Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
EINSTAKT tækifæri og hugsanlega hið eina
gefst í kvöld í Nýlistasafninu þegar Gunn-
laugur Egilsson og Tilman O’Donnell frum-
flytja dansverkið SALT. „Þetta verður senni-
lega eini flutningurinn á verkinu sem við
sömdum með rýmið í Nýlistasafninu í huga og
Tilman er á förum af landinu á sunnudag svo
ekki verður um fleiri sýningar að ræða,“ segir
Gunnlaugur.
Gunnlaugur hefur á undanförnum árum get-
ið sér gott orð í hinum alþjóðlega dansheimi og
hefur verið fastráðinn við Konunglega sænska
ballettinn í Stokkhólmi um þriggja ára skeið.
Áður dansaði hann með Genfarballettinum í
Sviss. Tilman O’Donnell hefur vakið athygli
sem danshöfundur og hefur á þessu ári unnið
danshöfundakeppni í Hannover í Þýskalandi
og Kuopio í Finnlandi í samstarfi við Shintaro
Oue.
„Við kynntumst upphaflega í Kanada þar
sem við vorum í námi og leiðir okkar lágu síðan
saman aftur í Stokkhólmi þar sem hann dansar
með Cullberg-dansflokknum. Þetta er eig-
inlega ágætt dæmi um hversu lítill dansheim-
urinn er,“ segir Gunnlaugur. „Ef maður hefur
hitt einhvern einhvers staðar er líklegt að
maður hitti hann aftur annars staðar áður en
langt um líður.“
Dansverkið SALT er að sögn Gunnlaugs til-
vitnun í sjómannslífið og hvernig það er að
vera bundinn einhverju án þess að vita af því.
„Eins og líkaminn er háður salti án þess að
vita af því,“ segir hann til skýringar.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Gunn-
laugur og Tilman vinna saman. „Við unnum
saman í verki eftir mig sem sýnt var á Drama-
ten í Stokkhólmi fyrir tveimur árum og hét
Taskig Spådom og þetta verk núna fæddist
einfaldlega af löngun okkar til að auðga dans-
lífið á Íslandi meðan við erum hér í sumar.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Gunnlaugur Egilsson og Tilmann O’Donnell eru í fremstu röð í alþjóðlega dansheiminum.
Með salt í æðum
Dans| Frumsýna nýtt dansverk í Nýlistasafninu
HLÍN Gunnarsdóttir, leikmynda- og bún-
ingahönnuður, býr ásamt eiginmanni sínum,
Sigurgeiri Þorgeirssyni leiðsögumanni, í fal-
legu timburhúsi í bakhúsagarði við Grett-
isgötuna í Reykjavík.
Stóran hluta ársins eru þau þó ekki ein í
húsinu því þau reka Gistiheimilið Forsælu
bæði á heimili sínu og í næsta húsi.
Fyrir átján árum síðan keyptu þau húsið
Grettisgötu 33b þar sem þau bjuggu til árs-
ins 1999, og gerðu það upp í rólegheitunum.
Röð tilviljana varð til þess að þau breyttu
húsinu í áföngunum í þrjár íbúðir.
Haustið 1999 keyptu þau næsta hús,
Grettisgötu 35b, og gerðu það einnig upp
hægt og rólega, með opnun gistiheimilis í
huga.
Þar búa þau árið um kring, eru uppi á
veturna en í sumarbústaðnum, kjallaranum,
á sumrin.
Gamall draumur
„Ég og maðurinn minn segjumst oft ekki
hafa unnið ærlegt handtak um ævina,“ segir
Hlín.„Hvorugt okkar hefur verið í fastri
vinnu síðustu tuttugu ár heldur í hinum
ýmsu verkefnum,“ lýsir Hlín. „Þetta er ann-
að sumarið sem við hjónin pökkum niður
okkar dóti og flytjum niður í kjallara þar
sem vinnuaðstaðan mín er.“
Sigurgeir er í burtu mestallt sumarið að
leiðsegja svo að hún sér ein um reksturinn.
„Á sumrin kem ég eiginlega inn í húsið
mitt sem gestur til að taka til morgunverð
og sinna gestum. Í lok október flytjum við
upp aftur.“
Hlín segist hafa átt drauminn um gisti-
húsrekstur lengi og fjórum árum áður en
þau keyptu seinna húsið hafði hún fengið
teikningar af því hjá Byggingarfulltrúa og
látið sig dreyma um þær framkvæmdir sem
eru orðnar að veruleika í dag.
Listamaður með rekstur
„Þetta líf hentar mér mjög vel, það að
skapa og finna mín eigin tækifæri. Leik-
húsið er búið að vera mitt lifibrauð og
ánægja lengi en ég hannaði síðast leikmynd
og búninga fyrir Allir á svið í Þjóðleikhús-
inu fyrir um tveimur árum,“ segir Hlín.
Hugmyndin var að skapa fjárhagslegt
bakland til að geta síðan sinnt spennandi
verkefnum í listinni, óháð arðsemi. „Starf
listamannsins er oft heilagt og það að vinna
sem listamaður og vera með rekstur til hlið-
ar hefur gengið vel,“ segir Hlín.
Síðustu tvo mánuði hefur hún þó sinnt
allt öðru en gistiheimilinu. Fyrir rúmu ári
hafði Inga Lísa Middleton samband við
Hlín og bað hana að vinna með sér að gerð
sjónvarpsþátta eftir Galdrabókinni sem
Margrét Örnólfsdóttir og Inga Lísa eru í
sameiningu höfundar að.
Hlín hannaði bæði leikmyndina og útlit á
brúðum fyrir þættina og er þetta í fyrsta
skipti sem hún tekur þátt í verkefni sem
þessu.
Þróunarvinnan fór fljótlega af stað og
hefur vinnuferlið verið spennandi. Hún
vann náið með brúðugerðarmanninum og
stjórnandanum Bernd Ogrodnik en hann er
einn sá færasti í sínu fagi.
Þættirnir, sem eru 24 talsins, verða sýnd-
ir á Stöð 2 í desember sem jóladagatals-
þættir stöðvarinnar.
Skemmtilegt en erfitt ferðalag
„Eftir að hafa tekið þátt í svona verkefni
finnst mér leikhúsið vera eins og verndaður
vinnustaður,“ lýsir Hlín. „Þar fær maður
handrit, hefur ákveðinn tíma og allt er í
föstu formi.“
Síðustu tvær vikur hafa verið ansi stífar
og var yfirleitt unnið fram undir morgun
alla daga. Hlín var með góða aðstoðarmenn
sér við hlið, Móeiði Helgadóttur og Þórarin
Blöndal, við leikmyndagerð og Þórunni
Maríu Jónsdóttur, Helgu Rún Pálsdóttur og
Katrínu Þorvaldsdóttur við búningagerð.
„Verkefnið er búið að vera skemmtilegt
en stundum erfitt,“ segir Hlín og líkir því
við ferðalag. „Þó að maður þurfi að vaða
jökulár og næstum ókleif fjöll á leiðinni þá
er takmarkið það eina sem maður sér.“
Hún væri alveg til í að byrja á svipuðu
verkefni strax á morgun og segist hafa lært
heilmikið í ferlinu. Vinnuaðferðirnar voru
frábrugðnar þeim í leikhúsinu og margt
sem þurfti að huga að.
Tíminn er dýrmætur
Á meðan á verkefninu stóð fékk Hlín ís-
lenska vinkonu sína sem er búsett í Svíþjóð
til að sjá um gistiheimilið en nú, þegar törn-
inni er lokið, hefur hún tekið sjálf við
stjórninni og hugsar um ferðamenn á heim-
ili sínu.
„Ég vona auðvitað að einhver skemmtileg
verkefni komi til mín í haust en ef ekki þá
bý ég þau til sjálf. Tíminn er dýrmætur, ég
veit ekki hvort ég hugsa þannig af því að ég
er verða miðaldra,“ segir hún og hlær. Hlín
segist bæði vera skapandi og praktísk, sem
nýtist vel.
Fleiri hugmyndir varðandi reksturinn í
paradísinni við Grettisgötuna eru í kollinum
á Hlín og hana langar í framtíðinni til að
skipuleggja ferðir út fyrir borgina fyrir
gestina sína.
Það er greinilegt að hún hefur einkar
gaman af að opna heimili sitt gestum og
segir heimagistingu góða leið fyrir ferða-
menn til að komast nær hjarta og þjóðarsál
Íslendinga.
Aðalatriðið er að láta draumana rætast,
segir Hlín. Hana vantar hvorki hugmynda-
flugið í listinni né rekstrinum og það gefur
henni greinilega mikið að gefa af sér á báð-
um sviðum.
Listir og viðskipti | Hlín Gunnarsdóttir rekur gistiheimili meðfram listinni
„Bæði skapandi og praktísk, sem nýtist vel“
Paradís í miðborginni. Hlín rekur gistiheimili allan ársins hring. Hlín Gunnarsdóttir á vinnustofunni. Þar fór persónusköpunin fyrir Jóladagatal Stöðvar 2 fram.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is