Morgunblaðið - 28.07.2005, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
kl. 10.40
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i 16 ÁRA
H.L. MBL
Sýnd kl. 8 og 10 B.i 16 ÁRA
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
K&F XFM
H.L. - MBL.
Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
T.V. kvikmyndir.is
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
Sýnd kl. 8 og 10.20
Frá framleiðanda
Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Sýnd kl. 6 B.i 16 ára
Miðasala opnar kl. 15.15
Sími 564 0000
i l l. 7
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Nú eru það
fangarnir gegn
vörðunum!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
kl. 5.30 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I 16 ára
Þorir þú í bíó?
REGLA #57: FORÐIST HREINAR MEYJAR!3. ÁGÚST
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Hverju myndir þú fórna
fyrir fjölskylduna?
Hverju myndir þú fórna
fyrir fjölskylduna?
Magnaður spennutryllir af bestu gerð
með Bruce Willis í toppformi
Magnaður spennutryllir
af bestu gerð
með Bruce Willis í toppformi
SÍÐUSTUSÝNINGAR
Sýnd kl. 5.30 B.i 14 ÁRA
Þorir þú í bíó?
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20 B.i 16 ára
ÞEGAR við Jim Rose hittumst hef-
ur hann áhyggjur af að hann fari yfir
strikið: „Ég hef heyrt að þú komir
frá íhaldssömu hægriblaði – meira
til hægri en Atli Húnakonungur!
Það gengur kannski ekki að við lát-
um taka mynd af stúlku sem lyftir
bílarafhlöðu með brjóstunum?“ Jim
virðist hafa fengið þá mynd af
Mogganum að hann sé gefinn út af
mormónum. Ég reyni að segja hon-
um að blaðið sé ekki svo íhaldssamt,
þó kannski væri betra að velja örlítið
fjölskylduvænna myndefni.
Jafn hversdagslega og hann væri
að stilla upp fyrir bekkjarmynd rað-
ar Jim sirkusfólki sínu upp: „Þú
skalt kokgleypa þessa blöðru,“ segir
hann við stúlku og við næsta segir
hann: „Og þú skalt setja fingurna í
þvottabjarnargildru (en ekki á tung-
una, því við höfum gert það fyrir
aðra myndatöku) á meðan hún togar
í keðjuna sem við hengjum í tunguna
á honum. Ég miða síðan sjálfur
heftibyssu á hausinn á mér. Ókei!
Skellum okkur í þetta!“
Þetta er sirkus Jim Rose.
Hversdagsleg áhugamál
trúðsins
En þegar við setjumst niður og ég
spyr hann hallærisspurningarinnar
„How do you like Iceland?“ kemur í
ljós að sirkusstjórinn er í raun jarð-
bundinn og alvörugefinn maður:
„Veistu, ég er viss um að allir segj-
ast elska Ísland. Ég, hins vegar, er
ofboðslega gefinn fyrir að fiska. Mig
langar að veiða silung í hverju landi
sem ég heimsæki og ég á eftir að
fara og veiða hér við fyrsta tækifæri
sem gefst. Ég er virkilega spenntur,
og er ekki að grínast! Ef ég væri
með ferðatöskuna mína við höndina
myndi ég sýna þér veiðistöngina
mína!“
Maður hefði fyrir fram ætlað að
maður sem starfrækir furðufyr-
irbærasirkus og gleypir rakvél-
arblöð hefði villtari áhugamál: „Svo
hef ég líka gaman af að spila golf. Ég
sá golfvöll á leiðinni inn í bæinn, sem
liggur niðri við sjó. Ég er ansi
spenntur fyrir því.“ Jim tekur síðan
nærri kollsteypu af hrifningu þegar
ég segi honum að á Íslandi sé hægt
að spila golf í miðnætursólinni. Hann
er hins vegar ekkert spenntur fyrir
rómuðu næturlífi borgarinnar og
virðist raunar kunna best við sig í fá-
menni: „Ég drekk ekki og ég er
þannig að mig langar að veiða fisk og
spila golf í næði. Ég elska konuna
mína og hef mest gaman af að fara
með henni í langa labbitúra þar sem
við leiðumst og ræðum um vonir
okkar og drauma.“
Frík með húmor
Jim ferðast með fríðu föruneyti,
má þar nefna heimsins feitasta fim-
leikamann og, eins og Jim orðar það
sjálfur, „manninn með heimsins
sterkasta lim og sirkusdrottninguna
Bíbí sem blæs eldi úr píkunni.“ En
Jim vill samt ekki tína allt til:
„Veistu, það er svo mikið að gerast
hjá okkur á sviðinu að áhorfendur
geta horft á það sem þá langar mest
að horfa á hverju sinni. Það er næst-
um eins og við séum með furðufríka-
basar.
Ég veit auðvitað að dagblöðin vilja
endilega skrifa um hneykslandi at-
riði og kynlíf, en ég held að það sem
eigi eftir að koma mest á óvart á
sýningunni sé grínið. Fólk á eftir að
skellihlæja því við gerum þetta allt á
mjög kómískan hátt. Við reynum að
sýna að kynlíf getur vel verið list-
form og erum ekkert að taka okkur
of alvarlega.“
Íslendingar fá fyrstir manna að
sjá glænýtt atriði hjá sirkus Jims
Rose. Hann lýsir því hreykinn
hvernig karl og kona í sirkusnum
hafa bæði látið gata sín persónuleg-
ustu líkamssvæði. Verður keðja með
króki á hvorum enda strengd milli
þeirra: „Síðan fara þau í reipitog
sem við eigum von á að verði mjög
kappsfullt, sannkölluð barátta
kynjanna.“
Ég segi Jim þá frá umræðunni um
femínisma á landinu undanfarin
misseri og hann grínast: „Ég held að
femínistarnir ættu að koma og
hvetja hana Amber áfram. Kannski
það skapi samt vandamál að í
Bandaríkjunum er hún fræg klám-
mynda-leikkona. Femínistarnir vilja
kannski að konan vinni, þó þeir verði
hugsanlega ekki alveg sáttir við það,
ef hún vinnur, hvaða kona vann.“
Vann Ben Affleck í póker
Jim Rose er fjölhæfur maður og
með mörg járn í eldinum. Stóran
hluta ársins hefur hann viðurværi
sitt af að spila póker sem fagmaður
fyrir bandarískan sjónvarpsþátt:
„Bara um daginn vann ég 11.000
dollara frá Ben Affleck og náði 6.000
dollurum frá kóngulóarstráknum
Tobey Maguire.“ Svo er hann með
eigin sjónvarpsþátt þar sem furðu-
sirkusinn er í aðalhlutverki. Hann
skrifar bækur og ferðast vítt og
breitt um heiminn og treður upp.
Tökulið frá Bandaríkjunum mun
mæta á sýningu sirkussins hér á ís-
landi og búa til sérstakan þátt um
heimsóknina: „Ef fólk vill vera í
sjónvarpinu þá verður það endilega
að koma á sýninguna. Mér skilst að
þættirnir mínir verði síðan teknir til
sýninga á Íslandi á næsta ári.“
Sirkus | Jim Rose og sirkusfólk hans skemmtir á Broadway
Furðufyrirbæri og golfáhugamaður
Morgunblaðið/Jim SmartSirkus Jim Rose. Sirkusstjórinn er fyrir miðju.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Skemmtun Jim Rose er á Broad-
way í kvöld. Brain Police hitar upp.
Miðaverð er 2.500 krónur og opn-
ar húsið kl. 19.