikum
sem hefjast kl. 20.30.
Tónlist | Ellen og KK í tónleikaferð um landið
Samrýnd systkini
KK og Ellen Kristjánsdóttir léku fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju á dög-
unum á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við Kirkjudaga.
Eftir Skarphéðin Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Ferðalag Ellenar og KK
Miðvikudagurinn 29. júní kl. 20.30: Borgarnes — Borgarneskirkja
Fimmtudagurinn 30. júní kl. 21.00: Akureyri — Græni hatturinn
Föstudagurinn 1. júlí kl. 20.30: Siglufjörður — Siglufjarðarkirkja
Laugardagurinn 2. júlí kl. 20.30: Miðfjörður — Melstaður
Sunnudagurinn 3. júlí kl. 14.00: Hólmavík — Hólmavíkurkirkja
Mánudagurinn 4. júlí kl. 20.00: Hólar — Hólakirkja
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík er lok-
ið þetta árið og eins og oft áður
var margt forvitnilegt þar að sjá.
Myndlistarþáttur sýningarinnar
var verkefni þar sem 34 listamenn
unnu verk sín sérstaklega fyrir
hátíðina og þróuðu þau út frá við-
fangsefnum og áhrifum verka
myndlistarmannsins Dieters
Roths. Listaverkin voru sýnd víðs-
vegar um landið, meðal annars á
Skógum, Seyðisfirði, í Hveragerði
og Reykjavík.
Á morgun kemur út sýningarrit,
Material Time, Work Time, Life
Time, prýtt myndum af listaverk-
um Roths og þeirra 34 listamanna
sem tóku þátt í verkefninu. Bókin
er tæpar 200 síður og henni fylgir
sýningarskrá með viðtölum við
listamennina Jennifer Allora &
Guillermo Clazadilla, Micol Assaël,
Matthew Barney, Margréti Blön-
dal, John Bock, Libia Pérez de
Siles de Castro & Ólaf Árna
Ólafsson, Jeremy Deller & Alan
Kane, Ólaf Elíasson, Peter Fischli
& David Weiss, Hrein Friðfinns-
son, Gabríelu Friðriksdóttur,
Kristján Guðmundsson, Elínu
Hansdóttur, Thomas Hirschhorn,
Carsten Höller, Heklu Dögg Jóns-
dóttur, Brian Jungen, Ragnar
Kjartansson, Elke Krystufek,
Gabriel Kuri, John Latham, Önnu
Líndal, Jonathan Meese, Finnboga
Pétursson, Bojan Sarcevic, Wil-
helm Sasnal og Lawrence Weiner.
Sýningar- og ritstjórn var í
höndum Jessica Morgan og Björns
Roths en ljósmyndirnar í bókinni
tóku Friðrik Örn Friðriksson og
Magnús Reynir Jónsson.
Verkefnið var unnið að frum-
kvæði Eiðastóls, en meginhlutverk
hans er að endurreisa mennta-
setrið að Eiðum í samvinnu við
KB banka, Odda og 66°N en þar
að auki tóku Listasafn Íslands,
Listasafn Reykjavíkur og Listahá-
tíð í Reykjavík þátt í verkefninu.
Bókin verður til sölu í Lista-
safni Reykjavíkur og Listasafni
Íslands.
Sýningarrit Lista-
hátíðar 2005 gefið út
Material time, work time, life time, sýningarrit Listahátíðar í Reykjavík
2005, prýtt fjölda mynda frá sýningum hátíðarinnar, kemur út á morgun.
ÞESSI plata sænska tónlistarmanns-
ins BJ Nilsen, eins og hann kýs að
nefna sig, en hann er annars þekktur
sem Hazard, og Stilluppsteypu kom
út í febrúar síðastliðnum í 3300 ein-
tökum, þar sem hvert eintak var
skreytt með
handgerðu kop-
arslegnu umslagi,
og seldist upp á
skömmum tíma.
Önnur útgáfa
plötunnar kom
svo á markað 5.
apríl síðastliðinn og er einnig tak-
mörkuð svo ekki er gott að segja
hvort fáanleg eru fleiri eintök.
BJ Nilsen hefur gefið út nokkrar
skífur undir nafninu Hazard og iðu-
lega unnið með umhverfishljóð, upp-
tökur af veðurfari, eins og heyra má
til að mynda á hans helstu útgáfu,
Wind. Sagan segir að hann hafi leitað
til Stilluppsteypumanna um að gera
plötu sem helguð yrði áfengi og
drykkju, eða réttara sagt því ástandi
sem menn komast í eftir drykkju á
áfengi, augnablikinu áður en menn
hverfa yfir í óminnið, líða út af, deyja
áfengisdauða. Það má í það minnsta
lesa um þessa skífu á vefsetri Helen
Scarsdale-umboðsskrifstofunnar og
er ekki gott að segja hvort mark sé á
þessu takandi, en nafn skífunnar vís-
ar vissulega í drykkju.
Hluti óhljóðanna á Víkinga brenni-
víni er unninn upp úr upptökum úti í
náttúrunni, en megnið er þó tölvu-
gert, myrkar hljómaborgir, brak og
brestir. Uppbygging laganna er mjög
markviss, til að mynda í fyrsta lag-
inu, „En dåre kan fråga mer än tre
visa kan svara“, sem byrjar með
hægri stígandi og heldur góðu jafn-
vægi í gegnum allt – líkt og suðið í
höfði manns þegar skrönglast er
heim eftir að hafa setið að sumbli, svo
gripið sé til myndlíkingar úr hug-
myndasafni skífunnar.
„Heilir þeir sem hlýddu“ heitir
næsta lag, ekki eins gott en gott engu
að síður, bardúntónn hnígur og rís og
ógreinilegur taktur laumast á milli
rása með stöku skruðninga-
upphlaupi. Suðmotta liggur yfir öllu
en maður tekur eiginlega ekki eftir
henni fyrr en henni er svipt af fyr-
irvaralaust.
Þriðja lagið, „Viðundur“, er ekki
merkilegt en leggur línurnar fyrir
næsta lag, „Det är bäst att jag börj-
ar, annars kommer jag aldrig hem“,
sem er hryggjarstykki þessarar
plötu, hreinasta snilld. Lagið byggir
smám saman upp magnaða spennu,
hefst mjög rólyndislega eins og
vænta mátti og stígur síðan upp í
hæstu hæðir áður en lagt er af stað
niður á við að nýju. Lagið er langt,
tæpar 25 mínútur, en ekki til í því
dauður punktur – lag sem kallar á að
vera spilað á hæsta í góðum græjum.
Eitt það besta sem ég hef heyrt í
óhljóðalist býsna lengi.
Drykkjuvísur
óhljóðanna
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Víkinga brennivín, samstarfsplata Still-
uppsteypu og Benny Jonas Nilsen. Still-
uppsteypu skipa Sigtryggur Berg Sig-
marsson og Helgi Þórsson. Birgir Örn
Thoroddsen gerði frumeintak. Helen
Scarsdale-umboðsskrifstofan gefur út.
Önnur útgáfa, apríl 2005.
Stilluppsteypa og BJ Nilsen –
Víkinga brennivín
Árni Matthíasson
GLJÚFRASTEINN – hús skáldsins,
er opinn alla daga klukkan 9–17.
Safnið er staðsett í Mosfellsdal,
gegnt Laxnesi, miðja vegu á leið-
inni til Þingvalla.
Hljóðleiðsögn um húsið tekur 25
mínútur og er til á fjórum tungu-
málum: íslensku, ensku, sænsku og
þýsku. Í móttökuhúsi er margmiðl-
unarsýning helguð ævi og verkum
Halldórs Laxness og er hún að-
gengileg á gagnvirkum snertiskjá á
íslensku, ensku og sænsku. Þar er
einnig miðasala og minjagripa-
verslun þar sem bækur skáldsins
eru til sölu á ýmsum tungumálum.
Garðurinn umhverfis Gljúfra-
stein er opinn almenningi og er þar
lítil sundlaug og fallegar göngu-
leiðir í næsta nágrenni. Mögulegt
er að stoppa í garðinum og borða
nesti.
Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir
fullorðna og 250 kr. fyrir börn,
eldri borgara og öryrkja.
Nánari upplýsingar fást á heima-
síðunni www.gljufrasteinn.is.
Gljúfrasteinn opinn
Morgunblaðið/Arnaldur