Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 45
DAGBÓK
Er löggiltur fasteignasali
a› selja eignina flína?
sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17
Hjá Heimili fasteignasölu starfa
fjórir löggiltir fasteignasalar sem
hafa áralanga reynslu af fasteigna-
vi›skiptum. fia› er flví löggiltur
fasteignasali sem heldur utan um
allt ferli›, allt frá flví eignin er
sko›u› og flar til afsal er undirrita›.
Metna›ur okkar á Heimili er a›
vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu-
brög› sem tryggja flér besta ver›i›
og ábyrga fljónustu í samræmi vi›
flau lög og reglur sem gilda um
fasteignavi›skipti.
Finbogi Hilmarsson
lögg. Fasteignasali
Einar Gu›mundsson
lögg. Fasteignasali
Anney Bæringsdóttir
lögg. Fasteignasali
Bogi Pétursson
lögg. Fasteignasali
Hafdís Björnsdóttir
Ritari
FSS er félag STK stúdenta en STK er ís-lensk útgáfa ensku skammstöfunar-innar LGBT, sem stendur fyrir sam-kynhneigða, tvíkynhneigða og
kynskiptinga.
Guðlaugur Kristmundsson er alþjóðafulltrúi fé-
lagsins: „Þetta er hópur fólks á aldrinum 18 til 30
ára og annarra sem eru í námi. Í félaginu er STK
fólk og velunnarar málstaðarins.“
Á vegum FSS er fjölbreytt starfsemi: „Við
höldum alls kyns viðburði þar sem fólk getur
fengið að kynnast innbyrðis og styrkjum þannig
félagsnetið. Einnig sinnum við ýmissi fræðslu-
starfsemi, þrýstum á yfirvöld þegar þörf er á og
minnum námsráðgjafa og skólayfirvöld á okkur
og okkar málstað. Einnig eigum við í samstarfi við
önnur samtök, störfum t.d. með Samtökunum 78,
reynum að koma kvikmyndahátíð á koppinn og
tökum þátt í að gera Gay Pride að veruleika.
Einnig er í burðarliðnum að gefa út lítið fréttarit
en þessa dagana einbeitum við okkur að því að
undirbúa kynningarstarf fyrir nýnema hausts-
ins.“
Þá er ónefnd alþjóðleg starfsemi FSS sem er
ekki lítil: „Við erum að fara á ráðstefnu, lítill hóp-
ur, þar sem saman koma 13 systurfélög FSS í
Evrópu.“ Um er að ræða verkefni sem fyrst hóf
göngu sína með ráðstefnu í Bratislava árið 1999
en síðast var ráðstefna félagahópsins haldin í
Reykjavík í fyrra.
Dagskráin verður haldin í þremur borgum. Í
nóvember voru lagðar línurnar fyrir umræðuefni
ráðstefnunnar og verður fyrsta umræðuefnið
skólakerfið, annan dag munu ráðstefnugestir
ræða ýmiss konar fælni: „Við fjöllum bæði um
fóbíur innan okkar samfélags, s.s. milli lesbía og
homma, gagnvart tvíkynhneigðum og kynskipt-
ingum. Einnig ræðum við um fóbíur í samfélaginu
almennt gegn hópum sem skera sig úr, hvort
heldur það eru fatlaðir, aldraðir eða aðrir, og
hvernig takast má á við slíkt.“
Þá fjallar ráðstefnan um sjálfsmorð: „Þar ætl-
um við aðallega að ræða um hvað er gert í hverju
landi til að koma í veg fyrir sjálfsmorð. Síðasta
efni á dagskrá er heilsa. Verður bæði fjallað um
kynlíf og kynheilsu homma og lesbía og hvernig
þessi hópur getur hugsað betur um sína heilsu,
bæði andlega og líkamlega. Að endingu verður af-
rakstur ráðstefnunnar kynntur fjölmiðlafólki og
haldin nk. uppskeruhátíð.“
Guðlaugur segir aðsókn í FSS ágæta: „Það er
alltaf að koma nýtt fólk. Við fluttum nýverið í nýtt
húsnæði í Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Það
virðist hafa haft góð áhrif að vera miðsvæðis og
mikið af fólki sem lítur inn. Við erum með fasta
skrifstofutíma á þriðjudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum milli 4 og 6 og er þá alltaf einhver
við sem veitt getur upplýsingar um starfsemi og
hópa félagsins.“
Ráðstefnur | FSS tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni sam- og tvíkynhneigðra
Hagur og heilsa STK ungmenna
Guðlaugur Krist-
mundsson er fæddur
14. september 1981.
Hann lauk stúdents-
prófi frá Versl-
unarskóla Íslands og
stundar nám við Há-
skóla Íslands. Hann
hefur starfað við FSS
um árabil, áður sem
formaður og gjald-
keri.
60 ÁRA afmæli. Frú GuðjónaÓlafsdóttir, Lómasölum 2,
Kópavogi, er sextug í dag, fimmtudag-
inn 28. júlí. Guðjóna verður með heitt á
könnunni í Hellinum við Ægissíðu eftir
kl. 17 föstudaginn 29. júlí.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7
5. Bc4 Be7 6. 0-0 0-0 7. He1 c6 8. a4 b6 9.
Bg5 Rg4 10. Bd2 Rgf6 11. h3 Bb7 12.
Bg5 Dc7 13. dxe5 Rxe5 14. Ba2 Rxf3+
15. Dxf3 Had8 16. Had1 a6 17. Bf4 Rd7
18. Re2 Re5 19. De3 Hfe8 20. Bh2 Bf8
21. Rd4 b5 22. axb5 axb5 23. Dc3 Db6
24. Rf5 Dc7 25. Bf4 Kh8 26. Dg3 Bc8 27.
Bg5 Hd7 28. h4 Da5 29. Bb3 Hb7 30.
Bd2 Dc7 31. h5 Be6 32. h6 g6 33. f4
Bxb3 34. fxe5 Bxc2 35. exd6 Db6+ 36.
Be3 Dd8 37. Bd4+ Kg8 38. Hd2 c5 39.
Bg7 Bxe4 40. Bxf8 Kxf8
Staðan kom upp á Evrópumeistara-
móti einstaklinga sem lauk fyrir nokkru
í Varsjá í Póllandi. Sergei Movsesjan
(2.628) hafði hvítt gegn Merab Gag-
unashvili (2.547). 41. Dc3! f6 42. Re7
Hbxe7 42. – Kf7 gekk að sjálfsögðu ekki
upp vegna 43. Hxe4. 43. dxe7+ Dxe7 44.
Hxe4! og svartur gafst upp enda verður
hann mát eftir 44. – Dxe4 45. Dxf6+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Bæn
GUÐ gefi okkur öllum góðan dag.
Lesandi.
Sóðaskapur við Laugar
ÉG ætla að kvarta yfir sóðaskapn-
um við innganginn að Laugum í
Laugardalnum. Þar hafa með ærn-
um kostnaði verið sett upp tré og
blóm báðum megin við innganginn
sem er afskaplega fallegt, en í þrjá
daga hefur verið sturtað úr rusla-
dalli fullum af öskubökkum og
slíku öðrum megin og dreift um
allt svo að skömm er að sjá þetta.
Þarna koma rútur með útlendinga.
Ég bið forráðamenn sundlaug-
arinnar að gera svo vel að ganga
þarna um og horfa á hvernig er
umhorfs við innganginn.
Guðný Jóhannsdóttir.
Slæmt strætókerfi
ÞAÐ á auðvitað eftir að koma
reynsla á þetta en fyrir utan það
líst mér alls ekki á þetta. Ég er
búin að heyra bæði í farþegum og
bílstjórum og það er ekki góður
tónn í fólki. Ég hvet fólk til að láta
heyra í sér svo þetta verði gert
manneskjuvænna. Ég heyrði til
dæmis að bílstjórar ættu að fara
að keyra níu tíma vaktir og ég vil
ekki sitja í bíl með dauðþreyttum
bílstjóra sem ber mikla ábyrgð
með fullan bíl af fólki. Þeir eru
ekki ánægðir með þetta og ég alls
ekki. Ég þarf að labba miklu
lengra á biðstöðina. Það er út af
fyrir sig í lagi á sumrin en ég
dauðkvíði vetrinum. Mér finnst
kerfið vera mjög mislukkað og er
búin að lesa leiðabókina og fara í
strætó. Ég hvet þá til að laga kerf-
ið og hvet fólk til að láta heyra í
sér.
Sigrún.
Barnaregnkápa fannst
Í BARNADEILD Máls og menn-
ingar á Laugavegi 18 er í óskilum
falleg barnaregnkápa. Einnig
gleymdist í síðustu viku taska með
litabókum og tölvuleikjum. Vitja
má hlutanna í ritfanga- og barna-
deild.
Dagbjört, starfsmaður í barnadeild.
Yndislega ketti vantar
heimili strax!
KETTINA okkar,
Mysing og
Möndlu, vantar
fóstur ekki síðar
en 31. júlí vegna
búferlaflutninga.
Þeir eru báðir úti-
kettir, aðallega þó
Mysingur. Hann er
rólegur, sérlund-
aður og hugsar vel
um svæðið sitt.
Mandla er meiri
inniköttur en gerir
þarfir sínar úti.
Hún er prakkari
en mjög kelin.
Áhugasamir vinsamlegast hafið
samband við Arnar í síma 822-
7170 eða Móheiði í síma 822-1703.
Við höfum líka tölvupóst:arnaregg-
ert@gmail.com eða moheid-
ur@gmail.com.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Fréttir á SMS
Í BORGARLEIKHÚSINU í kvöld
verður lokasýning á söngleiknum
Örlagaeggjunum.
Leikritið er byggt á smásögu eftir
rússneska rithöfundinn Mikail
Búlgakov, þann sama og skrifaði
Meistarann og Margarítu og Hunds-
hjarta. Söngleikurinn er í leikgerð
Höskuldar Ólafssonar sem jafn-
framt samdi tónlist við verkið í sam-
starfi við Pétur Þór Benediktsson.
Segir sagan frá vísindamanni sem
finnur upp einskonar geisla sem síð-
an er bæði misskilinn og misnotaður
með hörmulegum afleiðingum, eins
og sagt er í tilkynningu.
Í aðalhlutverkum eru þau Ilmur
Kristjánsdóttir, Stefán Hallur Stef-
ánsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólaf-
ur Steinn Ingunnarson, Esther Talía
Casey, Sólveig Guðmundsdóttir, Að-
albjörg Þóra Árnadóttir, Hallgrímur
Ólafsson og Magnús Guðmundsson.
Lokasýning á
Örlagaeggjunum