Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 25
DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR
SPURNING
Hagkaup hafa auglýst vaxtalaus
tilboð og síðar vaxtalaust verðhrun
á rúmum reglulega í langan tíma.
Lesandi hafði samband en hann
hafði keypt rúm hjá versluninni á
vaxtalausum afborgunum fyrir
nokkru og taldi sig vera að gera
reyfarakaup. Enn er sama verð á
rúmunum en nú eru þau auglýst á
vaxtalausu verðhruni. „Gilda engar
reglur um hvernig auglýsa má
vöru á tilboði eða útsölu?“ spyr
lesandinn.
SVAR
Anna Birna Halldórsdóttir hjá
Neytendastofu segir að þegar ver-
ið sé að auglýsa verðlækkun með
einhverjum hætti, hvort sem það
er útsala eða tilboð, þá séu þau
skilyrði í lögum um óréttmæta við-
skiptahætti að verðlækkunin verði
að vera raunveruleg. Þetta er svo
að þeir sem eru að auglýsa geti
ekki haldið stanslaust úti ein-
hverju tilboði. Grundvallaratriðið
er að sögn Önnu Birnu að þeir
verða að sýna að þeir hafi selt vör-
una á hærra verði áður en þeir
auglýsa verðlækkun. Ef verið er
að halda sama verði óbreyttu í
langan tíma, en samt auglýsa til-
boð, þá er engin verðlækkun, það
er bara verið að veita neytendum
rangar og villandi upplýsingar.
„Með því að auglýsa verðlækkun
eða verðhrun þá ertu að segja að
þú hafir rétt áður verið að selja
vöruna á hærra verði. Almennt
segir bara að það megi ekki selja
vöru á lækkuðu verði nema um
raunverulega verðlækkun sé að
ræða. Það verður líka að koma
fram í auglýsingunni hvert upp-
runalega verðið var, fyrir verð-
lækkun,“ segir Anna Birna.
Finnur Árnason hjá Hagkaupum
segir að þeir hafi komið inn á
þennan húsgagnamarkað fyrir jól
og haft töluverð áhrif á verðhrun á
þessum vörum og boðið betur en
aðrir. „Rúmin, sem við auglýsum á
vaxtalausu verðhruni, komu inn á
hærra verði en við fórum svo í
átak og lækkuðum verðið. Auðvit-
að ætti hærra verðið, sem við
lækkuðum rúmin úr, að vera með í
auglýsingunni. Við viljum alls ekki
villa um fyrir neytendum,“ segir
Finnur.
SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL | Eru engar reglur í gildi um auglýsingar og útsölur?
Verðlækkun verður að vera raunveruleg
EKKI er óalgengt þegar fólk leitar eftir þjón-
ustu hjá lögfræðingum að á reikningum standi
aðeins ein upphæð undir heitinu lög-
fræðikostnaður og þá veit fólk ekki alltaf fyrir
hvað það er nákvæmlega að borga.
Eiríkur Áki Eggertsson, lögfræðingur
Neytendasamtakanna, sagði að alltaf bærust
samtökunum einhverjar fyrirspurnir vegna
lögfræðikostnaðar. „Það er samningsfrelsi og
lögmál samkeppninnar á að virka þar og halda
verðinu niðri. Það er engin sameiginleg gjald-
skrá, en Lögmannafélag Íslands gaf út viðmið-
unargjaldskrá eða leiðbeinandi verðskrá á sín-
um tíma, sem snerist um hámark og lágmark,
en Samkeppnisstofnun taldi það ekki vera
heimilt. Mér vitandi eru ekki til neinar reglur
sem segja til um hversu háar upphæðir lög-
fræðingum er heimilt að taka fyrir sína þjón-
ustu. En svo eru önnur sjónarmið líka, til
dæmis eru viðskiptavinirnir misjafnlega
traustir eins og gengur, þannig að þegar ein-
staklingur óskar eftir lögfræðilegri aðstoð, þá
fer lögmaðurinn eða lögmannsstofan stundum
fram á tiltekna innborgun hjá viðkomandi til
að fá það á hreint hvort viðskiptavinurinn
standi undir væntanlegum kostnaði.“
Tímagjald í flestum tilfellum
Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags Íslands, sagði að gjaldtakan hjá
lögfræðingum væri tvenns konar. „Annars
vegar er um að ræða hagsmunatengingu sem
er þá prósenta af hagsmunum, en það er mjög
sjaldgæft, einna helst í slysamálum og öðru
slíku. Þá er þóknunin hærri eftir því sem lög-
fræðingurinn tekur meiri áhættu með því að
taka málið að sér. Hins vegar er í langflestum
tilvikum um tímagjald að ræða þegar lögmenn
verðleggja sína þjónustu. Tímagjald getur ver-
ið mjög misjafnt eftir lögmannsstofum og er
alfarið háð samkeppnissjónarmiðum. En regl-
ur lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum
eru mjög skýrar. Samkvæmt siðareglum lög-
manna ber lögmanni, áður en hann tekur mál
að sér, að gera skjólstæðingi sínum grein fyrir
áætluðum verkkostnaði og öðrum málskostn-
aði eftir föngum og vekja athygli hans á því ef
ætla má að kostnaður verði hár að tiltölu, mið-
að við þá hagsmuni sem í húfi eru. Lögmanni
ber að gera skjólstæðingi grein fyrir á hvaða
grundvelli þóknunin er reiknuð, og þá erum
við að tala um tímagjald og annað.
Eins ber lögmönnum að láta skjólstæðingi í
té sundurliðaðan reikning yfir verkkostnað í
hverju máli ef skjólstæðingur fer fram á slíkt.
Sé þóknun áskilin á grundvelli tímagjalds
skulu upplýsingar veittar úr tímaskýrslu ef
eftir þeim er leitað. Lögmaðurinn heldur tíma-
skýrslu þar sem tilgreint er hversu mikill tími
fór í ráðgjöf, símtöl, bréfaskriftir, undirbúning
fyrir málflutning, málflutninginn sjálfan, að
útbúa stefnu eða hvað annað sem unnið hefur
verið. Lögmenn láta í vaxandi mæli útprentaða
tímaskýrslu fylgja með reikningum
sínum, svo þetta sé sem ljósast, því
vinna lögfræðinga er þess eðlis að það
getur verið erfitt fyrir utanaðkomandi
að átta sig á henni. Þetta er ekki eins
og þegar iðnaðarmaður kemur og vinn-
ur verk og viðskiptavinurinn sér ná-
kvæmlega hvað hann hefur gert þegar
verkinu er lokið. Lögfræðivinna felst
til dæmis oft í undirbúningi fyrir samn-
ingsgerð og viðskiptavinurinn sér
kannski bara tvö blöð og telur það ekki
mikla vinnu, en ýmis rannsóknarvinna
og annað getur legið þar að baki og
tekið langan tíma. Þess vegna er eðli-
leg þjónusta að láta útprentaða tíma-
skýrslu fylgja með reikningum, þó svo
að það sé matsatriði hversu nákvæm-
lega eigi að sundurliða.“
Fast verð fyrir ákveðna þjónustu
„Mér skilst að í Noregi og Dan-
mörku sé verið að stíga skref í þá átt að
lögmenn gefi nákvæmari upplýsingar
til skjólstæðinga sinna í upphafi mála.
Þeir gefa þá upp eitthvað fast verð fyr-
ir ákveðna þjónustu, en þó með þeim
fyrirvara að verð geti hækkað ef eitt-
hvað sérstakt kemur upp á. Og þá er
líka ætlast til þess að lögmaðurinn hafi
samráð við sinn skjólstæðing um hvort
fara eigi lengra í einhverjum málum
þegar fyrirsjáanlegt er að verðið
hækki við það. Sjálfsagt er þetta þróun
sem kemur til með ná hingað til lands
og annarra nágrannalanda.“
LÖGFRÆÐIKOSTNAÐUR | Fast verð fyrir þjónustu hjá lögmönnum í Danmörku og Noregi
Tímagjald lögmanna mismun-
andi eftir stofum hérlendis
Engar reglur eru í gildi um hversu háar upphæðir lögfræðingum
er heimilt að taka fyrir sína þjónustu. Á hinn bóginn ber lög-
manni samkvæmt siðareglum lögmanna að gera skjólstæðingi
grein fyrir áætluðum verkkostnaði og öðrum málskostnaði áður
en hann tekur mál að sér.
Lögmenn láta í vaxandi
mæli útprentaða tíma-
skýrslu fylgja með reikn-
ingum sínum
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is