Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR KJARASAMNINGUR Vélstjóra- félags Íslands við Landssamband ís- lenskra útvegsmanna var felldur af félagsmönnum Vélstjórafélagsins í atkvæðagreiðslu með afgerandi mun, en 65% félagsmanna greiddu atkvæði gegn honum. Samningurinn var undirritaður 4. maí síðastliðinn. Alls greiddu 266 félagsmenn atkvæði, sem er um 39% þátttaka, og féllu atkvæði þannig að 92 samþykktu samning- inn en 170 felldu hann. Aðspurður um ástæður þess að samningurinn var felldur segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félagsins, að í fyrsta lagi hafi samn- ingurinn ekki verið þeirra samn- ingur. „Þetta er bara okkar samningur að forminu til, því við tökum við samningi sem Sjómannasambandið og Farmannasambandið voru búin að gera við LÍÚ,“ segir Helgi. Helgi segir að vélstjórar séu enn samningsbundnir til áramóta og að sá samningur sé að töluverðu leyti frábrugðinn samningnum sem kos- ið var um núna. „Við munum ganga í að tryggja að eftir honum verði unnið,“ segir Helgi en kveðst ekki geta sagt til um hvenær sest verði aftur að samningaborði. Vélstjórar fella kjarasamning ÓLÍNA Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði, segir Félag framhaldsskólakennara fara offari í málflutningi sínum, en félagið lagði í síðustu viku fram stjórnsýslukvörtun fyrir hönd Ingi- bjargar Ingadóttur, enskukennara við skólann. Kvörtunin beinist að ákvörðun skólameistara um að láta óháðan að- ila fara yfir prófaúrlausnir Ingi- bjargar, en formaður Félags fram- haldsskólakennara hefur sakað skólameistarann um að leggja Ingi- björgu í einelti með aðgerðum sín- um. Ólína segir málið snúast um gæði skólastarfs og þá skyldu skólameist- ara að fylgja því eftir að vinnuskil og gæði í skólastarfi séu eins og til er ætlast. „Málið snýst ekki um neitt annað og ég hefði frekar viljað sjá kenn- arasambandið beita kröftum sínum í eitthvað annað en að hindra þetta. Þetta eru uppþot af litlu tilefni. Mál- ið er í réttum farvegi. Það verður ekki leyst með fúkyrðum í fjölmiðl- um,“ segir Ólína og bætir við að hér sé um viðkvæmt starfsmannamál að ræða, sem sé unnið eftir réttum málsmeðferðarreglum. Hún segir af og frá að verið sé að leggja kennarann í einelti, eins og haldið hafi verið fram. Átök milli Ólínu og Ingibjargar hafa komið upp áður og tengdust þau áminningu sem skólameistari veitti Ingibjörg fyrr á árinu. Ingibjörg höfðaði mál til ógildingar á áminn- ingunni en dómsátt náðist í málinu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í lok apríl sem fól í sér að Ingibjörg ítrek- aði fyrri afsökunarbeiðni en áminn- ingin var látin niður falla. Ólína segir hins vegar að málið sem upp hafi komið núna sé af öðrum toga og tengist prófaskilum í vor. Hún hafi séð ákveðna annmarka á vinnubrögðum kennarans og ákveðið að láta óháðan þriðja aðila fara yfir málið. Kennarinn hafi fengið tæki- færi til að koma á framfæri andmæl- um vegna þeirrar ákvörðunar og rann sá frestur út í gær. Gæti hugsanlega farið fyrir dómstóla Ingibjörg hafði ekki nýtt sér þann andmælarétt um miðjan dag í gær og vísaði hún á lögfræðing sinn þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við hana. Ragnar H. Hall, lögfræðingur Ingibjargar, sagði að ekki yrði send yfirlýsing eða svar frá þeim um mál- ið fyrr en fengist hefðu svör frá ráðu- neytinu. Hann hefði óskað eftir þeim fyrir helgi, en ekki fengið svör þar sem ráðuneytið þurfti tíma til að kynna skólameistaranum þá kvörtun sem var fram komin í málinu. Það hefði hins vegar ekki tekist þar sem skólameistarinn hefði verið fjarver- andi. Ragnar sagði málið vel geta farið fyrir dómstóla ef ráðuneytið stöðvaði ekki ferlið. Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, sagði að málið væri nú til með- ferðar í menntamálaráðuneytinu og að í stjórnsýslukvörtuninni sé farið fram á að ráðuneytið stöðvi málið. Ekki hafi fengist endanleg svör frá ráðuneytinu hvort af því verði en Að- alheiður sagðist eiga von á svörum fljótlega. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Kennari og skólameistari Menntaskólans á Ísafirði deila um prófaúrlausnir. Stjórnsýslu- kæra á skóla- meistara MÍ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is „VIÐ segjum eins og kvenrétt- indakonur á sama stað fyrir níutíu árum: „Við trúum því að við eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar.“ Við viljum líka bæta við. „Við vitum að við eig- um skyldum að gegna og störf að rækja.“ Þessi níutíu ár hafa leitt okkur í sannleikann um að þau mál- efni sem brenna á konum fá heldur lítinn hljómgrunn þar sem konur eru ekki til staðar. Þess vegna var mik- ilvægt að konum fjölgaði hér innan dyra. Þess vegna er mikilvægt að þeim fjölgi enn frekar,“ sagði Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns, en hún afhenti í gær gjöf til Alþingis til að minnast 90 ára kosningaréttar kvenna. Gjöfin er listaverk eftir keramik- listakonuna Kolbrúnu Björgólfs- dóttur, Koggu, og nefnist Kvenna- kraftur. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, veitti gjöfinni viðtöku. 44 konur á 22 árum Auður benti á að fyrst um sinn hefði kosningarétturinn takmarkast við konur fjörutíu ára og eldri. „Þetta séríslenska ákvæði var svo numið úr lögum árið 1920, fyrir til- stilli sambandslagasamningsins við Dani árið 1918. Kórónan á framhlið Alþingishússins er mörgum þyrnir í augum … Okkur ber hins vegar að líta á hana sem menningarverðmæti og í tilfelli kvenna gæti hún verið dá- lítill minnisvarði um þann ávinning sem Sambandslagasamningurinn færði íslenskum konum, þó ekki væri meira.“ Í máli Auðar kom ennfremur fram að frá því fyrsta skrefið var stigið í kosningarétti kvenna hafa fimmtíu og sex konur tekið sæti á Alþingi. Þar af sátu aðeins tólf konur frá árinu 1922 þegar Ingibjörg H. Bjarnason komst á þing, til ársins 1983 er Kvennalistinn bauð fyrst fram. Það þýðir með öðrum orðum að fjörutíu og fjórar konur hafa setið á Alþingi á síðustu tuttugu og tveim- ur árum. Jafnrétti komið á hjá Alþingi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þakkaði gjöfina og benti á í ræðu sinni, að jafnréttisstefna vinnustað- arins verði sett inn í starfs- mannastefnu Alþingis, sem nú sé í undirbúningi, „Svo enginn þurfi um að veltast hver sé vilji forsætis- nefndar og Alþingis í þessum efn- um.“ Halldór ræddi nokkuð um ný- lega umfjöllun fjölmiðla um stöðu jafnréttismála á skrifstofu Alþingis. Sagði hann þess alls ekki hafa verið getið í þeirri umfjöllun að „ekki er hægt að gera áætlun um jafnrétti ef jafnrétti er náð“. Vísaði hann til þess að af hundrað starfsmönnum Al- þingis, en þar af eru sextíu konur og fjörutíu karlar, séu fjórar konur og fjórir karlar í æðstu átta stöðum. Þegar listaverkið var afhjúpað fylgdi Auður Styrkársdóttir því í þingheiminn með þessum orðum: „Við biðjum Alþingi að geyma þenn- an stein, til áminningar fyrir alla þá fulltrúa sem hér sitja og munu sitja.“ Konur gáfu Alþingi Kvennakraft Morgunblaðið/Eyþór Halldór Blöndal og Auður Styrkársdóttir standa hér hvort sínu megin við listaverkið Kvennakraft, en Halldór veitti gjöfinni viðtöku í gær. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@hi.is TVÆR líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Í fyrra tilvikinu komu menn að bæ í Ölfusi til að gera upp skuldamál. Því lauk með því að sá sem taldi sig eiga inni ógreidd laun veittist að þeim sem hann taldi að skuldaði sér. Sá sem ráðist var á hlaut minni háttar áverka. Þá var maður sleginn í andlitið á Jónsmessuhátíð sem fór fram á Eyrarbakka. Grunur lék á að mað- urinn hefði nefbrotnað. Líkamsárásir á Selfossi Í DAG tekur Þristavinafélagið við rekstri DC3 flugvélarinnar Páls Sveinssonar sem Landgræðslan hefur notað síðustu þrjá áratugi í áburðarflug. Þá mun félagið einnig taka við öðrum þristi, TF-ISB, og fer afhending vélanna fram í dag. Við afhendinguna verður einnig skrifað undir samstarfssamning Þristavinafélagsins og Landgræðsl- unnar og samning félagsins við Ice- landair vegna ferðar Páls Sveins- sonar til Glasgow í byrjun júlí í tilefni af 60 ára afmæli millilanda- flugs, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Þristavinafélagið tekur við Páli Sveinssyni TÖKUR á Clint Eastwood-myndinni Flags of our fathers sem fyrirhugaðar eru við Arnarfell í Krýsuvík í sumar, hafa mætt mikilli andstöðu. Guðmundur Benediktson, bæjarlögmaður Hafn- arfjarðarbæjar, segir hins vegar að endaleg mynd sé komin á samninginn við kvikmyndafyr- irtækið, og býst hann við að samningurinn verði samþykktur á næsta fundi bæjarráðsfundi á fimmtudaginn. Aðspurður segir hann að leigugjald fyrir afnot landsins sé 1,5 milljón kr. „En það sem okkur þykir mikilverðast í þessu máli er að fyrirtækið skilji við landi eins og Hafnarfjarðarbær og Landgræðslan telja viðunandi og því renna tæp- ar 11 milljónir til uppgræðslu svæðisins að tök- um loknum,“ segir Guðmundur enn fremur Ómar Smári Ármannsson, náttúruunnandi og áhugamaður um sögu Reykjaness, er einn þeirra sem gagnrýna harðlega fyrirhugaðar fram- kvæmdir á svæðinu. Hann hefur m.a. gagnrýnt Fornleifavernd ríkisins fyrir að veita leyfi fyrir tökunum. Morgunblaðið hafði samband við Kristínu Huld Sigurðardóttir, forstöðumann Forn- leifaverndar ríkisins, og segir hún engar forn- minjar vera á því svæði þar sem tökurnar munu fara fram. „Við vorum beðin um að skila áliti um málið og álit okkar var að á þessu svæði væru engar fornleifar. Fornleifar eru í einhverri fjar- lægð frá tökustaðnum en það stendur til að merkja þær og auðkenna svo þær verða ekki í hættu,“ segir Kristín. Umfangsmiklar framkvæmdir á viðkvæmu svæði Ómar bendir einnig á hve umfang fram- kvæmdanna verði mikið. „Það á að vera ljóst að þetta viðkvæma svæði þolir ekki átroðning 450 manna í margar vikur, hvað þá umferð stór- virkra tækja. Það eiga að vera skriðdrekar og önnur stríðstól á staðnum, koma þarf þungum og dýrum tökuvélum, krönum og rám og þess hátt- ar búnaði langt út á heiði. Þá er fyrirhugað að framkalla margháttaðar sprengingar þar sem jarðvegi verður þyrlað upp í loftið, brenna á svæðið og grafa skotgrafir,“ segir Ómar og bætir við: „Það er full ástæða til að efast um að hægt sé að lagfæra svæðið eftir slíkar framkvæmdir.“ Margþætt verðmæti Ómar vill minna menn á hve margþætt þau verðmæti eru sem Krýsuvíkurlandið hefur að geyma. „Ekki aðeins eru umhverfið og náttúran einstök heldur er hér mikið af búsetu- og menn- ingarminjum, sem Hafnfirðingar eiga að vera stoltir af og halda áfram að vernda og hlúa að í minningu forfeðra sinna og -mæðra. Hafnfirðingar hafa verið að byggja upp ákveðna ímynd af Krýsuvík, hverasvæðunum, göngulandinu, minjasvæðinu, sögunni, ósnertu búsetulandslagi, mannræktinni í Krýsuvíkur- skóla, Húsi málarans og fleiru sem tengist svæð- inu. Það þarf mjög lítið til að raska þessari vinnu. Krýsuvík er náttúruperla sem okkur ber skylda til að standa vörð um.“ Mótmælir „innrás“ í Krýsuvík FLUGUMFERÐARSTJÓRAR og samninganefnd ríkisins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara en að sögn Hlínar Hólm, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, er helst rætt um lífeyrissjóðsmál og vaktafyrirkomulag. Nú standi til að stytta vaktir flugumferðarstjóra en þeir vinna á dag-, kvöld- og næt- urvöktum. „Við erum í sjálfu sér ekki ósátt við styttri vaktir en það þýðir að til þess að ná út okkar vinnuskyldu þurfum við að mæta oftar til vinnu,“ segir Hlín. Segir hún tekist á um hvort vinnuveitandi megi setja upp nýtt vaktafyrir- komulag að starfsmönnum for- spurðum. Að sögn Hlínar er einnig deilt um lífeyrissjóðsmál en óánægja er með breytingar sem hafa orðið á lífeyrissjóðsmálum starfsmanna ríkisins. Flugumferð- arstjórum er skylt að láta af störf- um sextugir en geta fengið undan- þágu fram til 63ja ára. Hlín segir að staða þeirra sem falla inn í þetta kerfi sé þannig að þeir geti þurft að búa við skertan lífeyri fram til 65 ára aldurs eða í allt að fimm ár. Ræða breytingar á vöktum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.