Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VIRKJANIR OG
VANDRÆÐAPÉSAR
Mótmælendur, sem unnið hafaskemmdarverk á eignumLandsvirkjunar og verktaka,
sem starfa fyrir fyrirtækið við Kára-
hnjúkavirkjun, vinna málstað umhverf-
isverndar ekkert gagn. Raunar þvert á
móti. Málstaður umhverfisverndar rétt-
lætir ekki skemmdarverk, óspektir eða
truflun á löglegri starfsemi fyrirtækja –
frekar en nokkur annar málstaður. Hvað
sem fólki kann að þykja um virkjun við
Kárahnjúka og stóriðju á Reyðarfirði fer
ekki á milli mála að um þessar fram-
kvæmdir hafa verið teknar lýðræðisleg-
ar ákvarðanir á Alþingi Íslendinga og
undirbúningur þeirra hefur verið í sam-
ræmi við lög og reglur.
Rétturinn til að mótmæla aðgerðum
stjórnvalda með friðsamlegum hætti er
hins vegar mikilvægur og er oftlega
nýttur í vestrænum samfélögum. Mót-
mæli gegn stórvirkjunum og stóriðju hér
á landi hafa til þessa farið friðsamlega
fram, eins og vera ber. Málstaður þeirra,
sem eru andvígir virkjunum á hálendinu,
nýtur stuðnings stórs hóps meðal þjóð-
arinnar. En almenningur styður ekki
skemmdarverk eða óspektir. Friðsamir
mótmælendur, sem berjast fyrir hug-
sjónum sínum með orðum og rökum og
leitast við að hafa þannig áhrif á skoðanir
annarra, njóta virðingar. Þeir, sem krota
á upplýsingaskilti, grýta tæki eða
hlekkja sig við bíla, hætta hins vegar
með því að vera hugsjónamenn og verða
bara réttir og sléttir skemmdarvargar
og vandræðapésar.
Lögreglan á þess auðvitað ekki annan
kost en að taka slíkt fólk úr umferð og sjá
til þess að það haldi ekki uppteknum
hætti. Hins vegar verður eins og endra-
nær að gæta þess að beita ekki meira
valdi en nauðsynlegt er til að halda uppi
lögum og reglu.
Undanfarin ár hefur lítill hópur
óeirðaseggja sett svartan blett á alþjóð-
lega mótmælahreyfingu, sem m.a. hefur
andmælt afleiðingum hnattvæðingar.
Þessi litli hópur hefur spillt fyrir frið-
samlegum mótmælaaðgerðum í
tengslum við alþjóðlega leiðtogafundi og
ráðstefnur með því að efna til uppþota og
sækjast beinlínis eftir átökum við lög-
reglu. Þessi hópur er ekki aðallega knú-
inn áfram af hugsjón, heldur fremur af
ævintýramennsku og spennufíkn. Von-
andi eru þær upplýsingar, sem fram hafa
komið um tengsl aðgerða við Kára-
hnjúka við þennan hóp, ekki vísbending
um að meðlimir hans fari að gera sig
heimakomna á Íslandi. Við höfum verið
blessunarlega laus við friðarspilla í mót-
mælaaðgerðum undanfarna áratugi.
Íslenzkir náttúruverndarsinnar og
samtök þeirra eiga auðvitað að fordæma
aðgerðir af því tagi, sem átt hafa sér stað
við Kárahnjúka, og reyna að beita sér
fyrir því að slíkt athæfi endurtaki sig
ekki. Málstaður þeirra þarf ekki á slíkum
aðferðum að halda, heldur skaðast hann
fremur af þeim. Svo geta menn haldið
áfram sínu friðsamlega tjaldbúðalífi í
sumarblíðunni og haldið áfram að berj-
ast með orðum og rökum.
ÁBYRGÐIN UM VERSLUNARMANNA-
HELGINA ER MARGRA
Það er langt gengið þegar fólk er fariðað tala um eins konar „fórnarkostn-
að“ þegar verslunarmannahelgin nálg-
ast. Þannig er það þó, enda hefur þessi
mesta ferðahelgi ársins ætíð sínar dökku
hliðar; slys, nauðganir, vímuefnanotkun
og alla þá vanlíðan sem fylgir illa ígrund-
uðum gjörðum fólks í misjöfnu ástandi.
Markmið landsmanna fyrir verslunar-
mannahelgina á þó ekki að vera að
minnka „fórnarkostnaðinn“ heldur koma
í veg fyrir að þung umferð, samkomur og
skemmtun ræni fólk sjálfsvirðingunni,
hamingjunni eða verði einhverjum að
fjörtjóni.
Til þess að það megi takast þurfa ákaf-
lega margir að axla ábyrgð. Ekki bara
þeir sem fara í ferðalög, heldur einnig
margir sem heima sitja – til að mynda
foreldrar unglinga. Það ætti auðvitað að
vera ástæðulaust að klifa á því ár eftir ár
að skemmtanir um verslunarmannahelg-
ina ættu ekki vera fyrir ungmenni nema
þau séu þá í fylgd foreldra sinna, en það
sýnir sig þó í þessu sambandi að aldrei er
góð vísa of oft kveðin. Líkurnar á því að
ungmenni lendi í aðstæðum sem þau
ráða ekki við, svo sem áfengis- eða vímu-
efnaneyslu, eru töluverðar – einnig þótt
ásetningur þeirra í upphafi ferðar sé
góður. Enginn skyldi vanmeta hópeflið
og þrýsting frá jafningjum í þessu sam-
hengi.
Nauðganir hafa einnig verið tíður
fylgifiskur útihátíða um verslunar-
mannahelgina, en í umræðu um þann
vanda virðist það oft gleymast að hver
einasta nauðgun er óbætanlegur skaði
þeim sem fyrir henni verður. Hér gengur
tölfræði ekki upp, ofbeldið er of alvar-
legt til að hægt sé að skilgreina það eða
henda á því reiður með slíkum aðferðum.
Karlmenn bera mikla ábyrgð í þessu
samhengi og eins og fram kom í grein
þeirra Arnars Gíslasonar og Hjálmars G.
Sigmarssonar í Morgunblaðinu í gær,
„er mikilvægt að gera sér grein fyrir að
nauðgun er kynbundið ofbeldi – að í
langflestum tilfellum er það karlmaður
sem nauðgar og kona sem er nauðgað“.
Þeir benda ennfremur á að það „fæðist
enginn nauðgari, slíkt hugarfar þróast
með árunum.“ Karlmenn eru í lykilað-
stöðu „til að koma karlmönnunum í
kringum [sig] í skilning um að nauðgun
er aldrei réttlætanleg, einfaldlega með
því að kenna þeim að bera virðingu fyrir
konum“.
Ökumenn bera jafnframt mikla
ábyrgð þessa helgi, umferðin úti á landi
gerist varla þyngri og aðstæður eru
gjörólíkar því sem gerist í þéttbýli þar
sem flestir aka mest. Til þess að minna
líkurnar á því að slys verði í umferðinni á
þessum álagstíma er umburðarlyndi og
þolinmæði mikilvægt veganesti. Sá sem
tekur áhættu í umferðinni er sjaldnast
að taka hana fyrir sig einan, miklar líkur
eru á því að þegar óvarkárni eða tillits-
leysi veldur slysi, þurfi margir að líða.
Áfengisneysla er vitaskuld einfaldlega
glæpsamleg í umferðinni og timburmenn
skerða einnig hæfni manna undir stýri.
Þótt aðdraganda verslunarmanna-
helgarinnar fylgi ævinlega tónn for-
varna og jafnvel umvandana af ýmsu tagi
má ekki gleyma því að flestir þeir sem
leggja í hann finna til ábyrgðar sinnar
gagnvart sjálfum sér og náunganum.
Þeir eiga rétt á líku viðmóti frá sam-
ferðamönnum sínum þessa helgi sem
endranær og þann rétt ber að virða.
Mótmælendur sem hafaverið í tjaldbúðum viðKárahnjúka undan-farnar vikur tóku niður
tjöld sín í gær og fóru af svæðinu.
Þetta gerðist í kjölfar þess að hóp-
urinn fékk tilkynningu í fyrrakvöld
frá sýslumanninum á Seyðisfirði
um að yfirgefa svæðið fyrir hádegi í
gær. Talsverður viðbúnaður var hjá
lögreglu af þessum sökum og höfðu
meðal annars verið kallaðir til sér-
útbúnir lögreglumenn sem flugu til
Egilsstaða í gærmorgun og höfðust
við í vinnubúðum við Kárahnjúka.
Ekki kom þó til þess að þeir
þyrftu að koma á svæðið, þar sem
brottflutningur mótmælenda gekk
snurðulaust fyrir sig. Um morgun-
inn höfðu þegar verið tekin niður
öll minni tjöld á svæðinu og ein-
hverjir farnir.
Öruggast að færa sig
Um hádegi voru um 40 manns í
búðunum og sýndu flestir þeirra á
sér fararsnið. Í hádeginu las einn
mótmælendanna tilkynningu frá
hópnum, þar sem fram kom að hóp-
urinn ætlaði að pakka saman og
færa sig. Þetta væri vegna fram-
komu lögreglu, sem hefði tekið frið-
samlegum mótmælum hópsins með
ofbeldi og öruggast væri að færa
sig. „Við erum ekki að flýja, þetta
eru ekki endalokin. Við höfum tekið
ákvörðun um að fara og þetta er ný
byrjun,“ sagði m.a. í yfirlýsingu
hópsins.
Lögregla fylgdist með svæðinu
úr fjarlægð fyrst um sinn en kom á
staðinn upp úr klukkan tvö og
ræddi þá við einn mótmælanda sem
lýsti því yfir að einhverjir ætluðu
að fara af svæðinu en nokkrir ætl-
uðu að vera eftir og voru jafnvel
hugmyndir uppi um að láta stóra
tjaldið standa, þannig að lögregla
yrði að hafa afskipti af hópnum. Þá
voru mótmælendur þó flestir farnir
að bera farangur úr stóra tjaldinu
og rúta sem hópurinn hafði pantað
var komin á staðinn. Þó varð einn
mótmælandi eftir og sló upp litlu
tjaldi. Ekki er vitað til þess að lög-
regla hafi haft afskipti af mannin-
um, en hann ætlaði sér að fara um
nóttina.
Um svipað leyti og lögregla kom
á staðinn kom Gísli Auðbergsson,
lögmaður, á svæðið en hann var
skipaður verjandi mótmælendanna
sem handteknir voru í fyrrakvöld
og ákvað að vera á svæðinu ef til
átaka kynni að koma. Skömmu eftir
að Gísli kom fór hann með mótmæl-
endunum inn í tjaldið og réðu þau
þar ráðum sínum í um hálftíma en
að þeim fundi loknum var ákveðið
að hópurinn færi burt af svæðinu
og stóra tjaldið var fellt. Talsmenn
hópsins vildu ekki gefa upp hvert
förinni væri heitið en samkvæmt
Mótmælend
uðu saman
Ekki þurfti bein
afskipti lögreglu
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Lögreglan komin í búðirnar til að kanna hvort mótmælendur séu
Lögð á ráðin. Nokkrir mótmælendur skoðuðu kort – kannski í þe
heimildum Morgunblaðsin
hópurinn fara að bænum
Skriðdal. Um kvöldmata
gær var þó ekki að sjá
tjaldbúðir hefðu risið.
Brottflutningur hópsin
stórum dráttum friðsaml
PRESTSSETRASJÓÐUR fer með
umráð prestssetra fyrir hönd þjóð-
kirkjunnar, þótt sóknarprestar
sitji síðan prestssetrin, að sögn
séra Láru G. Oddsdóttur, sókn-
arprests á Valþjófsstað. Sem kunn-
ugt er var hópi mótmælenda Kára-
hnjúkavirkjunar vísað af landi
Valþjófsstaðar, þar sem þeir höfðu
slegið upp tjaldbúðum.
Séra Lára sagði að brottvísunin
hefði verið með samráði sínu og
forsvarsmanna Prestssetrasjóðs.
„Landsvirkjun er fyrir alllöngu
síðan búin að semja við Prests-
setrasjóð um afnot af landinu til
ákveðinna nota,“ sagði Lára. „Mér
skilst að þeir [mótmælendur] hafi
fyrst tjaldað norðan Jöklu. Lands-
virkjun vísaði síðan þessum hópi á
stað sem er innan þeirra marka
sem Landsvirkjun hefur afnot af.
Þetta er afar fallegur hvammur en
fer væntanlega undir vatn þegar
lónið fyllist. Landsvirkjun gerði
þeim jafnframt ljóst að þeir þyrftu
að biðja um leyfi. Þeir gerðu það
og fengu bæði leyfi hjá mér og
Prestssetrasjóði. Mér fannst ég
ekki geta tekið um það ákvörðun
ein míns liðs, því hún snerti þetta
landsvæði sem í raun var búið að
semja um við Landsvirkjun. Þeir
þurftu einnig að fá leyfi heilbrigð-
iseftirlitsins því þetta voru tjald-
búðir. Heilbrigðiseftirlitið gerði
þeim ljóst hvað þyrfti að gera eins
og að koma upp kömrum o.fl. Það
gerðu þeir og urðu við öllu
um.“
Mótmælaaðgerðir
út fyrir mörk
Séra Lára segir að sér og P
setrasjóði hafi síðan verið
bæði af Landsvirkjun og s
mannsembættinu á Seyðis
mótmælaaðgerðirnar vær
ar út fyrir þau mörk sem g
hefði verið ráð fyrir í upph
miður sáu þau ástæðu til a
ekki á þeim friðsamlegu n
sem þau sögðu í upphafi að
yrði. Hvar þar hefur farið
unum hef ég enga hugmyn
Séra Lára segir að það h
ið sameiginleg niðurstaða
Séra Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsst
Sameiginleg niðurstaða að afturk
STJÓRN Prestssetrasjóðs sendi
frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbúð-
anna í landi Valþjófsstaðar, dag-
setta 26. júlí. Yfirlýsingin er und-
irrituð af Bjarna Kr. Grímssyni,
formanni stjórnar, og Höskuldi
Sveinssyni, framkvæmdastjóra.
Þar segir m.a. að í lok júní s.l.
hafi Benóný Ægisson, fyrir hönd
alþjóðlegs hóps umhverfisvernd-
arsinna, óskað eftir leyfi Prests-
setrasjóðs til að slá upp tjaldbúðum
í landi Valþjófsstaðar. Á fu
júlí veitti stjórn Prestssetr
leyfi sitt, „í þeirri góðu trú
friðsamlega dvöl hópsins yr
ræða á jörðinni“. Var Benó
svar um það 8. júlí.
„Nú hefur komið í ljós á
anförnum dögum að hópur
ekki sá friðsami „útivistarh
sem getið er um í umsókn u
hans á jörðinni,“ segir í yfir
unni. „Lögreglan hefur upp
Ekki friðsamur útiv