Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKIPULAGSMÁL OG VILJI FÓLKSINS Skipulagsmál eru málaflokkursem án efa mun setja mark sittá umræður í aðdraganda næstu borgarstjórnarkosninga. Í viðtali við Morgunblaðið í gær skýrði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, m.a. sjónarmið sín á þeim vettvangi. Fer vel á því að þau komi svo snemma fram enda tíma- bært að skapa sem fyrst vettvang fyr- ir umræðu um þau málefni sem brenna hvað mest á borgarbúum svo þeir eigi auðvelt með að gera sér í hugarlund hverju hin pólitísku öfl telja raunhæft að áorka í málefnum borgarinnar á næstunni. Hanna Birna lagði áherslu á að það væri sannfæring sín að „næsta stóra breytingin í íslenskum stjórnmálum [geti] falist í því að tryggja aukið val íbúa“. Þetta aukna val telur hún að eigi að „gilda á öllum sviðum þar sem því verður við komið. Í skipulagsmál- um á fólk til dæmis að hafa miklu meira val en það hefur í dag“, segir hún. Morgunblaðið tekur undir þessa skoðun Hönnu Birnu, enda er hún í fullu samræmi við hugmyndir blaðs- ins um aukið og beinna lýðræði sem þátt í samfélagsþróuninni. Niðurstöð- ur úr kosningu um skipulagsmál á Seltjarnarnesi eru til fyrirmyndar hvað þetta varðar, þar sem bæjarbú- ar fengu tækifæri til að hafa bindandi áhrif á framtíð síns eigin bæjarfélags og bæjaryfirvöld lýstu sig reiðubúin til að hlíta ákvörðun þeirra sem þeir eru umbjóðendur fyrir og sækja vald sitt til. Með tilliti til þessara hugmynda um aukið val íbúa er tímabært að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tali skýrt um framtíð Vatnsmýrarinn- ar. „Ástæðan fyrir því að við fjöllum ekki með afdráttarlausari hætti um þetta svæði í okkar hugmyndum nú er sú að við viljum bera virðingu fyrir þeim viðræðum sem eru í gangi á milli ríkis og borgar,“ segir Hanna Birna. „Við höfum alltaf sagt að borg- aryfirvöld og samgönguyfirvöld verði að setjast niður og koma sér saman um hvernig á að halda á þessu máli. Nú eru þær viðræður í gangi og við teljum rétt og eðlilegt að menn fái tækifæri til að klára það ferli, enda ómögulegt að ná lendingu í þessu mikilvæga máli án þess að ákveða hvernig á að nýta núverandi flugvall- arsvæði.“ Reykvíkingar hafa þegar tekið ákvörðun um hvernig þeir vilja nýta flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni. Það var gert með atkvæðagreiðslu – á borð við þá sem Seltirningar samein- uðust um – og niðurstaðan var sú að meirihluti borgarbúa vill flugvöllinn á brott. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eiga nú að taka af skarið og viður- kenna niðurstöðu þeirrar atkvæða- greiðslu og byggja stefnumörkun sína í skipulagsmálum á því, að um þetta tiltekna mál hefur verið kosið í almennri kosningu borgarbúa. Niður- stöðu þeirrar kosningar ber að virða. Það er ekki bara hægt að taka mark á sumum úrslitum en ekki öðrum. R-listinn hefur heldur ekki tekið þessa ákvörðun borgarbúa nægilega alvarlega og leitað leiða til að koma Vatnsmýrinni í byggð sem fyrst. Í rannsókn á húsnæðis- og búsetuósk- um Reykvíkinga sem dr. Bjarni Reynarsson stýrði og Morgunblaðið fjallaði ítarlega um í ársbyrjun 2004 kom fram að komið væri að því að huga að uppbyggingu Vatnsmýrar- innar og annarra svæða í miðborg- inni. Þar kom fram að þessi „svæði reyndust njóta mestra vinsælda af öllum nýbyggingarsvæðum innan borgarmarkanna í könnuninni (60%)“, eins og Bjarni orðaði það í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar þess að rannsóknin var kynnt. Það er mik- ilvægt að hunsa ekki vilja þessa fólks. Þær hugmyndir sem Hanna Birna setur fram lýsa eindregnum vilja hennar og minnihluta sjálfstæðis- manna til að vinna með borgarbúum og sækja vald sitt til þeirra með þess- um hætti. Þess vegna er þess að vænta að á næstu mánuðum verði með virkum hætti reynt að skapa heilbrigðan umræðuvettvang; finna leiðir til þess – ekki bara að tala um „aukna samvinnu við íbúa“ – heldur einnig „útfæra það af alvöru“, eins og Hanna Birna orðar það. ÍBÚARNIR MÓTA UMHVERFI SITT Seltirningar gengu til kosninga álaugardag. Tilgangurinn var ekki að velja nýja bæjarstjórn. Kosið var um skipulagsmál. Til umræðu var skipulag Hrólfsskálamels og Suður- strandar. Ofan á varð tillaga um að íþróttavöllur verði áfram á Suður- strönd og eingöngu byggt á Hrólfs- skálamel, en tillaga um að leggja gervigrasvöll á Hrólfsskálamel og byggja nokkuð þar og einnig á Suður- strönd, þar sem nú er íþróttavöllur, varð undir. Stjórnvöld á Nesinu höfðu stutt seinni kostinn. Viðbrögð Jónmundar Guðmarsson- ar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, sýna kannski best kosti þess að halda íbúa- kosningu um skipulagsmál. Hann kvaðst eiga von á því að hugmyndirn- ar yrðu settar í formlegt ferli strax í þessari viku og hann ætti ekki von á öðru en að það myndi ganga snurðu- laust fyrir sig: „Við gætum jafnvel náð að hefja einhverjar framkvæmd- ir, í það minnsta við knattspyrnuvöll- inn, með haustinu,“ segir hann. 52% þátttaka var í kosningunni og var um 10% munur á fylgi tillagnanna. Þessi leið sýnir að íbúakosning getur í raun einfaldað afgreiðslu skipulags- mála. Ef raunhæfir kostir eru bornir undir kjósendur er ekki annað hægt en að una niðurstöðunni. Gildir þá einu hvort hinn kjörni meirihluti nær sínu fram eða ekki. Meirihlutinn hef- ur verið kjörinn til að starfa í umboði kjósenda sinna. Í þessu tilfelli hefur meirihlutinn hins vegar umboð til að framkvæma þá hugmynd sem kjós- endur studdu í íbúakosningunni. Hin vel heppnaða kosning á Seltjarnar- nesi sýnir kosti þess að taka upp beint lýðræði og færa valdið og ákvarðanir í auknum mæli til borgaranna og er vísbending til stjórnvalda víðar um landið um það sem koma skal. „ÉG MYNDI alveg hiklaust hlaupa þetta aftur,“ segir Gunnlaugur Júlíusson, 52 ára hagfræðingur, sem tók um nýliðna helgi þátt í Western States 100 mílna fjallahlaupinu í Bandaríkjunum. „Þetta er þvílík upplifun og í raun varla hægt að lýsa því. Þeir halda vel um hlaupið og stemn- ingin er góð. Þetta er ekkert sem maður klárar og snýr sér síðan að næsta hlaupi. Landslagið er svo tilkomumikið, félagsskapurinn er skemmtilegur, allir eru þarna komnir til að ná sama takmarkinu og hjálpa hver öðrum. Aðaláskorunin felst í því að klára þetta.“ Hlaupnir eru 160 kílómetrar milli tveggja bæja, Squaw Valley og Auburn sem eru norðarlega í Kaliforníu. Leiðin liggur eftir gamalli gullgraf- araleið en á þessum slóðum greip gullæðið um sig svo um munaði á árum áður. Hlaupið er eitt frægasta fjallahlaup í heimi og í ár var það haldið í 32. sinn og tóku 400 manns þátt. „Vegalengdin er eitt en fjöllin eru annað,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er gríðarlega mikið klifur og einnig hlaupið mikið niður í móti þannig að átökin eru allt önnur en í venjulegu maraþoni. Þessu er ekki saman að jafna.“ Fá 30 klukkustundir til að klára Lagt er af stað kl. 5 að laugardagsmorgni frá Squaw Valley og verða þátttakendur að vera komnir til Auburn í síðasta lagi kl. 11 á sunnu- dagsmorgni, 160 kílómetrum og 30 klukkutímum síðar. Á leiðinni verða þátttakendur að ná á ákveðna staði fyrir ákveðinn tíma annars detta þeir út. Um 20% keppenda í ár hættu keppni á leiðinni. Vel er fylgst með því að keppendur drekki nóg og næri sig á leiðinni. Keppendur eru vigtaðir reglulega í þessum tilgangi. Ef þeir detta niður í vigt eru þeir stoppaðir og fylgst með því að þeir nærist. Með vissu millibili geta keppendur nálgas vökva og fæðu og er gríðarlega mikilvægt að þei nýti sér það að sögn Gunnlaugs. „Það gengur ekk upp öðruvísi. Þetta er keppni sem tekur á annan sólarhring og maður verður að drekka og borða nær stanslaust til að halda orkunni.“ Engin hvíld Keppendur fá enga hvíld því hlaupið er einnig um nóttina í svartamyrkri með vasaljós að vopni. „Það er sagt að maður eigi að forðast stóla í svon keppni,“ segir Gunnlaugur spurður um hvort keppendur hvíli sig ekkert á leiðinni. „Ef maður sest niður er mjög erfitt að standa upp aftur.“ Yfir daginn var um 30 stiga hiti og segir Gunn- laugur hitann það sem hann gat síst búið sig undi enda rétt komið stuttbuxnaveður á Íslandi þegar hlaupið fór fram um helgina. En annars segir hann undirbúninginn hafa falist í því að hlaupa á íslensk fjöll og var Esjan mikið notuð í þeim til- gangi. Þessi undirbúningur er mjög mikilvægur þar sem stóran hluta leiðarinnar þarf að hlaupa niður í móti, jafnvel fleiri kílómetra klukkutímum saman eftir bröttum gljúfrum. „Landslagið er sv yfirþyrmandi að það er erfitt að gera sér grein fyrir þessu fyrr en maður sér það,“ segir Gunn- laugur. En undirbúningurinn felst ekki síst í því að kynna sér leiðina, ræða við fólk sem hefur tek ið þátt og lesa reynslusögur annarra. Hann segir að margt þurfi að varast til að ná a komast á leiðarenda. Mjög mikilvægt sé að næras og drekka vel alla leiðina og einnig að passa upp að keyra sig ekki út, því endaspretturinn, ef svo má segja, er erfiður. Klifra þarf upp háa kletta ti að komast að vellinum þar sem marklínan er. Myndi hiklaust hlaupa leiðina aftur Í 26 tíma, 14 mínútur og 14 sekúndur hljóp Gunnlaugur Júlíusson 160 kílómetra eftir gamalli gullgrafaraleið í Kaliforníu. Sunna Ósk Logadóttir hleraði hjá honum hvernig hann hljóp með vasa- ljós að vopni í hrikalegu landslaginu í niðamyrkri. SIGURÐUR Örn Stefánsson og Kristján Friðrik Alexandersson hlutu í gær 750.000 króna styrk hvor úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi, en þeir brautskráðust með ágætis- einkunnir frá Háskóla Íslands á laugardaginn. Verðlaunin eru meðal þeirra veglegustu sem veitt eru nemendum við háskóla á Íslandi, en Sigurður og Kristján voru bekkjarfélagar í Mennta- skólanum á Akureyri og útskrifuðust þaðan vorið 2002. Sjóðurinn var stofnaður árið 2000 og til- gangur hans er að verðlauna efnilega útskrift- arnema í eðlis- og efnafræði við Háskóla Íslands. Guðmundur dvelst nú á Höfða sem er dvalarheim- ili aldraðra á Akranesi. Hann átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðar- maður og fiskmatsmaður á Akranesi auk þess að stunda útgerð í félagi við bróður sinn. Guðmundur hefur einnig stofnað sjóði til stuðnings við efnilega nemendur úr Brekkubæjarskóla, Grundarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Stöðug vinna yfir veturinn Sigurður lauk BS-gráðu í eðlisfræði með ein- kunnina 9,41 og segir hann að margar vökunætur séu að baki árangrinum. „Maður þarf að halda sér vel við efnið og ekki gefast upp þótt klukkan sé orðin margt. Ég hef unnið við fagið á sumrin en þetta er stöðug vinna yfir veturinn“. Í sumar starf- ar Sigurður hjá Íslenskum orkurannsóknum við mælingar og úrvinnslu og hefur meðal annars skoðað möguleika á göngum til Vestmannaeyja. Sigurður og Kristján voru báðir í Ólympíu- landsliði Íslands í eðlisfræði árin 2001 og 2002 og segir Sigurður að starfið í kringum það hafi verið mjög hvetjandi. „Okkur gekk báðum vel í seinna skiptið og það skipti öllu máli að fá þá hvatningu á þeim tíma.“ Sigurður segir að verðlaunin séu vissulega vegleg, en þau skipti ekki sköpum fyrir sig fjárhagslega. „Það er aðallega gaman að fá þessa viðurkenningu“. Hann mun í haust hefja meistaranám í fræðilegri eðlisfræði við raunvís- indadeild Háskóla Íslands, en tekur fyrsta árið sem skiptinemi við Kaupmannahafnarháskóla. Að spurður um hvort áhugi eða metnaður ráði ferðin segir hann það bland beggja. Hann gerir þó fleira en að læra og söng með Háskólakórnum meðfram náminu og tók þátt í öllu hans starfi. „Það gerði mér mjög gott. Það er mikilvægt að geta litið upp úr bókunum.“ Beint í doktorsnám Kristján hlaut einkunnina 9,31 fyrir árangur sinn í efnafræði. Hann hefur doktorsnám í fræði- legri eðlisefnafræði við Oxfordháskóla í Englandi haust og segir hann að verðlaunin geri það mun Tveir afburðanemendur við Háskóla Íslands verðlaun Mikilvægast að haf því sem maður er a Verðlaunahafarnir ásamt stjórn verðlaunasjóðs G og fiskmatsmanns frá Akranesi. Frá vinstri eru G Örn Stefánsson og Kristján Friðrik Alexandersso Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.