Morgunblaðið - 22.08.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HANDTEKINN
Maður sem grunaður er um að
vera valdur að dauða tvítugs pilts í
íbúð á Hverfisgötu á laugardags-
morgun hefur verið úrskurðaður í
tíu daga gæsluvarðhald. Meg-
inndrættir málsins liggja fyrir, að
sögn lögreglu. Hinn grunaði hefur
þó ekki játað verknaðinn, en yf-
irheyrslum yfir honum er ekki lokið.
Lögregla hefur lagt hald á hníf sem
talinn er morðvopnið.
FH Íslandsmeistarar
Fimleikafélag Hafnarfjarðar
tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í
knattspyrnu annað árið í röð í gær-
kvöldi þegar liðið lagði Valsmenn 2:0
í Kaplakrika í gærkvöldi. FH-ingar
hafa unnið alla fimmtán leiki sína og
eru með 45 stig á toppi deildarinnar
en Valsmenn eru í öðru sæti með 31
stig.
90 þúsund á Menningarnótt
Talið er að allt að 90 þúsund
manns hafi verið í miðbæ Reykjavík-
ur á Menningarnótt. Dagskrá hátíð-
arinnar fór vel fram og slysalaust, að
sögn lögreglu, en hins vegar voru
mikil læti og ölvun um nóttina og
talsvert um slagsmál. Að sögn Geirs
Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í
Reykjavík, voru mun meiri læti í ár
en í fyrra um nóttina.
Páfi messaði í Köln
Meira en milljón manns sótti
messu sem Benedikt XVI. páfi flutti
í útjaðri Kölnar í Þýskalandi í gær.
Um var að ræða fyrstu opinberu
heimsókn páfans á erlenda grund
síðan hann var kjörinn páfi eftir frá-
fall Jóhannesar Páls II. páfa í vor.
Benedikt, sem áður hét Joseph
Ratzinger, er þó ekki með öllu
ókunnur í Þýskalandi, hann er jú
þaðan. Tilefni ferðar páfans til
Þýskalands nú var að sækja heims-
þing kaþólskra ungmenna, sem
haldið er með reglubundnu millibili.
Gyðingabyggðum lokað
Lokun gyðingabyggða á Gaza var
um það bil að ljúka í gærkvöldi. Þá á
aðeins eftir að loka nokkrum byggð-
um á Vesturbakkanum, hafist verð-
ur handa við það í vikunni. Í gær var
byrjað að jafna við jörðu hús gyð-
inga á nokkrum stöðum á Gaza en
það þykir til marks um að brotthvarf
Ísraela frá Gaza sé varanlegt.
Nema land í Systraskeri
Fimmtán tegundir plantna hafa
fest rætur á nýju skeri í Breiða-
merkurjökli, Systraskeri, sem kom
upp úr jöklinum árið 2000. Þegar
bræðurnir frá Kvískerjum, Hálfdán
og Helgi Björnssynir, komu fyrstir
manna í Systrasker haustið 2002 var
þar enginn gróður.
Y f i r l i t
Í dag
Vesturland 13 Dagbók 30
Erlent 14/15 Víkverji 30
Daglegt líf 16/17 Velvakandi 31
Listir 18 Staður og stund 32
Umræðan 19/25 Menning 33/37
Forystugrein 20 Ljósvakamiðlar 38
Bréf 24 Veður 39
Minningar 26/28 Staksteinar 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÁTJÁN ára piltur var stunginn
með hnífi í Tryggvagötu um eitt-
leytið aðfaranótt sunnudags með
þeim afleiðingum að hann hlaut
tvö stungusár á baki auk þess sem
lunga hans féll saman.
Sautján ára piltur var handtek-
inn skömmu síðar, grunaður um
árásina og var hann úrskurðaður í
fimm daga gæsluvarðhald seinni-
partinn í gær.
Fórnarlamb árásarinnar er úr
lífshættu en hann fór í aðgerð
strax um nóttina. Hann liggur á
gjörgæsludeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss og er ástand pilts-
ins stöðugt, að sögn vakthafandi
læknis á spítalanum.
Ómar Smári Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn segir að
það hafi sennilega bjargað lífi
piltsins að hann komst strax undir
læknishendur.
Myndavélar
sönnuðu gildi sitt
Lögreglan hafði uppi á árásar-
manninum skömmu eftir að árásin
átti sér stað en lögreglumenn gátu
fylgst með ferðum hans í eftirlits-
myndavélum þar sem hann sást
hlaupa frá árásarstaðnum. Enn
fremur sást þar hvar árásarmað-
urinn losaði sig við hnífinn rétt áð-
ur en lögreglan kom að honum og
tókst því að finna hnífinn. Ekki er
vitað hver aðdragandinn að árás-
inni var.
Ómar Smári segir að eftirlits-
myndavélarnar hafi sannað gildi
sitt á laugardagskvöldið.
„Þær voru settar upp á sínum
tíma í þrennum tilgangi. Í fyrsta
lagi til að vera fyrirbyggjandi,
þannig að fólk viti af þeim og þær
ættu þannig að fæla fólk frá ólög-
legri háttsemi á svæðinu. Í öðru
lagi til að tryggja öryggi fólks og
ekki síst lögreglumanna sem eru
við störf á svæðinu. Í þriðja lagi til
að auka líkur á uppljóstrun brota
sem framin eru. Það kom glögg-
lega í ljós í þessu tilviki að þær
sönnuðu gildi sitt, því það var
hægt að fylgjast með hinum
grunaða og beina nærliggjandi
lögreglumönnum að honum. Það
sást á myndavélum hvar hann
reyndi að losa sig við hnífinn
þannig að það var hægt að finna
hann,“ segir Ómar.
Átján ára piltur stunginn í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt
Stakk piltinn tvívegis í bakið
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is Hinn grunaði var í gær úrskurðaður
í fimm daga gæsluvarðhald
GUÐMUNDUR Bene-
diktsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri í for-
sætisráðuneytinu, lést í
Reykjavík 20. ágúst, 81
árs að aldri.
Guðmundur fæddist
13. ágúst 1924 á Húsa-
vík. Foreldrar hans
voru Benedikt Björns-
son, skólastjóri á Húsa-
vík, og Margrét Ás-
mundsdóttir.
Guðmundur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1945. Hann lauk lögfræði-
prófi frá Háskóla Íslands 1951 og
varð héraðsdómslögmaður ári síðar.
Guðmundur var fulltrúi á málflutn-
ingsstofu Eggerts Claessen og Gúst-
afs A. Sveinssonar 1951-1958. Hann
var framkvæmdastjóri Meistarasam-
bands byggingarmanna 1959 til 1960.
Hann var fulltrúi hjá Verslunarráði
Íslands 1961 og fulltrúi í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu 1962-1964.
Guðmundur var deildarstjóri í for-
sætisráðuneytinu 1964-1970 og ráðu-
neytisstjóri 1970-1992.
Meðal annarra starfa Guðmundar
má nefna að hann var formaður Stúd-
entafélags Háskóla Íslands 1948-1949
og formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur
1954-1955. Hann var
endurskoðandi Versl-
unarsparisjóðsins frá
stofnun 1956-1960 og
Verslunarbanka Ís-
lands 1960-1962. Guð-
mundur sat í nefnd sem
var skipuð af dóms- og
kirkjumálaráðherra til
að annast undirbúning
vígslu Skálholtskirkju
1963. Þá var hann ritari
stjórnarskrárnefndar
frá 1978. Hann var enn-
fremur varaformaður stjórnar Þró-
unarfélags Reykjavíkur.
Guðmundur hlaut fjölda viður-
kenninga. Hann var Stórriddari af
Hinni íslensku fálkaorðu og hlaut
heiðurspening til minningar um
vígslu Skálholtskirkju 1963. Þá hlaut
hann Stórkross sænsku Norðstjörn-
unnar, finnsku Ljónsorðunnar og
National du Mérite, British Empire-
orðuna auk fleiri viðurkenninga.
Þann 16. ágúst 1950 kvæntist Guð-
mundur Kristínu Önnu Eggertsdótt-
ur Claessen. Þau eignuðust fjögur
börn, þau Ragnheiði Margréti, Soffíu
Ingibjörgu, Solveigu Láru og Eggert
Benedikt.
Andlát
GUÐMUNDUR
BENEDIKTSSON
HÁTT í 500 manns voru við há-
tíðahöld við brúarsporð Lag-
arfljóts að kveldi síðastliðins laug-
ardags þar sem haldið var upp á
100 ára afmæli Lagarfljóts-
brúarinnar.
Brúin þótti mikil samgöngubót á
sínum tíma. Við vígslu hennar
1905 flutti Klemens Jónsson land-
ritari ræðu og var hún endurflutt
á afmælinu. Það var Sigurjón
Bjarnason sem brá sér í hlutverk
Kemensar og honum til aðstoðar
var Karen Erla Erlingsdóttir. Þau
eru bæði félagar í Leikfélagi
Fljótsdalshéraðs, en félagið flutti
leikþátt á afmælishátíðinni. Hátíð-
inni lauk síðan með flugeldasýn-
ingu.
Kemens Jónsson var landritari
þegar embættið var stofnað árið
1904. Hannes Hafstein var fyrsti
ráðherra Íslands og óskaði hann
sérstaklega eftir því við Klemens
að hann tæki við starfi landritara,
en Klemens var þá bæjarfógeti á
Akureyri. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Flutti ræðu
Klemensar
landritara
EF gerður verður flug-
völlur á Lönguskerjum í
Skerjafirði þarf að loka
Kópavogshöfn. Þetta
segir Gunnar I. Birgis-
son, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, en hann leggst al-
farið gegn hugmyndum
um innanlandsflugvöll á
þessum stað. Hann segir
umræðu um þessa hug-
mynd fáránlega.
Flugfélögin hafa rætt
við samgönguyfirvöld og
borgaryfirvöld í Reykja-
vík um framtíð innan-
landsflugsins. Flugfélög-
in telja að besti
kosturinn sé að flugvöllurinn verði
áfram á sama stað og Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra er sömu
skoðunar. Hann sagði hins vegar í
samtali við Morgunblaðið fyrir helgi
að hann gæti ekki útilokað flugvöll á
Lönguskerjum sem framtíðarkost.
Gunnar Ingi Birgisson segir að
hugmyndir um nýjan flugvöll á
Lönguskerjum í Skerjafirði séu
framtíðarmúsík og komi ekki til
framkvæmda fyrr en eftir tugi ára,
þ.e.a.s. ef þær verði yf-
irleitt nokkurn tímann
að veruleika. Hann
minnir á að nýbúið sé
að leggja flugvöll í
Vatnsmýrinni fyrir tvo
milljarða. Rétt sé að
nota þessa fjárfest-
ingu áður en byrjað sé
strax að leggja nýjan
flugvöll.
Gunnar segir að það
sé alltaf vandamál fyr-
ir vinstrimenn í
Reykjavík að tala um
Reykjavíkurflugvöll
og umræðan nú endur-
spegli það.
Gunnar var spurður hvaða áhrif
flugvöllur á Lönguskerjum myndi
hafa fyrir Kópavogsbúa.
„Það myndi lokast fyrir höfnina hjá
okkur og við þyrftum þá að leggja
hana af. Það virðast vera nógir pen-
ingar í Reykjavík. Mér finnst þetta
svo fáránleg umræða. Menn geta
leikið sér að því að tala um þetta fram
og til baka sem dægurmál. Mér finnst
að flugvöllurinn eigi að vera þar sem
hann er,“ segir Gunnar.
Loka yrði
Kópavogshöfn
Bæjarstjóri Kópavogs ekki sáttur við
innanlandsflugvöll á Lönguskerjum
Gunnar I. Birgisson