Morgunblaðið - 28.06.2005, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 2,2
milljörðum króna í Kauphöll Íslands í
gær og hækkaði Úrvalsvísitalan um
0,3% í 4.126 stig. Mest hækkuðu
hlutabréf í Burðarási í verði, um
1,3% og fóru í 15,30 krónur en verð
hlutabréfa í Flögu lækkaði mest, um
2,3% í 3,90 krónur.
Burðarás hækkar
og Flaga lækkar
● PÓST- og fjarskiptastofnun hefur
gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins
og 365 ljósvakamiðla ehf. í UHF-tíðnir
fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu en
tíu rásir voru boðnar út til útsendinga.
Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu
fram tilboð. Ríkisútvarpið fær út-
hlutað þremur rásum og verður ein
rásanna alfarið notuð til að dreifa
háskerpusjónvarpi. 365 ljós-
vakamiðlar ehf. fá úthlutað tveimur
rásum. Bjóðendum var gert skylt,
samkvæmt útboðslýsingu, að tryggja
að uppbygging á dreifikerfi til 98%
landsmanna yrði lokið innan tveggja
ára. Tilboð beggja fyrirtækja þóttu
uppfylla skilyrði um útbreiðslu send-
inga og þjónustu við notendur og var
því gengið að þeim báðum.
Úthlutað fimm
rásum fyrir
stafrænt sjónvarp
● ÁHUGI fjárfesta í Noregi hefur
vaknað á félögum í norsku fiskeldi
að undanförnu. Ástæðan er hag-
stæðara rekstrarumhverfi félaga í
greininni, að því er segir í Morg-
unkorni Íslandsbanka.
John Fredriksen, ríkasti maður
Noregs, keypti tæplega helmings
eignarhlut í Pan Fish fyrir um átta
milljarða íslenskra króna fyrr í þess-
um mánuði og þóttu það mikil tíð-
indi. Nýverið festi hann einnig kaup
á fjórðungshlut í Fjord Seafood og
annar fjárfestir, Jens Ulltveit-Moe,
keypti 11% hlut í félaginu, segir í
frétt Íslandsbanka.
„Fiskeldisfélög í Norsku Kauphöll-
inni hafa átt erfitt uppdráttar und-
anfarin ár. Afkoman hefur verið léleg
sökum lágs afurðaverðs á mörk-
uðum. Gengi félaganna hefur þannig
lækkað talsvert á síðastliðnum ár-
um. Á þessu ári hefur verð á laxa-
afurðum hins vegar hækkað um
25% auk þess sem ESB samdi ný-
lega við Norðmenn um lágmarksverð
á afurðum sem fluttar eru inn til
landa sambandsins. Þetta hefur
vakið áhuga fjárfesta á félögunum.“
Fjárfesta í norsku
fiskeldi
● BOOKER-verslunarkeðjan er í fjórða
sæti á lista breska blaðsins The
Sunday Times yfir hundrað stærstu
einkafyrirtæki á Bretlandseyjum sé
miðað við sölutölur þeirra, líkt og gert
er á lista Forbes and Fortune í Banda-
ríkjunum. Velta Booker í fyrra nam
tæplega 3.400 milljónum punda eða
liðlega 400 milljörðum íslenskra
króna en Booker-keðjan er ný á listan-
um yfir stærstu fyrirtækin eftir að
Baugur keypti Big Food Group, af-
skráði það úr Kauphöllinni, og skipti
félaginu í tvö félög, Booker og Ice-
land. Debenhams-verslunarkeðjan er
í níunda sæti á listanum með 1,9
milljónir punda í veltu en Iceland lend-
ir í 21. sæti á listanum með veltu upp
á 1.472 milljónir punda, jafngildi um
175 milljarða íslenskra króna.
Veðmálafyrirtækið Coaral Eurobet
er efst á listanum með 5.400 millj-
arða punda veltu.
Booker fjórða stærsta
fyrirtækið í Bretlandi
GREININGARDEILDIR bankanna
spá 0,3 til 0,5% hækkun á vísitölu
neysluverðs í júlí. Það þýðir að verð-
bólga á 12 mánaða grundvelli verður
3,6 til 3,8%. Verðbólgan í júní er 2,8%.
Gangi spárnar eftir mun verðbólga
nálgast efri þolmörk verðbólgumark-
miðs Seðlabankans, sem er 4%.
Íslandsbanka spáir mestri hækkun
vísitölu neysluverðs í júlí, eða 0,5%.
Gangi sú spá eftir mun 12 mánaða
verðbólgan hækka um eitt prósentu-
stig á einum mánuði og fara í 3,8%.
Henný Hinz, verkefnisstjóri verðlags-
eftirlits Alþýðusambands Íslands, seg-
ist geta tekið undir þessa spá Íslands-
banka.
Helstu forsendur þessarar spár Ís-
landsbanka eru hækkun matvæla-
verðs, hækkun íbúðaverðs og hækkun
eldsneytisverðs í júní. Útsölur á fatnaði
og skóm muni lækka vísitöluna en þær
nái þó ekki að koma í veg fyrir miklar
hækkanir á öðrum liðum. Um mánaða-
mótin mun svo dísilolía hækka veru-
lega með upptöku olíugjalds og mun
það hafa áhrif til nokkurrar hækkunar,
að mati bankans.
Landsbanki Íslands spáir 0,4%
hækkun vísitölunnar. Forsendur þeirr-
ar hækkunar eru fyrst og fremst
hækkun á eldsneytisverði og hækkun á
fasteignaverði en samkvæmt tölum frá
Fasteignamati ríkisins hækkaði fast-
eignaverð í maí um 3,8%. Bankinn
reiknar þó ekki með svo mikilli hækk-
un í júlí.
KB banki reiknar með 0,3% hækkun
á vísitölu neysluverðs í júlí en það þýðir
að 12 mánaða verðbólga fer úr 2,8% í
3,6%. Bankinn segir að svo virðist sem
tímabundin hjöðnun verðbólgunnar í
kjölfar breytinga á útreikningi vísitölu
neysluverðs og verðstríðs á matvöru-
markaði sé á enda runnin og verðbólg-
an sé aftur að síga að efri þolmörkum
verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.
Ástæða mikillar hækkunar 12 mánaða
verðbólgu á milli mánaða er sögð liggja
í óvenju lágri verðbólgumælingu í júlí í
fyrra og nokkuð miklum hækkunum á
matvælaverði og húsnæðisverði nú.
Áhrif verðhækkana á olíu á verðlag í
landinu segir KB banki verða minni en
ætla mætti. Hagstofa Íslands mun
birta vísitölumælingu í júlí hinn 12. júlí.
Bankarnir spá 3,6 til
3,8% verðbólgu í júlí
Morgunblaðið/Árni Torfason
Matvara hækkar Áhrif verðstríðsins halda áfram að ganga til baka.
!"#$ %
ÍSLANDSBANKI mun opna sölu-
skrifstofu í Kaupmannahöfn næsta
haust. Er það liður í áformum bank-
ans um að leggja meiri áherslu á
skuldsetta fjármögnun á Norður-
löndunum og á óhefðbundna fjár-
mögnun.
Íslandsbanki hefur undanfarin ár
verið virkur markaðsaðili í láns-
fjármögnun skuldsettra kaupa á
fyrirtækjum í Norður-Evrópu. Til
viðbótar að sjá um og taka þátt í
hefðbundnum lánveitingum og
millilagsfjármögnun í tengslum við
verkefni sem leidd eru af áhættu-
fjárfestingasjóðum, hefur bankinn
tekið að sér samþætta fjármögnun
verkefna án aðildar áhættu-
fjárfesta. Með opnun skrifstofunnar
í Kaupmannahöfn verður þessi ein-
ing bankans með starfsfólk í þrem-
ur borgum, Reykjavík, London og
Kaupmannahöfn.
Fyrir utan starfsemi skuldsettrar
fjármögnunar, er opnun söluskrif-
stofunnar liður í að styrkja við-
skiptasambönd Íslandsbanka við
fyrirtæki og fjármálastofnanir á
Norðurlöndunum.
Millilagslánasjóð í Danmörku
Íslandsbanki hefur ráðið Nikolaj W.
Galskjøt til starfa innan skuldsettr-
ar fjármögnunar og verður hann í
Kaupmannahöfn. Hlutverk Nikolaj
verður að efla uppbyggingu skuld-
settrar fjármögnunar á Norður-
löndunum, utan Íslands. Galskjøt
starfaði áður fyrir Citibank í Ósló
og London og ABN Amro í London
og Kaupmannahöfn, þar sem hann
vann að uppbyggingu skuldsettrar
fjármögnunar á Norðurlöndunum.
Að undanförnu hefur hann kannað
möguleika á að stofna millilags-
lánasjóð í Danmörku sem miðar að
litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Íslandsbanka að opnun
söluskrifstofu í Danmörku muni
styrkja viðskiptatengsl bankans við
fyrirtæki og fjármálastofnanir á
Norðurlöndunum og gera bank-
anum kleift að veita núverandi við-
skiptavinum víðtækari þjónustu.
Íslandsbanki
opnar skrifstofu
í Kaupmannahöfn
&!' ()"*+,#-
!").()"*+,#-
/..'0)()"*+,#-
/*)1)2 ,#-
()"*+,#-
3()"*+,#-
$ % 4%.,#-
5*+6%/%.,#-
50*%,#-
3% 4%.$ % ,#-
),#-
#7) .+!,#-
,)7,#- !)**)
72)# !%)4-,#-
8 *),#-
!
"
.).1*)$ % ,#-
/()%,#-
+17%,#-
)14")%),#-
39#!:.% 7;1*)%%,#- " &
,"% ,#-
<,)7,#-
=>
!%!&=!)"*
$
,#-
0*1 !-,)1#)? !,-,#-
@)?%1 !01%,#-
A%% * !01%,#-
B")-)C :4),#- # $
% & '
* !*)4..,#-
.D?7#7)1),#- 3% 9$ % ,#-
2!*)#E *1*)% '#-
@:.#:),#-
&()
* FGDH
91 !
'1 .-')1
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
/)?!%#)2
#?))'1 .-')1
C C C
C
C C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
IJ
IC J
I
J
I
J
IC
J
I J
C
I J
C
I J
IC J
C
C
C
C
C
C
C
C
C
I J
C
ICJ
I J
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
)'1 .+!
%
@4"19".
5*+
-
- - - - -
-
- C
- - -
C
- -
- C
C
C
C
-
- -
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
A1 .+!96K -.)-
@-L!,**%) !
70
'1 .+!
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
@-CM' *2#),% 0*,*!#72)-
@-C .?!17#)?#)!0.*!4-,#*) !"#% !-
@-C
A%#?))')*#72)0%*%#E -
@-C141%K!#%-
N
O=
@ D
P
GG P
5
P
..
FGDP "Q"%