Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
IBRAHIM al-Jaafari, forsætisráð-
herra Íraks, hvatti í gær til að banda-
rískur her yrði sem fyrst fluttur úr
landi og George Casey hershöfðingi
og yfirmaður Bandaríkjahers í Írak
kvaðst telja að „verulegur“ brott-
flutningur gæti hafist næsta vor eða
sumar. Ný skoðanakönnun sýnir, að
meirihluti Bandaríkjamanna hefur
hvorki trú á hernaðarsigri í Írak né
að þar verði komið á lýðræðislegum
stjórnarháttum.
Al-Jaafari sagði á blaðamanna-
fundi í Bagdad með Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, sem þangað kom í gær, að
kominn væri tími til að íraski herinn
tæki við af þeim bandaríska um land-
ið allt. Hvatti hann til umtalsverðs
brottflutnings bandarísks herliðs frá
Írak strax næsta vor en hann og aðr-
ir höfðu þó þann fyrirvara á, að veru-
lega muni hafa dregið úr óöldinni í
landinu.
Aðeins lítill hluti
hersins tilbúinn
„Ef þróunin í stjórnmálum lands-
ins verður jákvæð og vel gengur að
þjálfa íraska hermenn, þá ættum við
að geta fækkað verulega í banda-
ríska herliðinu strax næsta vor,“
sagði Casey en Rumsfeld vildi þó
ekki taka svo djúpt í árinni og lagði
áherslu á að enn væri ekki um neinar
tímasetningar að ræða.
Muwaffaq Rubaie, formaður
nefndar, sem á að skipuleggja hve-
nær og hvar íraskir hermenn taka
við af bandarískum, sagði að vonandi
gæti Íraksher tekið að sér stjórn í 10
borgum fram til þingkosninganna í
desember og hugsanlega einnig í
sumum hlutum Bagdadborgar.
Þessar yfirlýsingar koma á sama
tíma og bandaríska varnarmálaráðu-
neytið hefur áhyggjur af ástandinu í
íraska hernum.
Koma þær fram í skýrslu, sem
ekki hefur enn verið birt opinber-
lega, en embættismenn í ráðuneyt-
inu viðurkenna að aðeins lítill hluti
íraska hersins, sem hefur 171.500
manns innan sinna vébanda, sé fær
um að standa í sjálfstæðum aðgerð-
um gegn skæruliðum í landinu. Þá
kemur einnig fram í skýrslunni að
vitað sé að skæruliðar hafi laumað
sér inn í raðir hermannanna þótt
ekki sé ljóst hve mikil brögð séu að
því.
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, hefur ekki viljað nefna
neinar tímasetningar varðandi brott-
flutning hersins frá Írak. Þar eru nú
138.000 bandarískir hermenn og hef-
ur það haft mikil áhrif á getu Banda-
ríkjahers til að bregðast við hugsan-
legri ógn annars staðar. Gífurlegur
herkostnaður og mannfallið meðal
bandarískra hermanna, sem er að
nálgast 1.800, hafa svo líka átt mik-
inn þátt í að draga úr stuðningi við
Íraksstríðið heima fyrir.
Almenningur
trúir ekki á sigur
Skoðanakönnun, sem USA Today,
CNN og Gallup stóðu fyrir, var birt í
gær og þar kemur fram, að 32% telja
að ekki sé unnt að sigra í Íraksstríð-
inu. 21% telur sigur mögulegan en að
sá muni þó ekki verða endirinn á.
43% trúa á sigur.
51% svarenda kvaðst visst um að
Bush forseti hefði vitandi vits villt
um fyrir þjóðinni þegar hann rök-
studdi innrás í Írak með gereyðing-
arvopnaeign Íraka. Þá töldu 58% að
Bandaríkjastjórn myndi ekki takast
að koma á lýðræði í Írak.
Hvatt til brottflutnings
Bandaríkjahers frá Írak
Gæti hugsanlega hafist næsta vor verði lát á átökum í landinu
Reuters
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, með Ibrahim al-
Jaafari, forsætisráðherra Íraks, á fréttamannafundi í Bagdad í gær.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Kanaveralhöfða. AP, AFP. | Yfirmenn
hjá NASA, bandarísku geimvís-
indastofnuninni, sögðust í gær
ekki ætla að standa fyrir fleiri
geimferðum fyrr en komið hefði í
ljós hvað hefði nákvæmlega gerst
þegar efni losnaði frá geimferj-
unni Discovery þegar henni var
skotið á loft í fyrradag.
Áhöfn Discovery hóf í gær að
kanna hugsanlegar skemmdir á
ferjunni en sjá má á myndum, sem
teknar voru við flugtak í fyrra-
dag, að eitthvað losnaði af henni.
Talsmenn NASA sögðu í gær að
á fyrstu tveimur mínútum flug-
taksins hefðu tveir hlutir brotnað
af ferjunni. Talið væri, að annar
væri fjögurra sentimetra breið
skífa, hluti af hitahlífinni, og hinn
að öllum líkindum brot úr ein-
angrun á eldsneytisgeymi.
Þessi uppákoma veldur að sjálf-
sögðu áhyggjum en ferð Discov-
ery er fyrsta ferjuferðin síðan
geimferjan Kólumbía tættist í
sundur eftir að hún kom inn í
gufuhvolfið árið 2003. Talið er að
þá hafi eitthvert brak, líklega ein-
angrun, lent á ferjunni og skemmt
hitahlífar með þessum afleið-
ingum.
Ekki er talið að geimförunum
sjö sem eru um borð í Discovery
stafi hætta af því sem gerðist.
Talsmenn NASA sögðust þó hafa
haldið að vandamál af þessu tagi
væru úr sögunni. „Við getum ekki
flogið aftur“ fyrr en komist hefur
verið fyrir þessa hættu, sagði Bill
Parsons, yfirmaður hjá geim-
ferðaáætlun NASA, „við höfum
augljóslega frekara verk að
vinna.“
Hugsan-
legar
skemmdir
kannaðar
!
" "
#
$
%
#
&
'
(()
**
+
,
!
!
"
#
$ %
!&
# !
'(()
-'
.
-'
! %
/'
#
01223
$
!
4522
(6)
%
.
4522
4522
!
2
**
*
7
Angers, Frakklandi. AFP. | Kviðdómur
kvað í gær upp dóma í umfangs-
mesta dómsmáli í sögu Frakklands.
Sextíu og sex manns voru sakaðir
um að hafa ýmist nauðgað börnum
eða selt þau til vændis fyrir lágar
fjárhæðir, mat, áfengi eða vindlinga.
Áttu atburðirnir sér stað í bænum
Angers í Frakklandi á árunum 1999-
2002.
Maður, sem kallaður hefur verið
Philippe er talinn hafa verið upp-
hafsmaðurinn að þessum umfangs-
mikla barnaníðingahring. Hann
hlaut 28 ára fangelsisdóm. Sonur
hans, Franck og fyrrverandi kona
hans, Patricia, voru dæmd til 18 og
16 ára fangelsis, en misnotkunin fór
að mestu fram á heimili þeirra. Var
Franck meðal annars fundinn sekur
um að nauðga börnum sínum þrem-
ur.
Talið er að alls 45 börn hafi sætt
misnotkun af hendi sakborninganna
en þau voru á aldrinum sex mánaða
til tólf ára þegar atburðirnir áttu sér
stað. Var einni stúlkunni nauðgað að
minnsta kosti 45 sinnum af þrjátíu
mönnum. Foreldrar annarrar seldu
hana fyrir bíldekk.
Tveir bræður, Eric J. og Jean-
Marc J. hlutu samanlagt 54 ára fang-
elsisdóm og var þeim lýst sem
hættulegum síbrotamönnum. Didier
R. var fundinn sekur um að hafa selt
31 barn til vændis auk nauðgunar.
Réttarhöldunum, sem hófust í
mars, lauk fyrir tíu dögum, en kvið-
dómur hefur legið yfir gögnum máls-
ins og beðið þess að geta kveðið upp
dóm sinn.
Allt að 28
ára fang-
elsi fyrir
nauðgun
DANSKA utanríkisráðuneytið
mótmælti því formlega í fyrradag
við kanadísk stjórnvöld, að Bill
Graham, varnarmálaráðherra Kan-
ada, skyldi hafa gengið á land á
Hans Ø, lítilli, óbyggðri eyju norð-
ur af Grænlandi, í síðustu viku án
þess að tilkynna dönskum stjórn-
völdum um það. Bæði Danir og
Kanadamenn gera tilkall til eyjar-
innar.
Hans Ø er 1,3 ferkílómetrar að
stærð og er í Kennedy-álnum í
Nares-sundi á milli Ellesmere-eyj-
ar í Kanada og Norðvestur-Græn-
lands. Þegar miðlínan milli Kanada
og Grænlands var dregin um Nar-
essund árið 1973 ákváðu ríkin tvö
að skorið yrði úr um yfirráð yfir
Hans-eyju og öðrum eyjum í íshaf-
inu síðar. Það hefur þó ekki verið
gert enn.
Árið 1984 gekk Tom Høyem, þá-
verandi Grænlandsmálaráðherra
Dana, þar á land. Hann gróf við
það tækifæri koníaksflösku í jörðu
og skildi eftir bréf þar sem hann
tók fram, að Kanadamenn væru
velkomnir á þessa dönsku eyju.
Skipverjar á varðskipinu Vædder-
en reistu danska ríkisfánann,
Dannebrog, á eyjunni árið 2002.
Kanadískir hermenn reistu kan-
Danir mótmæla
vegna Hans Ø
Hans Ø, sem Danir og Kanadamenn deila um.
adíska fánann á eyjunni fyrir viku
og sl. miðvikudag heimsótti varn-
armálaráðherrann eyjuna. Eru
Kanadamenn sagðir telja að þetta
styrki kröfu þeirra til eyjarinnar.
Ekki er vitað hvenær eyjan fékk
nafnið Hans Island eða Hans Ø en
talið er, að hún sé kölluð eftir
Grænlendingnum Hans Hendrik,
sem hét réttu nafni Suersaq, og var
túlkur bandarískra og breskra
heimskautsfara á ofanverðri 19.
öld. Var eynni lengst af enginn
áhugi sýndur en það hefur breyst á
síðustu árum.
Líklega engar
auðlindir í jörðu
Tveir kanadískir jarðfræðingar,
sem voru við rannsóknir á Hans Ø
2001, telja, að þar og í grenndinni
sé hvorki að finna olíu né verðmæta
málma en við eyna eru aftur á móti
góð lúðu- og rækjumið. Meira máli
skiptir þó, að haldi áfram að hlýna
á norðurhveli vegna gróðurhúsa-
áhrifa, er vel hugsanlegt, að Norð-
vesturleiðin opnist, það er að segja
siglingaleiðin norður fyrir Kanada.
Þá myndi skipaumferðin fara um
Nares-sund og heilmiklir hagsmun-
ir tengdir því hvorum megin mið-
línunnar skipin sigla.