Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 35 MINNINGAR ✝ Baldvin Jóhann-esson símvirki fæddist í Bolungar- vík 16. des. 1928. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Teitsson húsasmíða- meistari, f. á Skarði í Vatnsnesi í V-Hún. 2. júní 1893, d. 1. nóv. 1977 og kona hans Guðrún Magn- úsdóttir kennari og skáldkona, f. á Klukkufelli í Reykhólasveit 15. sept. 1884, d. 2. júlí 1963. Systkini Baldvins eru: Björn, f. 14. okt. 1919, látinn, Magnús, f. 9. des. 1920, látinn, Pétur, f. 4. júní 1928 og fóstur- systir Guðlaug Árnadóttir, f. 22. sept. 1930. Hinn 3. mars 1951 kvæntist Baldvin eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Indriðadóttur, húsmóður, f. í Reykjavík 30. jan. 1930. Foreldrar hennar voru Indriði Ólafsson brunavörður í Reykjavík og Ragna Matthías- dóttir. Börn Baldvins og Ragn- heiðar eru: 1) Ragna Birna, f. 16. apríl 1951, giftist Helga Bjarna- syni, þau skildu. Börn þeirra eru Bjarni, f. 15. mars 1985 og Ragn- heiður, f. 31. maí 1985. 2) Gunnar Indriði, f. 10. mars 1956, kvæntur Guð- rúnu S. Jakobsdótt- ur. Synir þeirra eru Baldvin Ingi, f. 5. apríl 1988 og Tóm- as Árni, f. 12. ágúst 1990. 3) Guðrún Erna, f. 25. mars 1958, gift Bjarna Bessasyni. Börn þeirra eru Sigþór Bessi, f. 9. sept. 1985, Magnús Snorri, f. 29. júní 1990 og Sólveig, f. 8. maí 1995. Baldvin ólst upp í Bolungarvík til ársins 1941 en fluttist þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann var gagnfræðingur frá Flensborg og lauk símvirkjaprófi frá Póst- og símaskólanum. Bald- vin réðst til starfa hjá Pósti og síma 1952 og starfaði þar óslitið þar til hann fór á eftirlaun. Bald- vin var um skeið í stjórn félags ís- lenskra símamanna og í kjararáði BSRB. Hann var formaður hverfasamtaka Sjálfstæðisflokks- ins í Laugarnesi frá stofun þeirra 1977 til ársins 1985 og sat sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í um- ferðarnefnd Reykjavíkur í nokk- ur ár. Baldvin verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hinn 21. júlí síðastliðinn dó hann elsku afi minn, það er alveg ótrúlega skrítið að fá ekki að sjá hann aftur eða tala við hann. Afi var því miður búinn að vera mikið veikur en hann var svo sterk- ur að hann kom alltaf til okkar til baka og fór að labba með elskulega stafinn sinn, sama hversu oft við vor- um búin að kveðja hann í huganum. Afi var þannig maður að hann gaf allt af sér, hann sá ekki sólina fyrir okkur barnabörnunum og spurði alltaf um okkur, helst þrisvar ef við komum ekki með foreldrum okkar í heimsókn. Hann vildi alltaf vita hvar við vorum og hvort það væri ekki allt í lagi hjá okkur. Fjölskyldan verður ekki söm án þín. Við gerðum margt saman þegar ég var lítil stelpa og ég minnist þess sérstaklega þegar þú tókst köttinn hann Högna að þér. Þú vorkenndir honum svo að þú gafst honum að borða. Ég man líka vel þegar við fór- um að veiða saman, það var mikið gaman. Mér finnst alveg ótrúlegt að þú sért bara farinn og komir ekki til okkar aftur en ég er svo þakklát fyr- ir þann tíma sem ég gat setið hjá þér á spítalanum og haldið í höndina á þér, það verður mér ógleymanlegt. Það á eftir að vera skrítið að koma heim á Skúlagötu og sjá þig ekki sitja í stólnum í náttfötunum þínum eða heyra köllin frá þér úr svefn- herberginu. En ég get huggað mig við það elsku afi minn að þér líður betur og þú ert á betri stað. Núna geturðu hitt alla þá sem fóru á und- an þér eins og hann afa nafna, ég bið þig að líta vel eftir honum. Þið verðið góðir saman þarna uppi það veit ég. Ég á eftir að sakna þín mikið, ég er svo fegin að hafa fengið að sitja hjá þér þegar þú fórst og haldið í hönd- ina þína síðustu mínúturnar, þær eru mér mjög dýrmætar og ég gleymi þeim aldrei. Þú verður alltaf í hjarta mér og ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Þú baðst mig um að passa hana ömmu vel þegar þú færir og ég mun gera það fyrir þig, ég veit hvað þú elskaðir hana mikið. Elsku besti afi minn ég kveð þig hér með söknuði og ég gleymi þér aldrei. Ég elska þig alltaf, þín Ragnheiður litla. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Baldvin Jóhannesson símvirkja, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 21. júlí sl. Fyrstu kynni mín við Baldvin voru er ég kom með Gunnari í veiðihúsið við Urriðaá á Mýrum. Þar var mér tekið opnum örmum. Áttum við eftir að eiga þar margar góðar samveru- stundir. Baldvin sýndi strákunum okkar Gunnars mikla natni og þol- inmæði hvort sem þeir voru að dunda sér við stíflugerð eða stíga sín fyrstu spor við veiðiskap. Við Gunnar vorum svo heppin að þegar Baldvin fór á eftirlaun aðstoð- aði hann okkur við að sjá um strák- ana. Hann sótti þá í Ísaksskóla og var hjá þeim fram eftir degi og áttu þeir margar góðar stundir saman. Hann hjálpaði þeim við heimanámið ef þess þurfti og hvatti þá óspart til dáða. Einnig fylgdist hann vel með hvað þeir höfðu fyrir stafni, óþreytt- ur við að spyrja um hlutina þannig að stundum þótti þeim nóg um. Hann var mikill sjálfstæðismaður. Oft áttum við fjörugar umræður um stjórnmál, sérstaklega fyrir kosn- ingar, en þá lagði hann hart að sér að vinna fyrir flokkinn og málefni hans. Við vorum nú ekki alltaf sam- mála en það kom ekki að sök, virðing var borin fyrir skoðunum og oft hlegið dátt áður en kvatt var í mestu vinsemd. Baldvin var í orðsins fyllstu merk- ingu listrænn þúsundþjalasmiður, einstaklega handlaginn og gat gert við nánast ALLT! Við fengum oft að njóta krafta hans og aðstoðar. Ótrú- legar voru jólaskreytingarnar sem hann gerði handa fjölskyldunni og hinar mörgu leiðisskreytingar sem hann útbjó fyrir látna fjölskyldu- meðlimi sína og vini. Fastur liður var hjá honum og Gunnari, síðar bættust synir okkar við, að heim- sækja leiði ástvina á aðfangadag jóla með skreytingar og kerti. Báru þær allar merki um einstakt fegurðar- skyn og natni. Undanfarin ár voru Baldvin erfið, líkamlegt þrek var farið að gefa sig og átti hann oft við mikla öndunar- örðugleika að etja. Það dró þó ekki úr umhyggju hans fyrir fjölskyld- unni. Var honum mikið í mun að fylgjast vel með því hvað allir fjöl- skyldumeðlimir höfðu fyrir stafni. Að leiðarlokum kveð ég tengda- föður minn Baldvin Jóhannesson með þökk fyrir traust og vináttu. Minningin um hann mun lifa með okkur. Guðrún. Jæja elsku afi, þá er loksins komið að kveðjustund. Það er frekar skrít- ið að hugsa um það að þú sért virki- lega farinn, því þú hafðir ekki minnstu löngun til að deyja og kannski er það ástæðan fyrir því að þú náðir að standa af þér öll þessi erfiðu veikindi. Lífið er skrítið, því við fæðumst öll inn í þennan heim meðvituð um það að við eigum öll eftir að deyja, samt þegar kallið kemur bregður okkur alltaf jafn mikið. Ég á eftir að sakna þín óend- anlega og kallanna þinna þegar ég kem niður á Skúlagötu, en þau byrj- uðu vanalega svona: „Bjarni minn, heyrðu aðeins hérna.“ En ekki þýðir að gráta eins og einhver gáfaður sagði, því ég get þó alltaf huggað mig við góðu minningarnar sem ég á um þig. Það er mér enn í fresku minni þegar ég var sendur í pössun til ykkar ömmu um helgar niður á Otrateig. Þá varst þú alltaf vaknaður klukkan sjö, bara til þess að vera tilbúinn að gefa mér að borða þegar ég vaknaði. Ég man að þú skarst ristaða brauðið alltaf í pínulitla bita, því ekki mátti nú brauðið standa í mér. Eftir góðan morgunmat lá leið- in svo niður á höfn eða út á Reykj- arvíkurflugvöll, þar sem við skoðuð- um allar gerðir af skipum og flugvélum, mér til mikillar gleði, en auðvitað var aldrei lagt af stað fyrr en allir voru búnir að spenna beltin. Enda hafðirðu aldrei neitt annað en velferð okkar barnabarnanna í huga. Þá get ég varla sleppt því að minnast á stigann á Otrateignum, þar sem það var skylda að fara varlega og það heyrðist að meðaltali fjórum sinnum á hverjum klukkutíma: „Í guðanna bænum krakkar, viljiði fara varlega í stiganum.“ Á mínum yngri árum skildi ég þig ekki, en eftir því sem ég eltist áttaði ég mig alltaf bet- ur og betur á því hversu óendanlega vænt þér þótti um okkur barnabörn- in. Þú varst alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir mig, sama hversu heimskulega það hljómaði. Það eina sem ég þurfti að gera var að biðja. Það verður erfitt að koma niður á Skúlagötu og fá ekki að spjalla aftur við þig, en umræðuefni okkar voru jafn misjöfn og fjölbreytt og allt mannkynið í heild sinni. Allt frá kvennamálum mínum, sem þú hafðir miklar áhyggjur af, því ekki mátti nú elsta barnabarnið pipra, og málefn- um líðandi stundar upp í tilvist Sam- fylkingarinnar. Vorum við sammála um flesta hluti, en ef ekki virtirðu alltaf mínar eigin skoðanir, og fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Elsku besti afi, ég vona innilega að þú sért á góðum stað, og ef það er til himnaríki eins og Dante lýsir því vona ég innilega að þú passir þig á öllum stigunum. Bjarni Helgason. BALDVIN JÓHANNESSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR SVEINSDÓTTIR kennari frá Kolsstöðum í Miðdölum, síðast til heimilis á Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 19. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júlí kl. 15.00. Helga Sveinsdóttir, Valdimar Guðnason, Jón R. Sveinsson, Guðrún Óskarsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hélt í vonina um að þú ættir eftir að koma. En þú kemur til mín, bara á annan hátt en ég bjóst við. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Ég var svo heppin að fá að búa hjá þér á vissum tímabilum í lífi mínu, sem ungbarn, barn og ung stelpa. Það sem ég lærði af þér er ávísun út í allt lífið, og ég er mjög þakklát fyrir það. Þú, Guð, ert minn, ég á þig að, ég er í höndum þínum, mitt veika hjarta huggar það á harmaferli mínum. Ég veit þitt voldugt ráð er viska dýr og náð, því gleðst ég, Guð, í þér, er gleðisólin mér í heimi hverfur sýnum. (Helgi Hálfdánarson.) Þín Ásta. Elsku besta amma mín. Ekki datt mér í hug þegar ég, Haddý og Ingi Rafn strákurinn minn hittum þig mánudaginn 18. júlí að það væri í síðasta sinn sem við spjölluðum saman. Þú varst algert gull og það verður rosalega erfitt að geta ekki kíkt í heimsókn til þín og talað um allt milli himins og jarðar. Ég hef búið hjá þér með hléum nánast síðan ég fæddist og við höf- um brallað margt saman. Það var til dæmis alltaf gaman að horfa á sjónvarpið með þér og við gátum tuðað um allt sem þar birtist tímunum saman og aldrei vorum við sammála um ýmsa hluti þar nema þá að láta málin niður falla! Þegar ég fór að búa í fyrra varstu mjög ánægð með það en því miður komstu ekki eins oft í heimsókn og við bæði hefðum viljað vegna veik- inda þinna. Svo bauðstu mér, Eygló, Inga Pinga, eins og þú kallaðir hann oft, og Jónasínu í mat viku áður en þú kvaddir og þú varst orðin svolítið slöpp þá, en þú, eins og svo oft áður, þrjóskaðist í gegnum þetta og þetta var alveg eins og áður, þú hafðir engu gleymt. Þú matreiddir frábær- an hrygg og gott meðlæti handa okkur eins og þú hefðir aldrei gert neitt annað. Takk fyrir okkur. Þú ert snill- ingur. Núna ertu komin til afa míns sem lést fyrir 16 árum og Gunnu nöfnu þinnar, en aldrei gastu sætt þig við hvað hún var tekin snemma frá okk- ur, sem og allra systkina þinna og þið hafið eflaust mjög mikið að tala um. Ég vona að þér líði betur núna elsku amma mín. Ingi Rafn og Eygló Ýr senda saknaðarkveðjur. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið, þú varst mikill og góður vinur minn sem og frábær amma og ég elska þig afar heitt. Ég þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og hafðu það gott og við sjáumst síðar. Bless í bili, ástarkveðja. Þinn Jón Ingi (Nonni). Þriðjudaginn 19. júlí sl. dó hún amma mín eftir að hafa átt í veik- indum um hríð. Þrátt fyrir veikindin var ávallt stutt í glens og grín hjá henni og ekki minnkaði áhuginn á umhverfinu við þau. Amma hafði skoðanir á öllu á milli himins og jarðar og sat ekki á sér í umræðum um hin ýmsu mál. Upp í hugann koma margar af mínum bestu minningum. Allar stundirnar sem ég átti með henni og afa á Víghólastíg 12, hún vinnandi í Ólabúð hlaupandi heim í hádeginu til að gefa okkur afa að borða, mat- arboð á laugardagskvöldum með stórfjölskyldunni heima hjá henni, ferðirnar í hjólhýsið í Þjórsárdal og síðast en ekki síst ferðin til Flórída sem amma og afi tóku mig með í. Amma var alveg sólaróð og um leið og sólargeisli smeygði sér fram und- an skýjum var vitað mál að hún var mætt á bekkinn með olíubrúsann í hönd til að sóla sig. Ég stækkaði, eignaðist konu og börn sem hafa eignast sínar eigin minningar um ömmu Gunnu. Mat- arboð með fjölskyldunni á laugar- dagskvöldum, nú haldin heima hjá mömmu minni og pabba, þar sem amma Gunna var hrókur alls fagn- aðar, sumarbústaðarferðir, afmælis- veislur, o.m.fl. Mikið ofboðslega er ég ánægður yfir því að börnin mín fengu tækifæri til að kynnast henni langömmu sinni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, ég, Halla, Hlín og Hrannar viljum þakka þér fyrir all- ar yndislegu stundirnar sem við höf- um átt með þér í gegnum tíðina. Hvíl í friði. Guð blessi þig elsku amma Gunna. Þinn ömmustrákur Sveinn. foreldrum mínum og systkinum suður og þá var alltaf komið í Skerjafjörðinn þar sem hún frænka mín bjó. Vegna veikinda mömmu dvaldi ég ófá skipti hjá þeim hjónum Gunnu frænku og manni hennar Sveini Magnússyni. Ég fann strax fyrir þeim mikla kærleika og góða skapi sem einkenndi Gunnu frænku. Í litlu íbúðinni hennar í Skerjafirð- inum og seinna meir í húsinu við Víghólastíginn var alltaf nóg pláss, hvort heldur það kom einn úr okkar fjölskyldu eða við öll, pabbi, mamma með okkur öll, fjögur börnin. Seinna á lífsleiðinni, þegar ég fór í hús- mæðraskóla Reykjavíkur, fannst Gunnu frænku ekki koma til greina annað en að ég ætti athvarf hjá henni og hennar fjölskyldu, og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Elsku Gunna frænka, við fjöl- skyldan minnumst þín ávallt með þakklæti, og sendum börnum þínum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Þorláksdóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Gunna mín. Nú ertu farin. Ég kveð þig með trega og sorg í hjarta. Með fáeinum orðum vil ég þakka þér fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Þú varst vön að segja: „Ég er svo lánsöm að hafa ykkur í sama húsi“ og „ég veit ekki hvernig ég færi að“. Það var alltaf gott að fá þig í heim- sókn og alltaf vorum við velkomin til þín, enda fengum við hvergi eins góðar pönnsur, fjögurra laga með rabarbarasultu. Þú reyndist mér og mínum í senn góð móðir og amma, þótt þú ættir börn, ömmubörn og langömmubörn, það var ég sem var lánsöm. Við vor- um góðar vinkonur. T.d. þegar ég sagði þér að ég ætlaði að heimsækja Kristjönu út til Denver og slæ því svona fram; „komdu bara með mér“ og eftir tvo sólarhringa vorum við á leiðinni og sátum á Saga Class og það var stjanað við okkur eins og við værum drottningar. Þetta ferðalag okkar gekk mjög vel, þurftum að millilenda á ýmsum stöðum, þú varst duglegri en ég að rata um flugvelli, þú varst líka vön. Á leið- arenda komumst við og mikið var gaman hjá okkur, en það var ekki allt búið, við áttum margar góðar stundir eftir þetta, eins og þegar við sátum og þú lagðir spil og ég las úr bolla hlógum við oft og höfðum gam- an af vitleysunni í okkur. Sigurjón þakkar þér fyrir að hafa staðið með honum þegar ég var að skamma hann, þá varstu vön að segja: „Dandý mín, vertu nú góð við karl- inn þinn, hann er svo duglegur, því ef kostirnir eru fleiri en gallarnir látum við okkur hafa það (Good morning).“ Svo flutti ég og svo fluttir þú og við hittumst alltof sjaldan en ég geymi minninguna í hjarta mér. Ég og mín fjölskylda vottum aðstand- endum þínum dýpstu samúð. Kveðja Svanfríður (Dandý).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.