Morgunblaðið - 28.07.2005, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
28. júlí kl. 12.00:
Sigurður Flosason, saxófón og
Gunnar Gunnarsson, orgel
30. júlí kl. 12.00:
Anne Kirstine Mathiesen, orgel
31. júlí kl. 20.00:
Danski organistinn Anne Kirstine
Mathisen, leikur m.a. verk eftir
Bach og Widor.
OPNUNARSÝNINGU Richard Wagner-
hátíðarinnar í Bayreuth var illa tekið af áhorf-
endum, en hún fór fram síðastliðinn mánudag.
Frá þessu greindi The New York Times.
Um var að ræða nýja uppfærslu á Wagner-
óperunni Tristan og Ísold eftir svissneska leik-
stjórann Christophe Marthaler, sem leikstýrði nú
í fyrsta sinn í Bayreuth. Í titilhlutverkum voru Ro-
bert Dean Smith og Nina Stemme, og hljómsveit-
arstjóri var Eiji Oue, fyrsti asísk-ættaði hljóm-
sveitarstjórinn sem stjórnar í Festspielhaus,
konserthúsinu í Bayreuth.
Sýningin á Tristan og Ísold var sögð „kuldaleg“
og „skurðstofuleg vitsmunaleg túlkun“.
Alls verða þrjátíu sýningar á fimm óperum;
Tristan og Ísold, Lohengrin, Hollendingnum
fljúgandi, Tannhäuser og Parsifal, á Wagner-
hátíðinni í ár. Uppselt er á hverja einustu sýningu.
AP
Orðin kuldaleg og skurðstofuleg hafa verið notuð til að lýsa opnunarsýningu Wagner-hátíðarinnar í ár, á óperunni Tristan og Ísold.
Púað en uppselt í Bayreuth
Í ANDA Baudelaire tekst Hörður
Gunnarsson á við prósaljóð í
þriðju bók sinni Með mér er
Regn. Ljóðin eru ort í látlausum
stíl og á góðu máli; þau eru vel
uppbyggð, hnitmiðuð og mynd-
málið einfalt.
Þessi hreini stíll gerir ljóðin oft
mjög sterk og þung undiralda
fylgir þeim. Oft hefur maður á til-
finningunni að stormur sé í aðsigi
eða að minnsta kosti hellidemba.
Ekki dregur þar úr að maður
finnur sterkt fyrir einsemd og
söknuði. Höfundur nær þó að
sneiða algerlega hjá allri tilgerð
og tekst á við þessar þungvægu
tilfinningar af heiðarleika. Barns-
leg angurværð í garð fyrri tíma –
liðinna augnablika – einkennir þau
ljóð sem takast hvað best. Eins og
í „Skuggi af dreng“, „Sálufélagi“
og eftirfarandi ljóði, „Gamlárs-
kvöld“.
„Ég hef ekki enn fundið fyrir
þessum ekka/ yfir því að hafa
fæðst. Ég er inni í bílnum/ með
valhoppandi stúlkunni. Hún horfir
út/ um hliðarrúðuna sem er þakin
frostrósum./ við erum að aka á
milli lífs og dauða./ Öll þessi kerti
í kirkjugarðinum ljósin/ í lífi ein-
hverra. Skyndilega fer stúlkan/ að
tala „Amma, við vorum að kaupa/
flugelda ég hef aldrei séð þig
nema/ á ljósmynd. Er gaman hjá
þér/ er afi þarna líka./ Gleðileg jól
Amma.““
Það sem fer höfundi þó best er
hversu hreinskiptinn hann er, eins
og sjá má í „Þunglyndið verður
ekki flúið“.
„Sumir morgnar eru sjálfs-
heimsendalegir/ enginn á ferli.
Sólin kemur ekki upp/ fyrr en á
hádegi. Það er gráskýjað/ og rign-
ir eins og í kvikmynd. Ef vel er
hlustað má enn heyra/ Chopin
spilaðan./ Því minna sem ég um-
gengst fólk/ því sýnilegri verður
Regn“
Það eina sem finna mætti að
þessari annars ágætu bók er að á
nokkrum stöðum gera vélrænar
endurtekningar vart við sig sem
draga úr mætti ljóðanna. En á
heildina litið er Með mér er Regn
býsna heilsteypt og vel samin.
Regn-
skuggi
BÆKUR
Ljóð
Höfundur Hörður Gunnarsson, 56 bls.
Lafleur 2005
Með mér er Regn
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir
SUMARSÝNING Listasafns ASÍ
inniheldur málverk og vatns-
litamyndir úr stofngjöf safnsins frá
Ragnari í Smára og eru flest frá
fimmta áratug síðustu aldar. Sýn-
ingunni er skipt niður á milli sala
þannig að í arinstofu má sjá af-
straktmyndir eftir Svavar Guðna-
son og Þorvald Skúlason, í gryfju
eru verk eftir Jóhannes S. Kjarval
og í Ásmundarsal eru mannlífs-
myndir og uppstillingar eftir Gunn-
laug Scheving, Jóhann Briem, Jón
Engilberts, Jón Stefánsson, Nínu
Tryggvadóttur og Snorra Ar-
inbjarnar auk höggmyndar eftir
Sigurjón Ólafsson.
Texti eftir Kristínu G. Guðnadótt-
ur, listfræðing og forstöðumann
listasafnsins, sem skrifaður var í til-
efni sýningarinnar Gjöf Ragnars í
Smára í fyrra er látinn nægja sem
texti fyrir þessa sýningu líka, enda
að mestu sömu verk þó upphengið
sé annað. Þetta ber ákveðinn vott
um þreytu endurtekningarinnar eða
það að úr of litlu fjármagni er að
moða við uppsetningu sýning-
arinnar. Það vekur til umhugsunar
um nýlegar hugmyndir Ólafs Kvar-
ans um tiltekna uppstokkun milli
listasafna Íslands og Reykjavíkur
og í því sambandi hvort tuttugustu
aldar myndlistarverk Listasafns
ASÍ ættu ekki að vera inni í þeirri
hugmynd á einhverjum ásætt-
anlegum forsendum.
Í fyrrgreindum texta segir að
Nútímalistasafnið í New York hafi
haft augastað á mynd Kjarvals,
Fjallamjólk, en Ragnar hafi haft
aðrar hugmyndir um framtíð verks-
ins og skrifað til safnsstjóra Nú-
listasafnsins: „Þær (myndirnar)
verða ekki seldar vegna þess að líf
þessarar þjóðar byggist á því að við
höfum þær stöðugt hjá okkur eins
og streymandi vatnið í fossinum,
sem knýr vélarnar, hitar húsin og
kveikir á tundrinu í sálinni. Það
væru svik við eitthvað í sjálfum mér
að flytja þær burtu til frambúðar.“
Núna rúmum fjörutíu árum eftir
að Ragnar í Smára gaf 120 verk
sem stofngjöf að listasafni ASÍ er
ljóst að samhugur og samstarf inn-
an hins íslenska listheims ásamt
pólitísku brautargengi þarf til að
láta draum hans um stöðugt að-
gengi íslenskrar alþýðu að þessum
verkum svo og annarra sem eru í
eigu listasafnanna í landinu rætast.
Svo ekki sé minnst á aðgengi út-
lendra listunnenda að menningar-
arfi sem þjóðin ákvað að halda hér
heima, lágmark er að bjóða upp á
stöðugt aðgengi, sérstaklega á tím-
um þar sem útrásarhugmyndir eru í
algleymi. Ræktarsemi, virðing og
rannsóknir á íslenskri myndlist-
arsögu eru grundvöllur þess að
tengja menningarlega vitund okkar
við menningarstarf annarra þjóða
og gegna lykilhlutverki í að vekja
upp raunverulegan áhuga á ís-
lenskri samtímalist á sömu for-
sendum. Flest verkin í ASÍ eru
gerð um miðja síðustu öld á tímum
sem eru gjörólíkir okkar. Í desem-
ber 1950 þegar jólaappelsínurnar
komu að mestu ónýtar til landsins
og fjölskylduskammturinn var
minnkaður í kjölfarið var auglýst
vegleg listaverkabók um Kjarval
með orðunum „fegursta gjöfin sem
þjóðin getur eignast.“ Á sama tíma
var haldin stór yfirlitssýning á ís-
lenskri myndlist í hinu nýja Þjóð-
minjasafni sem fjöldi manns borgaði
sig inn á. Í tilefni þessarar sýningar
var tekið viðtal við Jón Stefánsson
listmálara sem sagði í lok þess: „Og
eitt er víst, að þeir sem ekki sjá
neytt nýtilegt í nútímalist, þeir sjá
ekki heldur hið besta og dýrmæt-
asta í hinni gömlu.“ Nútímalist
þessara ára er orðin gömul í sam-
anburði við list samtímans sem er
aðgreind með heitinu samtímalist.
En orð Jóns Stefánssonar eiga við í
dag jafnt sem þá.
Daglegt aðgengi að Fjallamjólk
og öðru listmeti síðustu aldar
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Freyjugötu 41
Stendur til 7. ágúst
Listasafn ASÍ er opið alla daga nema
mánudaga kl. 13-17
Sumarsýning á verkum úr eigu safnsins
Fjallamjólk Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals.
Þóra Þórisdóttir