Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 47
DAGBÓK
BIOPAT
UDDANNELSEN!
Foredrag i august
Fredag d. 26 august kl. 17-20
eller
Søndag d. 28 august kl. 14-17
Norræna hüsid, Sturlugötu 5, 101 Reykjavik
Tilmelding nødvendig!! Pris 1500
Foredrag om Biopati for dig som ønsker at vide mere
om naturmedicin, til egen behandling, er terapeut eller
vurderer at tage Biopatuddannelsen, som starter i
Reykjavik i september 2005.
En stor og bred uddannelse indenfor naturmedicin
• 36 MDR UDDANNELSE, deltid
• 18 MDR FOR DIG DER ER TERAPEUT, deltid
• KAN KOMB. MED ARBEJDE
• SELVSTUDIUM, KORR.UNDERVISNING
• UNDERVISNING AF SPECIALISTER FRA DK, N OG IS
• GIR TITLEN BIOPAT
• EN PRAKTISK RETTET TERAPEUT-UDDANNELSE
Biopati er et unikt analyse- og behandlings- system,
grundlagt av Kurt Nielsen i 1980.
En række naturmedicinske former er integreret:
*Biopatiens principper *Alternativ sygdomslære
*Øreakupunktur *Zoneterapi *Meridianlære
*Ernæringsterapi *Vitamin- og mineralterapi
*Regulations- og phytoterapi (urter)
*Homøopati *Symbioseterapi *Immunologi
*Irisanalyse *Klientpsykologi *Biopatisk strategi
*Vegatest *Praksis m.m.
Vi sender info-hæfte til alle interesserede
KONTAKT IS: Sigurdis Hauksdóttir - TLF 5540427
Biopatskolen, Pilegårds Vænge 44, DK 2635 Ishøj
KONTAKT DK: TLF +46 702879405 FAX +45 43533432
MAIL: Biopatskolen@ishoejby.dk
Í KLINK og Bank verður í
kvöld haldin raftónlistar-
veisla. Þar munu leika þjóð-
verjinn Binaer, hinn aust-
urríski Frans Pomassl auk
Product 8, Auxpan og Rept-
ilicus sem leikur í fyrsta
skipti opinberlega á Íslandi
í 10 ár.
Binaer þykir með eft-
irsóttari skífuþeyturum Vín-
arborgar þessi misserin en
Franz Pomassl hefur, að
því er greinir í frétta-
tilkynningu, vakið mikla
athygli með kraftmiklum
framkomum og er með
stærri nöfnum í raf-
tónlistar-bransanum.
Tónleikarnir hefjast
kl. 21 og er aðgangseyrir
kr. 500. Klink og Bank
er til húsa að Braut-
arholti 1.
Franz Pomassl
raftónlistarmaður.
Rafmagnaðir
Vínartónleikar
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað. Víd-
eóstund kl. 13 í dagstofunni, allir vel-
komnir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa-
vinna kl. 9–12. Boccia kl. 9.30. Leik-
fimi kl. 11. Hjólahópur kl. 13.30. Pútt-
völlur kl. 10–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta-
aðgerð, handavinnustofan er opin án
leiðbeinanda.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og
dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10
pútt og boccia. Kl. 12 hádegismatur.
Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun alla daga
fyrir hádegi. Hádegisverður. Fé-
lagsvist kl. 13.30. Dagblöðin liggja
frammi til aflestrar.
Hæðargarður 31 | Betri stofa og
Listasmiðja opin kl. 9–16. Púttvöll-
urinn opinn alla daga. Gönguhópurinn
Sniglarnir kl. 10. Sönghópur kl. 13.30.
Aðstoð við böðun kl. 9–16. Hádeg-
ismatur. Síðdegiskaffi. Skráningu í
haustnámskeið lýkur 1. ágúst. Uppl. í
síma 568-3132. Síðdegiskaffi
fimmtudag 28. júlí. Bára bakar.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/
böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl.
11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–14
leikfimi. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofan opin. Hárgreiðslu- og
fótaaðgerðastofur opnar. Frjáls spila-
mennska.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund í kapellunni kl. 12.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í Ví-
dalínskirkju kl. 22. Tekið er við bæn-
arefnum hjá prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eld-
urinn kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri. Lof-
gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn.
Allir velkomnir. www.gospel.is.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
UPPHAFNING klassískra tón-
skálda á þjóðlegri tónmennt –
einkanlega frá tímum áður en
dreifbýliseyrun tóku að mengast
iðnarafþreyingu af hljómplötum
og útvarpi – mynda kannski feg-
urstu dæmi tónsögunnar um frjótt
og gefandi jarðsamband milli fag-
menntaðrar einstaklingssnilldar
og ósjálfráðra sköpunarþarfa al-
þýðu. Að sama skapi má kannski
segja að þetta farsæla samband
meðal akademískra tónskálda og
almennings hafi því miður end-
anlega rofnað þegar afþreying-
ariðnaðurinn leysti síðustu leifar
rótgróinnar þjóðlegrar tónsköp-
unar af hólmi um miðbik fyrri ald-
ar.
Béla Bartók er að þessu leyti
nánast sérkapítuli, því varla náði
nokkur annar 20. aldar tónhöf-
undur að tengja fyrrnefndan al-
þýðugrunn jafnskáldlega við fram-
sæknasta tónmál síns tíma.
Enginn furða að Jón okkar Leifs
fyndi sér þar hvað nánustu sam-
svörun meðal tónskálda næstu
kynslóðar á undan sér. Jafnframt
var þessum frumkvöðli nútíma-
legra þjóðlagarannsókna umhugað
um tónlistaruppeldi ungviðisins,
eins og sést m.a. af píanólagabálk-
unum Mikrokosmos og „Fyrir
börn“ – og dæmi þriðjudags-
kvöldsins í Sigurjónssafni, 44 dúó-
um fyrir tvær fiðlur, sömdum
1930-32 sem æfingar fyrir nem-
endur þýzka kennarans Erich
Doflein. Nema e.t.v. að einu leyti,
þ.e. í tónsmíðum, sem Bartók taldi
ókennandi – hafi hann þá ekki
með téðum píanóæfingastykkjum
jafnframt viljað veita vakandi ung-
mennum hvetjandi sýnishorn af
skapandi útfærslu, líkt og t.d.
Bach með Invensjónum sínum.
Í því samhengi eru Fiðludúóin
óneitanlega sér á parti, því þessar
44 örstuttu andrúmsmíníatúrur af
þjóðdönsum, barnagælum, söng-
leikjum, hergöngulögum, ást-
arsöngvum og þulustemmum frá
Balkanlöndunum skilja þráfald-
lega sárþráða frekari útfærslu eft-
ir í lausu lofti. Engu líkara en að
Bartók hafi í aðra rönd viljað
segja: „Og bæti nú við hver sem
getur!“
Oft og iðulega varð manni hugs-
að til Beethovens, er með árunum
brilleraði öðrum fremur í að
prjóna sífellt meira við minna, og
hvað hann hefði ugglaust getað
fengið út úr þessu oft á tíðum
ótrúlega merkingarhlaðna frum-
efni.
Túlkun Hlífar Sigurjónsdóttur
og Hjörleifs Valssonar kom mér
satt að segja á óvart. Ekki sízt af
því að ég hafði til þess að gera
ágætan samanburð úr heima-
diskótekinu í meðförum Andrásar
Kiss og Ferencs Balogh frá 1991.
Ef setja ætti puttann á eitthvað
eitt, held ég að verði að draga
fram hina fínlegu nálgun þeirra
félaga á nærri því „upphaflegum“
barokknótum, sem í krafti heið-
tærrar tónmyndunar (vitaskuld
háðri óaðfinnanlegri inntónun)
gerði mun meira fyrir oft djarfa
„afstrakta“ raddfærslu Bartóks á
alþýðlegu viðfangsefni sínu en
tókst hjá fyrrtöldum löndum hans.
Því þó svo að eitt og eitt stykki
hefði þolað manndrápslegra
tempó, og kannski ögn meiri snert
af balkanskri villimennsku í
hrynskerpu, þá var samt eins og
flest kæmist nær sjálfum kjarna
tónverkanna en tókst hjá fyr-
irmynd minni að heiman.
Þetta var músíkölsk spila-
mennska fram í fingurgóma. Og ef
útkoman á væntanlegri hljóðritun
þeirra Hlífar verður af sama karat
og heyra mátti umrætt þriðju-
dagskvöld, er varla spurning hvor
plötuútgáfnanna tveggja lendir
framvegis í meira uppáhaldi hjá
þessum hlustanda.
Hið upphafna jarðsamband
Tónlist
Sigurjónssafn
Bartók: 44 fiðludúó. Hlíf Sigurjónsdóttir
og Hjörleifur Valsson fiðlur. Þriðjudaginn
26. júlí kl. 20:30.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Sverrir
Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason.
Í DAG munu Sigurður Flosa-
son og Gunnar Gunnarsson
leika á hádegistónleikum í
Hallgrímskirkju. Munu þeir
félagar flytja íslensk ætt-
jarðarlög í eigin útsetn-
ingum og fær spuninn að
ráða ríkjum.
Meðal verka á efnis-
skránni eru „Land míns föð-
ur“ eftir Þórarin Guðmunds-
son, „Lofsöngur“
Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar og „Hver á sér fegra
föðurland“ eftir Emil Thor-
oddssen.
Einnig verða á efnisskrá
íslensk einsöngslög og ís-
lensk dægurlög sem hafa
fest sig í sessi sem n.k. ætt-
jarðarsöngvar.
Lögin á tónleikunum voru
gefin út á diskinum Drauma-
landið sem tilnefndur var til
Íslensku tónlistarverð-
launanna.
Ættjarðarlögin
á aðra vegu
NÚ STENDUR yfir á Kjarvals-
stöðum sýningin Úrval verka frá
20. öld. Um er að ræða sýningu á
verkum í eigu Listasafns Íslands
og er sýningin í boði Listasafns
Reykjavíkur.
Á sýningunni gefur að líta, að
því er segir í tilkynningu, mörg
af lykilverkum íslenskrar lista-
sögu enda spannar sýningin nær
alla 20. öldina og er svo víðamikil
að hún nær yfir alla sali Kjarvals-
staða og veröndina úti.
Er sýningunni skipt upp í fjög-
ur tímabil eftir viðfangsefnum:
Náttúran og þjóðsagan, Mann-
eskjan, litur, tjáning, Um form og
náttúru og loks Raunsæi og veru-
leiki.
Má á sýningunni finna verk eft-
ir brautryðjendur síðrómantíska
landslagsmálverksins, nýsköpun
expressjónista fjórða áratugarins,
abstraktverk fimmta og sjötta
áratugarins auk verka Súmmara
og þeirra samferðamanna frá sjö-
unda áratugnum.
Í fréttatilkynningu segir að á
sýninguna hafi verk ekki verið
valin innan ákveðins tímaramma,
heldur ákvarðast val einstakra
verka með hliðsjón af þeirri þró-
un sem hefur átt sér stað á ferli
hvers listamanns.
Jón Engilberts: Kvöld í sjávarþorpi, 1937.
Úrval 20. aldar verka
á sýningu Kjarvalsstaða