Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.07.2005, Qupperneq 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG VONA AÐ ÞÉR SÉ SAMA ÞÓ ÉG SEGI... ... AÐ ÞÚ SÉRT MJÖG SÆTUR ÉG FER HJÁ MÉR! HVAÐ VAR ÞETTA? TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN VAHHHH-HHHH! FYRIRGEFÐU AÐ ÉG FELLI TÁR HVAÐ ER Í MATINN? LAX! LAX! OJ BARA ÞAÐ VÆRI SIGUR EF ÞÚ HELDUR SVONA ÁFRAM ÞÁ FESTIST ÞESSI SVIPUR Á ÞÉR VIÐ ERUM AÐ REYNA AÐ BREYTA ÍMYND OKKAR SPURÐU KONUNA ÞÍNA HVORT HÚN VILJI AÐ VIÐ FÖRUM ÚR SKÓNUM EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ SEGJA Á SAMURAIA BAR VILJIÐ ÞIÐ SKIPTA REIKN- INGNUM Í ÞRENNT ÉG SÉ ÞIG EFTIR TVO DAGA BLESS OG GÓÐA FERÐ ENGIN HÆTTA Á ÖÐRU, VEÐRIÐ ER SVO GOTT ÞAÐ ER NÚ EKKI ÞAÐ. ÞEIR ERU VÍST BÚNIR AÐ HERÐA EFTIRLITIÐ Á FLUGVELLINUM ÞAÐ GÆTI VERIÐ VESEN ÉG TÓK MEÐ MÉR GÓÐA BÓK TIL AÐ LESA Í RÖÐINNI ÚFF! ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ FARA VARLEGA ÞVÍ ÞETTA VERÐUR ÞÍN SÍÐASTA FERÐ Á MEÐAN KÓNGULÓARMAÐURINN VÍKUR SÉR FIMLEGA UNDAN... Dagbók Í dag er fimmtudagur 28. júlí, 209. dagur ársins 2005 Á sólríkum sum-ardögum skundar Víkverji glaðbeittur niður í miðbæ Reykja- víkur og nýtur mann- lífsins og tilverunnar. Hann hlær jafnan hátt og mikið þegar hann arkar inn á Austurvöll og sér sólþyrstan lýð- inn liggja í túninu eins og síld í tunnu. Vík- verji horfir yfir fjöldann, skimar eftir auðum bletti í sard- ínudósinni og spyr sjálfan sig hví fólkið húki í þessum troðn- ingi þegar fallegir, grænir blettir, líkt og Hljómskálagarðurinn og Mikla- tún, standi nánast ónotaðir. Samt burstar Víkverji burtu sígar- ettustubba og stingur sér ofan í sard- ínudósina. Víkverji er náttúrlega maður fólksins og vill vera þar sem fólkið er. „Þú verður að sýna þig og sjá aðra,“ tautar hann hálfafsakandi við sjálfan sig og veltir fyrir sér hvort fá- menni í Hljómskálagarðinum megi skýra með því að þar sé engin veit- ingasala. Og kannski þyrfti að koma upp borðum og stólum á Miklatúni til að fólk héldi þangað í meira mæli? Og þó, kannski er bara fínt að troðast í sardínudósunum á Austurvelli og í Naut- hólsvík og engin ástæða til að fjölga val- kostunum. x x x Þegar sól er hnigintil viðar og grasof- næmi Víkverja er farið að segja til sín á túninu á Austurvelli, verður Víkverji stundum sorgmæddur. Þá lítur hann yfir völlinn og sér hrúgur af rusli og skít. Er svona erfitt að ganga með ísbréfin og servíetturnar í næstu ruslatunnu? Ekki eru tunnurnar marga metra frá og þótt þær mætti vissulega tæma miklu oftar á dögum þegar völlurinn er fullur af fólki, má alltaf finna ein- hverjar fötur sem hægt er að koma rusli ofan í. Afsökunin fyrir sóða- skapnum er engin. Hvaða flottheit eru það að búast við að einhver annar þrífi upp skítinn eftir mann? Gengur fólk svona um heima hjá sér? Ekki Víkverji í öllu falli. Annars flytu pylsubréf um eldhúsgólf hans og sófinn væri þakinn skyrdollum og tómum sígarettupökkum. Í rúminu leyndist síðan ef til vill einnota grill og einmana kótiletta. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Tónlist | Í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 munu þau Dorte Højland og félagar halda djasstónleika undir yfirskriftinni „Spaces & Places“. Á tónleikunum tefla þau saman landslagsmyndum frá Íslandi eftir sænska ljósmyndarann Fredrik Holm og tónverkum saxófónleikarans danska Dorthe Højland. Í hópnum eru þau Dorte á saxófón, Jacob Højland á píanóinu, Andreas Dreier á bassa, Søren Olsen á trommum og ljósmyndarinn Fredrik Holm. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Danskur djass MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis. (Hebr. 12, 11.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.