Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is LÍKLEGAST hafa flestir lesendur haft einhverja nasasjón af hinum sk. kansellístíl, er iðkaður var meðal menntamanna hérlendis í nokkrar aldir. En stíll þessi ein- kenndist af löngum, flóknum, orð- skrúðugum og í hæsta máta til- gerðarlegum setningum. Ekki er þó víst að allir lesendur viti af því að kansellístíllinn er enn sprelllifandi. Hann birtist á ýmsum vígstöðvum, s.s. í skjölum hins opinbera og vísindaskýrslum ýmiskonar. Tökum ímyndað dæmi um hið síðarnefnda (þ.e. vísindaskýrslur). Í eðlilegri mynd hljóðar ímynd- aður texti vor svo: „Tilraun sú er hér skal tíunduð var gerð á fjórtán fullvöxnum karlmönnum sem skipt var í tvo jafnstóra hópa. Var annar hóp- urinn látinn þamba í sig arsen- ikblandað vatn óslitið í hálfa klukkustund, en hinn látinn standa hjá aðgerðalaus. Ekki kom rannsakendum á óvart að eftir skamma hríð létust arsen- ikdrekkar allir með tölu, en ekk- ert amaði að hinum.“ Ekki er þetta nú alveg nógu gott. Texti knappur, skiljanlegur og ekkert tiltakanlega leiðinlegur – þrjár dauðasyndir nýkansellístíl- istans saman hnoðaðar í einn alls- herjar óskapnað. Endurbættur hljóðar textinn hins vegar svo: „Sú tilraun hverrar niðurstöður skal í eftirfarandi máli útskýra og greina frá var framkvæmd á þýði sem samanstóð af fjórtán ein- staklingum af karlkyni sem allir voru komnir yfir þann áralega ald- ur sem almennt er skilgreindur sem tími forfullorðinstíðar ævilega ferilsins. Meðlimir þessa þýðis sem hefur verið lýst hér að ofan voru síðan flokkaðir í tvo aðgreinda og að- skilda helminga sem innihéldu báðir jafn stóran tölulegan hluta af stakfjölda upphaflega þýðisins. Næsta skrefið í tilrauninni sam- anstóð af þeirri aðgerð að með- limir annars helmings þýðisins voru sameiginlega virkjaðir til að framkvæma endurtekna viðvar- andi munnlega innbyrðingu efna- blöndunnar ASH2O sem stóð yfir án nokkurra skráðra eða eftirtek- inna atburðarrásarlega samfell- urjúfandi truflana í einn fertug- astaogáttunda hluta úr sólarhring. Á meðan þessi aðgerð var fram- kvæmd voru meðlimir hins helm- ings þýðisins sameiginlega virkj- aðir til að framkvæma athafnafirrta, viðburðaskerta og aðgerðasneydda hjástöndun. Þeg- ar nokkur tími var liðinn frá því að þessar aðgerðir voru fram- kvæmdar tóku allir meðlimir þess hluta þýðisins sem hafði fram- kvæmt hina munnlegu innbyrð- ingu efnablöndunnar ASH2O að sýna ótvíræð og ómistúlkanleg merki um óafturkallanlega nei- kvæða lífsvirkni. Á sama tíma sýndu meðlimir þess hluta þýðisins sem hafði framkvæmt hina athafnafirrtu, viðburðaskertu og aðgerða- sneyddu hjástöndun engin merki sem bentu til þess að neikvæð nið- ursveifla af nokkru merkjanlegu tagi á líkamlegu heilsufarsástandi viðkomandi aðila hefði orðið. Niðurstaða sú sem hér hefur verið frá greint var í bæði meg- inatriðum og smærri atriðum í fullu samræmi við þær tilgátur, kenningar, væntingar og útreikn- inga sem rannsóknaraðilar höfðu myndað sér og ályktað um áður en upphaf rannsóknarinnar var sett í gang.“ Segið svo ekki að engar fram- farir verði í ríki andans! KÁRI AUÐAR SVANSSON, Hagamel 31, Reykjavík. Kansellístíllinn gengur aftur Frá Kára Auðar Svanssyni: ER ÉG undirritaður heimsótti vini mína í Vestmannaeyjum í sumar kom mér ýmislegt svolítið spánskt fyrir sjónir gagnvart Jóni og séra Jóni, eða þannig. Vinur minn og gamall félagi úr íþróttafélaginu Þór í Vest- mannaeyjum, Gísli Valla, sem undirritaður starfaði með um árabil fyrir nokkuð löngum tíma, tjáði mér eftirfarandi: „Mér finnst það mikið óréttlæti, Jón, að við hér í Vestmannaeyjum þurfum að greiða alla löggæslu lögreglu á Þjóðhátíðinni á sama tíma og hið opinbera greiðir allan löggæslukostnað lögreglu á hinum og þessum hátíðum á landinu. Á Menningarnótt í Reykjavík og hátíðum víða um land um versl- unarmannahelgina greiðir hið op- inbera allan lögreglukostnað. En við í Vestmannaeyjum þurf- um að greiða 6–7 milljónir fyrir kostnað lögreglunnar af löggæslu á Þjóðhátíð. Við erum að standa straum af uppbyggilegu íþrótta og æskulýðs- starfi fyrir æsku Vestmannaeyja og vitanlega skiptir þá miklu að kostnaður sé sem minnstur af Þjóðhátíðinni og hagnaður sem mestur. Því hagnaður af þjóðhátíð Vest- mannaeyja er til að standa straum af íþróttaferðum, þjálfun og öðr- um kostnaði sem tengdur er góðu og kröftugu íþrótta- og æskulýðs- starfi, æsku Vestmannaeyja til heilla.“ Gísli Valla, vinur minn í Eyjum, tjáði mér að reynt hefði verið að fá þennan kostnað af lögreglu á Þjóðhátíð færðan til ríkisins, en lítil svör hefðu fengist og árangur enginn verið. Eftir dómsmálaráðherra var haft að það væri gott fyrir Vest- mannaeyinga að greiða þennan lögreglukostnað, þá yrði engin samkeppni við Þjóðhátíð á meðan greiðslan kæmi frá þjóðhátíð- arnefnd fyrir þessum kostnaði. Þvílíkt svar eða hitt þó heldur, vita menn ekki hversu kostn- aðarsamt er að sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi í Vestmannaeyjum? Ég held ráðamenn ættu að taka meira tillit til Vestmannaeyinga í þessum málum en gert hefur verið og styðja betur við bakið á því íþrótta- og æskulýðsstarfi er þar er unnið, oft við erfiðar aðstæður. Því kröftugri sem íþrótta- og æskulýðsstarfsemi er því hugs- anlegra er að hægt sé að bjarga einhverju ungmenninu frá leið óæskilegs lífernis, leið vímuefna og eiturlyfja. JÓN KR. ÓSKARSSON, varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Er ekki sama Jón og séra Jón ? Frá Jóni Kr. Óskarssyni: Jón Kr. Óskarsson LÍKT og margir mætir menn hafa bent á í gegnum tíðina er frelsi einstaklingsins hornsteinn lýðræðis í hverju landi. Við sem bú- um í frjálsu lýðræðisríki, þar sem frelsi einstaklingsins er í heiðri haft, tökum því oft sem sjálfsögðum hlut og okkur hættir oft til þess að gleyma því að lítill hluti mannkyns- ins nýtur þeirra rétt- inda sem okkur öllum finnast svo sjálfsögð. Einstaklingarnir er einnig fljótir að gleyma fortíðinni og þeim hörmungum sem hafa þurft að eiga sér stað svo við getum búið við þann sjálf- sagða hlut að geta sagt nei við einum hlut, en já við öðrum. Við höfum frelsi til að velja … eða oftast nær! Bjarni Pétur Magn- ússon, deildarstjóri afnotadeildar Rík- isútvarpsins, lofsyng- ur fyrirtækið sem hann vinnur hjá í grein í Morgunblaðinu hinn 22. júlí. Bjarni efar það ekki að Íslendingar muni lifa það af að hafa ekki Rík- isútvarp en dregur í efa að það sé vilji þjóðarinnar. Ég get tekið undir þessa skoðun Bjarna, en vil einnig bæta því við að ég vil veg allra fjöl- miðla sem mestan, þar sem þeir eru allir sem einn mikilvægir í að veita stjórnvöldum og ráðamönnum á hverjum tíma aðhald. Svo fjölmið- ill geti veitt sem best aðhald er nauðsynlegt að hann sé frjáls, óháð- ur og eignarhaldið sé gagnsætt. Bjarni er þeirrar skoðunar að ekki eigi að einkavæða ríks- útvarpið. Rökin fyrir þeirri skoðun eru þau að þorri almennings hefði ekki efni á að greiða afnotagjöld fyrir tvær frjálsar sjónvarps- stöðvar. En ég spyr Bjarna, skiptir það einhverju máli? Hefur fólk eitt- hvað frekar efni á að greiða afnota- gjöld RÚV og afnotagjöld annarrar sjónvarpsstöðvar? Mín grundvall- arréttindi eru frelsi mitt til að velja! Ég hef frelsi til að velja mér bíl, ég hef frelsi til að velja mér blað og bók til að lesa og ég hef frelsi til að velja hvar ég kaupi mat- vöruna mína. Í raun hef ég frelsi til að velja um allt, nema hvort ég greiði afnotagjöld Ríkisútvarpsins. Og það skiptir engu máli hvort ég horfi eða hlusta á það sem miðillinn hefur fram að færa. Bjarni, þetta heitir markaðsbrestur og er síst af hinu góða. Mikil umræða hefur farið fram á undanförnum misserum um sölu Símans. Virðist sem almenningur sé á móti þeirri sölu. Af hverju er almenningur svona fljótur að gleyma? Ef ekki hefði verið ráðgert að selja Símann og um leið gefið út leyfi til aðstunda einkarekinn fjar- skiptarekstur hefðum við ekki frelsi til að velja um þjónustu. Því síður hefði Síminn ástæðu til að lækka verð, nema ekki væri fyrir sam- keppni. En nú höfum við þetta frelsi og fólk vill svipta sig því. Virk samkeppni og einkarekstur eru for- sendur fyrir því að jafnvægi komist á markaðinn og hlutir séu verðlagð- ir á réttan hátt, þ.e. af markaðinum. Bjarni virðist jafn- framt vera fullviss um að ef almenningur hefði frjálst val um kaup á sjónvarpsþjón- ustu myndi hann kaupa áskrift að Ríkissjón- varpinu. Rökin fyrir því eru þau að áhorfið er svo mikið sem raun ber vitni. En Bjarni misskilur hlutina all- hrapallega. Eina ástæðan fyrir því að áhorfið á Ríkissjón- varið er svona mikið er sú að almenningur er skyldugur til að greiða fyrir afnotin af því. Ég er þess fullviss að fjöl- margir hafa ekki efni á að greiða fyrir aðrar stöðvar en RÚV, jafn- vel þótt Bjarna finnist verðið vera mjög svo sanngjarnt. Bjarni talar nefnilega um að verðið fyrir afnot af Rík- isútvarpinu sé allt of lágt, „það er verið að verðleggja Benz eins og Skoda“, líkt og kemur fram í grein hans. Hann talar um þetta eins og þetta sé eitthvað til að vera stoltur af, en það er fjarri sanni. Rík- isútvarpið hefur fastar tekjur frá öllum landsmönnum þjóðarinnar og getur því leyft sér að verðleggja sig á þennan hátt. Og þetta er einmitt ástæða þess að ríkið á ekki að standa í samkeppni við einkaaðila, það getur leyft sér að undirbjóða keppinautinn, og það verður seint talið til góðs. Ef einstaklingarnir hefðu frelsi til að velja þá getur enginn, hvorki Bjarni né aðrir, sagt til um það hvað þeir myndu velja. Hugsanlega myndu fleiri velja sér áskrift að sjónvarpsþjónustu 365 fjölmiðla og þá er hugsanlegt að þeir gætu lækkað verðið, en RÚV þyrfti að hækka sitt. Bjarni stingur einnig upp á þeirri snilldarhugmynd að Stöð 2 leggi niður fréttir sínar svo RÚV geti setið eitt að þeim markaði. Það væri frábært að hafa eingöngu fréttir frá einni stöð, og það rík- isrekinni, finnst einhverjum eitt- hvað að því? RÚV er ágæt sjónvarpsstöð en ég vil ekki vera skyldugur til að borga fyrir afnot af henni. Það skerðir persónufrelsi mitt og frelsi mitt til athafna. Ég vil vera frjáls einstaklingur, í frjálsu landi, með frjálsar skoðanir og hafa frelsi til að velja. Það er mín grundvall- arskoðun! Frelsi til að velja Guðmundur Óskar Bjarnason fjallar um skylduáskrift að Ríkisútvarpinu Guðmundur Óskar Bjarnason ’Í raun hef égfrelsi til að velja um allt, nema hvort ég greiði afnotagjöld Rík- isútvarpsins.‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur og áhugamaður um persónufrelsi. Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 og Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 ı Myndsmi›jan Egilsstö›um ENGRI LÍK! Finepix F10 hefur teki› næsta skref í stafrænni ljósmyndun.Me› ljósnæmi allt a› ISO 1600 í fullri upplausn! Miklu minni líkur á hreyf›um myndum. Ótrúleg flassdrægni. Margfalt lengri rafhlö›u ending, allt a› 500 skot! Eldsnögg a› kveikja - 1,3 sek og tökutöf 0,01 sek. Finepix F10 6.3M Super CCD 3X linsua›dráttur 2.5 tommu skjár ISO allt a› 1600 Ver› kr. 49.900 N‡ kynsló› af Super CCD www.ljosmyndavorur.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.