Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2005 43 DAGBÓK Slæm tromplega. Norður ♠ÁK10762 ♥ÁK10 S/Allir ♦Á103 ♣D Vestur Austur ♠983 ♠D5 ♥9765 ♥83 ♦-- ♦98763 ♣ÁKG1093 ♣8765 Suður ♠G4 ♥DG42 ♦KDG54 ♣42 Bandaríski spilarinn Sam Hirsch- man varð sagnhafi í sex tíglum í suður eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- Pass Pass 1 spaði Pass 2 tíglar 3 lauf 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Allir pass Vestur spilaði tvisvar laufi í byrjun og Hirschman trompaði með þrist- inum. Hirschman tók tígulás og hugð- ist svo leggja upp, en skipti snarlega um skoðun þegar vestur henti laufi í slaginn, því nú var ekki samgangur til að taka slagina tólf sem blöstu við. Hvernig myndi lesandinn spila? Hirschman vildi komast hjá spaða- svíningu og fann til þess fallega leið. Hann tók tígultíu, spaðaás (og henti gosanum heima), svo hjartaás og yf- irdrap hjartatíuna með drottningu. Tók síðan trompin af austri og þetta var staðan áður en síðasta tíglinum var spilað: Norður ♠K107 ♥K ♦-- ♣-- Vestur Austur ♠98 ♠D ♥97 ♥-- ♦-- ♦9 ♣-- ♣87 Suður ♠4 ♥G4 ♦G ♣-- Vestur henti spaða í tígulgosann og Hirschman losaði sig við hjartakóng- inn. Tók næst á hjartagosa og spilaði loks spaða á kónginn, enda ljóst að spaðanir tveir sem eftir voru myndu báðir skila sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18– 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gjá- bakka kl. 20.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð, kl. 10 pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíll, kl. 15 kaffi, kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, brids kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Ferð í Árbæjarsafn kl. 13.30, leiðsögn um safnið, kaffisopi í Dillonshúsi. Dagblöðin liggja frammi. Fótaaðgerð- ir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Norðurbrún 1, | og Furugerði 1. Farið verður á Smæfellsnes 18. ágúst, kl. 9 frá Norðurbrún, síðan farþegar tekn- ir í Furugerði. Ekið verður að Bjarn- arhöfn á Snæfellsnesi með stoppi í Borgarnesi. Súpa og brauð á Hótel Ólafsvík og ekið um sunnanvert Snæfellsnesið til baka. Skráning og uppl. í síma 568 6960 og 553 6040. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30–14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30–14.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16.00 dansað við lagaval Sig- valda. Marengs-rjómaterta í kaffitím- anum. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, hárgreiðslu- og fótaaðgerða- stofur opnar, böðun, bingó kl. 13.30. Skráning stendur yfir í námskeið vetrarins t.d. bútasaum, penna- og perlusaum, glerskurð, glerbræðslu, bókband og leirmótun. Opið fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 20, bænastund kl. 19.30 fyrir sam- komu. Allir vekomnir. www.filo.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Alice Cooper heldur, semkunnugt er, tónleika íKaplakrika á morgun. Einþeirra hljómsveita sem hita upp er íslenska bandið Dimma en þó lítið hafi farið fyrir Dimmu- liðum þá eiga þeir að baki töluvert samstarf við Cooper og félaga: „Það er svolítil saga á bak við þetta,“ segir Ingó Geirdal gítarleik- ari hljómsveitarinnar: „Við höfum verið að spila mikið með upphaflegu meðlimum Alice Cooper-bandsins í gegnum árin. Það vita það kannski ekki allir, en líkt og Marilyn Manson byrjaði Alice Cooper sem fimm manna hljómsveit áður en hann hóf sólóferil – en með þeirri hljómsveit gaf hann út plötur eins og t.d. „Billion Dollar Babies“. Einn af stofnendum hljómsveit- arinnar, gítarleikarinn Glen Buxton lést árið ’97 og um það leyti vorum við bræður, ég og Silli Geirdal, að gefa út plötu með hljómsveit sem hét Strip- show; mjög leikrænt rokk og svolítið undir áhrifum frá Alice Cooper. Plat- an var gefin út m.a. í Kóreu þar sem hún var bönnuð af yfirvöldum.“ Öfga hægri- og vinstrimenn Það reyndist hljómsveitinni hins- vegar hið mesta happ að suður- kóreskum stjórnvöldum geðjaðist ekki að tónlist þeirra: „Við vorum bannaðir fyrir textana. Ég veit ekki hvað þeir lásu út úr þessu en þeim fannst við vera kommúnistar, öfga- hægrimenn og öfga-vinstrimenn. Þeir sáu eitthvað allt annað þarna en við sáum sjálfir. Við erum sennilega eina íslenska hljómsveitin sem hefur tekist að vera bönnuð í Kóreu.“ Það barst til eyrna Michaels Bruce, gítarleikara og lagahöfundar fyrrnefndrar hljómsveitar Alice Coopers, hvernig farið hafði fyrir hljómsveitinni og þróuðust mál á þann veg að hann bauð bræðrunum Ingó og Silla að spila með sér á minn- ingartónleikum um fyrrnefndan Glen Buxton. Fimmundarraddað drungarokk „Út frá því kynntumst við hinum meðlimum hljómsveitarinnar og svo Alice sjálfum. Við fórum að spila með þeim út um allar trissur og hituðum loks upp fyrir Alice Cooper þegar hann lék í heimaborg sinni Phoenix árið ’99. Þá höfum við m.a. gert tvær plötur með Michael Bruce þar sem við spiluðum og stjórnuðum upp- tökum. Önnur kom út árið 2002, „Halo of Ice“, og var gefin út um all- an heim. Hin er síðan að koma núna um mánaðamótin.“ Ingó segir það hafa legið beinast við að þar sem þeir hituðu upp fyrir Alice í heimabæ hans, fengju þeir að hita upp fyrir hann á sínum heima- slóðum hér á Íslandi. „Dimma spilar, eins og nafnið gefur til kynna, eins- konar myrkt rokk, en með ýmsum skírskotunum. Meðal annars erum við að nota fimmundar-raddanir sem finna má í íslensku þjóðlögunum.“ Vitaskuld eru síðan sterk áhrif frá Alice og félögum: „Ég er búinn að vera Alice Cooper-aðdáandi frá því ég var 7 ára,“ segir Ingó. „Ég hef safnað öllu sem ég hef getað komist yfir og gefur augaleið að þegar mað- ur síðan kynnist bandinu og á í vin- skap við þá hefur safnið aldeilis stækkað. Ég á orðið mikið af klæðn- aði sem þeir hafa notað á sviði, hand- skrifaða texta frá þessum tíma og margt fleira.“ Hljómsveitina skipa Ingó Geirdal á gítar, Hjalti Ómar Ágútsson söngv- ari, Sigurður „Silli“ Geirdal á bassa og Bjarki Þór Magnússon á tromm- um. Dimma mun í kvöld hita upp fyrir tónleika laugardagsins en Sign og Noise verða með þeim á tónleikum á Gauki á Stöng sem hefjast upp úr miðnætti. Aðgangur í kvöld er aðeins 500 kr. Hljómsveitin Dimma hitar upp fyrir Alice Cooper Blessunarlega bannaðir í Kóreu Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Dimmu-limir: Ingó Geirdal gítarleikari, Hjalti Ómar Ágústsson söngvari, Silli Geirdal bassaleikari og Bjarki Þór Magnússon trommuleikari. Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. OPIÐ HÚS ÞINGHOLTSSTRÆTI 24, REYKJAVÍK Í dag og á morgun milli kl. 17 og 19 ÞINGHOLTSSTRÆTI 24 - Miðhæð í virðulegu húsi. Glæsileg 3ja-4ra herbergja sérhæð á frábærum stað í Þingholtunum. Eld- hús með sérsmíðuðum viðarinnrétt- ingum. Baðherbergi með glugga og mosaíkflísum á gólfi. Upprunaleg gólfborð. Stórar suðvestursvalir. Stærð 98,9 fm. Verð 25,9 millj. Edda og Stefán taka á móti ykkur í dag og á morgun, þ.e. 12/8-13/8 2005 milli klukkan 17 og 19. Sími 533-4040 og Fax 533-4041

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.