Morgunblaðið - 28.07.2005, Page 51
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16
H.L. MBL
T O M C R U I S E
Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i 14
MYND EFTIR Steven spielberg
INNRÁSIN ER HAFIN
-KVIKMYNDIR.IS
-Ó.H.T, RÁS 2
-Blaðið
-KVIKMYNDIR.IS
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
Þorir þú í bíó?
Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre
Kemur magnaðasta hrollvekja ársins!
Fór beint á toppinn í USA
Byggt á sannri sögu
-Blaðið
T.V. kvikmyndir.is
Sýnd kl 8 og 10 B.I. 16
Þ.Þ. FBL
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
-S.V. Mbl.
-Steinunn
/Blaðið
Sýnd kl. 3, 8 og 10:15
Miðasala opnar
kl. 17.15
Sýnd kl 6, 8.30 og 11
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS.
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum! Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
YFI
R
30.
000
GE
STI
R
ÞÆR ERU OF UPPÁÞRENGJANDI. 3. ÁGÚST
Hverju myndir þú fórna
fyrir fjölskylduna?
Magnaður spennutryllir af bestu gerð
með Bruce Willis í toppformi
Sýnd kl. 6, 8.30 og 11 B.I. 16
SÍÐUS
TU SÝ
NING
AR
Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA
Sýnd kl. 3, 5 og 6 íslenskt tal
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
Sími 551 9000
Sýnd Kl. 3, 5, 7, 9 og 10:45
Gamanleikarinn Will Ferrel
skorar feitt og hressilega í
myndinni.
Ekki missa af
fjölskyldugrínmynd sumarsins.
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna!
☎
- BARA LÚXUS
553 2075
AÐEINS EINN MAÐUR GAT LEITT
ÞETTA LIÐ TIL SIGURS...
SÁ MAÐUR
VAR UPPTEKINN.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 51
TÓNLIST
Fríkirkjan
Emilíana Torrini
Tónleikar Emilíönu Torrini og hljómsveitar hennar í Frí-
kirkjunni þriðjudaginn 26. júlí. Þórir hitaði upp.
EFTIRVÆNTINGIN var mikil og einlæg í
troðfullri Fríkirkjunni áður en Emilíana Torrini
og liðsmenn hennar gengu upp að altari og hófu
leik sinn. Enda ekki nema von. Langt er síðan
hún hefur haldið tónleika hér á landi, plata
hennar Fisherman’s Woman hefur selst í yfir
fimm þúsund eintökum og er enda ein sú besta
sem út hefur komið á árinu og svo er líka Frí-
kirkjan sérdeilis heillandi tónleikastaður; býr yf-
ir einhverjum ólýsanlegum virðuleika sem gerir
eiginlega alla þá tónlist sem þar er leikin fallega.
En áður en kirkjudyrnar voru opnaðar fyrir
Emilíönu lék hið unga og stórefnilega söngva-
skáld Þórir nokkur lög á gítar sinn; flest hver
ný og af væntanlegri annarri plötu hans sem
koma á út í haust. Þórir hefur einstakan stíl,
hefur viðkvæma og brothætta rödd sem hann
beitir á sjarmerandi hátt, semur ágeng og ljúf-
sár lög með textum sem vekja mann til íhug-
unar. Bíð spenntur eftir plötunni, mjög spennt-
ur.
Skilyrði fyrir tónleika með Emilíönu voru
kjörin, næsta fullkomin. Hið virðulega guðshús
við Fríkirkjuveginn er sem fyrr segir einkar
heillandi tónleikastaður. Gjörsamlega ógleyman-
legir eru t.a.m. tónleikar sem Sigur Rós hélt þar
í október árið 2000. Og vonaði maður því að Em-
ilíana og söngur hennar fengi sín álíka vel notið
þar í þessu friðsæla húsi. Sem og kom á daginn.
Það var hrein unun að hlýða á flutning hennar
og kærkomið fyrir okkur sem kunnum svo vel
að meta hina mjög svo lágstemmdu og gefandi
plötu hennar að fá loksins að heyra lögin af
henni leikin svo vel á tónleikum.
Flutningurinn var svo gott sem óaðfinn-
anlegur, eiginlega einum of því tilþrifin hefðu að
ósekju mátt vera meiri. Blæbrigðin ríkulegri.
Því þótt uppistaðan af tónleikaprógramminu hafi
verið hin frábæra plata hefði verið fróðlegt að
heyra sum laganna í ögn frábrugðnari
útsetningum, eins og t.d. „Heartstopper“, sem
búið var að keyra svolítið upp að manni heyrðist,
og virkaði mjög vel þannig.
En þá eru líka skuggahliðar tónleikanna upp-
taldir. Allt annað var sólarmegin. Þótt söng-
konan hafi virkað svolítið óstyrk á köflum kom
það aldrei niður á frammistöðu hennar. Hún
ljómaði nefnilega af öryggi og sönggleði um leið
og hún hafði talið í. Á milli laga sagði hún svo
krúttlegar og skondnar gamansögur af tilurð
laganna og ferðum sínum um landið; var reynd-
ar svolítið ruglingsleg á stundum, væntanlega
þegar stressið náði of miklum tökum á henni,
eins og hún sjálf viðurkenndi. Þetta virðist
reyndar vera hennar helsta sjálfsvarnartækni,
að gera gys að sjálfri sér og meintum göllum
sínum, allt frá því hvernig hún þurfti að láta
troða sér í fallega kjólinn sem hún var í – og vel
að merkja bar glæsilega – til þess hvernig hor-
inn lak úr nösunum og tárin streymdu eins og
hjá smákrakka er hún heyrði í fyrsta sinn lög
sem henni hafa áskotnast. Þessi áður óþekkta
hlið á henni – opinberlega – virðist einlæg og
ekta, rétt eins og tónlistin. Sögustundirnar
gerðu tónleikana að enn ánægjulegri upplifun og
vörpuðu einnig skýrara ljósi á sum lögin, eins og
t.d. hvernig hún fékk átrúnaðargoð sitt Bill Cal-
lahan úr Smog til að gefa sér lag.
Kannski var það vegna hinnar einstöku veð-
urblíðu þetta kvöldið. Kvöldsólin smyglaði sér
inn um allar mögulegar rifur á álpapp-
írsklæddum gluggum kirkjunnar og varpaði
mjúkri og hlýlegri birtu á Emilíönu. Og tónlist-
ina. Lögin virkuðu bjartari á mann en áður; við
blasti hið jákvæða og uppbyggilega sem hin ann-
ars ljúfsáru og tilfinningaþrungnu lög af Fis-
herman’s Woman luma á. „Sunny Road“ hljóm-
aði betur en nokkru sinni áður og hin frábæru
„Unemployed in Summertime“ og „Summer-
breeze“ af Love in the Time of Science hafa
aldrei átt betur við. Kærkomið að fá að heyra
nokkrar perlur af þeirri mjög svo vanmetnu
fyrstu – erlendu – plötu hennar.
Það er enn verið að tala um og dásama Frí-
kirkjutónleika Sigur Rósar, fimm árum eftir að
þeir voru haldnir, og verður gert um ókomna
tíð. Mér segir svo hugur að það sama muni eiga
við um Fríkirkjutónleika Emilíönu.
Sólarmegin
Heitt var í Fríkirkjunni en gestir létu það ekki á
sig fá og fögnuðu Emilíönu ákaft.
Emilíana Torrini er að verða okkar skærasta
stjarna á tónlistarsviðinu.
Skarphéðinn Guðmundsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HLJÓMSVEITIN Juliette & The
Licks hefur verið bókuð til að spila á
Iceland Airwaves-hátíðinni sem
fram fer í Reykjavík 19.–23. októ-
ber. Sveitin mun spila á sérstöku
kvöldi breska tímaritsins Kerrang!,
sem kemur kannski ekki á óvart þar
sem bandið er í miklu uppáhaldi hjá
Kerrang!-mönnum sem hafa fengið
Juliette Lewis, forsprakka sveit-
arinnar og leikkonu, til að vera
kynnir á Kerrang! Awards í ágúst.
Þetta er í annað sinn sem þetta virta
rokkrit er með kvöld á hátíðinni en í
fyrra voru Mínus, Yourcodenameis-
:milo (UK), Sign og Dr. Spock meðal
þeirra hljómsveita sem tróðu upp á
kvöldi Kerrang!
Juliette
Lewis á
Airwaves
Juliette & The Licks.