Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 40

Morgunblaðið - 28.06.2005, Side 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLEN, ORÐ FÁ EKKI LÝST TILFINNINGUM MÍNUM Í ÞINN GARÐ SVO ÉG ÆTLA AÐ TJÁ ÞÆR MEÐ TÓNLIST OG SVO... EINN OG... TVEIR OG... BLESS ELLEN HANN KANN SKO AÐ SKAUTA. EN HANN ER FURÐULEGUR KRAKKI ENN EIN YNDISLEG SÓLARUPPRÁS OG EKKI SÁLU AÐ SJÁ SVO KEMUR MAÐUR HEIM MEÐ FISK FYRIR KLUKKAN NÍU. DAGURINN ER VARLA BYRJAÐUR SUNDSPRETTUR Í MORGUNSÁRIÐ OG SVO BÁTSFERÐ ÉG HEF SÉÐ HRESSARA FÓLK Í VINNUNNI ÞÚ GETUR BORÐAÐ ÞETTA SJÁLFUR ÉG VIL FÁ SJÓNVARP! ÞÚ LOFAÐIR MÉR SPENNANDI LÍFI EF ÉG BARA GIFTIST ÞÉR! ÉG MAN EKKI EFTIR AÐ HAFA LOFAÐ ÞÉR NEINNI SÉRSTAKRI DAGSETNINGU HVAÐ GERÐIST!JÁ! ERTU ÞÁ KOMIN AFTUR AF STEFNUMÓTINU. HVAÐA SOGFÖR ERU ÞETTA EIGINLEGA? BLÓÐSUGU FORELDRAR KETTIRNIR ERU ALVEG HÆTTIR AÐ RÍFAST. HEFUR ÞÚ TEKIÐ EFTIR ÞVÍ? JA, ÞEGAR ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ TIL AÐ BYRJA MEÐ ÞÁ LEIT ÚT FYRIR AÐ ÞAÐ HEFÐU VERIÐ MISTÖK AÐ FÁ ANNAN KÖTT KANNSKI ÞURFTU ÞEIR BARA AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVOR ÞEIRRA FENGI AÐ RÁÐA ÞAÐ ER GREINILEGA HARRY ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞAÐ SÉ EINHVER AÐ STUNDA NETSVINDL ÚR FANGELSINU? JÁ, SÍÐAN VAR REKIN HINGAÐ HÉR ERU TÖLVURNAR SEM FANGARNIR HAFA AÐGANG AÐ OG ÞESSI ER SÁ ÁHUGASAMASTI SVO ÞAÐ ER HAMARHÖND Dagbók Í dag er þriðjudagur 28. júní, 179. dagur ársins 2005 Víkverji ferðaðist ör-lítið um Suður- landsundirlendið um helgina og heimsótti meðal annars þá frá- bæru listahátíð Gull- kistuna 2005 á Laug- arvatni, en aðstand- endur hennar eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra vinnu. Á Laugarvatni er hreint ótrúlegt um að litast þessa dagana, list í hverjum garði, horni og kytru. Inni í Gufu- baðinu, Héraðsskól- anum, heimavistinni, skólahúsinu, íþróttahúsinu, úti um allt er list. Víkverji mælir innilega með þessari frábæru listahátíð. Sér- staklega var hann hrifinn af mynd- bandsverki þar sem hægt var að fylgjast með þéttingu vatnsgufu yfir rúmar tólf mínútur í gufubaðinu. x x x Víkverji er nú ekki þrasgjarn mað-ur, þótt stundum birtist hans verstu hliðar á síðum blaðsins. Vissulega þarf stundum að hleypa út dálítilli gufu og er það hverjum manni eðlilegt. Víkverji vill í því skyni minnast á leiðindamál sem á honum hvílir. Víkverja finnst nefni- lega fyrir neðan allar hellur sú blaða- mennska sem fjallar um einkamál fólks. Þegar fólk er í tilfinn- ingakreppu, er að ganga gegnum skilnað og fleira, þykir Vík- verja það ekki ein- ungis smekklaust, heldur í hæsta máta sið- og vitlaust að vaða ofan í einkamál þess og blaðra út róg og slúðri, sem hefur ekk- ert annað hlutverk en að valda sársauka og auka á erfiðleika fólks. Sem blaðamanni þykir Víkverja að starfsstétt sinni vegið með svona vinnubrögðum og vottar fórnar- lömbum þeirra sína fyllstu samúð og hluttekningu. Blaðamenn eiga að segja alvöru fréttir af alvöru hlutum, þeir eiga ekki að elta uppi mann- legan breyskleika þegar hann varð- ar ekki við lög. Ef frægur maður keyrir fullur, drepur mann eða er kærður fyrir einhvern annan glæp er eðlilegt að fjalla um það, en þegar fólk er í sárum á að láta það í friði. Það biður enginn um að einkalíf hans sé umsetið og gert að opinberu smjatti, sama hvað allri frægð eða frama líður. Látið fólk í friði. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Seyðisfjörður | Andy Irvine, írskur trúbador, opnar tónleikaröð Bláu kirkj- unnar með tónleikum annað kvöld. Hann syngur og spilar á gítar og bouzouki í Seyðisfjarðarkirkju annað kvöld kl. 20.30. Andy hefur spilað írska þjóðlaga- tónlist um allan heim en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur fram á Ís- landi. Hann kemur við á Akureyri og á Sauðárkróki en endar heimsóknina í Reykjavík um næstu helgi. Írskur trúbador spilar í Seyðisfjarðarkirkju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauð- ugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.