Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2005 41 DAGBÓK Ámiðvikudaginn hefst ráðstefna um hús-næðis- og borgarmál í Háskóla Íslands.Magnús Árni Skúlason, dósent og for-stöðumaður Rannsóknarseturs í hús- næðismálum við Viðskiptaháskólann Bifröst, er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar: „‘Housing in Europe: New Challenges and Innovations in To- morrow’s Cities’ er fjölþjóðleg ráðstefna um hús- næðis- og borgarmál á vegum European Network for Housing Research sem eru þverfagleg samtök háskólafólks um húsnæðismál á breiðum grunni,“ sagði Magnús um ráðstefnuna. „Að ráðstefnunni hér á landi standa Borgarfræðasetur Háskóla Ís- lands og Rannsóknarsetur í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann Bifröst í samvinnu við Íbúða- lánasjóð og félagsmálaráðuneytið. Ráðstefnan verður haldin Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís- lands, dagana 29. júní til 2. júlí, en við áætlum að um 300 manns sæki ráðstefnuna.“ sagði hann. Aðspurður um áherslur ráðstefnunnar sagði Magnús: „Á ráðstefnunni verður leitast við að draga fram hvernig stefnumótun í húsnæðismálum er að verða æ þýðingarmeiri fyrir heildarþróun borga hvarvetna í heiminum, en sú umræða á sér alls staðar stað, ekki einungis hér á landi.“ Að sögn Magnúsar er ráðstefnan sú 16. í röð fjöl- þjóðlegra húsnæðis- og borgarmálaráðstefna sem ENHR, European Network for Housing Research, hefur staðið að frá og með árinu 1988. „Við áætlum að fjöldi þátttakenda verði um 300, en meginhluti þátttakenda kemur frá Evrópulöndum.“ Á ráðstefnunni verða kynntar um 200 rannsókn- argreinar í alls 13 málstofum og 8 lykilfyrirlesarar munu flytja pallborðserindi. Í einni málstofunni verður t.d. fjallað um sjálfbæra þróun borgar- umhverfis og húsnæðis í borgum; þar sem kynntar verða um 25 rannsóknargreinar. Magnús segir að ýmislegt áhugavert sé í boði ráðstefnudagana: „Það er mjög spennandi ráð- stefnudagur föstudaginn 1. júlí, en þá mun John M. Quigley, prófessor við Berkeley-háskóla í Banda- ríkjunum, halda fyrirlestur sem ber nafnið ‘How to Improve the Welfare of European Housing Con- sumers at Practically no Cost’. John M. Quigley er einn virtasti hagfræðingur á sviði húsnæðisrann- sókna í Bandaríkjunum. Einnig mun Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Lands- banka Íslands, fjalla um breytingar í fjármögnun húsnæðis á Íslandi. Jóhann G. Jóhannsson, yfir- maður áhættu- og fjárstýringar Íbúðalánasjóðs, fjallar um mikilvægi Íbúðalánasjóðs fyrir íslenskan fjármálamarkað og Margrét Hauksdóttir, aðstoð- arforstjóri Fasteignamats ríkisins, mun fjalla um mikilvægi fasteignaskráningar.“ Ráðstefna | Evrópsk húsnæðisstefna: „Áskoranir og nýjungar í borgum morgundagsins“  Magnús Árni er fæddur í Reykjavík 31. janúar 1969. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989, BS- prófi í hagfræði frá Há- skóla Íslands 1992 og meistaraprófi í hag- fræði frá sama skóla 1996. Lauk meist- araprófi í viðskipta- fræðum frá University of Cambridge – Jesus College 2001. Frá nóv. 2003 hefur hann verið forstöðumaður Rannsóknarseturs í húsnæð- ismálum við Viðskiptaháskólann Bifröst og gegnir einnig stöðu dósents þar. Húsnæðis- og borgarmál í Evrópu 80 ÁRA afmæli. Í dag, 28. júní,verður áttræð Svandís Ás- mundsdóttir, Hvassaleiti 58. Hún bjó á Bíldudal til 1971. Hún starfaði lengst í húsgagnaversluninni Dúnu og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Eigin- maður hennar er Hjálmar Ágústsson og eiga þau þrjú börn Jakob Ágúst, Mörthu Ásdísi og Heru. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6 7. Be3 b5 8. g4 Rfd7 9. Dd2 Rb6 10. O-O-O R8d7 11. Rdxb5 axb5 12. Rxb5 Re5 13. Db4 Hxa2 14. Kb1 Ha4 15. Db3 Ha8 16. Bxb6 Dxb6 17. Rxd6+ Dxd6 18. Bb5+ Bd7 19. Hxd6 Bxd6 20. Hd1 Hb8 21. Bxd7+ Rxd7 22. Da4 Ke7 Staðan kom upp á öflugu alþjóðlegu móti sem lauk nýverið í Paks í Ung- verjalandi. Sigurvegari mótsins, Zolt- an Almasi (2628), hafði hvítt gegn Ferenc Berkes (2617). 23. e5! Rxe5 23... Bxe5 gekk ekki upp vegna 24. Hxd7+. 24. Hxd6! Kxd6 25. Dd4+ Ke7 26. Dxe5 hvítur hefur nú peði meira ásamt því að hafa tvö samstæð frípeð á drottningarvæng og dugðu þessir yf- irburðir honum til sigurs. 26...Hhd8 27. b3 f6 28. Dc7+ Kf8 29. Kb2 Hbc8 30. Db7 e5 31. c4 Hd2+ 32. Kc3 Hcd8 33. c5 H8d3+ 34. Kc4 Hd4+ 35. Kb5 Hxh2 36. c6 Hb2 37. Da8+ Kf7 38. Da3 Hc2 39. b4 Kf8 40. Kb6 Hdc4 41. b5+ Kf7 42. Dd3 og svartur gafst upp. Vikt- or gamli Korsnoj leiddi mótið framan af en slæm töp hans með hvítu gegn ungversku stórmeisturunum Berkes og Almasi í lokaumferðunum gerðu að verkum að hann þurfti að gera annað sætið sér að góðu. Lokastaða mótsins varð annars þessi: 1. Zoltan Almasi (2628) 6½ vinning af 10 mögulegum. 2. Viktor Korsnoj (2619) 6 v. 3. Krishnan Sasikiran (2642) 5½ v. 4. Ferenc Berk- es (2617) 5 v. 5.-6. Emil Sutovsky (2665) og Peter Acs (2525) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hlutavelta Þessir duglegu krakkar, Anna Baldursdóttir, Jón Óttarsson og Jóna Írisardóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfn- uðu þau kr. 530. Óskað er eftir tilboðum í níu glæsilegar lóðir á bökkum Úlfljótsvatns. Úlfljótsvatn er einungis um 40 km frá Reykjavík ef farið er Nesjavalla-leið og 70 km ef farið er yfir Hellisheiði. Í næsta nágrenni eru margar helstu nátt- úru-perlur landsins og stutt er í alla helstu þjónustu og afþreyingu. Um er að ræða stórar eignarlóðir, sem verða afhentar með vegi, rafmagni og ljósleiðaratengingu auk þess sem heitt og kalt vatn verður lagt að lóð- armörkum. Með lóðun- um fylgir heimild til að veiða og vera með bát á vatninu. Gera þarf til- boð í lóðirnar fyrir kl. 17:00 föstudaginn 1. júlí 2005 á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17, Reykjavík. Sjá nánar á heimasíðu Hóls. www.holl.is/lodir Sölumaður Jón Hólm 896 4761 Lúxusbyggð við Úlfljótsvatn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Finn ég Finn? TIL stendur að skrá sögu Finns Ólafssonar, heildsala frá Fellsenda í Dalasýslu. Finnur var fæddur 1880 og dó 1957. Hann rak heildsölu í Reykjavík og flutti m.a. inn drátt- arvélar og dekk. Þá er einnig áætlað að skrifa sögu dvalarheimilisins að Fellsenda og foreldra Finns, Ólafs Finnssonar og Guðrúnar Tóm- asdóttur. Þeir sem þekktu Finn eða þekkja til sögu hans, foreldra hans eða dval- arheimilisins eru vinsamlegast beðn- ir um að hafa samband við undirrit- aða. Með fyrirfram þökk, Sigríður H. Jörundsdóttir, sagnfræðingur. Sími 899 0489/ 557 7596 og 434 1179. sigridur.hjordis@internet.is Sóðaskapur í Seljahverfi ÉG bý í Seljahverfi og geng mikið um hverfið mitt. Sl. 2 ár hefur mér hreinlega ofboðið sóðaskapurinn í þessu fallega gróna hverfi. Hvernig væri nú að við húseigendur í hverf- inu tækjum okkur saman og gerðum hreint í kringum húsin okkar, tækj- um illgresi og annan ófögnuð sem er alls staðar að vaða yfir. Ef allir taka til í sínum garði og fyrir utan sín hús er ég viss um að ástandið yrði allt annað. Stöndum saman, Seljahverfis- búar, og bætum umhverfi okkar. Bjarghildur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Tvo ketti vantar heimili YNDISLEGUSTU kisur í heimi, þær Ísabella (2 ára) og sonur henn- ar, Prins (1 árs), verða því miður að fara af heimilinu okkar, því bæði pabbinn á heimilinu og litla 2 ára stúlkan okkar eru komin með bráða- ofnæmi fyrir þeim. Það ríkir mikil sorg á heimilinu sökum þessa og reynum við nú allt til að finna nýtt (ný) heimili handa þeim. Það er búið að gelda þær báðar og fylgja öllum settum dýralæknaheimsóknum og eru þær eyrnamerktar. Ísabella er grá og hvít en Prins er grábrönd- óttur. Þær eru mjög gæfar og eru mikið saman. Núna fá þær ekkert að koma inn í húsið og þurfa að húka í bílskúrnum og úti og því bráðliggur á nýju heimili. Þeir sem gætu lið- sinnt okkur eru beðnir að hafa sam- band við Önnu í síma 867 1704. Hjá Eddu útgáfu er komin út bókin Ástargaldrar sem Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson hafa tekið saman. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Love Charms í þýð- ingu Önnu Benassi. Í kynningu um bókina segir: „Í bók- inni er birt úrval ást- argaldra víða að úr Evrópu og nokkr- ar skemmtilegar sögur af ástar- göldrum. Sumt af því byggir á sögulegum heimildum, en annað eru hreinræktaðar þjóðsögur. Allt frá örófi alda hefur það verið helsta umhugsunarefni ungra stúlkna og pilta hvernig þau geti haft áhrif á hitt kynið og vakið hjá því löngun í náin kynni. Og þegar öll hefðbundin ráð til að heilla hitt kynið bregðast freistast sumir til að beita galdri, reyna að virkja dulda krafta sér til hjálpar og fá sjálf náttúruöflin í lið með sér. Bókin er hugsuð til skemmtunar og lesendum ráðlagt að umgang- ast galdra þessa með mikilli var- úð.“ Útgefandi ábyrgist auk þess heldur ekki að galdrarnir virki en heldur ekki að þeir virki ekki. Bókin er 113 bls. Verð: 1.290 kr. Bók ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006. Í úthlut- unarnefndinni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Kaup- mannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndarinnar er Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Nefndinni bárust 28 um- sóknir að þessu sinni en ellefu fræði- menn fá afnot af íbúðinni, sem hér segir: Bergljót S. Kristjánsdóttir til að rannsaka Gerplu, svo og drótt- kvæðar vísur, Dagný Kristjánsdóttir til að rannsaka einkenni barnabóka. Gunnlaugur A. Jónsson til að kanna upphaf sögulegra biblíurannsókna á Íslandi 1890–1920 í ljósi danskra og skandinavískra áhrifa. Halldór Guð- mundsson til að undirbúa rit um líf tveggja skálda, Gunnars Gunnars- sonar og Þorbergs Þórðarsonar. Halldóra Jónsdóttir til að vinna við íslensk-danska skólaorðabók. Hrafn- hildur Schram til að kanna verk Júl- íönu Sveinsdóttur listmálara. Krist- ján Jóhann Jónsson til að afla efnis í rit um Grím Thomsen – þjóðskáld og heimsborgara. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir til að rannsaka ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur. Sigríður Matthíasdóttir til að rannsaka gögn um þjóðernishugmyndir Jóns Aðils sagnfræðings. Þorleifur Hauksson til að undirbúa útgáfu Sverrissögu. Þor- steinn Helgason til að rannsaka gögn um Tyrkjaránið. Fræðimannsíbúðin í Kaupmannahöfn er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70 og fræðimaður hefur vinnustofu í Jóns- húsi. 11 fræðimenn fengu úthlutun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.