Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 36

Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pála ElínborgMichelsen fæddist á Sauðárkróki 24. ágúst 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 18. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jörgen Frank Michelsen, f. 25. janúar 1882, d. 16. júlí 1954, og Guð- rún Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1886, d. 31. maí 1967. Systkini Pálu eru: Karen Edit, f. 2. ágúst 1910, d. 20. febrúar 1965, Hulda Ester, f. 2. nóvember 1912, d. 29. ágúst 1985, Frank Berholt, f. 31. desember 1913, Kristín Rós, f. 5. mars 1915, d. 25. desember 1917, Georg Bernhard, f. 20. maí 1916, d. 3. nóvember 2001, Paul Valdi- mar, f. 17. júlí 1917, d. 27. maí 1995, Aðalsteinn Gottfreð, f. 28. október 1918, d. 9. desember 1994, Ottó Alfreð, f. 10. júní 1920, d. 11. júní 2000, Elsa María, f. 12. maí 1922, d. 6. febrúar 1976, Krist- inn Pálmi, f. 5. mars 1926, Aage Valtýr, f. 10. október 1928, og Anna Lísa, f. 5. jan- úar 1943, uppeldis- systir. Pála bjó lengst af í foreldrahúsum ásamt systur og syst- urdóttur. Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hvera- gerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjóna- stofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs. Útför Pálu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Undangengnir dagar hafa verið einkennilegir og ótrúverðugir þegar ættingi sem verið hefur nálægt mér undanfarin 62 ár er fallinn frá. Pála hefur alltaf verið til staðar, horfin, engin situr lengur í bláa stóln- um í hennar síðustu vistarveru á Hrafnistu. Þetta er mjög sárt og smá eigingirni af minni hálfu. Pála var fyr- ir nokkru tilbúin að fara héðan, heyrn- in lítil og sjónin að fara enda búin að skila miklu dagsverki. Pála var afkastamikil og samvisku- söm kona til allra þeirra starfa er henni var trúað fyrir á sinni löngu ævi. Á prjónastofu vann hún í 19 ár og þeg- ar það fyrirtæki hætti réð hún sig til starfa hjá Nóa Síríus. Árin þar urðu mörg og ánægjuleg og sjötíu og tveggja ára lét hún af störfum end- anlega. Á sumrum ferðaðist hún töluvert um löndin ófá er Pála heimsótti með góðum vinum sínum, en lífið var ekki alltaf dans á rósum. Allflestir ganga í gegnum hremmingar á lífsleiðinni og fékk Pála sinn skammt. Sumir brotna og gefast upp en aðrir vaxa og herðast. Pála hafði mikinn og sterkan vilja og lét aldrei bugast heldur tók öllu af miklu jafnaðargeði og styrk. Hún bar ekki sitt andstreymi á torg fyrir aðra heldur lét gleðina ráða för. Pála var einstaklega lagin í höndum og kraftmikil. Þegar börn mín og barnabörn litu dagsins ljós komu hún alltaf færandi hendi og var hugur hennar alla tíð með þeim. Ófáa muni hefur hún búið til og má þar nefna dúkkur, bangsa, trefla, sokka og margt fleira. Allir í fjölskyldunni eiga prjónaðar herðatréshlífar sem nú eru geymdar vandlega. Pálu auðnaðist ekki sú hamingja að fæða af sér barn og bjó lengst af í for- eldrahúsum meðan þeirra naut við. Hún átti sjálf fallegt heimili til marga ára í Hátúni 10 en síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún lést eftir stutta legu 18. júní sl. Hjartans þakkir fyrir allt, þú varst svo stór í öllu gagnvart okkur að ég get aðeins sagt: Þetta varstu: móður- systir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Vertu sæl hjá guði. Þín Anna Lísa. Sárt verður þín saknað. Þú ólst okkur systkinin upp, þú gafst af þér, þú veittir okkur ást, hlýju og alúð. Við litum ætíð á þig sem ömmu, börn okk- ar á þig sem langömmu og þannig mun það verða. Pála Michelsen var manneskja sem bjó yfir hjartahlýju, gleði og ást. Hún gaf alltaf af sér og við systkinin nutum þess. Minningarnar eru margar góð- ar. Allar heimsóknirnar í sælgætis- gerðina þar sem litlir munnar fengu súkkulaði og brjóstsykur. Heimsókn- irnar til Pálu þar sem ætíð biðu litlar gosflöskur í ísskápnum, sælgæti, dönsk teiknimyndablöð og fjársjóður í skartgripaskríninu. Ekki má gleyma ferðalögunum, öllum afmælunum, páskunum, jólunum og útskriftunum. En mestu máli skiptu samverustund- irnar og samskiptin. Pála var alltaf til staðar. Hún fylgdist með okkur vaxa og þroskast og á sinn hljóðláta hátt tók hún þátt í uppeldinu og mótaði okkur systkinin. Það er því með miklum og sárum söknuði sem við kveðjum Pálu. En innst inni vitum við að síðastliðin ár hafði líkaminn gefið sig og hún lokast æ meir inni í myrkri einveru. Við trú- um því af einlægni að hennar bíði bjartari og ánægjulegri tilvera á öðr- um stað. Hjalti Einar Sigurbjörnsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Hildur Karen Sigurbjörnsdóttir, Hugrún Pála Sigurbjörnsdóttir og fjölskyldur. Hún Pála amma er látin. Paula E. Michelsen var alltaf kölluð Pála en börn mín kölluðu hana aldrei annað en Pálu ömmu. Enda var hún í raun ekk- ert annað en amma af guðs náð. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Börn okkar töluðu oft um hvað þau væru rík því þau ættu þrjár ömmur, geri aðrir betur. Pála hefur fylgt fjöl- skyldu minni allt mitt líf. Móðir mín og Pála hafa alla tíð verið nánar eink- um eftir að amma mín dó sama ár og ég fæddist eða 1965. Við systkinin kynntumst því henni ekki en Pála kom í hennar stað. Við höfum alla tíð litið á Pálu sem okkar ömmu. Samveru- stundirnar voru miklar og sérlega ánægjulegar. Ég er sannfærður um að við systkinin munum vel eftir því þegar Pála kom til okkar á sumrin vestur í Djúp með brotna Maltakex- bita, páskaeggjabrot og fleira góðgæti sem hún hafði að natni safnað um vet- urinn á sínum vinnustað og átti að henda. Ég man enn eftir hljóðinu í brúnu bréfpokunum sem hún kom með. Hjá okkur systkinum voru ekki nammidagar heldur nammisumur. Það leið ekki sumar án þess að Pála dveldi hjá okkur. Hún hafði mikla þol- inmæði gagnvart okkur systkinunum, uppátækjum okkar og ærslum, því oft var líf og fjör enda margir krakkar þá fyrir vestan. Ef við áttum eitthvert er- indi í bæinn þá var oft gist hjá Pálu. Eftir að fjölskyldan flutti suður þá vorum við reglulegir gestir hjá henni. Einkar gaman var að komast í ísskáp- inn hennar því þar var alltaf góðgæti sem freistaði. Oft dvaldi ég hjá henni með námsbækurnar, því hjá Pálu var ró og friður. Var hún sérlega lagin við að hafa í matinn góðgæti sem mér féll vel, s.s. skyr með rjóma, lambakjöt o.fl. og dekra við mig að öllu leyti. Börnum mínum var hún sérstak- lega góð og fylgdist vel með þeirra lífshlaupi. Alla afmælisdaga mundi Pála og alltaf kom sending frá henni. Oft óskaði maður þess að sjón hennar hefði ekki hrakað svo hún gæti litið börnin augum, en henni þótti afar vænt um þau og þeim um hana. En sjón hennar hrakaði mjög síðustu ár- in. Hafði það mikil áhrif á líf Pálu en hún lét ekki bugast. Öllu tók hún með jafnaðargeði, staðráðin í að láta hvorki það né annað hafa áhrif á sitt líf. Í lífi hvers einstaklings eru ýmsir samferðamenn sem með einhverjum hætti verða fyrirmynd að atferli, hegðun og eftirbreytni þeirra sjálfra. Í mínu tilviki var Pála sannarlega einn þeirra. Það er því með söknuði og miklu þakklæti fyrir samfylgdina sem ég og fjölskylda mín kveðjum Pálu ömmu. Hvíl í friði. Sigurbjörn Sigurbjörnsson. PÁLA ELÍNBORG MICHELSEN Okkur langar með örfáum orðum að minn- ast Möggu vinkonu okkar og félaga. Leiðirnar lágu sam- an í gegnum karlakór- söng, þar sem við allar áttum það sameiginlegt að eigin- menn okkar syngja í Karlakórnum Fóstbræður. Hjálpsemi Möggu var alþekkt. Starf hennar í félagsskap okkar ein- kenndist af mikilli atorku, fórnfýsi, samkennd og hlýju, en oft var glatt á hjalla á okkar fundum. Við fengum vel að njóta listfengi hennar sem glerlistakonu og þá sér- MARGRÉT ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR ✝ Margrét ÞórdísEgilsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1. október 1955. Hún lést á heimili sínu 19. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 27. júní. staklega í sambandi við vorhátíðir kórsins. Þær eru ófáar jeppa- ferðirnar sem hópurinn hefur farið saman en þar fundum við best hversu samheldni þeirra hjóna, Möggu og Óskars, var einstök. Þar nutum við einnig hversu vant ferðafólk þau voru og fróð um land og þjóð. Minningin lifir um góða, trausta og heil- steypta vinkonu sem var algerlega laus við tilgerð og kom til dyranna eins og hún var klædd. Mestur er missir fjölskyldunnar en stórt skarð er höggvið í okkar raðir. Kæra fjölskylda, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kveðja. Fóstbræðrakonur. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar FRÉTTIR Bikarkeppnin Bikarkeppnin er að komast í gang. Í fyrstu umferðinni voru að- eins tveir leikir. Sveit Málningar vann sveit Bjarnaborgar með 145 gegn 68 og sveit yngri spilara gaf leik sinn gegn Vinabæ. Í annarri umferð er nokkrum leikjum lokið. Sveit Skeljungs sigr- aði Steina og stelpurnar með 138 stigum gegn 73. Sveitin Dimma vann Ingólf Kristjánsson og félaga hans með 138-78. Í Keflavík var hörkuleikur þar sem Suðurnesja- sveitin tapaði fyrir Gylfa Baldurs- syni. Leikurinn endaði 113-101. Ferðaskrifstofa Vesturlands spil- aði sig í þriðju umferðina með því að vinna Vírnet 124-86. Þátttakendur eru hvattir til að senda inn úrslit svo fljótt sem auðið er en síðasti spiladagur er 17. júlí. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 21. júní var spilað á 12 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófss. 267 Kristófer Magnúss. - Albert Þorsteinss. 241 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmss. 239 Björn Björnsson - Nanna Eiríksdóttir 235 A/V Anton Jónsson - Einar Sveinsson 261 Skarphéðinn Lýðss. - Jón Ó. Bjarnas. 254 Ólafur Ingvarss. - Þorsteinn Sveinss. 241 Guðrún Gestsd. - Bragi V. Björnsson 225 Föstudaginn 24. júní var spilað á 7 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Kristján Ólafsson - Jón Sævaldsson 195 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 181 Sigurður Herlufsen - Harrý Herlufsen 163 Björn Björnsson Nanna Eiríksdóttir 163 A/V Heiðar Þórðarson - Sigríður Gunnarsd. 196 Jón R. Guðmundss. - Kristín Jóhannsd. 172 Jón Ól. Bjarnas. - Skarphéðinn Lýðss. 171 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Á AÐALFUNDI Hunda- ræktarfélags Íslands, sem fram fór fyrir skömmu, afhenti Elínborg G. Vil- hjálmsdóttir hjá ESE – Útgáfu & fréttaþjónustu sf. 50 þúsund króna fram- lag frá útgáfunni til Minningarsjóðs Emilíu Sigursteinsdóttur. Framlag þetta er í sam- ræmi við loforð útgef- enda Hundahandbók- arinnar um að 100 krónur af andvirði hverrar seldrar bókar renni til Millusjóðsins eins og hann er kallaður. Bergþóra Þorsteinsdóttir veitti framlaginu, ávísun og gjafabréfi, viðtöku. 50 þúsund króna framlag í Millusjóðinn HEKLA frumsýnir í þessari viku tvo bíla frá Volkswagen, nýjan bíl, Volkswagen Fox, og nýja gerð af Volkswagen Polo. Volkswagen Fox er nettur en rúmgóður bíll, tveggja dyra, og býr yfir miklu rými. Nýverið fékk bíllinn viðurkenningu sem besti bíllinn í sínum verðflokki með tilliti til verndar farþega í tveimur árekstrar- prófum sem tímaritið Auto Bild og þýsku bíleigendasamtökin ADAC stóðu fyrir. Fox er fáanlegur með bæði bensín- og dísilvél. ABS hemla- búnaður er staðalbúnaður í Fox sem kostar frá 1.150.000 krónum. Volkswagen Polo kom fyrst á markað fyrir þrjátíu árum. Verðið er nánast óbreytt og kostar Polo frá 1.395.000 kr. Polo, sem búinn er mikl- um öryggis- og þægindabúnaði, fæst með bensín- og dísilvélum og bæði bein- og sjálfskiptur. Hekla frumsýnir tvo nýja Volkswagen-bíla AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi krefst þess að stjórnvöld rétti hlut svæðisins. Þá skorar fundurinn á samfylkingarfélaga um allt land að beita sér fyrir því að Samfylkingin bjóði fram í sem flestum sveitarfélögum undir eigin nafni. Í tilkynningu kemur fram að fundurinn lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim sívaxandi vanda sem steðjar að atvinnulífinu vegna ruðningsáhrifa stóriðjustefnunnar. Fram kemur að hágengisvand- inn bætist nú ofan á þá eyðibyggð- arstefnu sem stjórnvöld reki og komi verst niður á smærri sjáv- arbyggðum og ferðaþjónustu. Fundurinn minnir á að margar byggðir á norðvesturhluta landsins standi veikt bæði til sjávar og sveita og skorar fundurinn á stjórnvöld að standa við yfirlýs- ingar m.a. forsætisráðherra um stuðning við þennan hluta lands- ins. Krefst fundurinn þess að stjórn- völd rétti hlut þessa svæðis með því að beita sér fyrir:  Að byggðastefna nái til alls Norðvesturkjördæmis, ekki aðeins eins vaxtarkjarna á Vestfjörðum.  Bættum samgöngum milli byggðakjarna og við höfuðborgar- svæði.  Auknum stuðningi við háskóla- nám í Norðvesturkjördæmi.  Fjölgun starfa í þjónustu- og iðngreinum með nýsköpun þar sem ekki er að vænta fjölgunar starfa í landbúnaði eða fiskiðnaði.  Að möguleikar til fjarskipta um netið verði að fullu jafnaðir þannig að landsmenn sitji allir við sama borð í fjarskiptamálum.  Að beita sér fyrir að virkjanleg orka sé nýtt í heimahéraði, til auk- innar hagsældar fyrir íbúa kjör- dæmisins.  Að gera íbúum sjávarbyggða kleift að njóta nálægðar við þær auðlindir sem urðu til þess að byggðin þróaðist. Stjórnvöld rétti hlut Norðvesturkjördæmis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.