Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 31
UMRÆÐAN
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna getu
sína í verki; þeim er það fyr-
irmunað og þau munu trúlega
aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra
gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum til-
vikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofnana,
sem heyra undir samkeppn-
islög, hvern vanda þær eiga við
að glíma og leitar lausna á hon-
um.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og
dýpka umræðuna og ná um
þessi málefni sátt og með hags-
muni allra að leiðarljósi, bæði
núverandi bænda og fyrrver-
andi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
HUGMYND bæjarstjóra Kópa-
vogs um að gefa lóð undir óp-
eruhús þar í bæ var óvænt, en lýs-
ir þó vel stórhug stjórnenda
bæjarins og áhuga þeirra á að
gera vel við hinar ýmsu list-
greinar.
Þessari hugmynd hefur verið
vel tekið af tals-
mönnum Íslensku óp-
erunnar sem og ýms-
um öðrum, þar á
meðal leiðaraskrif-
urum stærstu dag-
blaðanna.
Ég vil þó leyfa mér
að gera eftirfarandi
athugasemdir.
Tónlistarhúsið í
Reykjavík á að rísa á
næstu 3 árum í
miðbæ Reykjavíkur.
Þar er gert ráð fyrir
mjög góðri aðstöðu til
óperusýninga, glæsi-
legum áheyrendasal, stóru sviði,
hljómsveitargryfju, ljósabúnaði og
öðrum tæknibúnaði, sem nota þarf
við óperusýningar.
Nú í vor fékkst samþykki fyrir
því að svið hússins verði þannig úr
garði gert að auðvelt verður að
flytja sviðsbúnað inn og út á
skömmum tíma, en það var áður
það eina sem á vantaði til að Tón-
listarhúsið hentaði vel til óp-
eruflutnings.
Tveir aðilar hafa gert tilboð í
byggingu og rekstur Tónlistar-
hússins og verða tilboð þeirra og
hugmyndir kynnt innan skamms.
Þá mun væntanlega koma í ljós að
í húsinu verður glæsileg aðstaða
til óperusýninga.
Ég hef áður bent á það að Tón-
listarhúsið sjálft þarf á óperu að
halda ekki síður en að óperan
þarfnast aðstöðu í húsinu.
Ef Tónlistarhúsið ætti að nota
nær eingöngu í þágu Sinfón-
íuhljómsveitarinnar stæði salur
þess auður 300 kvöld á ári!
Mikilvægt er að hafa í huga að
kjarna tónlistarhúsa og annarra
listastofnana er ekki
að finna í stein-
steyptum veggjum,
heldur fyrst og fremst
í því lífi sem lifað er
innan þeirra veggja.
Það verður marg-
víslegur ávinningur af
því að óperan fái að-
stöðu til sýninga í
Tónlistarhúsinu, sem
einnig verður heimili
Sinfóníuhljómsveit-
arinnar.
Með því fá þessar
listgreinar einstakt
tækifæri til að vinna
enn nánar saman, en lengi hefur
legið fyrir að heppilegt væri að Ís-
lenska óperan tæki upp aukna
samvinnu við annaðhvort Þjóðleik-
húsið eða Sinfóníuhljómsveitina.
Það kæmi öllum aðilum til góða
og myndi styrkja rekstrargrund-
völl og starfsemi viðkomandi lista-
stofnana.
Undarleg yrði sú staða ef sam-
tímis ætti nú að fara að byggja
tvö ný hús fyrir óperuflutning, en
bygging og rekstur þeirra beggja
verða að mestu leyti kostuð af al-
mannafé.
Á undanförnum árum hefur Ís-
lenska óperan sett upp 1-2 full-
búnar óperuuppfærslur á ári og
sýningakvöld verið 20–30.
Þótt áhugi Íslendinga á óperu
hafi að vísu verið mikill er vart
fyrirsjáanlegt að óperusýningum
muni fjölga svo mikið á næstu ár-
um að augljóst tilefni sé til þess
að byggja tvo nýja óperusali.
Staðsetning skiptir líka máli
fyrir óperuhús.
Í fljótu bragði man ég ekki eftir
óperuhúsi annars staðar en í
hjarta miðborgar, sums staðar eru
óperuhúsin einmitt sjálft hjarta
viðkomandi borgar.
Hvað Reykjavík viðvíkur þá tel
ég að það fari vel á því að óperan
verði áfram staðsett í miðborginni.
Tvö óperuhús?
Árni Tómas Ragnarsson fjallar
um byggingu tónlistarhúss ’Í fljótu bragði man ég ekki
eftir óperuhúsi
annars staðar
en í hjarta
miðborgar…‘
Árni Tómas
Ragnarsson
Höfundur er læknir.
Fréttir í tölvupósti
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
www.toyota.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
28
96
7
06
/2
00
5
Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070
Sumir draumar rætast
Avensis - Upplifun
Verð frá 2.340.000 kr.
Avensis stendur undir miklum væntingum. Bíllinn er ríkulega hlaðinn
staðalbúnaði. Innri hönnun einkennist af miklu rými og þægindum fyrir
ökumann og farþega. Avensis hefur sjálfvirkan regnskynjara á þurrkum,
tölvustýrða loftræstingu í miðstöð, hágæða hljómflutningstæki og afar
fullkominn hemlunar- og öryggisbúnað. Komdu í reynsluakstur og láttu
drauma þína rætast í veruleikanum. Næst ekur þú Avensis.