Morgunblaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2005 53
Í KVÖLD á Hótel Borg mun Stór-
sveit Nix Noltes halda tónleika til að
kynna væntanlega breiðskífu sína
sem kemur út hjá 12 tónum á næst-
unni. Að sögn Ólafs Björns Ólafs-
sonar mun platan einnig koma út í
Bandaríkjunum á vegum Bubble
Core Records en í haust verður farið í
hljómleikaferðalag með hljómsveit-
inni Animal Collective um Evrópu.
Væntanleg plata mun heita því
skemmtilega nafni Orkídeur Havaí
en innihaldið mun vera, eftir sem áð-
ur, þjóðlagatónlist frá Balkanskaga
og Búlgaríu í nýjum útsetningum
sveitarinnar.
„Við fórum síðasta vetur og tókum
plötuna upp í fjárhúsi í Borgarfirði
sem strákarnir í 12 tónum útveguðu
okkur. Okkur langaði að taka plötuna
upp lifandi og með annan eins hóp
vantaði okkur stórt húsnæði. Það var
ekkert stúdíó nógu stórt fyrir Stór-
sveit Nix Noltes.“
Ólafur segir að sum lögin hafi
hljómsveitin einfaldlega heyrt og
„pikkað“ upp en önnur hafi borist til
þeirra á nótnablöðum með ýmsum
krókaleiðum og svo væri netið nátt-
úrlega hjálpsamt þegar það kæmi að
þjóðlagatónlist.
„Hljómsveitin er meira og minna
skipuð gömlum listaháskólanemum
og hefur verið að spila undanfarin ár
undir ýmsum nöfnum. Þessi tiltekni
hópur byrjaði þó ekki að ganga undir
nafninu Stórsveit Nix Noltes fyrr en í
september á síðasta ári.“
Spurður um leiðtoga í annarri eins
fjöld þvertekur Ólafur fyrir slíkt.
„Það er mjög mikill hippa-
lýðræðisbragur á þessu. Það gat samt
stundum orðið svolítið hægvirkt.
Þegar við vorum að ganga frá plöt-
unni urðu boðleiðirnar heldur langar
þegar það átti til dæmis að breyta
einhverju á umslaginu og sömu sögu
er að segja þegar við vorum beðin að
spila. Núna er þetta yfirleitt þannig
að einhver einn segir já og þá fylgir
hjörðin á eftir. Þetta er að þróast í
fulltrúalýðræði kannski.“
Á tónleikunum í kvöld kynnir Stór-
sveitin sérstakan gest en það er hin
goðsagnakennda persóna Böddi Brú-
tal.
„Við höfum aldrei verið með söngv-
ara en Böddi Brútal þekkir þessa tón-
list mjög vel. Hann kom líka sjálfur
með lög sem voru mjög spennandi og
svo kunni hann heilu bálkana á jidd-
ísku sem hann söng fyrir okkur.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og mun
hljómsveitin Hudson Wayne hita upp
áður. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Tónlist | Stórsveit Nix Noltes kynnir
væntanlega plötu
Úr fjárhúsinu á Borgina
Stórsveit Nix Noltes er skipuð 12 tónlistarmönnum.
Höskuldur Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger
og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.”
tt til r tí r r l l i i, i i r
i f ll r tt r t it tt .
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali.
með ensku tali
b.i. 12
b.i. 12
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR
FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
KEFLAVÍKAKUREYRI
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !
H.L. / Mbl.
M.M.M / Xfm 91,9
Kvikmyndir.is
Ó.Ö.H / DV
Andri Capone / X-FM 91,9
D.Ö.J. /
Kvikmyndir.com
H.B. / SIRKUS
Þórarinn Þ / FBL
B.B. Blaðið
ÁLFABAKKI
MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM
JENNIFER CONNELLY
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR
FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG
EKKI AÐ UPPLÝSA
SUMA RÁÐGÁTUR BORGAR
SIG EKKI AÐ UPPLÝSA
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur
sem reynir að finna
draumaprinsinn fyrir
mömmuna.
Með hinni sætu og frísklegu Hillary Duff, hinn flottu Heather
Locklear og Chris Noth úr “Sex and the City” þáttunum.
KICKING AND SCREAMING kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
KICKING AND SCREAMING VIP kl. 8 - 10.10
DARK WATER kl. 8 - 10.10 B.i. 16
THE PERFECT MAN kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6
BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 B.i. 12
BATMAN BEGINS VIP kl. 2 - 5
KICKING AND SCREAMING kl. 6 - 8
DARK WATER kl. 10 B.i. 16
THE PERFECT MAN kl. 8
MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 6
KICKING & SCREAMING KL. 8 - 10
DARK WATER KL. 8 - 10:20
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Hillary Duff Heather Locklear Chris Noth
-KVIKMYNDIR.IS
-Steinunn/
Blaðið
-S.V. Mbl.
HÁDEGISBÍÓ MYNDIR KL. 12 UM VERSLUNARMANNAHELGINA MBÍÓUNUM KRINGLUNNI
NÝLEGA var greint frá því að
gamla Bítlalagið „Sgt Pepper’s
Lonely Hearts Club Band“ hafi
slegið ýmis sölumet á netinu. Um
er að ræða endurútgáfu á laginu
sem Sir Paul McCartney og U2
fluttu á Live 8-tónleikunum í
Hyde Park í Lundúnum. Lagið
var efst á niðurhalslista iTunes-
netveitu Apple og tryggði sér
einnig sess í heimsmetabók
Guinness fyrir að vera sú smá-
skífa sem kom fljótast út eftir að
hún var hljóðrituð, eða eftir að-
eins 45 mínútur.
Lagið situr nú á efsta sæti á
netlista vefsíðunnar tonlist.is en
er þetta í fyrsta sinn sem erlent
lag vermir toppsætið.
Netlistinn á tonlist.is er byggð-
ur á sölu íslenskrar og erlendrar
tónlistar á vefsíðunni.
Tónlist | Vinsælustu lögin á tonlist.is
Erlent lag
efst í fyrsta
sinn
Reuters
Bono og Sir Paul McCartney á sviðinu í Hyde Park.
Írsk eðaltónlist og dans
Moving Cloud á Íslandi
Einstakt tækifæri til að heyra
alvöru írska tónlist og sjá
frábæra írska dansa.
Tónleikar:
Gaukur á stöng
fimmtudaginn 28. júlí kl. 22
www.gaukurinn.is - s. 551 1556
Fossatúni, Borgarfjarðarsveit
föstudaginn 29. júlí kl. 21
Laugardaginn 30. júlí kl. 21
www.steinsnar.is - s. 433 5803
Miðasala við dyrnar.
Miðaverð 1.200 kr.