Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hallfreður ÖrnEiríksson fædd-
ist á Fossi í Hrúta-
firði 28. desember
1932. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 17. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Hallfríður
Vigfúsdóttir, f. 22.3.
1906, d. 17.2. 1933,
og Eiríkur Daníels-
son, f. 6.6. 1897, d.
14.12. 1953. Eftir
andlát móður var
Hallfreður tekinn í fóstur að
Óspaksstöðum í Hrútafirði af
hjónunum Hallberu Þórðardóttur,
f. 1.1. 1882, d. 12.10. 1971, og Ing-
þóri Björnssyni, f. 9.5. 1878, d.
18.11. 1934. Fóstursystkin Hall-
freðar eru Hjörtur Georg, f. 22.3.
1901, d. 8.4. 1962, Þórður, f. 5.2.
1904, d. 24.3. 1995, Ólafur Valdi-
mar, f. 26.10. 1906, d. 31.12. 1976,
Bjarnheiður, f. 18.6. 1908, d. 19.10.
1987, Sigríður, f. 24.2. 1910, d.
26.12. 1997, Björg, f. 4.7. 1914, d.
25.12. 1994, Sigurrós, f. 31.8. 1917
og Friðrik Theodór, f. 1.9. 1918. Á
þriðja aldursári flutti Hallfreður
með fósturmóður sinni til Reykja-
víkur og ólst hann upp þar. Bræð-
1963-1964 og við Héraðsskólann í
Reykholti 1964-1965. Frá árinu
1966 var Hallfreður í föstu starfi
sem þjóðfræðingur og síðar sér-
fræðingur við Handritastofnun Ís-
lands (frá 1972 Stofnun Árna
Magnússonar). Allt frá árinu 1958
safnaði Hallfreður þjóðfræðaefni
á vegum Ríkisútvarpsins, Þjóð-
minjasafns Íslands og Handrita-
stofnunar. Árnastofnun varðveitir
nú meira en 1.000 klukkustundir
af efni sem Hallfreður tók upp á
ferðum sínum um Ísland og um
byggðir Vestur-Íslendinga. Hall-
freður tók virkan þátt í alþjóðlegu
samstarfi þjóðfræðinga og sat
m.a. um árabil í stjórn Norrænu
þjóðfræðastofnunarinnar. Hann
stóð að útgáfu íslenskra þjóðsagna
og ævintýra m.a. á íslensku,
þýsku, finnsku, sænsku og ensku,
auk þess sem hann birti fjölda
greina í íslenskum og erlendum
tímaritum. Hallfreður sat jafn-
framt um langt skeið í stjórn
Rímnafélagsins og tók þátt í út-
gáfustarfi þess. Ennfremur hafa
þýðingar Hallfreðar úr tékknesku
auðgað íslenskar bókmenntir.
Fyrir nokkrum árum dró Alzheim-
ersjúkdómur Hallfreð Örn frá
allri virkri þátttöku í fjölbreyttu
félagsstarfi og gerði honum
ókleift að vinna áfram að þeim
verkefnum sem honum voru hug-
leikin.
Hallfreður verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
ur Hallfreðar úr
seinna hjónabandi
Eiríks með Kristínu
Þórðardóttur, f. 29.6.
1904, d. 14.1. 1996,
eru Sigurður, f. 27.9.
1940, og Þórhallur, f.
10.10. 1946.
Hinn 31. desember
1960 kvæntist Hall-
freður eftirlifandi
eiginkonu sinni, Olgu
Maríu Franzdóttur, f.
í Tékkóslóvakíu 25.8.
1937. Foreldrar
hennar voru hjónin
Marie Šramová, f. 10.9. 1913, d.
17.9. 2002, og František Šram, f.
18.1. 1909, d. 14.7. 1974. Bróðir
Olgu er František Šram, f. 8.6.
1935, eiginkona hans er Tatjana
Šramová, f. 18.2. 1935.
Hallfreður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1952. Hann lauk kandídats-
prófi í íslenskum fræðum frá Há-
skóla Íslands árið 1958. Að því
loknu lagði hann stund á nám í
þjóðfræðum við heimspekideild
Karlsháskólans í Prag (1958–
1963) og síðar við Irish Folklore
Commission í Dublin (1965–1966).
Hallfreður var kennari við Mýr-
arhúsaskóla á Seltjarnarnesi
Dauðinn rýfur og tengir. Við and-
lát móður Hallfreðs kom hann til
ömmu minnar Hallberu Þórðardótt-
ur, þannig lágu leiðir okkar saman.
Ég minnist hans úr barnæsku
minni – þvengjalengju – og litla
systir mín fór að hágráta eitt sinn er
hann stóð upp við eldhúsborðið og
teygði sig.
Hann var alinn upp á árbakka og
alla tíð var hann veiðimaður. Þar
lágu áhugasvið okkar heldur betur
saman og ófáar veiðiferðirnar sem
lifa í endurminningunni. Á þessum
árum var hægt að komast í Laxá við
Mývatn með litlum fyrirvara og
þangað lá leið okkar tíðum. Í einni
ferðinni þangað kom taumurinn upp
sléttur og flugan farin; Haddi sann-
færði mig um að slíkur stórfiskur
hefði tekið að hann hafði slitið taum-
inn með hnykk á flotið. Í þessari
ferð höfðum við gleymt tjaldsúlun-
um og urðum því að tjalda á veiði-
stöngunum. Þá komumst við að því
árum síðar að við höfðum stundað
veiðiþjófnað í landi Brúnar daginn
eftir en fengum leyfi fyrir landi
Máskots. Við vorum orðnir æði lúnir
um kvöldið á heimleið þegar ég bað
Hadda að segja mér frá vinnu sinni í
Árnasafni. Við Hrúteyjarkvísl kom
„Ja, sko“ og aftur kom „Ja, sko“ við
afleggjarann að Hriflu. Við Ljósa-
vatn var hann sofnaður og svaf vært
til Akureyrar.
Á tímabili var Haddi þvílík óveð-
urskráka að nánast tók fyrir veiði-
ferðir okkar. Verslunarmannahelgi
fyrir áratugum brutumst við samt í
norðan hávaðaroki og slyddu yfir
Vaðlaheiði norður í Laxá. Við börð-
umst harðri baráttu við náttúruöfl-
in, komum upp tjaldi og hófum veið-
ar. Heldur versnaði veður er á leið
daginn. Þegar Olga sleit loks upp
spannarlangan titt sem hún leit á
sem matfisk en sem ég hristi af
önglinum í ána aftur var mælirinn
fullur. Við pökkuðum saman og
héldum heim.
Síðasta veiðiferðin okkar var farin
í skugga þess sjúkdóms sem síðar
rauf flest okkar tengsl. Þrátt fyrir
veikindin kastaði hann flotinu af
sama innileik og öll þau ár sem við
höfðum átt saman með stöng og
línu.
Og nú er Hallfreður allur; blessuð
sé minning hans.
Ingþór Friðriksson.
Hallfreður Örn Eiríksson hafði
trausta háskólamenntun á sviði ís-
lenskra fræða og almennrar þjóð-
fræði. Starfsvettvangur hans um
áratugaskeið var þjóðfræðadeild
Stofnunar Árna Magnússonar, áður
Handritastofnunar. Fyrsti forstöðu-
maður hennar, Einar Ól. Sveinsson,
hafði sjálfur brennandi áhuga á
þjóðfræði og greip tækifærið, þegar
þessi vel menntaði þjóðfræðingur
var kominn heim frá námi, að ráða
hann til að safna; síðar varð Hall-
freður sérfræðingur og í forystu
fyrir þjóðfræðadeild stofnunarinnar.
Hallfreður Örn var í fremstu röð ís-
lenskra þjóðfræðinga, og söfn hans
frá síðari hluta tuttugustu aldar,
sem varðveitt eru í Árnastofnun, á
annað þúsund klukkustunda, eru
ómetanlegur fjársjóður. Áhugi hans
á þeim fræðum sem fólk bjó yfir,
minningum, þekkingu á siðum og
háttum, sögnum, kvæðum, kveðskap
og fjöldamörgu öðru, knúði hann
áfram í starfi sínu, en honum var
ekki nóg að safna þjóðfræðum, hann
vildi rannsaka efnið og efla fræði-
grein sína sem háskólagrein hér-
lendis með svipuðum hætti og hann
þekkti frá námsárunum í Tékkóslóv-
akíu og Írlandi, og frá Norðurlönd-
um. Á árunum fyrir og eftir 1980
vann hann að því með öðrum að
koma á kennslu í þjóðfræðigreinum
í Heimspekideild Háskóla Íslands
með því að knýja á um að deildin
sækti um að fá kennarastöðu í
greininni og koma á fót stunda-
kennslu innan íslenskuskorar. Þeir
Hallfreður og Jón Hnefill Aðal-
steinsson önnuðust í nokkur ár þá
kennslu sem deildin bauð, auk þess
sem fastir kennarar gátu lagt til.
Seinna réðust mál þannig að þjóð-
fræðin varð kennslugrein í Fé-
lagsvísindadeild, og lét þá Hallfreð-
ur af kennslu, en efling greinarinnar
gladdi hann.
Hallfreður Örn sat um árabil í
stjórn Norrænu þjóðfræðastofnun-
arinnar (Nordisk institut for folke-
digtning) fyrir hönd Íslands. Þar og
á málþingum og ráðstefnum kynnt-
ist hann fjölda fræðimanna á sínu
sviði, hélt við þá góðu sambandi og
lagði kapp á að koma af stað útgáfu
og verkefnum þar sem hlutur Ís-
lands væri ekki fyrir borð borinn.
Hann samdi fjölda greina um fræði
sín og birti bæði í íslenskum og er-
lendum bókum og tímaritum og stóð
að útgáfu þjóðfræðaefnis á íslensku
og mörgum fleiri tungum. Í fræðum
sínum sameinar hann áhuga á sér-
kennilegu efni, almennum skilyrð-
um og þróun þjóðfræðanna og því
mannlífi sem þau eru hluti af. Á síð-
ari árum beindi hann einnig athygli
sinni m.a. að menningu nítjándu ald-
ar, að rómantísku stefnunni, sem í
senn hafði mótandi áhrif á almenna
þjóðfræði, íslenskar bókmenntir
sem þá voru í mótun og endurnýjun,
og gegnum þjóðernishugmyndir á
þjóðlífið sjálft. Hallfreður þýddi
nokkuð úr tékknesku, þ.á m. stór-
merka ferðasögu Daníels Vetter frá
17. öld ásamt Olgu konu sinni. Rit-
mál sem hann lét frá sér fara vand-
aði hann í hvívetna. Áhugamál Hall-
freðar voru víðfeðm og náðu langt
út fyrir sérsvið hans. Hann hafði
bæði áhuga og þekkingu á sögu og
stjórnmálum, íslenskum og alþjóð-
legum, ræddi þau mál gjarnan og
tók þátt í stjórnmálastarfi framan af
ævi, þótt ekki sæktist hann eftir
vegtyllum eða trúnaðarstörfum á
því sviði. Hann vildi styðja réttlæti
og jöfnuð, kynntist af eigin raun
þeim villigötum sem ríkissósíalismi
Austur-Evrópu rasaði á, en gerði
sér, hygg ég, alltaf vonir um að tak-
ast mætti að finna leiðir til að skapa
réttlátt jafnaðarsamfélag þar sem
mannhyggja ríkti yfir auðhyggju.
Hallfreður Örn Eiríksson var
prúðmannlegur og virðulegur í
framkomu, en um leið hlýr í viðmóti,
manna ljúfastur og lítillátastur.
Hæglæti hans átti vafalaust mikinn
þátt í þeim árangri sem hann náði í
starfi sínu, af því að fólkið sem hann
leitaði til fann að hann bar virðingu
fyrir því og vitneskjunni sem það
bjó yfir. Við samstarfsmenn sína var
Hallfreður þýður og þægilegur.
Hann var jafnan gamansamur og
ræðinn, bæði um fræði sín og önnur
áhugamál, en þegar hinn illvígi sjúk-
dómur tók að gera vart við sig,
hljóðnaði hann smám saman og
hringur umræðuefna þrengdist. Það
var sem hann drægi sig hægt og
hógværlega í hlé frá lífinu og lokaði
dyrum varlega á eftir sér. Hans er
minnst með söknuði og virðingu á
vinnustað.
Það var gæfa Hallfreðar að fá að
sinna þeim fræðum sem hann unni
heitast, en önnur gæfa var lífsföru-
nauturinn sem hann fann á náms-
árunum í Prag, Olga María Franz-
dóttir. Hún vann með Hallfreði að
þjóðfræðasöfnun, ekki síst í för
þeirra til Vesturheims. Þau voru
samhent um gestrisni og hjálpsemi,
og Olga annaðist Hallfreð af ein-
stakri alúð í veikindum hans til
hinstu stundar. Samstarfsmenn
Hallfreðar og vinir þeirra senda
henni og öðrum vandamönnum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Vésteinn Ólason.
Ég kynntist Hallfreði á unglings-
árum hans, fyrir meðalgöngu
frænda minna sem voru skólabræð-
ur hans á svipuðum aldri. Síðan varð
hann með nokkrum hætti skjólstæð-
ingur minn, þótt ég finni nú með eft-
irsjá að ég hafi rækt það hlutverk
miður en skyldi. Meðal annars man
ég að ég annaðist námslán hans þeg-
ar hann var við framhaldsnám er-
lendis. Báðir höfðum við álíka lítið
vit á fjármálum; en það kom ekki að
sök, það höfðu landsfeðurnir ekki
heldur, og þegar kom að skuldadög-
um höfðu krónurnar brunnið upp í
verðbólgunni og Hallfreður þurfti
svo sem ekkert að borga.
Framhaldsnámið stundaði Hall-
freður í þjóðfræðum eða þjóðsagna-
fræðum við Karlsháskólann í Prag,
og þaðan kom hann ekki einungis
með kunnáttu í tékkneskri tungu og
próf í fræðum þessum heldur og
með unga og fallega konu, Olgu
Franzdóttur, sem síðan var dyggur
og dýrmætur lífsförunautur hans
allt til æviloka.
Hallfreður fékk snemma áhuga á
að safna þjóðlegum fræðum – þjóð-
sögum og ævintýrum, þjóðkvæðum
og þjóðlögum, meðal annars rímnas-
temmum.
Vitanlega hafði stórmiklu verið
safnað af slíku efni hér á landi, allt
frá dögum Jóns Árnasonar og
Bjarna Þorsteinssonar. En margt
var enn lifandi á vörum fólksins, og
nú mátti beita við söfnunina áður
óþekktum aðferðum, með tilkomu
segulbanda og annarra nýrra tækja.
Nokkuð hafði þegar verið gert af
slíkri söfnun þegar Hallfreður hóf,
að loknu háskólaprófi hér heima, að
safna rímnalögum fyrir Ríkisút-
varpið og Þjóðminjasafnið. Að loknu
háskólanáminu ytra komst hann síð-
an í samband við Einar Ól. Sveins-
son, forstöðumann hinnar nýju
Handritastofnunar Íslands (nú
Stofnunar Árna Magnússonar), en
Einar var mikill þjóðfræðingur með
réttan skilning á þörf söfnunar með
nútíma aðferðum. Vann Hallfreður
fyrst í sumarleyfum á vegum Hand-
ritastofnunar, en síðan var hann
ráðinn fastur starfsmaður hennar
árið 1966 og vann þar til loka starfs-
ævi sinnar. Ár eftir ár ferðaðist
hann um allt land með upptökutæki
sín og elti uppi hið gamla fróða fólk
sem nú var óðum að týna tölunni.
Eitt sinn fóru þau hjónin Hallfreður
og Olga meira að segja í mikla söfn-
unarför um byggðir Íslendinga í
Vesturheimi. Þá kvaðst Olga hafa
verið hrifnust af Íslendingum þegar
hún kynntist því hvernig gömul
menning þjóðarinnar hafði lifað
kynslóðum saman í fjarlægri heims-
álfu.
Allt hið mikla safn Hallfreðar er
nú varðveitt í Stofnun Árna Magn-
ússonar. Margir fleiri hafa einnig
hljóðritað slíkt þjóðfræðaefni á öld-
inni sem leið, og hefur þorri þess
verið sameinaður þjóðfræðasafni
Árnastofnunar. En safn Hallfreðar
eitt sér mun vera meira að vöxtum
heldur en samanlögð söfn allra ann-
arra. Þarna er varðveitt náma fróð-
leiks til rannsókna og úrvinnslu
handa fræðimönnum. Þarna er upp-
sprettulind tónskáldum til nýrra
þjóðlegra hljómverka. Og þarna er
að finna vitnisburð um framburð og
meðferð íslenskrar tungu á síðara
hluta 20. aldar beint af vörum hinna
fjölmörgu heimildarmanna.
Hallfreður Örn var vel gefinn
maður og fjölfróður um marga hluti.
Hann var ljúflingur sem öllum
þótti vænt um er honum kynntust.
Hann var dálítið barnslegur og
HALLFREÐUR ÖRN
EIRÍKSSON
Hann Hallfreður brosti
síðast þegar við sáumst, ljúf-
ur í viðmóti þótt þrekið væri
þorrið.
Hann var fjölfróður og víð-
lesinn og áhugamaður um
þjóðmál, góðmenni sem vildi
öllum vel.
Áratuga einlæg vinátta
þeirra Olgu hefur verið okk-
ur dýrmæt og fjölskyldunni
mikils virði.
Nú hefur Hallfreður kvatt.
Við þökkum samfylgdina.
Olgu vottum við innilega
samúð.
Haukur og María.
HINSTA KVEÐJA
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is