Morgunblaðið - 22.08.2005, Side 4
4 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lloret de Mar
9., 16. eða 23. september
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á
einn vinsælasta áfangastað Costa
Brava strandarinnar norðan
Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel
með góðri aðstöðu, fallegum garði,
sundlaug og veitingastöðum. Örstutt
í golf og á ströndina. Öll herbergi
með baði, sjónvarpi og síma.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
5 eða 12 nætur - fullt fæði
Verð kr. 39.990- 5 dagar
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting
í tvíbýli með fullu fæði á Hotel IFA í 5
nætur, 16. eða 23. september. Ferðir til
og frá flugvelli, kr. 1.800 hvora leið.
Verð kr. 54.990- 12 dagar
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting
í tvíbýli með fullu fæði á Hotel IFA í 12
nætur, 9. eða 16. september. Ferðir til
og frá flugvelli, kr. 1.800 hvora leið.
MAÐUR sem grunaður er um að
vera valdur að dauða tvítugs pilts í
íbúð við Hverfisgötu á laugardags-
morgun var úrskurðaður í tíu daga
gæsluvarðhald á laugardaginn.
Á vef lögreglunnar kemur fram
að hinn grunaði hafi verið gestkom-
andi í íbúðinni og verið handtekinn
á vettvangi. Maðurinn er 23 ára.
Þrír aðrir voru handteknir á
laugardag, tveir menn og ein kona,
og hefur þeim öllum verið sleppt úr
haldi. Öll hinna handteknu voru í
annarlegu ástandi þegar lögregla
kom á staðinn og voru þau vistuð í
fangageymslum. Lagt hefur verið
hald á hníf sem talið er að notaður
hafi verið.
Fimmti aðilinn var hins vegar
handtekinn í fyrradag, en talið er
að hann geti varpað ljósi á málið.
Handtöku mannsins bar þannig til
að hann kom á lögreglustöðina í
gær til að fá afhenta bíllykla, sem
hann átti en voru á stöðinni. Við
komuna á lögreglustöðina var hann
blóðugur eftir önnur átök um nótt-
ina og var handtekinn skömmu síð-
ar, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu. Honum var hins vegar
sleppt síðdegis í gær eftir yfir-
heyrslur.
Sá sem grunaður er um verkn-
aðinn hefur ekki játað en yfir-
heyrslur hafa staðið yfir um
helgina, að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns.
Hann segir að rannsókn málsins
standi enn og aðspurður hvernig
henni miði segir Ómar að megin-
drættir málsins liggi fyrir. Enn eigi
þó eftir að kanna frekar aðdrag-
anda árásarinnar og ýmis fleiri at-
riði.
Rannsókn lögreglu á manndrápinu á Hverfisgötu stendur yfir
23 ára karlmaður úrskurð-
aður í tíu daga varðhald
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
SIGURJÓN Jóhanns-
son, blaðamaður og
kennari, andaðist á
Landspítalanum
fimmtudaginn 18. ágúst.
Hann fæddist 12.
ágúst 1933 á Brúarlandi
í Mosfellssveit. Foreldr-
ar hans voru Jóhann
Sigurjónsson, bókhald-
ari í Reykjavík, og Guð-
rún Magnúsdóttir, sím-
stöðvarstjóri á Brúar-
landi.
Sigurjón lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1953. Hann stundaði
nám í viðskiptafræði við Háskóla Ís-
lands á árunum 1953–1956 en lauk
cand. fil.-prófi frá HÍ 1955.
Að loknu námi hóf Sigurjón störf
sem blaðamaður. Hann starfaði í
upphafi á Þjóðviljanum eða frá árinu
1957–1962 og aftur síðar 1971–1975.
Hann var ritstjórnarfulltrúi Alþýðu-
blaðsins 1968–1971. Einnig var hann
ritstjórnarfulltrúi Ásgarðs, málgagns
BSRB, 1966–1978 og Læknablaðsins
1976–1978. Hann starfaði auk þess
hjá Tímanum, Vikunni
og við auglýsingastörf.
Hin síðari ár var
hann einnig ritstjóri
SÍBS-blaðsins og Vel-
ferðar, málgagns
hjartasjúklinga. Sigur-
jón var lektor við blaða-
mannaháskólann í Ósló
í Noregi frá 1979–1982.
Þar var hann jafnframt
formaður Íslendinga-
félagsins á sama tíma.
Á árunum 1982–1987
starfaði Sigurjón m.a.
hjá Arnarflugi hf., Al-
þýðusambandi Íslands
og Sambandi ísl. mynd-
listarmanna. Frá 1987 starfaði Sigur-
jón sem kennari við fjölmiðlabrautina
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eða
til ársins 2003 þegar hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Sigurjón kvæntist Ernu Þorleifs-
dóttur 4. júní 1960 en hún lést 7. mars
1994. Saman eignuðust þau fjögur
börn. Þau eru Jóhann, Þórgunnur,
Katrín og Anna Guðrún.
Sambýliskona Sigurjóns var Ingi-
björg Þórarinsdóttir.
Andlát
SIGURJÓN
JÓHANNSSON
Sigurjón Jóhannsson
LYFIN zelebra, bextra, dynastat
og arcoxia eru í sama lyfjaflokki og
Vioxx sem var tekið af markaði í
fyrra eftir að prófanir á lyfinu í
Bandaríkjunum leiddu í ljós að
notkun þess eykur hættu á hjarta-
og æðasjúkdómum. Lyfin flokkast
sem cox2-hemlar og eru verkjalyf
sem einkum eru notuð við giktar-
sjúkdómum. Rannveig Gunnars-
dóttir, forstjóri Lyfjastofnunar,
segir að vonir hafi verið bundnar
við að þessi lyf hefðu ekki eins
slæm áhrif á meltinguna og önnur
verkjalyf sem gigtarsjúklingar
hafa notað, t.d. íbúfen og aspirín.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær ætla hjartalæknar
og landlæknisembættið af stað
með rannsókn á því hvort fylgni sé
milli notkunar á Vioxx og sambæri-
legum lyfjum og aukinnar tíðni
hjartasjúkdóma.
Rannveg segir að lyfin geri
sannarlegt gagn fyrir giktarsjúk-
linga en séu þeir með undirliggj-
andi hjarta- og æðasjúkdóma geti
þau verið varasöm. „Öll lyf eru
skaðleg en það er alltaf spurning
um hversu mikla áhættu er verið
að taka og hvort ábatinn af því að
nota lyf sé meiri en hitt,“ segir
Rannveig og bætir við að það sé
hlutverk lækna að vega það og
meta í hverju einstöku tilfelli.
Rannveig bendir á að aukaverkan-
ir við nýju lyfi komi yfirleitt ekki í
ljós fyrr en það er tekið í almenna
notkun. Þess vegna þurfi að fylgj-
ast sérstaklega vel með lyfjum
fyrstu árin og gæta þess að skrá
niður allar aukaverkanir sem
greinast. „Sjaldgæfar aukaverkan-
ir koma ekki fram nema í einu af
hverjum hundrað þúsund eða jafn-
vel milljón tilvikum,“ bendir Rann-
veig á, en inni á heimasíðu Lyfja-
stofnunar er hægt að nálgast
gagnagrunn með upplýsingum um
öll lyf sem eru á markaði hér á
landi.
Nokkur lyf á markaði
eru sambærileg Vioxx
HANNES Hlífar Stefánsson varð Ís-
landsmeistari í skák fimmta árið í
röð og í sjöunda sinn á átta árum, er
ellefta og síðasta umferðin á Skák-
þingi Íslands var tefld í gær. Hannes
tryggði sigurinn með jafntefli við
Jón Viktor Gunnarsson eftir stutta
skák. Skákþinginu og Heimsmeist-
aramóti tölvuforrita var slitið með
verðlaunaafhendingu í gærkvöldi í
húsakynnum Háskólans í Reykjavík.
Hannes Hlífar sagði við Morg-
unblaðið að sigurinn nú hefði verið
erfiðari en oft áður þar sem keppnin
var jafnari og margir komið vel und-
irbúnir til leiks. Í því ljósi væri sig-
urinn sætur og sömuleiðis ánægju-
legt að hafa jafnað met með alls sjö
titlum.
Hannes hefur síðustu mánuði
dvalið í Prag og stundað þar ská-
kæfingar. Hann teflir fyrir Helli og
undirbýr sig nú fyrir Evrópumót
taflfélaga, sem fram fer á Ítalíu í
næsta mánuði milli allra stærstu fé-
laga Evrópu. Hann sagðist hafa
ákveðið að sleppa Norðurlanda-
mótinu í skák, sem hefst nú í vik-
unni, þar sem hann hefði verið ný-
kominn úr öðru sterku móti þegar
Skákþing Íslands hófst.
Hannes segir gott að búa í Prag
og stutt sé þaðan á mót í Evrópu.
Hann einbeiti sér nú að því að
hækka í skákstigum, er nú í 2.579
stigum en stefnir á 2.600 stiga múr-
inn fyrir næstu áramót. Þess má
geta að aðeins Jóhann Hjartarson er
stigahærri en Hannes, er með 2.621
skákstig sem setur hann í 88. sæti á
heimsvísu. Efstur á lista FIDE er
Garry Kasparov með 2.812 stig.
„Þetta er orðin gríðarlega mikil
vinna að halda sér við í skákinni. All-
ir eru orðnir svo vel undirbúnir, með
aðstoð tölvunnar, að maður þarf að
hafa sig allan við,“ sagði Hannes
Hlífar. Aðeins tveir skákmenn hafa
orðið Íslandsmeistarar jafnoft og
Hannes Hlífar, eða Baldur Möller og
Eggert Gilfer. Ásmundur Ásgeirs-
son, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafs-
son hafa hampað sex slíkum titlum.
Hannes Hlífar hlaut níu vinninga
á mótinu nú. Stefán Kristjánsson
skaust í annað sætið í gær með 8½
vinning, eftir sigur á Heimi Ásgeirs-
syni, og Jón Viktor varð þriðji með
átta vinninga. Sigurður Daði Sigfús-
son varð fjórði, Björn Þorfinnsson
fimmti og Heimir Ásgeirsson, stiga-
lægsti keppandinn í landsliðsflokki,
sjötti. Vakti árangur hans athygli en
tólf keppendur voru í landsliðs-
flokki.
Baráttan var ekki síður mikil í
áskorendaflokki á Skákþinginu.
Tómas Björnsson, Jóhann H. Ragn-
arsson og Þorvarður F. Ólafsson
urðu efstir og jafnir og tryggðu sér
rétt til að tefla í landsliðsflokki að
ári. Fjórir skákmenn þurfa hins veg-
ar að heyja aukakeppni um síðasta
sætið í flokknum; þau Guðlaug Þor-
steinsdóttir, Hjörvar Steinn Grét-
arsson, Haraldur Baldursson og Jón
Árni Halldórsson. Komist ann-
aðhvort Guðlaug eða Hjörvar Steinn
í landsliðsflokk verður það einsdæmi
í íslensku skáksögunni. Íslensk skák-
kona hefur aldrei áunnið sér rétt til
að tefla í landsliðsflokki og Hjörvar,
sem er aðeins 12 ára, yrði yngsti
skákmaðurinn til að keppa í þeim
flokki hér á landi. Þess má geta að
nú eru liðin 30 ár síðan Guðlaug
varð fyrst Norðurlandameistari
kvenna í skák.
Hannes Hlífar Íslandsmeistari fimmta árið í röð
Stefnir á 2.600 stiga
múrinn fyrir áramót
Morgunblaðið/Ómar
Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í sjöunda sinn á átta árum.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
PÁLL Bergþórsson, veðurfræðing-
ur og fyrrverandi veðurstofustjóri,
segir að Esjan sé orðin snjólaus og
þetta sé fimmta árið í röð sem snjór
hverfur úr fjallinu. Venjulega hefur
sumarhitinn ekki náð að bræða síð-
ustu skaflana í fjallinu áður en snjóa
fer á haustin, en með hlýrra loftslagi
hefur þetta breyst.
Páll segir að þegar lofthiti sé svip-
aður eða meiri en á hlýindaskeiðinu
1931–1960 hverfi skaflinn í Esjunni.
Þegar hitinn sé lægri nái hann hins
vegar ekki að bræða skaflinn. Hann
segir að eftir því sem sagnir hermi
hafi skaflinn fyrst horfið árið 1929
svo vitað sé. Hann segir að þetta sé
því góður mælikvarði á lofthita.
Skaflinn
í Esjunni
horfinn